Morgunblaðið - 25.07.1978, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
„Stormurinn
í skyrdósinni
helaur áfram
BaKuio 24. iúlí — AP.
..STORMURINN í skyrdósinni“
heldur áfram ad hrjá aðstandend-
ur heimsmeistaraeinvígisins í
skák í Baguio á Filippseyjum og
í dag vísaði heimsmeistarinn.
Anatoly Karpov. á bug tillögu um
að hann fcngi fsskáp og eldurnar-
aðstiiðu í sérstöku hvíldarher-
bergi sem hann hefur.
Áskorandinn. Viktor Korchnoi,
mótmælti því að rússneska sendi-
nefndin fengi að senda Karpov
jógúrt f dós upp á sviðið af því
Veður
víða um heim
Amsterdam 16 skýjaó
Apena 30 heióskírt
Berlin 24 skýjaó
Brdssel 17 heiðskírt
Chicago 25 heióskírt
Frankfurt 23 heiöskírt
Genf 24 heiöskírt
Helsinki 20 heiðskírt
Jóhannesarborg 19 -heiðskírt
Lissabon 37 heiðskirt
London 18 skýjaó
Los Angeles 28 heiðskírt
Madríd 32 heióskírt
Malaga 27 heiðskírt
Moskva 21 skýjaó
New York 35 heíóskirt
Osló 19 rigning
Palma, Mallorca29 heióskírt
Part's 26 heióskírt
Reykjavík 16 heiðskírt
Róm 26 heiðskírt
Stokkhólmur 20 skýjaó
Tel Aviv 28 skýjaó
Tokyo 33 heiöskírt
Vancouver 28 heióskírt
Vínarborg 23 heíóskírt
þeir gætu notað tækifærið til að
koma til hans
leyniorðsendingum.
Dómararnir í einvíginu gerðu
það að tillögu sinni í dag að hvor
keppandi um sig fengi ísskáp og
eldunaraðstöðu og að þeir fengju
að panta mat frá veitingahúsi
samkomuhússins þar sem einvígið
fer fram. Hugmyndin með þessu
var sú að þar með yrði komið í veg
fyrir að keppendurnir og sendi-
nefndirnar gætu haft samband sín
á milli meðan á leik stæði.
Viktor Baturinsky, formaður
Karpov-nefndarinnar, kvaðst vilja
ræða tillöguna við heimsmeistar-
ann. Tveimur klukkustundum síð-
ar sagði Lothar Schmid yfirdóm-
ari að Karpov hafnaði báðum
hugmyndunum. Schmid tilgreindi
enga ástæðu fyrir neituninni.
Hann sagði að dómararnir kæmu
aftur saman á morgun „og ég held
að við finnum góða lausn“.
í þriðju umferðinni spurði
Schmid Petru Leeuwerick, for-
mann Korchnoi-nefndarinnar,
hvort Karpov mætti fá jógúrt.
Framhald á bls. 37.
Hugmynd um fána fyrir Grænland.
Fáni fyrir
Grænland
GRÆNLENDINGAR hafa á
prjónunum áform um að taka
upp grænlenzkan þjóðfána þeg-
ar þeir fá heimastjórn í maí á
næsta ári.
Tvær hugmyndir um græn-
lenzkan fána hafa komið fram.
Önnur er um hvítan fána með
löngum láréttum bláum streng
og svörtum sel í vinstra horni.
Hin tillagan er um fána með
hvítum krossi á bláum feldi.
Eskimóar í Kanada sem
Grænlendingar eiga mikið sam-
starf við hafa þegar tekið sér
sérstakan fána sem er dreginn
að húni við hliðina á kanadíska
þjóðfánanum við opinberar
byggingar.
Rússar sigla áfram
í norsku landhelginni
Ósló 24. júlí. AP. Reuter.
SOVÉZK skip halda áfram ólög-
legri siglingu innan norsku
fjögurra mílna landhelginnar
Hergagnafram-
leiðsla eykst
Washington, 23. júlí. Reuter.
FJÁRFRAMLÖG til hergagna-
framleiðslu hafa aldrei verið
meiri og standa Sovétmenn þar
fremstir í flokki samkvæmt frétt
frá eftirlitsnefnd með hergagna-
framleiðslu Bandaríkjamanna. —
í fréttinni kemur fram, að á
árinu 1976 hafi heildarfjárfram-
lög til hergagnaframleiðslu í
heiminum vcrið 100 milljarðar
dollara. eða 104000 milljarðar
íslenzkra króna.
Þá segir að þetta sé um 20%
aukning á tíu ára tímabili, sé
miðað við raungildi gjaldmiðla.
Einnig kom fram að um stöðugan
stíganda hefur verið að ræða allt
frá stríðslokum.
Sovétmenn eru fremstir í flokki
þjóða heims, eins og áður sagði,
með 126 milljarða dollara eyðslu á
móti 90 milljörðum dollara hjá
Bandaríkjamönnum. Þá Kínverjar
33 milljarða dollara, Vestur-Þjóð-
verjar 15 milljarða dollara og
Frakkar með 14 milljarða dollara.
nálægt herstöðvum NATO í Norð-
urNoregi og nú hafa Aust-
ur-Þjóðverjar farið að dæmi
Rússa.
Um helgina sást til sovézku
fiutningaskipanna Istra og
Lichoya og austur-þýzka vöru-
flutningaskipsins Mansfeld tals-
vert langt fyrir innan fjögurra
mflna mörkin undan strönd Finn-
merkur.
Skipin voru öll á svæði þar sem
hefjast munu á morgun flotaæf-
ingar Norður-Atlantshafsflota
NATO með þátttöku sjö herskipa
frá Kanada, Hollandi, Bandaríkj-
unum, Bretlandi, Vestur-Þýzka-
landi, Portúgal og Noregi.
Síðan 27. júní hafa að minnsta
kosti níu sovézk skip siglt ólöglega
í fjögurra mílna landhelginni og
eitt þeirra var tekið í síðustu viku
og fært til hafnar þar sem
skipstjórinn var dæmdur til að
greiða sekt að upphæð 20.000
norskar krónur. Hin skipin hafa
getað forðað sér.
Norskir fiskimenn hafa skýrt
frá því að þeir hafi séð að kössum
var fleygt úr sovézka skipinu Istra
og að það hafi verið með víra og
reipi í sjónum. Á einum fiskibát
var tekin kvikmynd af einu
sovézku skipanna og hún verður
afhent yfirvöldum.
Bollalagt hefur verið hvort
Rússarnir séu annaðhvort að koma
fyrir njósnabúnaði á hafsbotni til
þess að fylgjast með siglingum á
þessum slóðum eða að leita að
tækjum sem þeir vilja fjarlægja.
Johan Holset aðstoðarlandvarna-
ráðherra dregur þetta hins vegar
í efa.
„Þetta er ekkert fyndið lengur.
Þetta minnir mig á gamaldags
fallbyssubátapólitík," sagði yfir-
maður norska heraflans, Sverre
Hamre hershöfðingi, áður en hann
Framhald á bls. 36
Andspyrna skipulögð
gegn stj órn Bólivíu
La Paz 24. júlí. Reuter. AP.
LEIÐTOGI vinstrisinnaðra
stjórnarandstæðinga í Bólivíu,
dr. Hernan Siles Zuazo. hefur
tilkynnt að flokkur hans. UDP,
muni beita sér fyrir friðsam-
legri andspyrnu ef Juan
Pereda Asbun, sem tók völdin
með stjórnarbyltingu á föstu-
daginn. neitar að efna tafar-
laust til kosninga.
Dr. Siles setti stjórninni þessa
úrslitakosti í viðtali við Reuter
í gáerkvöldi og það var fyrsta
yfirlýsingin sem hann hefur
látið frá sér fara síðan Pereda
hershöfðingi vann embættiseið
sinn.
Síðan byltingin var gerð hefur
dr. Siles farið huldu höfði og
viðtalið var haft við hann í'
aftursæti jeppa sem stuðnings-
maður UDP ók. Upphaflega átti
að hafa viðtalið í húsi þar sem
dr. Siles taldi sig öruggan en
þegar hann nálgaðist það komst
hann að raun um að það hafði
verið umkringt.
Dr. Siles sagði, að fyrsta verk
hans yrði að skipuleggja áskor-
un stjórnarandstöðuflokka,
verkalýðsfélaga og stúdenta-
félaga um að nýjar kosningar
færu fram þegar í stað. Hann
sagði að Pereda hershöfðingi
hefði beðið ósigur í kosningun-
um 9. júlí. Úrslitin voru ógilt á
miðvikudag í kjölfar ásakana
um kosningasvik.
Leiðtogi UDP sagði, að tak-
mörk væru fyrir því hve lengi
almenn andspyrna sem byggðist
á verkföllum sem hugsanlega
gætu leitt til allsherjarverkfalls
gæti verið friðsamleg. Hann
kvaðst vona að herinn skildi
þetta áður en of seint yrði að
afstýra bræðravígum.
Pereda hershöfðingi ætlaði að
birta ráðherralista sinn seinna í
dag og er talið að stjórn hans
verði aðallega skipuð herfor-
ingjum og embættismönnum.
Pereda kvaðst hafa gert bylting-
una á föstudag til stuðnings
úrslitum kosninganna 9. júlí því "*
hann hefði unnið hreinan meiri-
hluta í kosningunum.
Carlos Andres Perez, forseti
Venezúela og baráttumaður
aukins lýðræðis í Rómönsku
Ámeríku, hefur harmað atburð-
ina í Bólivíu og stjórn Venezúela
hefur hafið viðræður við aðrar
ríkisstjórnir í álfunni um
ástandið í landinu.
Bandaríkjamenn og Venezú-
elamenn lýstu yfir eindregnum
stuðningi við þá ákvörðun Hugo
Banzers fráfarandi forseta í
fyrra að efna til kosninga.
Bandaríkjamenn tóku skýrt
fram að þeir yrðu óánægðir ef
engar kosningar færu fram.
Margir sérfræðingar töldu
kosningarnar prófstein á bar-
áttu stjórnar Carters fyrir
mannréttindum. Banzer ætlaði
upphaflega að verða sjálfur í
framboði en aðrir herforingjar
komu í veg fyrir það svo að hann
lýsti yfir stuðningi við Pereda.
63 bað-
strandar-
gestir
drukkna
Tokyo, 23. júlí — Reuter
TALIÐ er að a.m.k. 63 bað-
strandargestir hafi drukknað í
Japan í gær og hafi mikil
örtröð og öngþveiti á bað-
ströndunum átt sinn þátt í því,
að því er fréttir frá lögreglunni
herma. — Einnig kom fram, að
um 1600 hafi drukknað það sem
af er árinu og er það einhver
hæsta tala sem um getur.
Fréttamenn
fá frest
Moskva, 23. júlí — AP
BANDARÍSKU fréttamennirn-
ir tveir, Whitney og Pipe, sem
fyrir skömmu voru fundnir
sekir fyrir rétti í Sovétríkjun-
um um óhróður, hafa nú fengið
frest til 2. ágúst til að draga
ummæli sín til baka í blöðum
sínum, eða sæta að öðrum kosti
fjársektum, allt að 114 þúsund
krónum auk þess sem þeim var
gert að greiða alian máiskostn-
að- „ ,
,JSörmungar
bíða okkar”
Los Angeles,
23. júlí - AP
VIÐ KOMU sína til Los Angei-
es sagði Avital Shcharansky,
kona andófsmannsins fræga, að
ef þjóöir heims sameinuðust
ekki í baráttu sinni fyrir
frelsun manns hennar og ann-
arra í sömu aðstöðu „muni
hörmungar bíða okkar allra“.
— Meðal þeirra, sem tóku á
móti, frú Shcharansky var
ríkisstjóri Kaliforníu, Edmund
G. Brown, og sagði hann m.a.
við þetta tækifæri, að Banda-
ríkjamenn myndu aldrei láta af
aðstoð sinni við alla friðelsk-
andi menn og þá sem berðust
fyrir almennum mannréttind-
um, eins og Shcharansky.
Vikiðtír
embœtti
Santiago, 24 júlí — AP
GUSTAVO Leigh, herforingja,
æðsta manni flughers Chile og
einum ráðherra í herforingja-
stjórn landsins, var vikiö úr
báðum embættum í síðustu
viku eftir að hann hafði opin-
berlega gagnrýnt þann mikla
seinagang sem ríkir varðandi
það að mynda lýðræðislega
stjórn í landinu með þátttöku
almennra borgara. — Talið er
að þessi brottvikning Leighs úr
embætti muni hafa mjög alvar-
legar afleiðingar í för með sér,
sérstaklega innan hersins.
Hitabylgja í
Bandaríkjunum
New York, 23. júlí — AP
MILLJÓNIR manna streymdu
til baðstranda í Austurríkjum
Bandaríkjanna um helgina,
þegar mikil hitabylgja gekk þar
yfir. Hitastigið náði hámarki á
hádegi þegar það komst í 38
gráður á Celsíus. — Talið er að
yfir 1 milljón manna hafi verið
á baðströnd New York borgar
einnar.
Slíkt var ástandið, að þeir
sem ekki megnuðu að komast
til strandar vegna öngþveitis-
ins, sem varð lögðu til atlögu
við brunahana borgarinnar og
„fengu sér bað“.