Morgunblaðið - 25.07.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
19
Hvað segja mótsgestir?
Eiríkur Þorvaldsson símvirki.
Ég hef eingöngu haldið mig hér
á íþróttavellinum og horft á
knattspyrnuna og frjálsar íþróttir.
Knattspyrnan hefur verið frekar
léleg, en mikil keppni í frjálsu
íþróttunum.
Mér sýnist öll aðstaða hér góð,
en ég vil taka undir það sem einn
ræðumaður sagði áðan, ég held að
það hafi verið Jóhannes
Sigmundsson, að þeir mega gæta
sín á því, að mótið þenjist ekki það
út, að félög treysti sér ekki til að
halda þau.
Jón Sigurðsson, Reykjalundi.
Hinn kunni hlaupari Jón
Sigurðsson frá Útihlíð í Biskups-
tungum sat í bifreið sinni og
fylgdist þaðan með frjálsíþrótta-
keppninni. Það var í febr. á s.l. ári,
að Jón varð fyrir alvarlegu slysi,
sem batt enda á íþróttaferil hans,
þar sem hann lamaðist upp að
öxlum, en með fádæma þraut-
seigju og viljastyrk, eins og hann
sýndi á hlaupabráutinni, hefur
honum tekizt að ná umtalsverðum
bata og ekur hann nú bifreið og
getur meira að segja gengið
lítillega með hækjum.
Jón keppti á landsmótunum á
Laugavatni 1965, Eiðum 1968,
Sauðárkróki 1971 og á Akranesi
1975. Hann keppti aðallega í 1500
og 5000 m. hlaupum og hefur unnið
góða sigra. Mörgum er minnistætt
er hann sigraði í 5000 m. hlaupi á
Sauðárkróki nærri hring á undan
næsta manni, slíkir voru yfirburð-
ir hans.
— Veðrið hefur stórskemmt
fyrir, sérstaklega í hringhlaupun-
um en að öðru leyti er ég ánægður
með það sem hér hefur farið fram.
Sérstaklega er ég hrifinn af því
hve félögin út um landið standa
sig vel og eiga góðu afreksfólki á
að skipa, sem hefur gert það að
verkum að keppnin verður öll mun
skemmtilegri, sagði Jón.
Aðstaðan á Selfossi er góð eða
réttara sagt glæsileg til íþrótta-
iðkana, sagði Jón að lokum.
Úlfar Norðdal vinnumaður að
Helgafelli í Mosfellssveiti
Ég kom hingað í dag, sunnudag,
og hef haft mjög gaman af því að
fylgjast með hlaupunum og
sýningargreinunum. Sérstaklega
þykja mér fimleikastúlkurnar frá
Gerplu góðar.
Nei, ég hef aldrei komið á
landsmót áður og eins og ég sagði
þá finnst mér gaman að koma
hingað, en veðrið mætti kannski
vera svolítið betra, en það er erfitt
að ráða við það.
farið fram. Ég er sérstaklega
ánægður með sundkeppnina og þá
glæsilegu aðstöðu í sambandi við
sundið, sem búið er að koma hér
upp. Það var glæsibragur yfir
verðlaunaafhendingunni í sund-
inu, þar sem blásið var í lúður, en
síðan gengu sigurvegarar í röð að
verðlaunapalli og þar var einhver
íþróttafrömuður, sem afhenti
verðlaunin. Þetta var til fyrir-
myndar og minnti mann á
Olympíuleikana.
Það, sem ég hef séð, finnst mér
mótinu hafa verið rösklega stjórn-
að og framkvæmd í heildina góð.
Þá verð ég að minnast á
fimleikastúlkurnar frá Gerplu,
sem sýndu á skemmtuninni í
íþróttahúsinu. Þær voru hreint
frábærar, það bezta sem ég hef séð
til íslenzks fimleikafólks.
Gylfi Scheving, ólafsvfk.
— Ég er hér sem liðsstjóri með
knattspyrnuliði HSH og við ætlum
okkur að reyna að vinna Blikana
í úrslitunum. Mér hefur líkað vel
dvölin hér og íþróttaaðstaðan' er
til fyrirmyndar, og ég held að
framkvæmd mótsins hafi tekizt
vel, allténd það sem ég hef séð. Þá
vil ég geta þess, að tjaldsvæðið er
til mikillar fyrirmyndar.
En nú erum við að byrja
úrslitaleikinn í knattspyrnunni,
rétt bráðum og ég þarf að huga að
mínum mönnum.
Ingvi Guðmundsson, Garðabæ
Það hefur verið of lin stjórn á
þessu móti og margt gerzt, sem
hefur skapað vandamál. Það þarf
að endurbæta reglugerðina fyrir
mótið. Ég er ekki að gagnrýna
stjórnendur, heldur hitt að við
þurfum að huga betur að reglum
varðandi ýmsar greinar. Ef vanda
mál koma upp hættir mönnum of
mikið til að leysa þau á annan hátt
en reglur segja.
Aðstaða hér er góð og ekkert
nema gott um það allt að segja,
sagði Ingvi að lokum.
Björn Gíslason íþróttafrömuð-
ur á Selfossi.
Ég held að framkvæmd mótsins
hafi tekizt vel, þegar á heildina er
litið, sagði Björn, en að sjálfsögðu
má eitthvað að öllu finna. Ég er
mjög ánægður með það sem gert
hefur verið hér í sambandi við alla
aðstöðu til íþrótta og ég er viss um
að það á eftir að skila sér í auknu
starfi • íþróttafólks og betri
árangri.
Þá vona ég, að þetta mót hafi
vakið Selfyssinga almennt til að
gefa íþróttum meiri gaum og að
þeir fái meiri metnað fyrir sínu
íþróttafólki, en á það hefur skort
hér, að mínum dómi.
Hallur Gunnlaugsson íþrótta-
kennari á Akranesi.
Ég hef reynt að fylgjast með
sem flestu af því, sem hér hefur
• UMFK fékk þrjá fyrstu í borðtenniskeppni karla. frá vinstn Jon
Sigurösson sigurvegari. Sigurjón Sveinsson annar og Árni
Gunnarsson þriðji.
Islandsme istar-
inn tapaði dvænt
KEPPNI í borðtennis fór fram í
hinu nýja og glæsilega íþrótta-
húsi Selfoss. Útsláttarfyrirkomu-
lag var á keppninni. þannig að sá
sem tapaði leik var þar með úr
keppninni.
I karlaflokki mættu 20 til leiks.
Strax í upphafi mátti sjá að
nokkrir skáru sig úr hvað leikni og
getu snerti.
I úrslit komust þeir Jón Sigurðs-
son UMFK og Sigurjón Sveinsson
sama félagi. Jón hafði í undanúr-
slitum sigrað Árna Hannesson
HSK, eftir harða og tvísýna
keppni. Úrslitaleikur þeirra félaga
í UMFK var hinn skemmtilegasti
á að horfa og mikið um góð tilþrif
á báða bóga. Sérstaklega vöktu
stunur og hróp Jóns mikla kátínu
hjá áhorfendum. Fyrstu lotuna
vann Sigurjón 21—17, en Jón
hinar tvær 21—17, 21—14. Hafði
hann undirtökin í Báðum þessum
lotum og var hann vel að sigri
kominn í þessari nýju landsmóts-
grein.
Um þriðja og fjórða sætið léku
Árni Hannesson HSK og Árni
Gunnarsson UMFK. Lengi vel var
um mikla keppni að ræða en svo
fór þó að Árni Gunnarsson tryggði
sér þriðja sætið. Sigur UMFK var
því stór, þrír fyrstu menn. Góð
uppskera það.
Hjá kvenfólkinu var ekki siður
hart barizt. Smátt og sinátt féllu
stúlkurnar úr keppninni og svo fór
að að til úrslita í kvennaflokki
léku núverandi Islandsmeistari í
greininni, Ragnhildur Sigurðar-
dóttir UMSB og Guðrún Einars-
dóttir UMSK. Var úrslitaleikur
þeirra sá mest spennandi leikur er
fram fór í öllu mótinu. Jafnframt
var hann vel leikinn hjá þeim
báðum.
Fyrstu lotuna vann Guðrún og
kom hún Ragnhildi virkilega á
óvart með getu sinni. Endaði fyrsti
leikurinn 21—19. Voru það hörku-
miklir skellir Guðrúnar sem réðu
úrslitum. Strax í annarri hrinu
sýndi Ragnhildur hvers hún er
megnug og sigraði hún nú örugg-
lega 21—12. Nú var úrslitahrinan
eftir og mikil eftirvænting hjá
áhorfendum sem hvöttu stúlkurn-
ar ákaft áfram og fögnuðu hverju
stigi sem vannst. Guðrún byrjaði
hrinuna vel og náði 3 stiga forvstu,
Ragnhildur jafnaði og komst yfir
6—3, Guðrún var samt ekki á þeim
buxunum að gefa sig og náði
forystu á ný 9—6. Enn jafnaði
Ragnhildur, og fékk Guðrún nú
nokkur ódýr stig á sig, lokakaflinn
var mjög jafn og vart mátti á milli
sjá hvor hreppti sigur. Guðrún
reyndist vera sterkari á loka-
kaflanum og stóð uppi sem sigur-
vegari, hrinan endaði 21—14.
Ragnhildur varð því að sætta sig
við annað sætið. Um þriðja sætið
léku þær Sigrún Bjarnadóttir og
Sólveig Sveinbjörnsdóttir, sigraði
Sigrún og hreppti því þriðja sætið.
í heild fór borðtenniskeppnin vel
fram, framkvæmdin var með
ágætum. Sæmir borðtennis sér vel
sem landsmótsíþrótt.
Lokaröð í borðtennis á 16. lands-
móti UMFÍi
KVENNAFLOKKIIR.
1. (>uórún Einarsdóttir UMSK
2. Rattnhildur SÍKurðard. UMSB
3. Siiírún Björnsdóttir UMSB
4. Sólveit? S. Sveinhjiirnsd. UMSK
5. -8. Jóhanna JóhannsdóttirllMFK
5.-8. Erna Sinuröardóttir UMSB
5.-8. Eva B. Erlendsdöttir HSK
5.-8. Guðný SÍKurðardóttir IIMFK
KARLAFLOKKUR.
1. Jón Sitturðsson UMFK
2. Sieurjón Sveinsson UMFK
3. Árni Gunnarsson UMFK
1. Arni M. Ilannesson HSK
5.-8. Gunnar Gunnarsson UMSK
5.-8. Jakoh Þorsteinsson UMSK
5.-8. Siiíurður T. Maitnússon HSK
ÚRSLIT.
Karlaflokkur. Jón SÍKurðsson —
i SÍKurjón Sveinsson 17 — 21. 21 —17.
21-11.
Kvennaflokkur. Guðrún Einars-
dóttir — Ragnhildur SÍKurðardótt-
ir 21-19. 12—21. 21-11.
Sigurvegarinn í borðtennis
kvenna Guðrún Einarsdóttii
UMSK.
i