Morgunblaðið - 23.07.1978, Side 36

Morgunblaðið - 23.07.1978, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 3Pijba íúámi»(Wfw1 Jjtofoimui iq ítÖjfn. 10 órtci. Hver á hvaö? Strákarnir fimm á myndinni voru svo heppnir aö vinna hver sinn hlut í skyndihappdrætti. Það er ekki annaö að sjá en aö peir séu ánægöir og glaöir — En getiö piö fundið, hver fékk hvaða hlut? Einbeitiö ykkur að pessu ofurlitla stund og látið ekkert trufla ykkurl Sólrún Hanna 6 ára, Lauga- lands- skóla Sumar, sól og ferdalög IV: „Hæ,flatlús” Hér kemur skrítlan um lýsn- ar, sem voru í gönguferð. Hún á vel við, hvort sem menn eru í löngum eða stuttum ferðalögum eða þeir sitja heima í friði og ró, þegar allir aðrir eru á þeysireið um landið þvert og endilangt, og margir hverjir keppast við að komast á sem styztum tíma. Þá væri e.t.v. ástæða til þess að spyrja: Er einhver ákveðinn tilgangur með ferðalaginu? Var hann nokkuð ræddur, áður en haldið var af stað? Eru menn kannski í kappakstri á bugðótt- um vegum íslands? En það var nú ekki þetta, sem við ætluðum að segja í upphafi, heldur skrítluna um lýsnar. Það voru einu sinni tvær lýs úti að ganga í góða veðrinu. Kemur ekki valtari (þjappari) brunandi og ekur yfir aðra þeirra. Þegar þjapparinn var farinn og vinkonan lítur aftur til lúsarinnar, sem lenti í bílslysinu, varð henni að orði: „Nei — hæ, ffatlús!" Bifreiöa- stjórinn á þjöppunar- vélinni í sumarfríi! TröUabarnið á Krákueyju mundir hryggja Malín svo mikið annars." „0, þetta gengur allt vel,“ svarar Pétur. „Eg hef þrótt á við marga sjómenn, skal ég segja þér, svo að þú þarft ekkert að óttast." Andartaki síðar heyrist reglulegt vélarhljóðið, og báturinn siglir frá Hafnar- bakkanum og áleiðis til borgarinnar með Pétur og Malín innanborðs. Melker stendur á bryggjunni og veifar til þeirra. Hann snýr sér ekki við fyrr en bátur- inn er að hverfa úti við sjóndeildarhringinn. Og honum verður hverft við. Skellu hefur þegar tekizt að losa sig og er farin í rannsóknarferð. Hún opnar dyrnar að reykingarkofa Nisse kaupmanns og læðist inn. Þegar Melker finnur hana, er hún eins og svert- ingi í framan. Palli flýtir sér að taka við Skellu. „Ég verð líklega að gæta þín, því að pabba tekst það ekki,“ segir hann. Síðan hvíslar hann að hnátunni: „Mér þykir svo vænt um þig. Stundum er ég öfund- sjúkur gagnvart þér, því að mér finnst, að Malín ætti að þykja jafn vænt um okkur bæði. En henni þykir það kannski, þrátt fyrir allt.“ Melker kinkar kolli ánægður á svip, þegar hann sér Skellu í góðum höndum. „Gott, Palli minn,“ segir hann. „Nú gætir þú Skellu fyrir mig dálitla stund. Ég þarf að skreppa til Nisse kaupmanns og kaupa máln- ingu.“ „Hvað ætlarðu að mála?“ spyr Palli. „Ég ætla að mála eldhús- ið með skrautlegum litum," segir hann. „Þá verður Malín alveg undrandi, þegar hún kemur aftur.“ Skömmu síðar stendur hann í verzluninni, og Nisse er önnum kafinn við að leita að málningardósum. Melker biður um gulan, rauðan og bláan lit, því að nú er í tízku að mála í sterkum litum. „Ágætt," segir Nisse brosandi. „Þú hefur aldeilis Framhalds- sagan XI góðan tíma, afi gamli. Ætl- arðu nú að fara að mála?“ „Ég er að vísu orðinn afi, en ég er ekki gamall," segir Melker móðgaður. „Gjörðu svo vel að leggja það á minnið.“ „Pyrirgefðu," segir Nisse og sækir fleiri málningar- dósir. I þessu kemur Vester- mann inn í verzlunina og virðist mjög örvæntingar- fullur. „Heyrðu mig, Nisse," seg- ir hann, „getur verið, að ég hafi skilið riffilinn minn eftir hér hjá þér?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.