Morgunblaðið - 25.07.1978, Síða 33

Morgunblaðið - 25.07.1978, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 33 Sigurður með stærsta loðnufarminn: „Maður gerir sig ánægðan með 40- 50 tonn í kasti yf- ir sumartímann” — segir Kristbjörn Arnason skipstjóri AFLASKIPIÐ gamalkunna, Sigurður RE 4, kom til Reykja- víkur í gærmorgun með 1400 lestir af loðnu, sem fékkst á miðunum fyrir norðan land. Þessi farmur er sá stærsti sem íslenzkt fiskiskip hefur komið með til hafnar. en Sigurður hefur einu sinni komið með rösklega 1360 lestir að landi og systurskip hans, Víkingur AK, hefur einnig komið með svipað magn að landi. „Loðnuna fengum við svo til alla á svæði 345° réttvísandi norður af Siglufirði, svona 130—140 mílur frá landi," sagði Kristbjörn Árnason skipstjóri á Kristbjörn Árnason skipstjóri í brúnni á Siguröi í gær. Ljósm. Mbl.: Kr. Ól. Sigurði þegar Mbl. ræddi við hann um borð í Sigurði í Sundahöfn í gær. Kristbjörn er nú nýtekinn við Sigurði, en hann og Haraldur Ágústsson skiptast á um að vera með skipið. Sigurður fékk þennan afla nokkru vestar en loðnuskipin höfðu verið að veiðum fyrir helgi og sagði Kristbjörn að þeir hefðu fundið torfublett nálægt ^ísröndinni og á þessu svæði heur loðnuflotinn fengið góða veiði um helgina. „Við fengum þennan afla í 19 köstum, og fengum við mest um 200 tonn í kasti, í síðasta kastinu fengum við t.d. 200 tonn og gátum ekki tekið allt um borð, þar sem svo mikið var komið í skipið. Annars er maður ánægður er maður fær 40—50 tonn að meðaltali í kasti yfir sumartímann," sagði Krist- björn. Þá sagði hann, að ísinn virtist vera nær landinu en á sama tíma í fyrra og t.d. ættu menn von á að loðna væri undir ísnum vestur á Hala. Um ástand loðnunnar sagði Kristbjörn, að það væri ekki gott, þar sem mikil áta væri í henni og útlit með að losna við hana væri ljótt á næstu dögum, ef bræðsla færi ekki að ganga betur en verið hefði síðustu daga. Elzta loðnan sem Sigurður kom með til hafnar í gærmorg- un var tveggja sólarhringa gömul og sú nýjasta rétt um sólarhrings gömul. Sigurður var ekki á loðnuveið- um s.l. vetur, þar sem skipta þurfti um aðalvél í skipinu, um leið var sett á það nýtt stýri, svonefnt „Becker“-stýri, og sagði Kristbjörn að skipið léti miklu betur að stjórn með nýja stýrinu. Siguröur RE 4 meö 1400 lesta fram i Sundahöfn. Ljósm. Mbl. Emelía. Handayfirlagning biskups. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Fyrsta djáknavísslan á íslandi í rúm 400 ár: „Er þess fullviss, ad ég hef valið réttu leiðina” Ágúst K. Eyjólfsson og móðir hans Hulda Snæbjörnsdóttir að vígsluathöfninni lokinni. „Ég lít björtum augum á framtiðina. Það bíður okkar mikið starf, en við munum takast á við allan vanda með Guðs hjálp.“ sagði Ágúst K. Evjólfsson djákni. en hann tók djáknavígslu á sunnudag í Landakotskirkju í Reykjavík. Er þetta í fyrsta sinn frá siðaskiptum að djákni tekur vígslu hérlendis. Landakotskirkja var þéttskip- uð er messan á sunnudag hófst. Fór altarisþjónustan fram sam- kvæmt venju þar til guðspjalls- lestrinum var lokið. Þá var vígsluþegi kallaður fram en að því búnu bað prestur biskup um að veita vígsluþeganum djákna- vígslu. Biskup, Henrik Frehen, gaf síðan vígsluleyfi og þar á eftir vann vigsluþeginn skírlifs- heit sitt. Vígsluþeginn lýsti því næst yfir að hann væri reiðubúinn að taka að sér embætti djákna og vann sitt þjónustuheit. Að þjónustuheitinu íoknu var sungið „Lítanía allra heilagra“, en á eftir söngnum fylgdi handayfirlagning biskups og vígslubæn. Djákninn nývígði tók nú við stólu og dalmatiku og að því loknu gekk hann fram fyrir biskup og snerti guðspjallabók- ina, sem biskup rétti að honum. Djáknavígslunni lauk með því að djákninn þjónaði fyrir altari ásamt biskupi. Lauk altaris- þjónustunni með blessun bisk- ups og þakkar^öng. Ágúst K. Eyjólfsson er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, en hann er sonur hjónanna Huldu Snæbjörnsdóttur og Eyjólfs Þjónað fyrir altari. Landakotskirkja var þéttskipuð er djáknavfglan fór fram. enda ekki á hverjum degi, sem djákni er vígður til embættis á íslandi. Kolbeinssonar. „Áhugi minn á þessu stafi vaknaði er ég var messuþjónn,“ sagði Ágúst í viðtali við Mbl. „Síðan tók ég að mér æskulýðsstarf við kirkjuna, en hélt til Þýzkalands fyrir þremur og hálfu ári. Var ég þar við nám við prestaskóla og lagði þar stund á guðfræði og heim- speki. Einnig var lagt mikið upp úr verklegu starfi og voru nemendur skólans sendir í nálæga söfnuði til að kynnast starfinu nánar. Þá fengum við einnig innsýn í daglegt starf kaþólsks prests.“ Námið í prestaskólunum tek- ur eins og fyrr sagði þrjú ög hálft ár, en samsvarandi nám í háskóla tekur ein sex ár. Skýr- ingin á þessum mikla mun á námstíma er sú, að allt náms- efni í prestaskólanum er stytt verulega, en að öðru leyti er námsefnið svipað. Einn Islend- ingur, Hjalti Þorláksson, er nú að læra undir djáknavígslu í háskóla erlendis. Að lokum sagði Ágúst að hann væri þess fullviss að hann hefði valið réttu leiðina. „Ég mun halda aftur til Þýzkalands í október og undirbúa mig í eitt ár undir prestsvígsluna, en hana hyggst ég einnig taka hér. Sem djákni hef ég aðeins rétt til að gifta, jarða og skíra, auk þess sem ég má flytja guðspjallið við messur. Enginn íslenzkur prest- ur er nú starfandi í kaþólska söfnuðinum hér, en hins vegar eru starfandi fimm erlendir prestar. Mun ég, að prestvígsl- unni lokinni, taka við starfi Hákonar Loftssonar, sem var síðasti íslenzki presturinn við kaþólska söfnuðinn," sagði Ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.