Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMA.U— ATHAFNALÍF. Umsjón Sighvatur Blöndal Kin hinna fjölmörKU stiiðva til nýtinKar sólarorku í Sviss. Sólarorka fram- tíðarorkulind,? SVISSLENDINGAR hafa á undanförnum árum gert miklar tilraunir til nýtingar sólarorku. Þessar tilraunir þeirra hafa gengið vonum framar og í dag eru þar um 500 stöðvar sem taka við sólarorku til nýtingar. Aðal- lega er orkan notuð til upphitunar sundlauga og í einhverjum mæli til húshit- unar. Árlega eru sólarstundir í Sviss milli 1500—1800, sem er óvenjulega mikið miðað við önnur lönd Vest- ur-Evrópu og aðeins um 40% minna en í ríki eips og Saudi-Arabíu. Flestar þær móttökustöðvar, sem nú eru starfræktar, eru ríkisreknar, en nú hyggjast einkafyrir- tæki í auknum mæli fara inn á þessa braut og telja sig með því geta sparað gífurlegar upphæðir í orkukaupum. — Um 76% af allri orkuþörf Svisslendinga er fullnægt með olíu, sem þeir verða að flytja inn, því í landinu er engin olíuframleiðsla. Samkvæmt nýgerðum spám er ætlað að sólarorka muni fullnægja um 0,5% af orkuþörf landsmanna í lok ársins 1985. W Aætlanir Carters um orkusparn- að standast ekki ÞRÁTT fyrir góð orð Carter Bandarikjaforseta í upphafi ársins um að olíunotkun Bandaríkjamanna yrði tak- mörkuð á þessu ári, jókst hún um 5.2% fyrstu fjóra mánuði þessa árs, að því er segir í frétt frá OECD, efnahags- og framfarastofn- un Evrópu. — Á leiðtoga- fundinum í Bonn fyrir skömmu lofaði Carter enn einu sinni að nú yrði veru- lcga tekið á málinu og dregið úr olíunotkuninni, til að auðvelda endurreisn efna- hagslffs iðnaðarríkja Vesturlanda. Á þessum sama tíma minnkaði olíunotkun Vest- ur-Þjóðverja um 9,4%, Frakka um 6,7%, en notkun Japana jókst hins vegar um 1,5%. Heildarinnflutningur olíu í hinum 24 aðildarríkjum OECD var á þessu tímabili alls 313.4 milljónir tonna og er þar um 4,7% lækkun að ræða, sé miðað við sama tíma í fyrra. — Olíuframleiðsla landanna jókst hins vegar á tímabilinu um 6,2%, var þar aðallega um aukningu ðð ræða hjá Bandaríkjamönnum og Bretum. Atvinnuleysi vof- ir yfir Evrópu- ríkjum næstu árin ÞRÁTT fyrir að nokkuð hafi dregið úr atvinnuleysi á þessu ári í ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, vofir þó sízt minna atvinnuleysi yfir ríkjum Evrópu á næsta áratug, að mati sérfræðinga Efnahagsbandalagsins (EBE). Síðustu tölur sýna að atvinnulausum í ríkjum EBE hefur fækkað um 3.1% í aprflmánuði s.l. sé miðað við tölur í marz. — Áð mati sérfræðinganna munu þær efnahagsaðgerðir, sem óhjákvæmilegar eru til að stemma stigu við verðbólgunni, hafa þau áhrif á þessi mál að atvinnuleysi muni aukast verulega á næstu árum og verða sízt minna á næsta áratug, en nú. Jafnvel ríkir svo mikil svartsýni meðal margra, að atvinnuleysisvofan muni ríða húsum nokkurra ríkja áður en árið er á enda. Verst er ástandið í Frakklandi, þar sem um 1.1 milljón manna er atvinnulaus, eða 5% af vinnandi fólki landsins. Þar hefur ríkis- stjórnin þegar kynnt áætlanir til að styrkja efnahagslíf landsins. Þessar áætlanir gera ráð fyrir því að tvö ár taki að rétta úr kútnum, en á sama tíma er jafnframt spáð að atvinnuleysi muni verulega aukast og í lok þessa árs telja sérfræðingar að talan nái 1.5 milljón manna og mun þá jafnvel draga til tíðinda í samtökum verkamanna. í Vestur-Þýzkalandi hafa stjórnvöld lýst því yfir að atvinnu- leysi muni minnka um 0.1% á þessu ári og fjöldi atvinnulausra komast undir 1 milljón manna, en þessu hafa efnahagsstofnanir og verkalýðssamtök landsins mót- mælt og telja annað tveggja, að haldast muni í horfinu eða at- vinnuleysið aukast. I Bretlandi hefur atvinnulausum heldur fækkað það sem af er árinu og eru í dag um 1.3 milljónir manna, lægsta tala um árabil, en þvt er spáð af þarlendri þjóðhags- stofnun að þessi þróun muni brátt snúa við vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar og í lok ársins verði tala atvinnulausra komin í 1.4 milljónir manna. Ekki muni þar verða staðar numið heldur hækki þessi tala í 1.5 milljón manna, sem er mesti fjöldi at- vinnulausra síðan á árunum eftir stríð. A Ítalíu eru vandamálin enn meiri, þar hefur tala atvinnu- lausra stöðugt farið hækkandi síðan 1974 og telja þarlendir hagfræðingar miklar líkur á því að talan verði komin íl.6 milljónir manna í lok þessa árs, eða 8% vinnufærra manna. Fyrir fimm árum hefðu slíkar staðreyndir eins og nú liggja fyrir um atvinnuleysið, eflaust verið mörgum ríkisstjórnum hvati til aðgerða gegn þróuninni, en í dag lítur þannig út að ríkisstjórnir flestra landa leiði þetta vandamál hjá sér í lengstu lög. Virðist sú skoðun þar ríkja, að meðan þjóðirnar geti ekki haft hemil á verðbólgunni, þýði ekkert að fara að fást við atvinnuleysisvofuna. Skýringar franskra stjórnvalda eru, eins og áður sagði, þær, að hafin sé allsherjar uppbygging franska iðnaðarins, sem muni þegar til langs tíma sé tekið, stórauka atvinnu. Því sé það stefna franskra stjórnvalda að komast aftur á rétta braut innan tveggja ára, en á þeim tíma hljóti einhver vandræði að verða. Að sögn eins efnahagssérfræð- ings OECD, Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu, þá búi óörygg- inu á vinnu- mark- aðnum mót- mælt. Evrópuríki nú við meira atvinnu- leysi, en í byrjun áratugsins hefði þótt mögulegt fyrir ríkin að standast. Harðast komi atvinnu- leysið niður á kvenfólki og ungu fólki, sem er að koma út á vinnumarkaðinn fyrsta sinni og hafi þar að auki enga „pólitíska" aðstoð til að byrja sinn feril, — pólitík sé farin að ráða óeðlilega miklu um atvinnumál í ríkjum Efnahagsbandalagsins og víðar. „Óvinur okk- ar númer eitt” „Ef Bandaríkjamenn fylkja ekki liði á bak við Carter forseta í haráttunni við verðbólgu- ófreskjuna. sem nú er í miklum uppgangi, eru allar horfur á því að Bandarfkjamenn missi marga af þeim útflutningsmörkuðum sem þeir hafa í dag,“ sagði Thomas A. Murphy stjórnarfor- maður bandariska „risafyrirtæk- isins“ General Motors við frétta- menn í Washington nýverið. Murphy sagði ennfremur að hann væri hjartanlega sammála forsetanum um, að verðbólgu- ófreskjan væri „óvinur þjóðarinn- ar númer eitt“. . Verðbólgan væri eins og illkynjað krabbamein sem myndi fyrr eða síðar éta frá þeim alla erlenda markaði, ef ekki yrði haldið uppi gífurlegri baráttu gegn' henni á næstu mánuðum. Áð síðustu sagði hann að General Motors myndi leggja sinn skerf af mörkum, með því að halda verði framleiðslunnar niðri eins og kostur væri. Launahækkanir tak- markaðar við 5%? BREZKA rikisstjórnin tilkynnti í London fyrir helgi, að hún hygðist berjast fyrir því að launahækkanir á árinu færu ekki yfir 5% markið. Væri þctta gert í samræmi við áætlun um barátt- una gegn verðbólgunni næstu 12 mánuði. — Strax eftir að tilkynn- ingin hafði verið send út komu viðbrögð frá flestum stærstu samtökum verkamanna þar sem lýst var andúð á þessum fyrirætl- unum stjórnvalda. Á síðasta ári var takmark stjórnarinnar að halda launa- hækkunum innan við 10%, en þegar upp var staðið um áramót kom í Ijós að heildarlaunahækk- anir voru um 14%. Denis Healey, fjármálaráðherra Bretlands, sagði við þetta tækifæri að ef þessi áætlun næði fram að ganga, myndi Bretum takast að halda þeim árangri, sem þeir hafa þegar náð í baráttunni við verð- bólguna. í síðasta mánuði var verðbólga í Bretlandi komin niður í 7.4%, sem er það lægsta í sex ár. — Þessi ummæli Healeys urðu þess valdandi að staða sterlings- pundsins styrktist nokkuð á gjald- eyrismörkuðum fyrir helgi. Einn leiðtogi verkamanna kall- aði þessa aðferð stjórnvalda við að halda launum niðri „spenni- treyju“-aðferð, þ.e. að með þving- unum ætluðu stjórnvöld að halda verkamönnum í skefjum. " Hann sagði jafnframt að launahækkanir á næsta ári yrðu að vera a.m.k. 10% ef verkamenn ættu að halda sínum hlut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.