Morgunblaðið - 25.07.1978, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.07.1978, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 5 Viðskiptaviðræður íslands og Sovétríkjanna: Rússar kaupa peysur fyrir 160 milljónir Þessi mynd var tekin af hreindýrahópi á Vesturöræfum, þegar hreindýrin voru talin um miðjan mánuðinn. Ljósm. Egill Sigurðsson. Hreindýrum hefur á 2 árum fækkað um 1000 TALNING á hreindýrum, sem framkvæmd var dagana 14. og 15. júlí sl. sýndi að hreindýrum heíur fækkað verulega sl. tvö ár. Venja er að telja hreindýrin með loft- myndatöku og sýndi talning. sem framkvæmd var sumarið 197f> að dýrin væru um 4000 en í fyrra var ekki hægt að telja hreindýrin vegna mikilla snjóa á hálendinu. Nú i sumar komu aðeins 2576 dýr fram á loftmyndunum og er því áætlað að hreindýrastofninn sé nú um 3000 dýr. I ljósi þessa hefur menntamála- ráðuneytið samþykkt að heimila veiði á nokkru faerri dýrum en áður. Verður nú leyft að veiða 1025 dýr en í fyrra var heimilað að veiða 1500 dýr. Að sögn Birgis Thorlacíus ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu hefst veiðitími hreindýranna 1. ágúst n.k. og stendur til 15. september og er veiðileyfunum skipt niður á 31 hrepp á Austurlandi. UNDANFARNA daga hafa farið fram í Reykjavík viðræður um viðskipti íslands og Sovétríkjanna með hliðsjón af 5 ára viðskiptasamningnum, sem gildir árin 1976—80. Sovéska viðskiptanefndin var undir forystu Jakobs Volkovs, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu í Moskvu, en formaður íslenzku nefndarinnar var Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri. Báðir aðilar voru sammála um, að viðskipti landanna hefðu yfir- leitt gengið vel, þótt talsverðár sveiflur hafi átt sér stað. Var rætt um ráðstafanir til að tryggja jafnari sölu á íslenzkum ullarvör- um. Meðan sovézka nefndin dvaldi hér var gengið frá samningi um kaup á 51.000 ullarpeysum frá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Hjörtur Eiríksson hjá Sam- bandinu sagði við Mbl. að verð- mæti þessara peysa væri í kring- um 160 milljónir og yrðu þær afgreiddar á þriðja ársfjórðungi. Hjörtur sagði ennfremur, aö ekki yrði um að ræða framleiðsluaukn- ingu á þessu ári en ráðgert væri að gera samninga um sölu snemma á næsta ári. Aðrir samningar sambandsins ganga sinn vanagang að sögn Hjartar. íslenzka nefndin lagði áherzlu á nauðsyn þess að greiða fyrir frekari sölu á ullarvörum og iagmeti og ennfremur að flýta fyrir því, að samningar um aukin kaup á saltsíld gætu hafizt. 1. ágúst eru liðin 25 ár síðan fyrsti almenni viðskiptasamning- urinn milli íslands og Sovétríkj- anna var gerður. Heyfengur verð- ur mun minni Bæ. 24. júlí. FYRSTU bamdur eru nú hyrjaðir heyskap og sumir búnir að na inn töluverður heyjum með góðri verkun. Sýnilegt er að heyfengur verði miklu mun minni en verið hefur sérstaklega vegna mikilla kuida og kals í túnum. Byrjað er nú að bora eftir heitu vatni að Reykjum í Hjaltadal vegna hitaveitu á Hólum og nágrenni. Enn þá er ekki árangur kominn enda boranir ný hafnar. Ogrynni er nú af fugli við Drangey og eru menn nú frammi við eyna í háfveiði og gengur ágætlega. Handfæraveiði smábáta hefur verið treg en togskip hafa aflað ágætlega og er því næg atvinna. Björn. Tengingu Vatns- veitu Stykkis- hólms að ljúka Stykkishólmi 21. júlí 1978 NÚ ÞESSA dagana er verið að leggja seinustu hönd á teng- ingu Vatnsveitu Stykkishólms og með þeim áfanga, sem nú er að ljúka, er búið að Færeying- ar hingað í hópf erð Á VEGUM „Strandferðslunar“ í Færeyjum verður 14 daga hópferð frá Færeyjum hingað til lands dagana 11.—26. ágúst n.k. Þetta er fyrsta hópferð hingað á vegum Strandferðslunnar og verður á hálfum mánuði ekið hringinn um landið, en hópurinn kemur með Smyrli. Færeyskur léiðsögumaður verður fyrir hópnum og verða flestir helztu ferðamannastaðirnir heimsóttir og dvalið í Reykjavík í 3 daga. endurnýja hana alla um 12 tii 13 km veg, þ.e. að leggja nýjar leiðslur f rá Svelgsárhrauni og niður í Stykkishólm. Verkið hefir verið unnið undanfarin ár og með þessum seinasta áfanga á vatnsþörf Stykkis- hólms að vera borgið að minnsta kosti í nánustu framtíð. Upphaflega var vatnsveitan byggð árið 1946—48, og var vatnið tekið úr vatnsbóli úr lind sem streymir frá Drápuhlíðar- fjalli. Síðar reyndist það ekki nóg og var þá tekið æð úr Vatnsdalsvatni, en það reyndist ekki sem best og þá var leitað í uppsprettulindir í Svelgsár- hrauiti og er það vatn ágætt. Einnig voru vatnsrörin stækkuð og valið betra efni. Með þessum seinasta áfanga hefir Stykkis- hólmur fengið ágæta vatnsveitu. Verkið hefur í alla staði gengið vel. Fréttaritari. allt húsið. A/klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru inn- brenndir og þarf aldrei að rnála. A/klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A 'klæðningu sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar, auk þess er hún þykkari og þolir því betur hnjask. A/klæðning hefur sannað yfirburði sína, og reynst vel í íslenskri veðráttu. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við tnunum reikna út efnisþörf og gera verð- tilboð yður að kostnaðarlausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASfMI 71400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.