Morgunblaðið - 25.07.1978, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.07.1978, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 45 VELVAK ANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI r\f I/JVUT7KK"íl inn í hlýjuna þegar þeir hafa fullnægt nikotinþörf sinni. Hvað finnst ykkur um þetta, aðrir farþegar m.s. Akraborgar? Ég vil taka það fram að það er að öðru leyti mjög gott að ferðast með skipinu og áhöfnin mjög iipur við farþega, og stúlkurnar hjálpsamar þegar sjóveikin herjar. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Gamall Akurnesingur í Reykjavík. • Keflavíkur- sjónvarpið aftur Velvakandi minn. Vegna greinar í Morgunblaðinu í dag, viltu þá endilega koma þeirri beiðni á framfæri hvort einhver hörkuduglegur vilji nú ekki taka það að sér að snapa saman 60 glænýjum menningarvitum til að vinna að því að færa okkur Keflavíkursjónvarpið aftur. Með- an að það var við lýði fékk maður heimsmenninguna beint að rúm- stokknum — haldið að það sé munur í staðinn fyrir allar þessar „listrænu", ónáttúrulegu sænsku, dönsku og finnsku rúmstokks- myndir sem íslenska sjónvarpið dembir fyrirvaralaust yfir lands- ins börn svo að þau vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Fyrir utan frábæra listþætti, en þeirra naut maður í Keflavíkursjónvarp- inu á sínum tíma, báuð sjónvarpið upp á fjölda skemmtiþátta, leik- þátta en Bandaríkjamenn og Bretar, sem búa yfir skemmtileg- ustu kímni heimsins, geta einir gert slíka þætti. í íslenska sjón- varpinu, ef það býður upp á íslenskan skemmtiþátt, þá fær maður ekkert nema hljómsveitar- þætti enda er tónlist og söngur það sem glymur fyrir eyrum manns frá morgni til kvölds svo að jafnvel um jólaleytið er ekki hægt að leita eftir gjöfum án þess að vera umkringdur af margnotaðri músikþvælu gegnum hátalara, en þetta fælir mann burt af strætum. Nú eru alþingiskosningar af- staðnar og ekki farið að setja kveik í nýjar kosningasprengjur fyrr en eftir svona þrjú ár, það er að segja takist stjórnarmyndun nýkjörinna manna áður en farið verður að kjósa aftur. En það segi ég satt, verðum við ekki búin að fá Ameríku-sjónvarpið aftur fyrir þann tíma fær sá flokkur, sem mun beita sér fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu um hermannasjón- varpið, Stínu og Stjána og al- mennilega teiknimynd (Andrés Önd) frá Finnlandi, helling af atkvæðum. Fyrst við þurfum endilega að hafa þennan her þarna á tanganum, en hann er þar vitanlega fyrst og fremst til að hugsa um sig og sína, þá finnst mér að fleiri megi hafa gagn af honum en íslenskir aðalverktakar. Guðrún Jacobsen. Velvakandi er nú ekki alveg sammála bréfritara og finnst ekki sanngjarnt að segja að íslenska sjónvarpið „dembi“ yfir okkur rúmstokksmyndum. Þótt vissulega mætti margt fara betur hjá sjónvarpinu okkar þá kennir þar einnig margra góðra grasa og Velvakandi hefur bæði hlerað það og hefur reynslu af því sjálfur að íslenska sjónvarpið er ekki það versta sem fyrirfinnst. Um Kefla- víkursjónvarpið get ég ekki dæmt en ég held að það geti ekki skaðað að hafa örlitla samkeppni í þessum málum eins og öðrum. Þessir hringdu . . . • Þakkir til Félagsmála- stofnunarinnar. Við erum hérna þrjú og okkur langar til að koma á framfæri þakklæti til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar fyrir ferðirnar sem hún býður öldruðum uppá. Sérstaklega viljum við þakka fyrir ferðina í Borgarfjörð. Anna og Helga hjá Félagsmáiastofnuninr.i fá sérstakar þakkir fyrir þessa ferð og leiðsögumaðurinn okkar Hans Klausen. Hann var alveg stórkostlegur og það væri gaman SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í meistaraflokki á skákþingi Noregs í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Arild Larsens og Dags Prseth, sem hafði svart og átti leik. 16. — Rxe5!, 17. Bxe6 (Örvænting, en eftir 17. dxe5 — Dh4+ er staða hvíts vonlaus). Dh4+, 18. g3 (Eða 18. Rf2 — cxd4!, 19. exd4 — Bh6, 20. De2 — fxe6, 21. dxe5 — Ba6, 22. g3 — Da4, 23. [)J1 _ Dc6 og svartur stendur til vinnings). Rf3+, 19. Ke2 — Ba6+ og hvítur gafst upp. Hann tapar a.m.k. manni. að fá hann aftur. Svo viljum við þakka ferðafélögunum, þeir voru góðir og skemmtilegir. Að síðustu viljum við þakka Félagsmálastofn- uninni fyrir allt sem hún gerir og hefur gert fyrir okkur, það er alveg stórkostlegt. Ferðafélagar. HÖGNI HREKKVÍSI „Vatnsskálin hans hlýtur að vera tóm!“ Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum: Bóndi á ferð í Reykjavík Þegar undirritaður bóndi kemur til Reykjavíkur hugsar hann oft um þann afdalahátt sinn að hafa ekki kjark til þess að aka um göturnar eins og aðrir, en aksturinn í Reykjavík minnir bóndann óneitanlega á aksturinn á Tívolíbílunum í gamladaga. Bílarnir fara hring eftir hring, aftur á bak og út á hlið og allt virðist þetta ósköp einfalt í augum bóndans, en bóndinn vill heldur treysta á fætur sína, sem reyndar neita að trúa því að ekki renni lengur æskublóð um æðar þeirra og malbik og steypa séu of hörð viðfangsefni. Bóndinn dáist að fögrum húsum bæði nýjum og gömlum og sérstaklega stöðvast augu hans við verslunarhúsin, því að alltaf gaman að koma í ekta verslanir, þar sem verslunar- fólkið veitir þannig þjónustu að það kemur bóndanum til þess að trúa því þá stundina að hann sé ákaflega merkileg og mikilvæg persóna. Hann hefur til dæmis ekki það á tilfinningunni að einhver standi við gægjugat og horfi með tortryggnum augum í þjófaspegil og fylgist með hverri hreyfingu eins og gert er í þessum nýtísku verslunum. A götunum iðar manntífið og Esjan og Snæfellsjökull eru heillavættir borgarinnar, sem standa lítið breyttir ár eftir ár og öld eftir öld og víst er Reykjavík fögur borg með alla sína litadýrð. Loftið er hreint og tært og enginn hundaskítúr til þess að reka tærnar í. Reyndar eru hundar fallegir og góðir vinir, en þeir eiga bara ekki heima í borg. Það er líka gaman að sjá fallegt fé hvort sem það er í húsi eða á beit úti í náttúrunni, en það á hvorki heima í blómagarði eða eldhúsi. Svona einfalt er þetta. Hvergi á landi hér eru hús betur hönnuð og fegurri en í Reykjavík, en með nokkrum undantekningum. Þó að litadýrð sé mikil á húsum og mannvirkj- um í Reykjavík eru garðarnir miklu fegurri. Reykvíkingar hafa í raun og veru gert gróðurbyltingu og þeir sem muna Klambratún og kýrnar hans Geirs í Eskihlíð á beit á hálfónýtu landi þar sem Mikla- braut liggur nú vita það best. Ungir Reykvíkingar vita senni- lega ekkert um það hve mikið ris var á því fólki sem skóp þessa borg og þeir eiga því að þakka allan þennan fallega gróður. Ef til vill fræða uppalendur borgarbarna þau um það hve miklum breytingum borgin hef- ur tekið og er að taka. Fyrir nokkru var bóndinn á ferð í Reykjavík, sem oftar áður og gekk um götur borgarinnar og horfði yfir garða borgarbúa og stundum langar hann að ganga að húsi eigandans og spyrja hann að því hvernig hann hafi farið að því að gera garðinn svona fagran. En þá minnist hann þeirrar staðreyndar að sumar konur er hafa fengið góða kökuuppskrift úr dönsku blaði vilja ógjarnan ljóstra upp leyndarmáli sínu, enda mundi fólk halda, að bóndinn væri með lausa skrúfu ef hann knúði dyra hjá ókunnugum í borg. Þeir sem aka eða ganga daglega um götur borgarinnar taka ef til vill ekki eftir því hve lífsmynstur borgarinnar hefur tekið stakkaskiptum. Man fólk eftir því hvernig Klambratún leit út þegar rotturnar hlupu þar um og fengu lífsviðurværi úr sláturhúsinu sem þar stóð? Nú er þetta orðið að fallegu útivistarsvæði með faliegu Kjarvalshúsi. Hvernig var Hljómskálagarðurinn? Sú breyting er heilt ævintýri. Ef til vill á einhver myndir er gætu sýnt mismuninn. Þær gætu sparað mörg orö. Senn fer þessu rabbi að ljúka og þó að bóndanum þyki Reykja- vík fögur borg, einkum í júlí, ágúst og september, þá hlýtur hún að vera miklu fegurri í augum Reykvíkinga. Hún er okkur öllum kær og hún er líka stolt alira er byggja þetta land. 11. júlí. 1978, Sveinn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.