Morgunblaðið - 25.07.1978, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
Á þeytingi miili
SeHbss og IsaQarð-
JÓN Oddsson er tvítugur Is-
firðingur, sem vakið hefur athygli
fyrir fjölhaefni í iþróttum. Hann er
í hópi fremstu frjálsíþróttamanna
landsins enda þótt hann leggi litla
rækt við þá íþróttagrein og hann
er einn marksæknasti leikmaður
meistaraflokks ísfirðinga í knatt-
spyrnu, sem staðið hefur sig vel í
2. deildinni í sumar.
Enda þótt Jón æfi frjálsar
íþróttir ekkert að marki þykir
honum gaman að keppa á frjáls-
íþróttamótum og hann lagði á sig
alveg ótrúlegt erfiði núna um
helgina til þess að geta verið með
bæði í frjálsíþróttunum og knatt-
spyrnunni. Á föstudaginn keppti
hann í langstökki á landsmótinu
og vann þar sigur eftir skemmti-
lega keppni. Á laugardagsmorgun
keppti hann í hástökki landsmóts-
ins en síðan lá leiðin til Reykjavík-
ur, þar sem Jón hoppaði upp í
flugvél til þess að ná deildarleik
gegn Haukum klukkan 16. Strax
eftir leikinn fór hann í loftið aftur
því hann þurfti að vera jnættur
tímanlega í þrístökkskeppnina á
sunnudagsmorguninn. Og í kvöld,
þriðjudag, verður hann aftur í
eldlínunni með knattspyrnuliði
Isfirðinga.
„Það hefur einhvern veginn
æxlast þannig að fótboltinn hefur
orðið númer eitt hjá mér,“ sagði
Jón í spjalli við blaðamenn. „Allir
mínir félagar eru í fótboltanum og
enginn þeirra æfir frjálsar íþrótt-
ir. Ég hef stundað nám í Mennta-
skólanum heima á ísafirði og því
ekkert getað æft á veturna. Nú
breytist þetta hjá mér því ég er
innritaður í sjúkraliðanám í
læknadeild Háskólans í haust og
hver veit nema ég æfi frjálsar í
vetur.“
Um langstökkskeppnina hafði
Jón það að segja að hann taldi
Pétur Pétursson sinn hættulegasta
keppinaut, þar sem hann hafði
stokkið 6.91 metra rétt fyrir
keppnina. „Ég vissi að ég myndi
verða með þeim fremstu þar sem
ég hafði stokkið 7.08 metra á 17.
júnímótinu. En það var vissulega
skemmtilegt að vinna sigur á sínu
fyrsta landsmóti.
• ísfirðingurinn knái Jón Oddsson til vinstri og Sigurður
Hjörleifsson.
Stökk nú jafnlangt
og fyrir ellefu árum
„ÉG SÉ óskaplega eftir öllum þessum
árum sem ég hef ekki æft frjálsar
íþróttir," sagöi Sigurður Hjörleifsson
HSH í spjalli eftir langstökkskeppnia,
en Siguröur varð þar í öðru sæti með
6.48 metra stökk, sem er jöfnun á
hans bezta árangri. Það eru liðin
hvorki meira né minna en 11 ár síöan
Sigurði tókst að stökkva sömu lengd
en þaö var á Norðurlandameistara-
móti unglinga í Stafanger í Noregi
1967.
Siguröur byrjaöi aö keppa í
frjálsum íþróttum 14 ára gamall og
nú, 31 árs gamail, keppti Siguröur á
sínu fimmta landsmóti. Hann var fyrst
með á Laugarvatni 1965 og varð
hann þá einnig annar, stökk 6.62
metra. Sigurvegari varð Gestur
Þorsteinsson UMSS.
Siguröur þótti ákaflega efnilegur
stökkvari á sínum yngri árum en
hann hætti alveg að æfa um tvítugt
og hefur ekkert æft síöasta áratug-
inn. Hann hefur þó alltaf verið með
á landsmótunum en ekki unnið til
verðlauna.
„Nú er ég fluttur til Reykjavíkur og
ég hef æft vel síðasta einn og hálfa
mánuöinn. Þetta er smám saman að
koma hjá mér en ég átti ekki von á
svona löngu stökkl aö þessu sinni. En
fyrst ég gat stokkiö þetta núna á ég
alveg eins von á því að stökkva yfir
7 metra seinna í sumar," sagöi
Sigurður.
Siguröur sagöi aö þaö heföi haft
mest aö segja aö enginn annar heföi
æft frjálsar íþróttir í Stykkishólmi á
sínum tíma og því heföi hann tekiö
körfuboltann framyfir. En hann tók
upp þráöinn í vor eftir áratugs hvíld
og árangurinn hefur ekki látið á sér
standa, Siguröur varö islands-
meistari í langstökki í fyrsta og eina
skiptið á Meistaramóti íslands á
dögunum og nú krækti hann sér í
önnur verðlaun á landsmótinu eftir
hinum fjölhæfa íþróttamanni Jóni
Oddssyni. „Ætli ég spreyti mig ekki
eitthvaö á þessu áfram, þaö verður
gaman aö sjá hvað maöur nær langt
svona á gamalsaldri," sagöi Sigurö-
• Úrslit í 100 metra hlaupi. Sigurvegarinn Hilmar Pálsson HVÍ er lengst tii hægri, næst honum kemur
Aðalsteinn Bernharðsson UMSE sem varð annar. þá kemur Jón Sverrisson sem hafnaði í þriðja sæti og
síðan Jakob Sigurólason.
Framhald af fyrri opnu
startholurnar aftur. Töldu þeir að
sigurinn hefði verið tekinn af
félaga þeirra Jóni Sverrissyni, sem
álitinn var sigurstranglegastur.
Guðmundur sagði eftir hlaupið að
Hilmar hefði verið alveg kyrr
þegar skotið reið af og því hefði
hann ekki þjófstartað. Jón
Sverrisson sagði aftur á móti að
hann hefði séð Hilmar þjóta af
stað áður en skotið reið af og því
hefði hann talið að startið yrði
dæmt ógilt. En hvað um það, þetta
atvik setti óneitanlega ljótan blett
á þessa keppnisgrein, sem jafnan
er sú skemmtilegasta á hverju
landsmóti. Og það er rétt að taka
það fram að Hilmar hljóp ákaflega
vel-og ekki ólíklegt að hann hefði
sigrað hvort sem var ef þetta
leiðindamál hefði ekki komið upp:
ÚRSLIT. sek
1. Hilmar Pálsson HVÍ 10,8
2. Aðalsteinn Bernharðss. UMSE 11,0
3. Jón Sverriss. UMSK 11,2
4. Jakob Sigurólas. HSÞ 11,3
5. Angantýr Jónass. (annar riðill)
HVÍ 11,0
6. Sigurður Jónsson (annar riðill)
HSK 11,2
400 METRA HLAUP
Það átti enginn von á því að
landsmótsmetið myndi falla í 400
metra hlaupinu því aðstæður voru
ekki eins og bezt verður á kosið á
laugardaginn, þegar hlaupið fór
fram. En Aðalsteinn Bernharðs-
son úr Eyjafirði lét ekki vindinn á
sig fá heldur hélt jöfnum og
góðum hraða út hlaupið, jafnvel
síðustu 100 metrana, þegar hann
hafði vindinn í fangið. Og lands-
mótsmetið féll, Aðalsteinn hljóp á
51,0 sekúndu en gamla metið var
51,1 sekúnda. í næstu sætum komu
tveir Þingeyingar.
ÚRSLIT. sek
1. Aðalsteinn Bernharðss. UMSE 51.0
2. Jakob Sigurólas. HSÞ 51.8
3. Kristján Þróinss. HSÞ 52.2
4. Jón Sverrisson UMSK 52.3
5. Egill Eiðsson UÍA 55.4
6. Arnþór Erlingss. HSÞ 55.3
7. Þórður Gunnarss. HSK 55.9
8. Þórarinn Sveinss. HSK 56.1
9. Bjarni Árnason UMSB 56.5
10. Guðmundur Hallgrímss. UÍA 57.0
11. Guðmundur Jenss. UMSS 58.2
12. Ragnar Sigfússon UNÞ 58.5
13. Óskar Guðmundss. USAH 59.0
14. Guðni Sigurjónss. UMSK 60.3
800 METRA HLAUP
Keppt var í tveimur riðlum í
þessu hlaupi. í lakari riðlinum tók
Austfirðingurinn Pétur Eiðsson
strax forystuna og hélt henni í
markið. Hann fékk tímann 2.06.7
mínútur en þegar til kom dugði
það honum aðeins í 7. sætið því
seinni riðillinn var miklu sterkari.
Þegar seinni riðillinn fór af stað
tóku hlaupararnir mikinn sprett
og voru fyrri 400 metrarnir
hlaupnir á ca. 54 sekúndum, sem
er afbragðsgott. Austfirðingarnir
Steindór Tryggvason og Björn
Skúlason tóku fljótt forystuna og
héldu henni í mark en undir lokin
var nokkuð af þeim dregið, enda
byrjun hlaupsins nánast sprett-
hlaup. 800 metra hlaup karla og
kvenna, sem fram fóru með stuttu
millibili á föstudagskvöldið voru
enn eitt dæmið um þá miklu
grósku, sem virðist vera um þessar
mundir í frjálsum íþróttum á
Austurlandi. Ekki hefur verið
keppt í þessari grein á landsmóti
áður svo árangur Steindórs er
landsmótsmet.
ÚRSLIT mín
1. Steindór Tryiftcvas. UÍA 1.59.4
2. Björn Skúlason UÍA 2.00.9
3. ÁKÚst Þorstoinss. UMSB 2.01.3
4. Jón Illugason IISÞ 2.04.8
5. Bjarki Bjarnason UMSK 2.05.4
6. Sighvatur Þ.
GuðmundsHon HVÍ 2.06.4
7. Pétur Eiðsson UÍA 2.06.7
8. Markús ívarsson HSK 2.09.2
9. Þórarinn Sveinss. HSK 2.09.4
10. Lúðvík Björgvinss. UMSK 2.10.1
11. Sigurður Leifsson HVÍ 2.10.2
12. Arnór Erlingss. HSÞ 2.11.1
13. Bjarni Ingibergss. UMSB 2.12.3
14. Gunnar Snorras. UMSK 2.17.6
155 METRA HLAUP
Sjómaður frá Borgarfirði
eystra, Björn Skúlason, kom öllum
á óvart með því að sigra í þessari
grein. Björn er tiltölulega nýbyrj-
aður að æfa frjálsar íþróttir og
hann hefur ekki æft af neinni
alvöru fyrr en í vor.
Lengi vel leit út fyrir að barátta
myndi standa milli þeirra Ágústs
Þorsteinssonar og Steindórs
Tryggvasonar, sigurvegarans i 800
metra hlaupinu. Þeir tóku strax
forystuna og héldu henni allt þar
til 200 metrar voru í markið. Þá
tók Björn geysimikinn endasprett,
reif sig framúr þeim Ágústi og
Steindóri og kom í markið sem
öruggur sigurvegari. Var honum
vel fagnað af félögum sínum því
fáir eða engir áttu von á því að
Björn myndi bera sigur úr býtum
í þessari grein. Úrslitin hljóta að
vera mikil vonbrigði fyrir Ágúst
Þorsteinsson, sem álitinn var
öruggur sigurvegari í þessari grein
þar eð Jón Diðriksson gat ekki
keppt vegna meiðsla.
ÚRSLIT. mín
1. Bj.irn Skúlasun UÍA 1.16.9
2. Ájfúst Þurstoinss. UMSB L18.6
3. Stfindór TryKífvas. UÍA l«26.r>
1. Brynjólíur llilmarsson UÍA L29.Ö
5. Jón IlluKason IISÞ 1,30.5
6. Gunnar Snorras. UMSK 1,31.8
7. Björn Halldórss. UN1> 1,31.0
8. Bjarni InKÍborKss. UMSB 1,39.1
9. Bjarki Bjarnas. UMSK 1,10.2
10. Markús ívarss. IISK 1,10.8
11. Einar Ilermundss. IISK 1,11.9
5000 METRA HLAUP
Loks kom að því að Ágúst
Þorsteinsson ynni. Greinilegt var
• Bergþóra Benónýsdóttir lengst til hægri. sigrar 1 grindahlaupinu. Ekki skortir hana einbeitnina.