Morgunblaðið - 25.07.1978, Side 47

Morgunblaðið - 25.07.1978, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JULI 1978 47 —Rammi með gati Framhald af bls. 48 • Sérstök nefnd um efnahagsúrræði „Þessi frumdrög að stjórnar- sáttmála, sem ég lagði fram í morgun, eru byggð á persónulegu mati mínu á viðræðunum til þessa,“ sagði Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi. „Þetta eru svona fyrstu drög, sem á vissu stigi er nauðsynegt að fá á pappír. í þessum fyrstu drögum er meðal annars kafli um varparmálin og annar um efnahagsmálin til lengri tíma en ekki er fjailað um lausn efnahagsvandans fyrir allra næstu mánuði. Um leið og við lögðum þessi drög fram kynntum við nokkur meginatriði, sem við vilj- um leggja áherzlu á við lausn vanda næstu mánaða og að lokn- um þessum sameiginlega fundi fóru þeir Kjartan Jóhannsson, Steingrímur Hermannsson og Lúðvík Jósepsson á sérstakan fund til að ræða þá punkta, sem Kjartan var með.“ Benedikt sagði ástæðu þess, að lausn efnahagsvanda næstu mán- aða var ekki með í frumúrugum hans þá, að þessi mál væru „mjög viðkvæm" og því þætti sér rétt að fara örlítið hægar með þau. „Ég vil reyna að finna samkomulags- grundvöll um þessi mál án þess að brjóta á sérstökum tillögum nú,“ sagði Benedikt. „Og við erum reiðubúnir til að ræða þessa punkta okkar nánar á morgun.“ Benedikt kvaðst leggja áherzlu á, að þessi frumdrög hefðu verið persónulega hans, en ekki þing- flokks Alþýðuflokksins eða mið- stjórnar. Benedikt sagði, að frum- drög hans hefðu fengið „góðar undirtektir almennt" á fundi þingflokks Alþýðuflokksins í gær „og síðan fóru fram mjög málefna- iegar umræður um málin í heild og efnahagsmálin séstaklega". • Reynir á þegar tillögur í efna- hagsmálum koma fram „Það er náttúrlega afstaðan til efnahagsmálanna, sem ræður úr- slitum um þessa stjórnarmyndun þannig að meðan engar tillögur um lausn efnahagsmálanna koma fram eru engin tök á að fá úr því skorið, hvort ríkisstjóm þessara þriggja flokka er möguleiki eða ekki,“ sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Menn hafa rætt efnahagsmálin vítt og breitt og fram og aftur og lýst viðhorfum sínum til þeirra, þannig að ég hygg að afstaða hvers flokks um sig sé orðin nokkuð ljós, en síðan reynir á, þegar beinar tillögur koma fram.“ Lúðvík sagði, að á fundi við- ræðunefndanna í gærmorgun hefði Benedikt Gröndal lagt fram frumdrög að stjórnarsáttmála, „sem þó fjallaði ekki um lausn efnahagsmálanna, en það er þó ljóst, að vandinn í þessum viðræð- um snýst ekki sízt um þann þátt, sem engar tillögur voru gerðar um í þessum drögum." Mbl. spurði Lúðvík, hvort frum- drög í öðrum málum þýddu, að þau væru komin yfir ágreiningsefnin. „Það er ekkert frágengið, en það er ljóst, að heildarmálið snýst ekki nema að litlu leyti um þessi mál. Það eru efnahagsmálin, sem skipta sköpum." Mbl. spurði Lúð- vík þá, hvort hann teldi, að grundvöllur hefði verið til að hafa tillögur í efnahagsmálunum með frumdrögum þeim, sem Benedikt lagði fram í gærmorgun. „Ég tel, að sjónarmið aöila liggi fyrir, og að því fyrr sem tillögur í efnahags- málunum eru lagðar fram, þeim mun betra, því að á þeim veltur, hvort tök eru á því, að þessir flokkar myndi ríkisstjórn eða ekki," sagði Lúðvík Jósepsson. • Fengu umboð til að halda áfram „Við fengum umboð til að halda áfram," sagði Steingrímur Her- mannsson ritari Framsóknar- flokksins, er Mbl. ræddi við hann að loknum fundi framkvæmda- stjórnar og þingflokks Framsókn- arflokksins í gær. Steingrímur sagði, að á fundin- um hefðu frumdrög þau, sem Benedikt Gröndal lagði fram á sameiginlegum viðræðufundi í gærmorgun, verið rædd mjög ítarlega. „Við sjáum í þeim mörg atriði, sem við getum sætt okkur við, en eins og gengur eru önnur, sem við teljúm að þurfi að breyta," sagði Steingrímur, „enda á eftir að útfæra ýmislegt betur." Steingrímur sagði, að varðandi efnahagsmálin væri ljóst, að með tilliti til hins mikla vanda yrði að fara allar tiltækar leiðir til lausnar og að nú þyrfti að nást samstaða „um að reikna það dæmi í grunninn". — Seðlabankinn hækki afurð- arlánin... Framhald af bls. 48 samlega og æskilegt hefði verið að aldrei hefði til þess komið," sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna sagði þegar Morgunblað- ið ræddi við hann, að hann vænti þess ekki að útflutningur ykist mikið á næstu dögum, fiski væri nú skipað út eftir því sem hægt væri að fá skip. Hins vegar yrði auðveldara að skipuleggja útflutn- inginn en verið hefði á meðan útflutningsbannið var í gildi. Kvað Eyjólfur ástæðuna fyrir því að útflutningur myndi ekki aukast verulega, vera fyrst og fremst að frystiskip vantaði í biii. Stærsta skipið, Hofsjökull, hefði orðið fyrir vélarbilun og yrði jafnvel úr leik í 1 V4 mánuð. Þá hefði framleiðslu- aukning orðið mjög mikil á undanförnum mánuðum, 15—20%, og kæmi hún fram í auknum birgðum hér heima nú. í sama streng tók Sigurður Markússon framkvæmdastjóri sjávarafurða- deildar Sambandsins. Sagði Sig- urður að nú yrði helzt sú breyting á, að meiri jöfnuður yrði á milli frystihúsanna, því útflutnings- bannið hefði bitnað meir á sumum en öðrum." Þó svo að útflutnings- banni sé aflétt nú, opnaðst engin flóðgátt úr landinu," sagði Sigurð- ur. Davíð Ólafsson seðlabanka- stjóri sagði þegar Morgunblaðið hafði samband við hann, að örugglega yrði nú rætt um hækk- un afurðalána eftir að Verka- mannasambandið hefði farið fram á það við aðildarfélög sín að fresta útflutningsbanni. Hins vegar sagðist Davíð þurfa að kynna sér betur hvað þessi yfirlýsing Verka- mannasambandsins þýddi. „Þetta mál er ofureinfalt og satt að segja er alveg stórfurðulegt hvað það dregst að taka ákvörðun- ina. Ég hef lýst því opinberlega yfir að ég telji alveg sjáifsagt að ríkisstjórnin ábyrgist greiðslur úr verðjöfnunarsjóðnum," sagði Lúð- vík Jósepsson formaður Alþýðu- bandalagsins. „Það gefur svo alveg auga leið að Seðlabankinn hiýtur að breyta sínum reglum um afurðalánin og það verður þá að fyrirskipa honum það ef hann gerir það ekki með góðu.“ Lúðvík sagði að við ákvörðun fiskverðs frá 1. júní hefði verið gengið út frá 11% greiðslu úr verðjöfnunarsjóði og gert ráð fyrir því að svo stæði i tvo mánuði. „Það eru held ég engar deilur um það að þessu hafi verið lofað," sagði Lúðvík. „Þegar svo kom í ljós að ekki voru peningar í verðjöfnunar- sjóðnum til þessara greiðslna nema í einn mánuð fóru frysti- húsaeigendur fram á það að við loforðið yrði staðið. Og það átti að sjálfsögðu að gera. Ég veit ekki betur en að öll ríkisstjórnin, nema forsætisráðherra, hafi talið að við þetta loforð ætti að standa og um það liggja fyrir yfirlýsingar frá formönnum stjórnarandstöðunn- ar, þannig að það er alveg furðulegt að málið skuli dragast vikum saman. Hitt er svo aftur að það er ekki hægt að herma neitt loforð upp á ríkisstjórnina umfram þessa tvo mánuði en þetta er auðvitað mál sem sú ríkisstjórn, sem við tekur, verður að finna lausn á.“ „Forsætisráðherra hefur rætt við okkur um það að ríkissjóður ábyrgist verðjöfnunarsjóðinn og í þeim efnum hefur Alþýðuflokkur- inn lýst sig samþykkan því að öðru jöfnu að ríkið taki á sig slíka ábyrgð. Okkur er ljóst að þessu verða að fylgja breytingar á afurðalánunum til að aðgerðin nái einhverjum tilgangi," sagði Bene- dikt Gröndal formaður Alþýðu- flokksins. — Skrifstofu- stjóriviður- kennir.... Framhald af bls. 48 fer á eftir hefur hann ekki starfað þar sem lögreglumaður og ekki haft afskipti af rannsókn mála. Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Rannsóknarlögreglu ríkisins: „Skrifstofustjóri Rannsóknarlög- reglu ríkisins, Baldvin Jóhann Erlingsson, hefur við yfirheyrslur viðurkennt að hann hafi dregið sér fé hjá stofnuninni nú um nokkurt skeið. Um miðjan þennan mánuð vaknaði sá grunur um, að eigi væri allt með felldu með fé, sem átti að vera í vörzlum Rannsóknarlög- reglu ríkisins og hófst þá þegar könnun á fjárreiðum stofnunar- innar. Samkvæmt könnun þessari má ætla, að um sé að ræða fjárdrátt á tæpum 3 millj. kr. Skrifstofustjórinn var erlendis í sumarleyfi er könnunin fór fram og var hann handtekinn í gær- kvöldi við komu til landsins. Samkvæmt 8. gr. 1. 108/1976 hefur dómsmálaráðuneyti verið tilkynnt um mál þetta og þess óskað, að skipaður verði sérstakur rannsóknaraöili til að halda áfram rannsókn þessari, en frumrann- sókn er að mestu lokið. Ríkissak- sóknara hefur verið sent málið til meðferðar og er það því algjörlega úr höndum Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þess skal getið, að umræddur starfsmaður var ekki lögreglumað- ur og hafði engin afskipti af rannsóknum mála.“ — Utflutnings- banni frestað Framhald af bls. 48 Ríkisstjórnin og samtök at- vinnurekenda hafa hins vegar komið í veg fyrir að atvinnurek- endur almennt þyrðu að skáganga kauplækkunarlögin og greiða kaup samkvæmt samningum. Verkalýðsfélögin hafa fram- kvæmt útflutningsbannið á þann hátt, að ekki þyrfti að koma til atvinnuleysis eða stöðvunar at- vinnutækja. Þau hafa einnig halda þannig á málum, að afstýra því að gerðir sölusamningar um útflutn- ing féllu niður og markaðsmálum yrði stefnt í alvarlega hættu. Ríkisstjórnin og samtök at- vinnurekenda hafa hins vegar sýnt einstakt ábyrgðarleysi með því að knýja framleiðslufyrirtæki í viss- um atvinnugreinum til að taka á sig stórum meiri útgjöld en verið hefði ef greitt hefði verið sam- kvæmt samningum. Þar sem ríkisstjórnin hefur nú sagt af sér, eftir þann harða dóm sem stefna hennar í launa- og kjaramálum hefur hlotið, og í landinu er því enn sem komið er engin ábyrg ríkisstjórn, þá sam- þykkir framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins að beina því til aðildarfélaga sinna, að þau fresti framkvæmd útflutnings- bannsins fyrst um sinn, enda er þess vænst að mjög bráðlega fáist full viðurkenning á því að gengið verði til samninga við Verka- mannasambandið á grundvelli tilboðs þess, sem sambandið lagði fram á fundi með sáttasemjara og fól í sér fulla og óskerta vísitölu á allt kaup sem í dag er allt að 169.000 krónurí dagvinnu og óskert álag samkvæmt samningum á alla yfirvinnu. Fáist slík viðurkenning ekki, mun Verkamannasamband ís- lands grípa til þeirra ráða sem það telur duga til a tryggja verkafólki þau laun sem felast í áðurgreindu tilboði þess.“ — Lagði fram 35 milljónir Framhald af bls. 2 kanna hvernig slíkum málum væri háttað í þessu skipi fyrst það sigldi undir fána Panama, sagði Óskar. Fóru fulltrúar Sjómanna- sambandsins um borð i skipið og fengu að sjá þar gögn um skips- höfnina, þar sem fram kom að engir löglegir samningar um kaup og kjör skipverja lágu fyrir. Eins og fram kom hér að framan reyndist mánaðarkaup háseta að- eins tæplega fjórðungur af því kaupi, sem ITF viðurkennir. Sendi Sjómannasambandið því skeyti tii aðalstöðva ITF í London og fékk um hæl þær óskir að gripið yrði til aðgerða sem mættu verða til að rétta hlut skipverja. Óskar sagði að þeir hjá Sjómannasambandinu hefðu talið ráðlegt að bíða með allar aðgerðir þar til skipið væri orðið hálf lestað og því var því leyft að lesta óhindrað í Reykja- vík, Vestmannaeyjum, Þorláks- höfn og Akranesi en í Hafnarfirði óskaði Sjómannasambandið eftir því við hafnarverkamenn að þeir ynnu ekki við útskipun í skipið fyrr en útgerðarfélagið hefði greitt skipverjunum kaup sitt. Var vinna við útskipun lögð niður á laugardagsmorgun og skipstjóra skipsins gerð grein fyrir því að hann fengi ekki lestun fyrr en lögð hefði verið fram trygging um greiðslu á því, sem á vantaði á laun skipverjanna. Var sú trygging lögð fram um helgina og svarar hún til þess, sem á hefur skort að skipverjarnir hafi fengið full laun sl. 13 mánuði. Óskar sagði að Sjómannasambandið hefði tekið þá ákvörðun að greiða skipverjunum ekki þessi laun beint heidur að leggja þau inn á banka í Manilla með aðstoð ITF, þar sem hætta væri talin á að af öðrum kosti tækist stjórnvöldum að ná þessum peningum af sjómönnun- um. Vinna við útskipun var hafin í gærmorgun en auk þess að lesta í Hafnarfirði á skipið eftir að taka farm í Keflavík. — Víða um heim eru skip sem gerð eru út eins og þetta lögð í einelti s.s. í vel flestum höfnum í Evrópu og þó sérstaklega á Norðurlöndunum s.s. Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, því menn viija berjast gegn slíku misrétti sem þarna viðgengst. Þetta er hins vegar fyrsta aðgerð okkar hér, sagði Óskar. — Iþróttir Framhald af bls. 32 a.m.k. flestir hverjir verr en þeir geta best og á það einkum við um framlínumenn og tengiliði Vík- ings. Bestir hjá Víkingi voru miðverðirnir Róbert og Heimir, ásamt Diðrik í markinu. Öðrum er vart hælandi. Sverrir Einarsson og Úlfar Hróarsson voru báðir góðir hjá Þrótti, svo og Ágúst og Þorvaldur. — Begin Framhald af bls. 1 ræðu sinni, er andstæðingar hans hrópuðu upp og kröfðust þess að hann segði af sér. Hitnaði honum eitt sinn svo í hamsi við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Peres, að hann æpti að honum „Þegi þú og haf hljótt um þig.“ Kvað Begin ekkert fjarri sér en að segja af sér og lýsti ítrekuðum ásökunum andstæðinga um andlegt heilbrigði hans sem löðurmannlegum og kvað ekkert í líkingu við þann áburð hafa spurzt áður í veröld- inni. Búist var við að Verkamanna- flokkurinn myndi leggja fram vantrauststillögu á stjórnina á þriðjudag og komi hún til umræðu á miðvikudag. Talsmaður egypska utanríkis- ráðuneytisins hafnaði í dag frekari viðræðum við ísraelsmenn, ef þeir brydduðu ekki upp á nýjum hugmyndum. Þá sagði egypski utanríkisráðherrann, Ibrahim Kamel, á sunnudag að neitun ísraelsmanna við beiðni Sadats um að láta el-Aarish og klaustrið af hendi vitnaði um staðfasta óbilgirni Israelsmanna. Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, játti því einnig um helgina að mistekist hefði á fundi hans með Kamel og Dayan í Bretlandi að draga úr ágreiningi. Hann ítrekaði að ísraelsmenn yrðu að fallast á að draga sig til baka frá hernumdu svæðunum til að árangur næðist. Það vakti hins vegar athygli í ræðu Moshe Dayans, sem talaði á undan Begin í ísraelska þinginu, er hann sagði að ísraelsmenn væru reiðubúnir til að rökræða endan- lega sjálfstjórn vesturbakka Jórdanár og Baza-svæðis. Hann kvað þó skýrt að orði um að ekki gæti orðið af slíkum samningavið- ræðum fyrr en að loknum þeim fimm ára millibilstíma, sem stungið er upp á í friðartillögum ísraelsmanna. Ummæli þessi hafa tendrað góðar vonir í brjóstum margra varðandi nýjan friðarfund Egypta og ísraelsmanna, sem ætlað er að kallaður verði saman á Sinai-skaga eftir tvær vikur. Nýjustu fréttir herma að við- skiptamálaráðherra Israelsstjórn- ar, Yigael Horowitz, hafi í dag sagt af sér störfum sökum ágrein- ings um útþenslu fram yfir það, sem fjárlög gera ráð fyrir. Horo- witz hefur lengst af verið skelegg- ur stuðningsmaður Begins í utan- ríkismálum. — Vargöld Framhald af bls. 1 field, þar sem búa blökkumenn. Hverfin iiggja um átta kílómetra ieið frá miðborginni. Að sögn lögreglu munu óeirðirnar hafa brotist út á föstudagskvöld, er blökkumaður freistaði þess að ræna ölkrá eina og hóf skothríð að lögreglu. Var maðurinn ofurliði borinn. Þá tókst að rekja slóð þriggja uppreisnarmanna til heimila þeirra í Highfield á laugardags- morgun, en þeir voru skotnir eftir að þeir reyndu að varpa sprengj- um að öryggisvörðum. — Bretum Framhald af bls. 1 tvö hundruð sextíu og sjö, Frakkar tvö hundruð og Vest- ur-Þjóðverjar hundrað og sjö- tíu. Tölur þessar komu fram hjá ráðherranum eftir að hann hafði lýst því yfir að Bretar myndu ekki undirrita nýja samninga við Norðmenn, Svía og Færeyinga um aflamörk fyrr en tekizt hefði að sam- ræma heildarstefnu í fiskveiði- málum fyrir Efnahagsbanda- lagið. Fréttir herma einnig að kastast hafi í kekki með John Silkin og vestur-þýzka land- búnaðarráðherranum, Josef Ertl, út af þeirri ákvörðun Ertls, sem er formaður ráð- herranefndarinnar, að gera ráð fyrir um 70 milljón dollara upphæð til að standa straum af landhelgisgæzlu á írskum og grænlenzkum hafsvæðum. — Soares Framhald af bls. 1 mun koma til greina að Soares eigi frekari viðræður við íhaldsmenn, enda mun enginn stærstu stjórn- málaflokka landsins óðfús til að leggja út í fimmtu þingkosningar í landinu á þremur árum. Njóti jafnaðarmenn ekki lengur stuðnings íhaldsmanna, sem hafa 41 fulltrúa á þingi, hafa þeir ekki meirihluta lengur á þingi. Jafnaðarmenn hafa sjálfir 102 sæti af 263. Flokkur sósíal Demókrata sem þræðir bil hægri og vinstri stefnu hefur 73 sæti en kommúnistar hafa 40.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.