Morgunblaðið - 25.07.1978, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
41
fclk í
fréttum
+ Þctta danspar vakti athysli á skcmmtistað cinum í bænum Banuio á Filippseyjum. er það sté fram
á dansgólfið fyrir nokkru og þustu nærstaddir blaðamcnn út á gólfið til að festa atburðinn á filmu.
því óvíst væri að annað tækifæri gæfist.
Daman glæsilega. Amclia Braly. er kunn í heimalandi sínu fyrir fegurð. Dansherrann er enginn
annar en stórmeistarinn Viktor Korchnoi. bað skal tekið fram að myndin var tekin áður en
skákeinvígi hans og Karpovs hófst. Korchnoi mun hafa öðrum hnöppum að hneppa um þessar mundir
en að stíga suðræna dansa.
+ Brezka stórblaðið Obser-
ver skýröi frá því nýlega að
Karl Bretaprins hefði fyrir
skömmu komið í opinbera
heimsókn til togarabæjarins
Hull. Einn liöur heimsóknar-
innar var gönguferö um
fiskmarkaðinn í bænum og
fram á togarabryggjurnar.
Vitað var um heimsókn
prinsins með nokkrum fyrir-
vara og var pá móttöku-
nefndinni vandi á höndum í
sambandi við kynnisförina
um fiskmarkaðsskálana.
Hörgull var á fiski til pess að
geta sýnt prinsinum hvernig
par væri umhorfs pegar allt
er á fullu. Var pví haft
samband viö ræöismann ís-
lands í bænum og hann
beðinn aö útvega togarafarm
til bæjarins. Þetta tókst.
Daginn sem Karl kom lá
togarinn Júní við bryggjuna
og var að ianda. — Frá peim
sama stað á bryggjunni, sá
prinsinn röð brezkra togara-
ryðkláfa, sem legiö hafa
bundnir við bryggjur, eftir að
íslendingar lokuðu miðum
sínum fyrir brezkum togur-
um, sagði Observer.
+ Bíræfnasti bankaræn-
ingi Svía, Clark Olofson
hefur nú fengið inngöngu
í sænska blaðamannahá
skólann í Stokkhólmi.
Honum hefur þó ekki verið
leyft að yfirgefa fangelsið
í Norrköping af öryggis-
ástæðum. Sex sinnum á
síðustu 10 árum hefur
hinum væntanlega blaða-
manni tekizt að flýja úr
sænskum fangelsum en
afbrotaferill hans er all
litríkur bæði í Danmörku
og Svíþjóð. Greindarvísi-
tala þessa manns er talin
nokkuð há. Var hann í
hópi 120 af 800 umsækj-
endum sem fengu inn-
göngu í skólann.
+ Leikararnir Claudia Cardinale og Giuliano Gemma sjást á
þessari mynd, þar sem þau eru að leika í nýrri mynd á Sikiley,
leikstýrðri af Paskual Skuiteri. Nefnist myndin L’Ultimo
Padrino (síðasti guðfaðirinn). Myndin ku sýna samband
Maffunnar við ítölsk stjérnmál. — í aðalhlutverkum verða
Michele Placido og Francisco Raball.
Ættarkort sem Samúel Eggertsson teiknaði árið líflb
Samúel var bróðursonur Matthíasar Jochumssonar.
Ættarmót afkomenda
hjónanna á Kollabiiðum
.ETTARMÓT var haldið í Reyk-
hólasveit 8. og 9. júlí 1978. Á
laugardagsmorgun í fögru veðri
komu um 200 afkomendur Árna
Gunnlaugssonar bónda að Kolla-
búðum og konu hans Kristínar
Hallvarðsdóttur saman á Kolla-
búðaeyrum og var þeirra hjóna
minnst þar.
Tvær dætur þeirra hjóna, Ragn-
heiður Árnadóttir Tröllatu'ngu og
Ingibjörg Árnadóttir Miðhúsum
voru þarna viðstaddar. Hin börn
þeirra hjóna eru öll látin.
Frá Kollabúðum var farið að
hótel Bjarkarlundi og drukkið
sameiginlegt kaffi.
Um kvöldið var fjölbreytt kvöld-
vaka í Króksfjarðarnesi, sem
afkomendur og makar þeirra sáu
um.
Á sunnudagsmorgun var haldið
að Reykhólum. Staðurinn skoðað-
ur og gengið að leiði Kristínar
Hallvarðsdóttur.
Þess má geta að einn afkomand-
inn, Sigríður Ólafsdóttir hjúkrun-
arfræðingur og maður hennar
komu allá leið frá Bandaríkjunum
til þess að taka þátt í þessu
velheppnaða ættarmóti.
Sveinn Guðmundsson
Ungir sjálfstæðismenn;
Fordæma sýndarréttar-
höld í Sovétríkjunum
STJÓRN Sambands ungra sjálf-
sta'ðismanna hefur sent frá sér
ályktun um mannréttindamál og
segir þar:
„Ungir sjálfstæðismenn for-
dæma þau sýndarréttarhöld sem
baráttumenn fyrir mannréttind-
um í Sovétrikjunum hafa orðið að
þola undanfarið og þá dóma sem
þeir hafa hlotið.
Með þessu hefur stjórn Sovét-
ríkjanna sýnt enn á ný, að hún
forsmáir mannréttindi og borgar-
ar Sovétríkjanna njóta engrar
réttarverndar gagnvart stjórn-
völdum.
Þessi mannréttindabrot Sovét-
stjórnarinnar vekja nú enn meiri
athygli þar sem Sovétríkin eru
aðilar að Helsinkisáttmálanum
um varðveislu friðar og mannrétt-
inda í Evrópu. Réttarhöldin sýna,
svo ekki verður um villst, að
Sovétríkin ætla sér ekki að fara
eftir þessum samningi frekar en
öðrum yfirlýsingum og samning-
um sem þau hafa undirritað um
mannréttindamál. Þetta fordæma
ungir sjálfstæðisménn.
Ungir sjálfstæðismenn vekja
athygli á því, að ísland er aðili að
þessum sama Helsinkisáttmála,
þrátt fyrir það hefur ríkisstjórn
Islands ekki séð ástæðu til að
mótmæla þessum samningsrofum
þó að einstakir ráðherrar hafi
opinberlega gagnrýnt mannrétt-
indabrotin. Þá vekur það sérstaka
athygli að formaður næststærsta
stjórnmálaflokks íslands, Alþýðu-
bandalagsins, hefur lýst því yfir,
að hann viti ekkert um þessi
mannréttindabrot og óski ekki
eftir því að segja eitt einasta orð
um þau. Þessi yfirlýsing Lúðvíks
Jósepssonar vekur grunsemdir um
það, að ekki sé mikill munur á
Alþýðubandalaginu og fyrirrenn-
ara þess Kommúnistaflokki Is-
lands. En sá flokkur hélt alltaf
uppi vörnum fyrir ógnarstjórn
Sovétríkjanna og neitaði að viður-
kenna mannréttindabrot hennar.
Þessa staðreynd þurfa íslend-
ingar að hafa í huga og mega ekki
gleyma að frelsi og mannréttindi
eru ekki sjálfgefin og stöðugt
verður að heyja baráttu fyrir
þeim.“