Morgunblaðið - 25.07.1978, Page 44

Morgunblaðið - 25.07.1978, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 £>p\u M0RöJh/-Np^_ KAFPINU \\ (I) (S'J, Bulls Bara tvær minútur í viðbót, þá er ég komin á næturvinnu- taxta. 7<S££- Nei, ég er ekkert íúl yfir því að þú skulir koma heim um miðja nótt með stóra kúlu á hausnum. Annars varstu nú reyndar ekki með neina kúlu þegar þú komst heim. /í ' ':/? Reykingamönnum hampað á kostnað hinna sem ekki reykja BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ekki er allt sem sýnist mætti nefna spiiið í dag. Lesendur spreyta sig á léttri úrspilsæfingu. Gjafari norður og norður-suður eru á ha*ttu. Norður S. G64 H. D83 T. ÁK86 L. DG5 Suður S. Á72 H. ÁK6 T. G43 L. Á1093 Austur og vestur hafa alltaf sagt pass og suður er sagnhafi í þrem gröndum. Vestur spilar út spaðakóng og áður en lengra er lesið ættu lesendur að mynda sér skoðun um úrspilið Þegar spil þetta kom fyrir sá sagnhafi enga ástæðu til að fara varlega. Hann tók útspilið með ás, spilaði tígli á kónginn og svínaði laufi. En þá hrundi spilið því allar hendurnar voru þannig: Norður S. G64 H. D83 T. ÁK86 L. DG5 — Maðurinn, sem þú bauðst til íslands, þegar þú varst á Mailorca í fyrra, er mættur! Kæri Velvakandi. Mig langar til að taka undir orð konu, „sem mikið berst gegn reykingum", og skrifar í Velvak- anda 20.6.78. Það hefur farið vaxandi í taugarnar á mér hvað fólki sem reykir er mikið hampað á kostnað þeirra, sem ekki reykja og eiga vont með að þola tóbaksreyk. Kynni mín af þessu eru sérstak- lega af m.s. Akraborg því að ég ferðast nokkuð oft með þessu skipi á milli Reykjavíkur og Akraness. Þar um borð eru þrír salir ætlaðir farþegum. Einn salur er niðri undir bíladekki, þar þekki ég ekki vel til reglna, því að langt er síðan ég kom þangað síðast, og þá virkaði þessi salur á mig sem óvistlegur með þungu lofti, má vera að hann hafi breytzt til batnaðar síðan. En það eru salirn- ir uppi, eða öllu heldur fyrirkomu- lagið þar, sem ég vil gera að umtalsefni. Þeir eru tveir, annar minni, þar eru bannaðar reykingar (þó er það bann oft brotið) og hann er oft kaldur, en í stærri salnum eru þægileg sæti, þar sem hægt er að leggjast út af og eru þau einstaklega góð fyrir þá, sem eru sjóveikir, — það veltur oft illilega hér á milli —, en tóbaksreykur er eitt af því allraversta sem sjóveik- ir finna og þarna er mikið púað. Eins er það ef maður er með ung börn með sér, þá er þessi salur miklu hlýrri en hinn. Allir vita hver hollusta (eða hitt þó heldur) er fyrir kornabörn að vera í miklum tóbaksreyk. Þarna fínnst mér alranglega að staðið. Það er endalaust verið að hampa þeim, sem reykja, meðan hinir mega hrökklast illa á sig komnir af sjóveiki með smábörn í kalda salinn. Ég spyr: Er þetta réttlátt?, væri ekki réttlátara að þeir, sem reykja og hafa þá jafnframt góða heilsu á sjó, bregði sér fram í „kalda salinn" þegar þeir vilja reykja? Þeir geta svo gjarnan komið aftur Vestur S. K9 H. 1052 T. D10952 L. K62 Austur S. D10853 H. G974 T. 7 L. 874 Suður S Á72 H. ÁK6 T. G43 L. Á1093 Vestur tók laufdrottninguna með kóng, spilaði aftur spaða og austur tók þar fjóra slagi, stóð síðan upp og þakkaði félaga sínum fyrir frábært útspil. En lesendur hafa sjálfsagt séð að auðvelt var að vinna spilið. Allt sem gera þurfti var að gefa fyrsta slaginn. Vestur mátti fá á kóng- inn. En ætti hann einnig spaða- drottninguna gat hann ekki spilað litnum aftur án þess að gefa slag á spaðagosann. Kirsuber í nóvember 22 Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaðí Persónur siigunnari Fimm af yngri kynslóðinni, þar af einn morðingi og annar verður íórnarlamb morðingj- ans< Judith Jernfelt Matti Sandor Klemens Kiemensson BKO Roiand Norell Nanna-Kasja Ivarsen og tvær miðaldra fraukar sem eru mikilvæg vitnii Helena Wijk Lisa Billkvist og læknir og yfirlögreglu- þjónn sem hafa ólfkar skoðan- ir á morðmálinut Daniel Severin Leo Berggren ásamt með liigregluforingjan- um sem dregst inn í málið í nokkur dægur áður en glæpur- inn fyrnisti Christer Wijk. - En þá... þá... I»að hafði verið komið fram á varir honum að segja að þá hefði tfminn í reynd staðið kyrr og að Judith hefði ekki náð skrefi lengra en þegar hún átján ára að aldri hóf starfsfer il sinn. en hann hætti við. — Ég hélt. sagði hann hik- andi — að það væri að koma að því að Daniel Severin færi á eftirlaun. — Hann er hættur að vinna sem héraðslæknir. En það er hörgull á læknum hér. eins og þú getur fmyndað þér. svo að hann hefur enn stofuna sína. Hún breytti um umræðuefni og sagðit — Ilvernig litist þér á einn viskí fyrir svefninn? Va*ri það ekki snjiill hugmynd. Christer hafði hvorki tíma til að játa eða neita. því að hún stóð frammi fyrir honum með bakka með ís. krystalglösum og fiilsku af Ballantine. En í glasinu sem hún bar upp að viirum sér voru svo fáir vín- dropar að hann lyfti brúnum iign undrandi. — Já. ég er voðalegur gest- gjafi. sagði hún afsakandi. — En ég hef eiginlega alveg fengið nóg í dag. Ég var að koma frá Litlu konunum þrem- ur. — Hvað segirðu? spurði hann ráðvilltur. — Það er bezta veitingahús ba jarins, eða að minnsta kosti sá staður sem er mest í tízku núna. sagði hún til skýringar. Það heitir Litlu konurnar þrjár og það er Klemons Klemensson sem rekur það. skammt frá Blikksmiðsgiitunni og ég get ekki lýst því nógsam- lega hvað honum vegnar vel í því. — Merkilegt að þú skulir einmitt nefna Klemens. sagði hann þar sem hann sat mak- indalega í mjúkum hæginda stól. — Mamma var einmitt að segja mér frá honum og vini hans. Matta Sandor. — Já. sagði hún og riidd hennar var stuttaraleg og þar kenndi ekki neinnar geðshrær- ingar. — Það eru na*stum tuttugu og fimm ár síðan. Það er furðulegt hvað tfminn ílýg- ur áfram. En það var ekki a-tlan hans að hún slyppi svo létt frá því. — Ég hef aldrci fyrr sett mig almennilega inn í Sandormálið. Ég var nefnilega erlendis þegar þettg gerðist. En. sagði hann hægt. — áhugi minn hefur óneitanlega verið vakinn eftir það scm ég hef fengið að vita í kvöld. Ilún hafði íengið sér sæti í stólnum á móti honum. Andlit hennar var svipbrigðalaust með öllu. — Það borgar sig aldrei. sagði hún lágróma — að byrja að hra*ra upp í fortíðinni. — Það myndi ég nú ekki segja. sagði Christer Wijk. — Gla purinn er ekki fyrntur enn. Nú sýndi hún viðbrögð — hún sýndi að minnsta kosti lit á því. og leit snöggt niður. — Matti Sandor. sagði hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.