Morgunblaðið - 25.07.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
17
ENGINN vafi leikur á
því að 16, landsmót
UMFÍ, sem haldið var á
Selfossi um helgina, er
eitt hið glæsilegasta í
sögu landsmótanna. Þátt-
takendur voru nú fleiri
en nokkru sinni fyrr eða
um 1100 talsins og árang-
ur f einstökum íþrótta-
greinum hefur aldrei ver-
ið jafn góður. Var það
mjög áberandi að íþrótta-
fólkið kom nú betur
undirbúið og æft til móts-
ins en fyrri landsmóta
UMFÍ.
Vegna þess hve þátt-
takan var mikil varð að
hefja keppnina einum
degi fyrr en venjulega
eða á föstudag. Mótið var
síðan sett sama kvöld af
Hafsteini Þorvaldssyni
formanni UMFÍ en meðal
gesta voru forsetahjónin.
Var síðan keppt frá því
snemma á morgnana og
langt fram á kvöld bæði
iaugardag og sunnudag
og mótinu slitið á sunnu-
dagskvöld.
10-15 ÞÚSUND GEST-
IR
Landsmótin eru
stærstu íþróttahátíðir ís-
lenzkrar æsku og fylgist
jafnan mikill fjöldi
áhorfenda með því sem
fram fer. Talið er að
10—15 þúsund gestir
hafi sótt landsmótið að
þessu sinni og er það
nokkru færra en forráða-
menn mótsins höfðu
reiknað með. Er enginn
vafi á því að veðrið hefur
haft hér mest að segja því
þótt sól hafi skinið á
laugardag og sunnudag
var mjög hvasst báða
dagana og skemmdi það
fyrir annars ágætlega
heppnuðu móti.
GLÆSILEG
ÍÞRÓTTAKEPPNI
Um íþróttakeppnina
sjálfa er það að segja að
hún tókst í alla staði
mjög vel þrátt fyrir óhag-
stætt veður. Frjáls-
íþróttakeppnin vakti
eins og áður mesta at-
hygli og hún var sú
glæsilegasta, sem um get-
ur á landsmóti. Keppnin
var mjög skemmtileg og
árangur sérlega góður.
Landsmótsmet voru sett í
flestum greinum og ís-
landsmet í einni grein.
Sundkeppnin var sömu-
leiðis sérlega giæsileg og
þar voru sett landsmóts-
met í flestum greinum. í
stigakeppni mótsins
hafði Héraðssambandið
Skarphéðinn (HSK) al-
gera yfirburði en sigur-
vegari síðasta móts,
UMSK varð nú í öðru
sæti. Þetta 16. landsmót
UMFÍ sannaði það
áþreifanlega að mikil
gróska er nú í íþrótta-
starfi UÍA og HSÞ og
segja má að keppnisfólk
þessarra tveggja íþrótta-
sambanda hafi stolið sen-
unni á landsmótinu.
SKIPULAG
Ef á heildina er litið
má segja að skipulag
mótsins hafi verið gott.
Að vísu gekk þetta ekki
hnökralaust frekar en á
fyrri landsmótum enda
enginn leikur að skipu-
leggja svona stórmót í
sjálfboðavinnu og með
stuttum fyrirvara. Tíma-
setningar stóðust að
mestu og það hefur vafa-
laust gert starfsmönnum
auðveldara fyrir að öll
íþróttaaðstaða er mjög
góð orðin á Selfossi og
íþróttamannavirki þar
hver öðrum glæsilegri.
NÆSTA LANDSMÓT
í EYJAFIRÐI
Næsta landsmót UMFÍ
verður á svæði Ung-
mennasambands Eyja-
fjarðar árið 1981. Mótinu
hefur ekki verið valinn
staður ennþá en það
verður gert bráðlega.
Blaðamenn Morgun-
blaðsins fylgdust með
mótinu og hér í þessu
rður þess freistað að gera
mótinu jafn rækileg skil
og frekast er kostur.
Landsmótin eru ómót-
mælt stærstu íþrótta-
viðburðir íslenzkrar
æsku hverju sinni og þau
verðskulda rækilega og
nákvæma umfjöllun fjöl-
miðla.
- SS.