Morgunblaðið - 25.07.1978, Side 11

Morgunblaðið - 25.07.1978, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JULI 1978 11 Arne Solhaug störf presta við messugjörðir, kæmi fram stuðningur við rit Marteins Einarssonar. Höfund handritsins sagðist Arne telja Gísla Jónsson biskup í Skálholti 1558-1587, eftir- mann Marteins Einarssonar. Það væri möguleiki að hans mati, og því til stuðnings sagði hann, að með konungsbréfi 1585 hefði sú skipun verið gefin að samræma skyldi kirkjugerðir á Islandi. Handritið væri þá unnið um 1585—1587 og það prentað á Hólum. Ólíklegt væri að höfund- ur þess væri Guðbrandur Þor- láksson biskup á Hólum eða Oddur Einarsson, þar sem þeir hefðu látið vinna fyrstu prent- uðu bókina 'þessa efnis hér á landi, en hún væri mjög ólík handritinu að efni. Að sjálf- sögðu væri ekki hægt að segja um það með neinni vissu, en það væri hans skoðun, að handritið væri unnið fyrr en sú prentun. Magnús Már Lárusson hefði sett fram þá skoðun að handrit- ið væri eftir Guðbrand Þorláks- son biskup á Hólum, en Arne kvaðst telja það líklegra að það væri unnið í Skálholti. Aðspurður um ástæðuna nefndi hann m.a. hversu margt væri líkt með handritinu og bókum Marteins Einarssonar og Gísla Jónssonar. Verkið væri að hans áliti unnið á timabilinu á milli 1573 þegar bók Nils Jespersonar var fullunnin og 1589 þegar prentunin á Hólum var gerð. Hann kvaðst ekki telja það mögulegt að Nils Jesperson hefði stuðzt við þetta handrit við gerð bókar sinnar m.a. vegna þess að hann hefði haft mikla möguleika á að kynna sér slík verk á hinum Norðurlöndunum. Þetta handrit væri augljóslega mjög áhugavert frá sögulegu sjónarmiði. Arne hefur sett fram þá tilgátu að handritið hafi komizt í eigu Arna Magnússonar og hafi frá honum farið í Suhm-safnið í Kaupmannahöfn og þaðan í nýju konungsbók- hlöðuna. I handritinu væri nafnið Bjarni Bjarnason prestur skrifað á spássíu einnar síðu, en prestur með því nafni var vigður á Brjánslæk 1672 þar sem hann gegndi embætti til 1690. Utan á kápu handritsins væri ártalið 1705 skrifað, og það er tilgáta Solhaug að það hafi á þeim tíma komizt í hendur Arna Magnús- Framhald á bls. 37. Ljós- rit aí einni síðu hand- rits- ins Ragnar Kjartansson. Björgólfur Guðmundsson Framkvæmdastióm hjá Hafskip hf efld SÚ skipulagsbreyting hefur ný- lega átt sér stað hjá Hafskip h.f. að framkvæmdastjórn félagsins hefur verið efld, segir í frétt frá fyrirtækinu. Framkvæmdastjór- ar félagsins eru nú tveir. Björg- ólfur Guðmundsson, áður fram- kvæmdastjóri Dósagerðarinnar h.f., gegnir framkvæmdastjóra- starfi markaðs- og rekstrarsviðs en Ragnar Kjartansson, áður aðstoðarframkvæmdastjóri Olíu- félagsins Skeljungs h.f., er fram- kvæmdastjóri fjármála- og skipulagssviðs. Hafskip h.f. gerir nú út 5 eigin skip auk leiguskipa. Skip félagsins sigla vikulega á skandinavisku hafnirnar Fredriksstad, Gauta- borg og Kaupmannahöfn. A 12 daga fresti eru skip félagsins í Ipswich í Englandi, Hamborg og Antwerpen. Að auki stundar félag- ið reglulegar siglingar til Finn- lands og Póllands, auk einstakra leiguflutninga með eigin skipum og leiguskipum. Hjá félaginu vinna nú reglulega um 150 manns, auk starfa þjón- ustu- og umboðsaðila. Velta fé- lagsins er nokkuð á þriðja milljarð króna. Stjórnarformaður Hafskips h.f. er Magnús Magnússon og varafor- maður Ólafur B. Ólafsson. Elín Pálmadóttir: Röksemdafærslan um minnkun óvissu fellur um sjálfa sig Davíð Oddsson kvaddi sér hljóðs á fundi borgarstjórnar 20. júlí vegna tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í fræðsluráði eigi alls fyrir löngu. I tillögunni segir: „Menntamálaráðuneytið lagði til fyrir fáum vikum að stofnaður yrði sérstakur Fjölbrautaskóli Austurbæjar sem tæki til Ármúla- skóla og Laugalækjarskóla. Fræðsluráð neitaði að samþykkja þessa tilhögun fyrir sitt leyti, þar sem líkur bentu til, að þess mati, að umsóknir nemenda yrðu færri en ráðuneytið virtist ganga út frá! Nú er komið í ljós, að þessi niðurstaða fræðsluráðs var alfarið á rökum reist. Fræðsluráð vill taka fram, að það telur, að engar forsendur hafi breytzt frá því að fræðsluráð gerði samþykktir sínar um mál þetta þann 10. apríl sl. sbr. 11. lið fundargerðar og þann 22. maí er fræðsluráð gerði samhljóða samþykkt um mál þetta sbr. 15. lið fundargerðarinnar, þar sem álykt- að er að nemendur framhalds- deilda útskrifist frá skóla, sem veiti þeim full réttindi. Hvað snertir óskir ráðuneytisins um nýtingu húsnæðis í Ármúlaskóla í þágu a'nnarra skóla telur ráðið rétt að verða við þeim eftir þvi sem frekast má.“ Davíð sagði, að komið hefði fram, að umræddir tveir skólar skyldu settir undir Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, sem útibú. Þetta sætti furðu ekki sízt með tilliti til þess, að sá skóli hafi Framhald á bls. 37. (ÖIVIIC) 312 PO 312 Pog Reynsta SkrKstotuvéia h.f. og ósklr v»ð- OMIC: Vlð lögðum áhersiu á SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. k, j Við byggjum 1 7 8 9 4 S © 1 2 3 O OO fl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.