Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritatjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjórí Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveínsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mónuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. að vakti athygli í Bret- landi á síðasta ári, að þingmaður einn úr Verka- mannaflokknum, sem tal- inn var eiga framtíð fyrir sér á vettvangi stjórnmál- anna, sagði af sér þing- mennsku til þess að taka að sér stjórn á vinsælum sjónvarpsþætti. Aðspurður um það hvers vegna hann kysi fremur að stjórna sjónvarpsþætti en sinna þingmannsstörfum svaraði hann, að starfið við brezka sjónvarpið veitti honum betra tækifæri til að hafa áhrif en seta í brezka þinginu. Þetta svar lýsir í hnot- skurn einum þætti þeirrar þjóðfélagsbreytingar, sem er orðin á Vesturlöndum. Fjölmiðlar og þeir, sem við þá starfa, eru komnir fram á sjónarsviðið sem áhrifa- aðili, sem taka verður tillit til og álitamál, hvort veitir betra tækifæri til að hafa áhrif á þróun samfélagsins, starf á fjölmiðlum eða t.d. þingmennska. Hinn fyrr- verandi brezki þingmaður komst að þeirri niðurstöðu, að fjölmiðlar væru meiri áhrifavettvangur en þing- ið. Að vísu hefur þróunin hér fremur verið sú, að starfsmenn fjölmiðla leiti inn í þingmennsku en þá er það bersýnilega með þeim hætti að fjölmiðlastarfið hefur ýtt undir tækifæri þeirra til framboðs og þingkjörs. Fjölmiðlar eru þjónustuaðili við fólkið í landinu en þeir eru ekki lengur sá þjónkunaraðili stjórnmálamanna, sem þeir áður voru. Þeir eru orðnir sjálfstætt afl, sem hefur sjálfstæð áhrif á skoðanamyndun fólks. Um leið og þeir hafa þannig tekið til sín hluta af áhrifavaldinu í þjóðfélag- inu mega starfsmenn fjöl- miðla, sem hingað til hafa að mestu komizt óráreittir upp með það að beina spjótum sínum að öllum öðrum, búast við því, að aðrir fari að beina spjótum sínum að þeim. Það er þegar komið í ljós í gagn- rýni þeirri, sem Ingvar Gíslason alþingismaður hefur beint að því, sem hann kallar „fréttamafíu ríkisfjölmiðla og síðdegis- blaða", og telur eiga veru- lega sök á óförum Fram- sóknarflokksins í síðustu þingkosningum. Gagnrýni Ingvars Gísla- sonar er fyrsta alvarlega vísbendingin um að starfs- menn fjölmiðla geti ekki búizt við því, að verða „stikkfrí" öllu lengur. Um- ræður munu vaxa um starfshætti fjölmiðla og efnismeðferð alla og stór- auknar kröfur verða gerðar til fjölmiðla og starfs- manna þeirra. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir, að þeir, sem starfa við fjöl- miðla, hafa í fæstum til- fellum ekki annað en mjög yfirborðskennda þekkingu á þeim málum, sem þeir fjalla um. Því hefur jafnan verið borið við og með nokkrum rökum, að íslenzkir fjölmiðlar hefðu svo takmörkuð fjárráð, að þeir hefðu ekki bolmagn til að hafa í sinni þjónustu nægilega mikinn fjölda starfsmanna til þess að gera þeim kleift að-sérhæfa sig á tilteknum sviðum þannig að meðferð fjöl- miðlanna á einstökum mál- um byggðist á þekkingu, sem risti dýpra en yfir- borðið. Það verður erfiðara fyrir fjölmiðla í framtíð- inni að bera þetta fyrir sig. Þá er og Ijóst, að gerðar verða kröfur til mun vandaðri og ábyrgari efnis- meðferðar en hingað til hefur tíðkazt. Fjölmiðlar geta ekki gert aðrar kröfur til stjórnmálamanna og embættismanna en þeir gera til sjálfra sín og sinna starfsmanna. Með sama hætti og þess er krafizt, að stjórnmálamenn standi við orð sín og finni þeim stað verða sömu kröfur gerðar til fjölmiðla og starfs- manna þeirra í mun ríkara mæli en hingað til. í stuttu máli má búast við því, að fjölmiðlar og starfsfólk þeirra verði ekki síður undir smásjánni í framtíð- inni en aðrir áhrifahópar í þjóðfélaginu. Nauðsynlegt er að fjölmiðlarnir átti sig á þessu og bregðist ekki við gagnrýni og aðfinnslum með viðkvæmni þeirra, sem telja sig hafa rétt til að gagnrýna alla aðra en vera „stikkfrí" sjálfir. Fjölmiðlar undir smásjáimi j Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 22. júlí ♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦«? Sovétríkin í sókn Á þessum áratug hefur orðið veruleg breyting á þeirri heims- mynd, sem við okkur blasir. Fyrir 10 árum voru Bandaríkin enn ráðandi afl á alþjóðavettvangi, þótt þau hefðu orðið fyrir verulegu áfalli vegna þátttöku í styrjöldinni í Víetnam og framvindu hennar. Ósigur Bandaríkjanna þar hefur hins vegar leitt til þess, að þau hafa dregið sig í hlé. Þau líta ekki lengur á sig sem lögreglu heims- ins. Bandaríkin halda að sér höndum, bíða átekta og grípa ekki inn í atburðarásina víðs vegar um heimsbyggðina, enda þótt hún sé þeim og þá um leið lýðræðis- og frelsishugsjón vestrænna þjóða andsnúin. Þetta afskiptaleysi Bandaríkj- anna hafa Sovétríkin notfært sér til hins ítrasta og eru nú tvímæla- laust í mestu sókn, sem um getur í sögu þeirra, til aukinna áhrifa frá því að Sovétmenn lögðu undir sig Austur-Evrópuríkin í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Þær . fréttir, sem berast í dag um heimsviðburði, eru nánast allar á einn veg. Þær fjalla um framsókn Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í Afríku, Mið-Áusturlöndum og Asíu. Hvarvetna sýnast hagsmun- ir vestrænna lýðræðis- og frelsis- hugsjóna vera í vörn eða á beinu undanhaldi. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir frjálsar þjóðir heims og með frjálsum þjóðum heims er átt við þær þjóðir, sem ' virða sjálfsögð mannréttindi, en 1 þær þjóðir eru mun fámennari en hinar, þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Afríka og Mið-Asturlönd Framsókn Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra hefur hvergi verið jafn áberandi og augljós og í Afríku. Sovétmenn hafa komið sér upp fjölda dulbúinna eða ódulbúinna flotastöðva og her- stöðva í Afríku. Hernaðarumsvif þeirra og fylgiríkja þeirra í Afríkuríkjum blasa við allra augum, hvort sem litið er til Angólu eða Eþíópíu. Þau standa augljóslega að baki hernaðarum- svifum í Zaire. Þau standa fyrir valdatöku fylgismanna sinna í Suður-Yemen og Afganistan. Sovézkir diplómatar, sérfræðingar og hermenn með sovézk vopn og sovézkt fjármagn eru á fleygiferð um alla Afríku, fiska í gruggugu vatni, ýta undir hernaðarátök, stuðla að auknum áhrifum Sovét- ríkjanna og fylgiríkja þeirra, hvar sem við verður komið. Til þess að fylgja eftir framsókn Sovétmanna í Afríku hafa tugir þúsunda kúbanskra hermanna verið fluttir til ýmissa Afríkuríkja og nú eru A-Þjóðvérjar að koma til sögunnar og a-þýzkar sveitir að byrja að láta til sín taka í Afríkuríkjum. Er það í fyrsta sinn frá því að heimsstyrjöldinni síðari lauk, að þýzkar sveitir hefja umsvif utan vébanda þýzku ríkj- anna. I SA-Asíu hafa Sovétmenn einnig styrkt stöðu sína mjög verulega, þar sem Víetnam, eitt öflugasta ríkið þar, hefur nú gengið til samstarfs við A-Evrópu- ríkin í efnahagsbandalagi þeirra, sem nefnt er COMECON. Fyrir hverju eru Sovétmenn að berjast? Frá stríðslokum og fram á þennan dag hdfa afskipti og áhrif Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi fyrst og fremst beinzt að því að efla lýðræðis- og frelsishugsjónir Vesturlandabúa, hvar sem því hefur verið við komið. Frá sjónar- miði okkar, sem á Vesturlöndum búum, getur það varla verið glæpsamlegt athæfi að vilja stuðla að því að fólk búi við sömu mannréttindi og okkur þykja sjálfsögð. Vissulega hafa Banda- ríkin á undanförnum áratugum hvað eftir annað fallið í þá gryfju að styðja einræðisherra víðs vegar um heim og hefur það orðið þeim álitshnekkir ekki sízt í augum æskufólks og dregið úr trú á Bandaríkin, sem forysturíki mannréttinda og lýðræðis. En þrátt fyrir þau mistök Bandaríkj- anna hefur þó varðstáðan um lýðræðis- og frelsishugsjónir okk- ar tíma verið meginmarkmið þeirra á síðustu þremur áratugum. En fyrir hverju berst hið nýja athafnasama risaveldi í austri í sókn sinni til aukinna áhrifa á heimsbyggðinni? Ætla mætti, að Sovétríkin væru að berjast fyrir útbreiðslu hinna sósíalísku hug- sjóna, sem þau segja, að móti þjóðfélagsbyggingu þeirra og ann- arra svokallaðra sósíalískra ríkja. En jafnvel þótt því sé haldið fram blekkir það engan. Öllum er ljóst, að víða í Afríku og Mið-Austur- löndum og í Asíu efla Sovétmenn með ráðum og dáð hershöfðingja og einræðisseggi, sem eru Sovét- mönnum að skapi. Ekki þarf annað en að staðnæmast við Eþíópíu sérstaklega til þess að gera sér grein fyrir því, að það er ekki hugsjónabarátta, sem vakir fyrir Sovétmönnum heldur augljós og nakin valdabarátta. Öllu má nafn gefa. En samt er ómögulegt að halda því fram, að Mengistu hershöfðingi, einræðisherra í Eþíópíu, sé sérstakur boðberi sósíalisma eða baráttumaður fyrir bættum kjörum öreiganna í Eþíópíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.