Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25' JÚLÍ 1978
hala í þessum leik, var allt of laus
því allt spil liösins á upptök sín
hjá Árna ásamt Karli.
Meö þessum góða sigri halda
Skagamenn enn í vonina um sigur
í deildinni, þar sem ekki má mikið
fara úrskeiðis hjá Val til þess að
Skagamenn séu komnir með for-
ystu í deildinni. Það er raunar
Ijóst að þessi tvö lið, Akranes og
Valur eru yfirburðalið í deildinni
og önnur lið standa þeim talsvert
langt að baki.
Lið KA er óþekkjanlegt frá léik
til leiks. Það má nær bóka að eigi
liðið þokkalegan leik, sem þó er
ailt of sjaldan, verði nsesti leikur
iangt fyrir neðan það sem sóma-
samlegt getur talist af 1. deildar
liði.
I leiknum gegn Akranesi
gleymdu KA-menn varnarskyldum
sínum framan af leiknum og því
fór sem fór. Enginn leikmanna
KA var nálaegt sínu besta og
jafnvel þeirra styrkustu stoðir, svo
sem Þorbergur, voru úti að aka.
Valur Benediktsson dæmdi leik-
inn og var frammistaða hans
neðar en fyrir neðan allar hellur.
í STUTTU MÁLIi
Akuroyrarvöllur 1. dcild.
Lau^arda^ur 22. julí 1978.
KA lA 0,5 (0,1)
MÖHKIN, Hétur I’étursson 7. mín..
20.. 27. «k 82. mín. Matthías
IlallKrímsson 25. mín.
ÁMINNINÍi, Eniiin.
ÁIIORFENDUR. 090.
4 mörk ÍA á 27
útum afgreiddu
SKAfiAMENN unnu stórsigur á KA norður á Akureyri á laugardag.
Fimm sinnum máttu KA-menn sjá á eftir boltanum í net sitt. en KA
tókst aldrei að skora. Pétur Pétursson. hinn ungi og bráðefnilegi
sóknarmaður Skagamanna var hetja leiksins. skoraði fjiigur mörk.
Hið fimmta gerði hin markamaskinan. Matthías IlaHgrimsson.
Skagamenn byrjuðu leikinn af þar var Matti á réttum stað og
miklurn krafti og ekki voru liðnar
nema sjö mínútur þegar fvrsta
markið var staðreynd. Árni
Sveinsson sendi þá langa sendingu
fram á Pétur og hann var ekkert
að tvínóna við hlutina, smeygði sér
fram hjá tveimur varnarmönnum
KA og skaut föstu og hnitmiðuðu
skoti í hornið án þess að Þorbergur
kæmi nokkrum vörnum viö. Á
tuttugustu mín. juku Skagamenn
forskotið. Árni Sveinsson brunaði
upp og skaut föstum jarðarbolta í
átt að markinu. Miðvörður KA,
Haraldur Haraldsson lét boltann
fara í stað þess að hreinsa og
Pétur stakk sér inn á milli
varnarmanna KA og renndi bolt-
anum í netið af stuttu færi. Á
tuttugustu og fimmtu mín. var
komið að Matta að skora. Karl
Þórðarson splundraði þá vörn KA
algerlega, lék á hvern varnar-
manninn á fætur öðrum og renndi
boltanum út frá endamarkalínu og
honum var eftirleikurinn auðveld-
ur.
Aðeins tveimur mínútum síðar
var staðan orðin fjögur gegn engu.
Karl tók þá hornspyrnu, sendi
lágan bolta fyrir markið og Pétur
stakk sér inn í þvöguna og skoraði
örugglega.
Texti: Gunnar Gunnars-
son
Eftir þetta slökuðu Skagamenn
heldur á og það sem eftir lifði
gerðist harla lítið í leiknum, utan
það^ helst að Skagamenn bættu
sínu fimmta og síðasta marki við.
Það var á 82. mín. Árni Sveinsson
óð þá upp kantinn sem oftar og
sendi fyrir markið. Þorbergur
markvörður missti boltann klaufa-
lega milli handa sér og Pétur var
mættur eins og fyrri daginn og
skallaði auðveldlega í markið.
Það var aðeins einu sinni sem
mark Skagamanna komst í upp-
nám. Það var á 80. mín. að dæmd
var aukaspyrna á Skagamenn
skammt f.vrir utan vítateig. Eyj-
ólfur Ágústsson skaut skemmti-
legunt snúningsbolta (bananna)
sem lenti innan á stöng marksins
og rann f.vrir markið og síðan var
bjargað.
Segja má með sanni að Skaga-
menn hafi gert út um leikinn á
fyrstu þrjátíu mínútunum með
ágætum leik. Eftir það virtust þeir
ekki leggja sig verulega fram, þar
sem sigurinn var í höfn. Karl
Þórðarson átti mjög góðan leik að
þessu sinni, öruggur í sínum
gerðum eins og fyrri daginn. Þá
mun leikur Péturs Péturssonar
vart gleymast þeim sem sáu, enda
orðið fremur fátítt í hinni hörðu
keppni 1. deildar að sami leik-
maður skori fjögur mörk. Árni
Sveinsson fékk og að leika lausum
min-
KA
• Pétur Pétursson skoraði íjög-
ur mörk gegn KA.
• Páll Pálmason markvörður Eyjamanna horfir á eftir knettinum sigla yfir markið. eftir markskot
FH-inga. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem skot FIFinga geiguðu og ekki í síðasta skiptið heldur.
ísiandsmðtlð 1. delld
FH TAPAÐI, EN
ÁTT1BETRASKIUÐ
STAÐA FIl í fyrstu deilt batnaði ekki er liðið fékk ÍBV í heimsókn
á Kaplakrika á laugardaginn. Eyjamenn sigruðu með tveimur
mörkum gegn engu. en sú markatala gefur alranga mynd af gangi
leiksins. jafntefli hefði verið sanngjarnara og lokatölurnar hefðu
auðveldlega getað orðið eitthvað í likingu við 5—5 eða citthvað
svoleiðis. Þetta var nefnilega hörkuskemmtilegur og opinn
sóknarleikur og þeir 290 áhorfendur. sem borguðu sig inn. fengu að
sjá góðan leik fyrir aurana sína. Ekki virtust þó allir skemmta sér.
þarna var dálítill hópur fyllirafta sem voru yfirgengilega leiðinlegir
með háreysti sinni. Beindist hún einkum að dómaranum Sævari
Sigurðssyni sem dæmdi ekki eftir þeirra höfði. Fuku fjölbreytilegar
hótanir svo ekki sé minnst á klámið úr börkum raftanna og voru þeir
vægast sagt þreytandi.
Tónninn var gefinn þegar á
fyrstu mínútunum, er Valþór
skaut hörkuskoti rétt fram hjá
marki FH. En það voru FH-ipgar
sem voru mun hættulegri framan
af, Ólafur Danivals skapaði oft
hættu með skemmtilegum sprett-
um niður kantana og flestir
leikmanna FH voru með á nótun-
um. Viðar átti hörkuskot sem fór
fram hjá af varnarmanni og Pálmi
átti fallegan skalla rétt yfir
hornspyrnu. Eyjamenn höfðu ver-
ið daufir til þessa, en á 20. mínútu
fékk Sigurlás knöttinn út á vinstri
Texti: Guðmundur Guö-
jónsson
Mynd: Emilía Björnsdóttir
vænginn frá Oskari Valtýssyni,
SigurláS lék upp að endamörkum
og renndi þaðan knettinum út í
teiginn á Ómar Jóhannsson sem
sendi hann í netið með viðstöðu-
lausu hörkuskoti. Það tók FH-inga
10 mínútur að rakna úr rotinu og
á meðan voru Eyjamenn tvívegis
nærri því að skora, Sigurlás skaut
rétt fram hjá og FH-ingar björg-
uðu á línu frá Sveini Sveinssyni
eftir mikinn darraðardans í víta-
teignum. Leikurinn komst í jafn-
vægi á ný og var hætta við bæði
mörkin. Magnús Teitsson og Janus
höfðu næstum skorað fyrir FH og
Valþór fyrir ÍBV, en rétt fyrir hlé
sendi Þórir Jónsson laglegan
stungubolta inn fyrir vörn IBV á
Ólaf Danivals, sem lék á Pál
Pálmason í marki ÍBV, en skaut
síðan í hliðarnetið. Ólafur meidd-
ist við þetta tækifæri og á óvart
kom þegar Sævar dómari dæmdi
rangstöðu á Ólaf, línuvörðurinn
hafði að vísu gefið merki strax, en
úómarinn gerði enga athugasemd
fyrr en löngu síðar. Hefði snör
dómgæsla í þessu tilviki sparað
Óla eins og ' einn marblett og
nokkurra daga helti.
Síðari hálfleikur var framan af
svipaður þeim fyrri, þ.e.a.s. opinn
og skemmtilegur sóknarleikur, en
þó full grófur á köflum. Friðrik
markvörður FH varði snemma
tvívegis frá Sveini og hinu megin
varði Páll Pálmason vel frá Janusi
og Ólafi Danivalssyni. Rétt áður
en Eyjamenn gerðu út um leikinn
með öðru marki sínu, fengu
FH-ingar eitt besta færi sitt í
leiknum, er frábær samleikur
Þóris, Ólafs og Janusar endaði
með skoti naumlega fram hjá úr
opnu færi. Nokkrum mínútum
síðar varði -Friðrik vel frá Óskari
Valtýssyni og síðan kom markið
sem hjó á slagæðar FH-inga.
Markið var glæsilegt, aukaspyrna
rétt utan vítateigs og Örn Óskars-
son sendi knöttinn efst í mark-
hornið fjær með fallegu snúnings-
skoti. Eftir þetta, dofnaði svo yfir
leiknum að hann gerðist beinlínis
leiðinlegur á að horfa, þó komu
Ijósir punktar, er Páll varði
hjólhestaspyrnu Ólafs Dan og
Friðrik varði meistaralega skalla
frá Óskari. En leikurinn smá
fjaraði út og markið, sem lá í
loftinu að FH m.vndi skora, liggur
þar enn, því að þeir töpuðu með
núlli þrátt fyrir mörg ágæt færi.
All margir leikmenn áttu góðan
dag að þessu sinni, hjá FH má t.d.
nefna þá Friðrik Jónsson, Gunnar
Bjarnason, Janus Guðlaugsson,
Loga Ólafsson, Ólaf Danivals og
Þóri Jónsson. Hjá ÍBV var Karl
Sveinsson bestur, en einnig stóðu
þeir Örn, Friðfinnur, Sveinn og
Ómar vel fyrir sínu.
í STIJTTU MÁLI.
Kaplakrikaviillur 1. deild FII —
ÍBV 0-2 (0-1)
MÖRK ÍBV. Ómar Jóhannsson (20.
mín.) uk Örn Óskarsson (05. mín.).
ÁMINNINGAR. Ómar Jóhannsson
sá Kult.
DÓMARI. Sa’var SÍKurðsson.
ÁIIORFENDUR. 290.