Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 Telur handritið vera eftir Gísla Jónsson Skálholtsbiskup Norðmaður setur fram kenningar um uppruna gamals íslenzks handrits, sem fannst í Kaup- mannahöfn 1970, en höfundur þess er ókunnur Á NORRÆNA kirkjutónlistar- námskeiðinu í Skálholtsskóla er staddur Arne Solhaug mag. art.. kennari við Musikhögskoí- en í Ósló og við Óslóarháskóla, en hann stundar einnig kennslu í messusöng. í byrjun áratugsins skrifaði hann rit- gerð um íslenzkt handrit sem fannst í nýju konungsbókhlöð- unni í Kaupmannahöfn árið 1970, en handritið gefur mikils- verðar upplýsingar m.a. um hvernig guðþjónustur fóru fram hér á landi eftir siðaskipt- in. í ritgerðinni setur Solhaug fram tilgátur um uppruna handritsins og höfund þess sem er óþekktur. Mbl. ræddi við Solhaug í Skálholtsskóla í gærdag um handritið og niður stöður ritgerðar hans, en hann hélt fyrirlestur á námskeiðinu um þetta efni. Arne nefndi sem dæmi um efni handritsins að í því væri mikið af tíðabænum (bænir sagðar á vissum tíma dags) sem ekki fyrirfyndust svo margar í öðrum bókum héðan af Islandi. Ennfremur væru í handritinu um 100 messusvör, 30 latnesk sálma- og sönglög með nótum sem rekja má til Niðaróss, en þó hefðu þau ekki öll fundizt þar og því væri þetta einnig merkur fundur. Þegar þetta handrit væri borið saman við handrit sem skrifað var í Niðarósi 1519, þá væri textinn í sálmum þessara tveggja handrita mjög líkur. í norska handritinu væru tíða- bænir en engin sönglög. I handritunum væru víxlsöngvar, sem þau innihéldu, mjög skyld- ir. Sálmar í handritinu væru nokkrir þeir sömu og í sálmabók frá 1558 eftir Gísla Jónsson biskup í Skálholti og ennfremur væru nokkrir úr bók Marteins Einarssonar biskups í Skálholti „Eiu kristelig Handbok“ frá 1555. Engin bók önnur eða handrit sem allir þessir sálmar væru í væri þekkt. I handritinu væri um jóla- sálma vísað í sálmabók og kvaðst Arne telja að þar væri e.t.v. átt við sálmabók Ólafs Hjaltasonar frá 1562. Tilgátur um höf- und verksins Varðandi messutónlist sem fyrirskrifuð væri í handritinu sagðist Arne Solhaug telja það vafalaust að höfundur handrits- ins hefði þekkt til Graduale, bókar Nils Jespersonar frá 1573, svo margt væri líkt með hand- ritinu og þeirri bók. Ennfremur bæru þær siðvenjur við guðþjón- ustur, sem fram kæmu í hand- ritinu, því augljóst vitni að höfundur þess hefði að ein- hverju leyti unnið það upp úr bókinni Missale Nidrosiense sem gefin var út 1519 í Niðarósi. Sem dæmi nefndi Solhaug sið- venju sem tíðkaðist á páskadag við messugjörðir, en þá venju væri ekki að finna í bók Nils Jespersen né í prentaðri ís- lenzkri bók eða í íslenzku letri. En um hana væri getið í Missale á kafla á nákvæmlega sama hátt og í handritinu. Aðra venju nefndi hann sem tíðkaðist á fyrsta sunnudag eftir Hvíta- sunnu, en hennar væri að hluta getið í Missale á sama veg og í handritinu, en hún væri túlkuð á annan veg í bók Nils Jesper- sonar. Þannig væri handritið að ákveðnu marki mjög skylt Missale. í síðasta hluta hand- ritsins, þar sem fyrir væru tekin ÍKSKE; sr*"” * KONT JOLivn *0i~i9rri telemann d*‘“' °* 'J éxHii tluUc mozart-twó "'TýuAnund~"'‘i UfUut,, Divcnámtnio III. AOefro Menutiio Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON Reykjavíkursvæðinu, tónleika þessa. Hugmynd Helgu Ingólfs- dóttur hefur dafnað jafnt og þétt í fjögur ár, og er nú svo komið að tónlistarmenn eru farnir að sperra eyrun í átt að Skálholti á miðsumri ár hvert, enda tiltektir Helgu og félaga með því áhugaverðasta er gerist í tónlistarlífinu hérlendis. Sumarmál Leifs Verkefnaval Sumartónleika í Skálholtskirkju 1978 talar sínu máli. Það fer saman tónlist frá 16. 17. og 18. öld, og ný islensk tónverk. Að þessu sinni frum- flytja Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler tónverkið Sumarmál eftir Leif Þórarins- son, sem tónskáldið samdi nú í júní. Einnig verður flutt tón- verkið Frumskógar eftir Atla Heimi Sveinsson. Rétt er að hvetja tón-sælkera til að mæta til veislu helgina 29. og 30. júlí. Þegar þessi verk verða flutt, en eins og allir vita voru þær stöllurnar Helga og Manuela á meðal þeirra flytjenda er mesta athygli vöktu á Listahátíð ’78. Þá verður mikið um dýrðir í Skálholti. Hvernig má það vera? Og nú spyr einhver: Hvernig má það vera að hægt sé að halda uppi blómlegu tónlistarlífi í Skálholti yfir sumarmánuðina, án þess þó að krefjast aðgangs- eyris af tónleikagestum. Það er engin furða þótt menn spyrji, því heilir kórar hafa víst orðið „gjaldþrota" og orðið að leggja upp laupana á íslandi vegna fjárskorts — að sögn. En Helga hafði svar á reiðum höndum, og reyndar það svar sem flestir erlendir tónlistarhátíða-fröm- uðir myndu gefa ef spurðir væru sömu spurningar: Menn gefa vinnu sína, eða svo gott sem, sagði Helga. Launin sem Manuela, Sigurður, Óskar, Haf- steinn, Helga og Glúmur fá fyrir tónlistarflutning í Skálholti eru þau ein, að þar fá þau húsaskjól í sumarleyfum, og aðstöðu til að iðka tónlist í fögru umhverfi. Að visu sagðist Helga nú í sumar vonast eftir styrk frá Ferða- málaráði. Um framtíðina Helga sagðist ekki stefna að Sumartónleikar í Skálholtskirkiu 1978 M CAMLTOH ('MO-IMO) T TOMKINS (M7J-I454, '•ocxlof ,»o > *AC HEIBFI <I*»-I70H T"» 10*40,0,, Tottouc. • tasouini (IM7-I7K,, AUcgro dka.mtt, . '<««-17171 "" ° » *-uccMwrrn i___ . (II OM, E,n Kowot n4r *P>numo ássr-^r. AlUgro ^lvtjendur A JOLIVET (1103 — 1*77) oska* moo HAFSTElNNCIinn. ’ Ur"ultulni*r‘ Í-EIFUK »Okarinsson ATU HEIMIK SVEINSSON 1*74, ’J OUANTZ Efnisskrá Sumartónlcika í Skálholtskirkju. Sumartónleikar í Skálholtskirkju Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Um daginn gerði ég nokkrar árangurslausar tilraunir til að ná símasambandi við Helgu Ingólfsdóttur semballeikara, sem þá var stödd t Skálholti við undirbúning sumartónleika þeirra er nú skipa fastan sess í tónlistarlffi okkar. Með að- stoð stúlku í Aratungu, er kvaðst heita Símstöð, tókst þetta um sfðir. Helga kom móð og másandi f sfmann enda hafði hún verið að æfa úti í kirkju með Glúmi Gylfasyni orgelleik- ara, en þau héldu afar sérstæða tónleika f kirkjunni 15. og 16. júlf, þar sem leikin voru m.a. tónverk fyrir sembal og orgel, þ.e. samtfmis! Blaðamaður bað Helgu að segja frá tildrögum Sumartónleika í Skálholts- kirkju. Minningartónleikar um Dr. Róbert A. Ottósson Helga kvaðst hafa verið stödd í Skálholti er fram fóru minn- ingartónleikar um Dr. Róbert heitinn Ottósson vorið 1975. Hreifst hún af hljómburði kirkjuskipsins, náttúrufegurð og sögu Skálholts. Staðurinn hafði eitthvert aðdráttarafl er kallaði á löngun Helgu til að starfa þar að sínu hjartans máli, tónlist- inni. En að allri ljóðrænu slepptri, var ýmislegt annað nær veruleikanum er beinlínis hvatti Helgu til að hrinda Sumartónleikum í Skálholts- kirkju af stokkunum. Hugmynd- irnar fengu fyrst byr undir báða vængi er það kom á daginn að heimavist Lýðháskólans í Skál- holti stóð lítt notuð yfir sumar- mánuðina. Að sperra eyrun Strax sumarið 1975 hafði Helga skipulagt tónleika í Skál- holti í samráði við biskup íslands, Hr. Sigurbjörn Einars- son og aðra forráðamenn Skál-' holtsstaðar. Haldnir voru tvennir tónleikar um hverja helgi, bæði á laugardögum og sunnudögum, og fór þessu fram í fjórar vikur, og aldrei sama efnisskrá tvær helgar í röð. Tónleikarnir voru ekki ýkja langir eða um 60 mínútur, enda algengt að ferðamannahópar hefðu stutta viðdvöl í Skálholti. Öllum var heimill ókeypis að- gangur, og auk ferðamannahópa sótti fólk úr nærliggjandi sveit- um, og tónlistarunnendur af sögu, enda væri hljómburður Skálholtskirkju svo mikill að það ylli erfiðleikum í samleik. Er þetta miður, að mati undir- ritaðs, og hefðu menn átt að reyna að varast slík slys. í hátíðarkirkju ætti að vera hægt að flytja hátíðartónlist. Vonandi fer ekki eins fyrir hljómburði í Hallgrímskirkju. Helga sagðist mjög ánægð með alla aðstöðu í Skálholti og aðsókn að tónleikum. Kvað það ævintýri líkast að sjá ný andlit á meðal tónlistargesta dag frá degi. Og þó hún gerði sér ekki vonir um að hljómsveitir tækju þátt í sumartónleikum framtíð- arinnar, benti hún á, að gaman væri að efna til tónlistarnám- skeiða hvers konar í Skálholti. Allur aðbúnaður væri þar fyrir hendi. Full ástæða er til að taka undir þessi orð Helgu, og beina þeirri spurningu til forsvars- manna tónlistarmála hverjir sem það nú eru, hvort ekki sé hægt að veita Helgu Ingólfs- dóttur lið í þessu máli. Að lokum sendir Tónhvísl öllu tónlistarfólkinu í Skálholti bestu kveðjur með þakklæti fyrir virðingarvert og skemmti- legt framtak. P.S. Vonandi .megum við klappa Helga ... eða hvað? því að Sumartónleikar í Skál- holtskirkju yxu að umfangi í framtíðinni. Taldi t.d. ólíklegt að stærri hljóðfærahópar, eða hljómsveitir, kæmu þar við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.