Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JULI 1978 .... fJUh-í" *© "': "•"•.ýV,"-'" \ \ \A\ rffcíW AÍO.LERUP r^, Jt^v^ Mér er alvara! Ef þú hreyfir þig þá er úti um konuna þína. Hvað tákn- ar merkið? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Margir grandsamningar byggj- ast á að hægt sé að taka fimm til sex slagi á láglit. Og þegar varist er gegn slíkum samningi þarf að finna leið til að ná sínum slögum nógu snemma. Austur gaf spil dagsins en allir voru á hættu. ©PIB CtriviltfM Norður S. 64 H. KG1032 T. KIO L. D875 Vcstur Austur S. K82 S. Á10975 H. 964 H. D85 T. 983 T. 72 L. G432 L. ÁK9 Suður S. DG3 H. Á7 T. ÁDG654 L. 106 Suður varð sagnhafi í þrem gröndum eftir ágaetar sagnir. Austur Suður Vestur Norður 1 S 2 T pass 2 H paw 2 G pass 3 G pass hrintrí nn. |T f COSPER 7758 Sæll elskan — Var erfitt í vinnunni í dag? — Ég vona að þú misvirðir það ekki við mig þó að það verði rúgbrauð og síld í kvöldverð — þú fékkst þó franskbrauð og síld í gær. Á þessum tíma mikilla ferða- laga er ekki úr vegi að birta hér litla fyrirspurn sem barst fyrir nokkru og svar við henni er fékkst hjá Vegaeftirlitinu: „Á mörgum ferðum mínum austur fyrir fja.ll hef ég tekið eftir merkinu á Kambabrún er segir að vegarhalli sé 8% næstu tvo kílómetrana. Ég held að minnsta Önnur hœtta kosti að þetta sé rétt skýring á þessu merki, en ég hef orðið var við að margir eru að velta henni fyrir sér og líka því hvers.vegna þetta sé aðeins þarna en ekki víðar á landinu. Til er einnig aðvörunarmerkið brattar brekkur eða brött brekka sem allir ökumenn kannast við en margir velta fyrir sér hvers vegna þessu merki skýtur þarna upp allt í einu. Það getur verið að menn þurfi að vita það hversu mikið vegurinn framundan halli, en mætti ekki ímynda sér að þetta sé samt óþarfi og er ekki alveg nóg að búa áfram til gömlu merkin? Ökumaður." Velvakandi hafði samband við Vegaeftirlitið til að fá nánari skýringar á þessu merki þarna á Kambabrún og fékk þá að vita að tilgátan, sem sett var fram í línunum hér að framan, er laukrétt. Verið er að sýna hversu mikill hallinn sé á veginum framundan og hversu langt og er þetta eins konar aðvörun til ökumanna um að fara sér gæti- lega. Út kom spaðatvistur og austur tók slaginn með ás. Þegar hann taldi líklega vinningsslagi suðurs varð tígulliturinn honum sérstakt áhyggjuefni. Sögn í lit á öðru sagnstigi á hættunni, eftir opnun andstæðings lofar alltaf góðum lit. Venjulega minnst sex spilum og hendi með nálægt eða rúmlega opnunarstyrk. Spilarar sem segja oft á veikari spil geta ekki ætlast til að mikið mark sé tekið á sögnum þeirra. Þannig var ekki erfitt fyrir austur að gera sér nokkuð góða hugmynd um hendi suðurs og sjá, að með slag á spaða átti hann níu slagi örugga. Og þegar bein árás dugði ekki var eðlilegt að beina spjótinu að öðrum stað. Eini möguleikinn var laufið og austur tók á kónginn áður en hann spilaði til baka spaðatíu. Með því sagðist hann ekki eiga gosann og vestur sá til hvers var ætlast. Hann tók drottn- inguna með kóng og skipti í laufgosa. Þar með voru vörninni tryggðir þrír slagir og fimm í allt. Kirsuber i nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjonsdóttir íslenzkaði Persónur sögunnari Flmm af yngri kynslóðinni. þar af einn morðingi og annar verður fórnarlamb morðingj- anss Judith Jernfeit Matti Sandor Klemens Kiemensson BKO Roland Norell Nanna-Kasja Ivarson m tvær miðaldra fraukar sem eru mikilvæg vitni. Helena Wijk Lisa BiiJkvist og laknir og yfírlögreglur þjónn sem hafa ólíkar skoðair ir é morðmálinu. Daniel Severin Leo Berggren ásamt með lögregluforingjan- um sem dregst inn í málið í nokkur dœgur áður en glæpur inn fyrnist. Christer Wijk. ___------------- a'5a* : ¦'¦¦¦¦• ¦¦¦•¦ '" ¦*¦ — Jú. sagði hann. — Ég man eftir þér. Þegar hann hvarflaðí á hana augum hafði honum í fyrstu fundi/.t sem hún minnti hann á CamiIIu. Hun var lítil og fjarska griinn en þegar hann horfði tengur á hana komst hann að þeirri hiðurstöðu að hön væri grennri en Cant, grennri og dekkri. Slétt hárið var skipt í miðju. kolsvart eins og hans eigið hár, augun stór og svo dökkhrún að þau virtust vera svört á litinn og hún var áberandi föl. Fegurð hennar... því að hun var ftigur, ekkí bara lagleg eða snotur — var af einhverjum eriendum toga. Ensk? Eða kannski Gyðingur? Kannski. Hún var í hálfsíðu gulu pilsi og skyrtublússu úr mjúku silki. Hún virtist þó alls ekkert óekta eða tilgerðarleg, öllu fremur heilbrigð og viðfelldin. — Mamma sagði mér að hún hefði fengið nýjan leigjanda, sagði hann. — Lfkar þér vel í íbúðinni? — Hún er alveg skínandi, sagði Judith. — Hán hentar mér afar vel og svo er h6n notaleg. Kannski þú viljir sjá hvernig ég hef komið mér fyrir? Hun hafði hitt naglann á höfuðið þegar hfin lýsti íhúð sinni svo að hún væri notaleg. Enda þótt hún væri lítil var hön ákaftega sniekkleg og herbergin voru búin mjúku flauelsákiæði og á gólfinu voru þykk teppi og lampar nteð guium skermum í hornum. Við spegilinn héngu myndir af foreldrum hennarfef gylltum römmum. ^ — Það er langt síðan for- eldrar mfnir dóu. sagði Judith. — Móðir mín dó fáeinum dögum eftir að faðir minn var jarðsettur. Þau höíðu alltaf hr.ldið saman, bæði hoima og í verzluninni og hvar sem þau voru, — En hefðu þau ekki viljað að þú tækir við rekstri verzlun- arinnar? — Verzlunin gekk alltaf verr og verr, sagði hun hrein- skilnislega. — Og þar kom að því að þetta dúgði ekki. Það eina sem ég erfði iraun og veru voru skuldir og allt að því að megi kalia það gjaldþrotabtt. Og svo þessi spegill. - Og þá tóksttt þá úkvörðun að iæra' hjúkmn. Hvar lærð* irðti? í Stokkhólmi? -'.**•' Nei, 4 háskólaspítalanum f Uppsiiltim. En ég vann um tíma í Stokkhólmi. Síðar var ég á vegunt Sameinuðu þjóðanna. Og svo vann ég á amtssjakra- húsinu f Örebro og nú síðast á spítalarium f Ló'nnslad. En þessi bær hefur alHaf dregið mig tii st'n. Ég fór alltaf með lestinni fram og til baka f hálft ár, en það varð svo erfitt til iengdar að þegar ég fékk fyrirheit um fbúðina hér, ákvað ég að flytja heim aftur. ~ Þú hefur sem sagt fengið vinnu sem hjúkrunarkona hér í Skógum? sagði hann vantrú- aður. !*r Já, ég er aðstoðarstulka Severins læknts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.