Morgunblaðið - 25.07.1978, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
+
Eiginmaöur minn og faöir
JENS F. MAGNÚSSON,
íDrótfakennari,
andaöist í Landspítalanum 23. júlí.
F.h. aöstandenda
Guórún Guðmundsdóttir,
Ingunn Jensdóttir.
t
Móöir mín,
SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
lézt í Landspítalanum 23. júlí.
Stafin Höróur Grímsaon
+
Eiginkona mín og móöir okkar,
KRISTJANA LÁRUSDÓTTIR
Reykjavíkurvsgi 30,
Hafnarfirói,
lést í Landspítalanum sunnudaginn 23. júlí.
Pótur Maack og börn.
Elskuleg móöir okkar. +
GUÐRÚN HELGADÓTTIR,
Eiriksgötu 11,
lézt þann 23. júlf. Börnin.
+
Móöir okkar,
ÞÓRA SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
lézt aö Hrafnistu laugardaginn 22. júlí.
Óli Barödal,
Guðmundur Gíslason.
Maöurinn minn. + GUDJÓN GÍSLASON,
Kolsholti, Villingarholtshreppi,
andaöist 23. júlí. Skúla Þórarinsdóttir.
+
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
JÓHANNS PALSSONAR,
trésmiós.
Elísabat Jóhannsdóttir,
Elín Jóhannsdóttir,
Þórörn Jóhannsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Vegna jarðarfarar
LUDVIGS STORR
aðalræðismanns Danmerkur
veröa skrifstofur Danska sendiráösins
lokaöar eftir hádegi í dag, 25. júlí.
Lokaö í dag eftir hádegi
vegna jaröarfarar
LUDVIGS STORR
aðalræðismanns.
U D V I ( iTORI
L
Speglabúöin,
Laugavegi 15.
Minning:
Gunnlaugur Vilhjálmsson
Því að svo elskaði guð heiminn,
að hann gaf son sinn eingetinn til
þess, að hver sem á hann trúir,
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
(Jóh. 3. 16.)
Stund mikillar sorgar, er oft
stund mikillar þakkar.
Á lífsleiðinni koma stundum
fyrir þeir tímar, að maður skilur
á sérstakan og vissan hátt orðin,
sem talið er, að kveðið hafi fyrir
löngu löngu í eyru einhvers af
brautryðjendum mannkynsins:
„Drag skó þína af fótum þér því
staðurinn, sem þú stendur á er
heilög jörð.“
Oft er það, sem jörðin brennur
undir fótum manns, af heilögum
eldi og gerir manni erfitt fyrir að
nálgast, þótt fullur vilji sé til að
gera fótatakið eins mjúkt og
hávaðalítið og unnt er. Ástæðurn-
ar geta verið allt aðrar og líkar
því, sem frá er skýrt að þessi orð
hafa fyrst fundið bergmál í
mannshjarta.
Þar er sagt frá, að einn merki-
legasti spámaður sögunnar, hefði
fengið óm af þeim, — þá þegar, —
hann meðtók hina stóru og þá
ósveigjanlegu köllun um líf sitt og
framtíð. En það er ekki bara þar
sem okkur finnst lífið vera að
byrja, sem jörðin verður heilög
undir fótum okkar. Það er engu
síður þar, sem þannig stendur á að
allt, sem einhver ann bezt í lífinu,
er að þurrkast burt frá augum og
óvægur kuldi sorgarinnar læsist
um hugann. Vil ég votta þeim, sem
nú syrgja, samúð mína alla.
Einmitt þess vegna, er það að
okkur finnst jörðin brenna undir
fótum okkar, ekki sízt vegna þess
hvað óendanlega lítið við fáum
gert, þegar harmurinn sækir heim.
Þess utan er önnur ástæða fyrir
því að staðurinn virðist okkur
heilagur. Harmurinn sjálfur er
tákn þess hvað lífið er augljóslega
mikils virði i raun og veru. Það er
sorgin, sem sýnir okkur betur en
nokkuð annað, að ekkert í heimi
verður, að verðgildi jafnað við þá
manneskju, sem við höfum lært að
unna. Þau auðæfi eru ekki til, sem
jafnt yrðu talin í mínum huga
þeim söknuði, sem nú sækir á mig.
Alls staðar, sem þannig stendur á
er enn aftur verið að færa sönnur
á gildismat, verðmætamat — hvað
hefur gildi og hvað ekki, þegar
staðið er andspænis endanlegum
veruleikanum.
Þótt sú reynsla sé oft dýrkeypt,
er þó, sá snauðastur sem um hana
hefur ekkert hugboð. Það er
óhjákvæmilega mannlegt eðli að
hugur þeirra, sem sjá á bak ástvini
er fyrst og fremst við það bundinn
hvað þeir hafa mikið misst. — Mig
langar til að bera fram þá ósk, að
við reynum að lægja þær hugsanir
og tilfinningar með umhugsuninni
um hitt — hvað Iífið hefur verið
örlátt við okkur og hann, sem
farinn er. Það gaf honum ljúfa
lund, það gaf honum andlegan
gjörvileik, sem aðeins lítill hópur
nýtur, — það gaf honum foreldra,
systkin, sem hvoru tveggja er með
þeim ágætum að í fárra hlutskipti
fellur, og voru með þeim ríkar
tryggðir, sem gaf honum vissa
fyllingu hugans.
— Gunnlaugur Vilhjálmsson
fæddist 22. desember 1952. For-
eldrar: Frú Svava Guðbergsdóttir
og Vilhjálmur H. Elívarðsson
klæðskeri, en hann lést árið 1972.
Gunnlaugur ólst upp í Reykjavík
hjá foreldrum sínum ásamt elstum
bróður og þrem systrum, sem öll
unnu honum heilum hug. Gunn-
laugur var gagnfræðingur að
mennt, hugur hans hneigðist til
bókmennta — þó fyrst og fremst
til bundins máls. Hann hafði um
ótal marga stund stillt hörpu
íslenzks ljóðamáls — en nú eru
strengir hörpu hans brostnir, —
manns er saknað í ranni. Hve
mjög hefði ég kosið að þessi stund
mætti vera, sem fjærst mér þó
hlýtur hún að verða endir allra
funda því engin dauðanum ver.
Orð eru mér torfundin, þegar
mæla skal — og — hvaðeina sem
ég vil segja hér verður fátæklegt
og smátt, því orð hans voru voldug
og stór. Ljóð hans voru táknmynd
lífsins og dagsins, sem er að renna.
Lát Gunnlaugs er mér sárt. Þegar
ég horfi um öxl til liðinna daga,
þegar ég átti með honum samleið,
— verður mér ljóst að samtíðin
mátti sízt missa slíkan dreng —
sízt, missa þennan málsvara sann-
leika og réttlætis. Heilskyggni
hans á fúamál og þráin til að
græða og bæta það sem miður fór,
— óbeit hans á Þýlyndi og þeim
undirlægjuhætti, sem jafnan er
reiðubúinn til að sættast við það,
sem minna er en hálft — var svo
rík að hann varð sannur málsvari
fallins meðbróður, hins fátæka
manns. Samt þorði hann að veðja
á mennina, þann veika og hrösuga
„mann“ sem freistar lausnar
ráðgátu lífsins.
Hann virtist finna sárar til en
aðrir, harmur hans dýpri en hinna,
hvert tár hans er því harmsaga og
hvert sár að holung; — því
draumur hans um manninn og trú
hans á manninum var ægisterk.
Sannarlega átti vinur minn
sínar dimmu stundir, þegar efinn
lagðist eins og hellubjarg á huga
hans, þegar kaldar sorgir byltu sér
í hjarta hans. En ljóðin voru sverð
Stykkishólmi 21. júlí 1978.
UM SAMA leyti og menntamála-
ráðherra tók fyrstu skóflustung-
hans og skjöldur — með þeim
stökkti hann vofum efans á flótta
og var oft sterkari á eftir. í
skaphöfn hans fann ég þátt
réttlætiskenndar og mannúðar
hvað sterkastan. Það virtist hon-
um ástríða og heilög skylda í senn
að standa við hlið hvers og eins,
sem var órétti beittur og ofríki
borinn. Þetta var honum áskapað,
„lífshræring" sálar hans, — and-
ardrátturinn og hjartaslátturinn í
ljóðum hans og bundnu tjáningar-
formi hans öllu.
Vandlæting hans var sterk og
orð hans eins og þung högg, þá
hann hneykslaðist á andlegu
manndómsleysi samtíðar sinnar.
Þau örlög sem ljúflingur minn
varð fyrir — orsökuðu það sem ég
unni, — hetju og göfugmenni.
Megi guð sannleikans og réttlætis-
ins sem þú varst svo trúr í lífi
þínu, verða þitt leiðarljós. Sjálf
þakka ég allt það, sem hann var
mér og bið honum enn á ný, guðs
blessunar, elsku Gulla, vini mín-
una að nýju útvarpshúsi gerðist
það í Stykkishólmi að ýtt var fyrir
grunni að nýju skólahúsi, sem
lengi hefir verið á döfinni að reisa.
Fyrsti áfangi er hafinn. Verður
þetta stórt og vandað hús og á að
nægja til nánustu framtíðar.
Þarna verður allur skólinn til húsa
en eins og er þá er hann dreifður
um fjóra staði í bænum og mjög
þröngt um hann í þeim húsakynn-
um. Er gert ráð fyrir að grunnur-
inn komist upp í sumar komi ekki
eitthvað sérstakt fyrir.
Fréttaritari
+
Innilegustu þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vináttu
viö andlát og jaröarför fóstursonar okkar,
JÓNS LOGA JÓHANNSSONAR,
Dúfnahólum 2.
Vilborg Jónsdóttir,
Sigurður Sophuason.
Guðlaug Erla Skagfjörð.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég er á báðum áttum um. hvort ég á að ónáða yður, því
að ég veit, að þér hljótið að fá þúsundir bréfa, sem þér
þurfið að svara. En þessi spurning skiptir mig miklu máli.
Það er atriði í sambandi við kynferðismál, sem ég hef
áhyggjur af. en ekki maðurinn minn. Ef þetta er af hinu illa,
verð ég að sannfæra hann, en ef ekki, verð ég að sigrast
á sektarkennd minni. Vinsamlegast, takið þetta til
íhugunar.
Biblían er þögul um slík mál. Hún segir aðeins:
„Hjúskapurinn er heiðvirður og hjónasængin óflekk-
uð“ (Hebr. 13,4 ensk þýð.). Þetta virðist benda til þess,
að í hjónaástum séu engar takmarkanir.
Þó segir Biblían, að kærleikur og virðing eigi að
ríkja meðal hjóna, en ekki eigingirni og sjálfelska.
Biblían segir: „Þér menn, elskið konur yðar“. Af
þessu má læra, að konan er ekki til þess eins að
fullnægja löngun mannsins.
A hinn bóginn segir Biblían, að konurnar skuli vera
undirgefnar eiginmönnum sínum (Efes. 5,21—25).
Þetta sýnir, að frelsi á að ríkja meðal hjóna í því að
auðsýna líkamlega ást og að eiginkonan á ekki að
standa á móti, ef það er ást og ekki losti, sem knýr
á.
En hjón ættu ekki að láta losta útrúma ástinni.
Muninn getur fólk séð, ef annar hvor aðilinn missir
virðinguna fyrir hinum og metur persónulegan unað
meira en nærgætnina við makann.
Bygging nýs skólahiíss
hafin í Stykkishólmi