Morgunblaðið - 13.08.1978, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGUST 1978
13
Bræðurnir Örvar og Ævar fylgjast spenntir með hvernig gengur...
Giant og Grandes Jorres sem
bæði eru liðlega 4000 m há.
Þá má geta þess að Morgun-
blaðið mun verða í fylgd með
þeim félögum á ferð þeirra og
verður nánar sagt frá því síðar í
máli og myndum.
Þá vfkum við tali okkar að
íslenzka alpaklúbbnum og innti
ég þá eftir því hvernig fyrsta
árið hefði gengið hjá þeim, en
klúbburinn er eins og áður sagði
rúmlega eins árs. — Samkvæmt
lögum klúbbsins er markmið
hans að efla að mætti fjalla-
mennsku hér á landi og til
nánari skýringar er með orðinu
fjallamennska átt fyrst og
fremst við svokallaðar meiri-
háttar fjallgöngur, þar sem t.d.
ferðazt er um erfið fjallasvæði
um langan tíma, ferðir á jökla
og auðvitað beint klifur með
aðstoð ýmiss konar búnaðar.
Aftur á móti er ekki lögð nein
sérstök rækt við venjulegar
gönguferðir, enda er vettvangur
fyrir slíkt þegar fyrir hendi í
ríkum mæli.
Að mati félaga í klúbbnum
hefur starfsemin þetta fyrsta
starfsár gengið mjög vonum
framar. Þegar boðað var til
stofnfundarins var það talið
mjög gott ef til hans mættu
30—40 manns en raunin varð
heldur betur önnur og um
eitthundrað manns mættu til
hans, síðar hefur félögum stöð-
ugt farið fjölgandi og í dag eru
þeir um 180 talsins. — Starfið á
árinu hefur fyrst og fremst
verið fólgið í æfingaferðum,
námskeiðum og almennum
félagsfundum. Æfingaferðirnar
hafa verið farnar vítt og breitt
um landið, Suður-, Suð-Austur-,
Norður- og Vesturland. Þá hafa
verið haldin námskeið fyrir
félaga í undirstöðuatriðum
fjallamennskunnar. Þeim er
skipt í þrennt: fjallamennska í
snjó, fjallamennska í ís og
klettaklifur. í þessu sambandi
hefur það verið happ fyrir
klúbbinn, að innan vébanda
Séð yffir úfinn ísinn að Mýrdalsjökli...
verður að fara með járnbrautar-
lest í gegnum hið fræga fjall
Eiger upp í um 3500 m hæð og er
það það hæsta sem járnbraut
gengur í Evrópu. Frá Jungfrau-
joch þar sem brautin endar er
síðan haldið niður eftir skrið-
jökli, Jungfraufirn, til róta
fjallanna sem ætlunin er að
klífa.
Eftir þetta er hugmyndin að
fara á frægasta fjallasvæði
landsins Wallis, syðst í Sviss, og
klífa þar nokkur fjöll, s.s.
Matterhorn 4478 m, Weisshorn
4506 m og Monte Rosa 4634 m en
það er jafnframt hæsta fjall
landsins.
Síðustu dögunum í ferðinni
ætla félagarnir svo að eyða í
Frönsku Ölpunum, mest á svo-
kölluðu Chamonix-svæði, sem er
eitt þekktasta fjallasvæði Evr-
ópu. Þar hyggjast þeir klífa
nokkur fjöll s.s. Mont Blanc 4807
m, hæsta fjall Evrópu, Dent de
Reynt eftir misjöfnum leiðum ...
^4
„Kikkað" ( sprungu...
hans eru starfandi margir menn
sem hafa þegar öðlazt mikla
reynslu í fjallamennsku og eru
nokkrir með kennsluréttindi í
greininni frá erlendum fjalla-
mennskuskólum.
Það sem hefur háð klúbbnum
hvað mest í starfi hans er að
hann hefur ekki yfir neinu
húsnæði að ráða, þar sem t.d.
væri hægt að koma upp bóka-
safni og hafa opið hús fyrir
félaga einu sinni í viku. Það
hefur þó bjargað miklu að
Slysavarnafélag Islands hefur
sýnt klúbbnum mikinn velvilja
og lánað honum fundarsali
þegar á hefur þurft að halda og
er hér með komið á framfæri
sérstöku þakklæti til þeirra.
Að síðustu kom það fram hjá
þeim félögum að hugmyndin að
stofnun klúbbsins væri nokk-
urra ára gömul og hefði raun-
verulega fæðzt 1974 þegar fjórir
núverandi félagar hans voru við
æfingar og nám í fjallamennsku
í Ölpunum og kynntust þarlend-
um klúbbum, sem starfa með
svipað markmið og íslenzki
alpaklúbburinn.
— sb
Helgi, Sveinn og Örvar slappa af á Vestra-skolti.