Morgunblaðið - 13.08.1978, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978
Rœtt við
PálHer-
steinsson
um rann-
sóknirhans
á íslenzka
refnum
Ljósm. Mbl. Emilía.
„I ísári gæti hunda-
æði borist hingað með
refum frá Grænlandi”
Þær eru hraustlegar tófutennurnar.
hann, fyrir utan frásagnir refa-
skyttna og fróðlega bók eftir
Theódór Gunnlaugsson, sem
einmitt var ætluð grenjaskytt-
um. Síðan þá hefur mig ætíð
fýst að rannsaka þessa dýrateg-
und.“
— Hvernig hagar þú rann-
sóknunum?
„Eg veiði refi í fótsnörur, sem
eru svipuð áhöld og dýrabogar,
en meiða refina ekki. Síðan festi
ég á þá háisbönd með senditækj-
um og hef síðan móttökutæki
sjálfur, sem gerir mér kleyft að
fylgjast með ferðum þeirra. Þar
sem ég verð að geta fylgst með
sömu tófunum ár eftir ár, samdi
ég við fólkið sem á jörðina í
Ofeigsfirði um að tófan yrði
ekki skotin þar. Því var vel tekið
og hefur fólkið einnig léð mér
íbúðarhúsið til afnota, en það
býr þar ekki nema að sumri til.
Ég er því einn þarna á veturna
og það er býsna langt til næsta
byggðabóls, en það er sími í
húsinu svo ég get alltaf náð
sambandi við umheiminn á
þann hátt.“
„Þegar ég hef miðað einhverja
tófuna út með móttökutækinu,
reyni ég að læðast að henni og
fylgjast með því hvað hún
aðhefst og les þá allt sem máli
skiptir inn á segulband, en
vélrita það síðan upp. Þar fyrir
utan fylgist ég með því hvað
tófan étur.“
— Geturðu greint frá ein-
hverju af því sem komið hefur í
ljós við þessar rannsóknir,
varðandi hegðun tófunnar?
„Það er ýmislegt sem ég hef
uppgötvað í fari tófunnar, a.m.k.
hér á ströndum, sem ég hef ekki
heyrt um áður. Það hefur komið
í ljós að refirnir hér mynda
hópa með þremur einstakling-
um, en fara ekki um í pörum,
eins og ávallt hefur verið talið. I
hverjum hóp er einn steggur, ein
læða og ein geld-læða að auki,
þ.e. læða sem ekki eignast
yrðlinga það árið. Það er ekki
ljóst hvaða hlutverki hún gegnir
í hópnum, en e.t.v. er þar um að
ræða afkvæmi hinna tveggja.
Allavega er ljóst að innan
hópsins er samkomulag með
ágætum.“
„S.l. vetur fylgdist ég með
þremur slíkum hópum og það
kom í ljós að hver hópur eignaði
sér mjög afmarkað svæði og
gætti þess vel að víkja ekki út af
því inn á svæði hinna. Þrátt
fyrir þessa hópamyndun er það
greinilegt að refurinn veiðir
alltaf hver fyrir sig, en aldrei í
hóp. Þessi svæði eru mjög
misstór. Það stærsta er fjórum
sinnum stærra en það minnsta,
en það er greinilegt að „landa-
Páll við úrvinnslu gagna í Öfeígsfirðinum.
Fyrir skömmu var úthlutað
styrkjum úr Vísindasjóði til
ýmissa vísindastarfa og rann-
sókna. Einn þcirra vísinda-
manna sem hlutu styrk að
þessu sinni var Páll Hersteins-
sun, en hann hlaut 1200 þús. kr.
til rannsókna á vistfræði ís-
lenzkrar tófu og villiminks.
Páll lauk stúdentsprófi frá
náttúrufræðideild MR árið
1971 og stundaði nám f lifeðlis-
fræði við háskólann í Dundee í
Skotlandi. Hann dvaldi siðan f
tvö ár í Cambridge við rann-
sóknir á sviði taugalífeðlis-
fræði og si'ðan í Oxford við
undirhúning rannsókna sinna
hér á landi. Mbl. ræddi við Pál í
vikunni um þær rannsóknir
sem þar er um að ræða.
“Ég hef verið að rannsaka
atferli tófunnar í Ófeigsfirði á
Ströndum frá því í mars og þar
til fyrir skömmu og ég fer aftur
þangað norður nú um miðjan
mánuðinn og verð þar þá í vetur.
Atferlisfræðin byggist á því að
rannsaka hegðun ýmissa dýra,
því rétt eins og sköpulagið, þá
skiptir hegðunin mjög miklu
máli varðandi afkomu dýra og
er eins og útlitið, að vissu marki
tekin í arf. Það hefur ekki mikið
verið fengist við rannsóknir sem
þessar fyrr en á síðustu árum.
Áður beindust rannsóknirnar
fyrst og fremst að flokkun
tegunda."
„En nú er sem sagt verið að
kanna af hverju ákveðin hegðun
stafar og að hve miklu leyti hún
er eðlislæg og að hve miklu leyti
aðlögun að tilteknu umhverfi.
Einnig er kannaður sveigjan-
leiki í hegðun dýra, hvernig
hegðun breytist eftir umhverf-
inu; landslagi, gróðurfari, veðr-
áttu og dýralífi."
„Heimskautarefurinn sem lif-
ir hér á landi, lifir við mjög
misjöfn skilyrði. Við Ófeigsfjörð
er hann t.d. ætíð nærri sjó, en
t.d. á svæðinu norðan við
Vatnajökul er iangt til sjávar.
Það er m.a. ætlun mín, með því
að kanna atferli tófunnar á
þessum tveimur svæðum að
athuga hvort tófan sem lifir
fjarri sjó leitar e.t.v. þangað á
vissum árstímum og yfirleitt
hvernig refurinn lifir við svo
misjöfn skilyrði, eins og í
Ófeigsfirði og norðan Vatnajök-
uls. Á síðarnefnda svæðinu er
mikið um hreindýr og það gæti
hugsanlega haft úrslitaþýðingu
varðandi afkomu tófunnar þar,
það sem mikið fellur þar til af
stórum hræjum. Ég vonast til að
geta byrjað á rannsóknum á því
svæði eftir u.þ.b. eitt og hálft ár,
en þangað til verð ég við
rannsóknir í Ófeigsfirðinum."
— Hvers vegna ákvaðstu að
rannsaka einmitt atferli tófunn-
ar, fremur en annarra dýra?
„Ég hef alla tíð haft mjög
gaman að dýrum og hafði
gaman af því þegar ég var
strákur að fylgjast með ýmsum
smádýrum. Rándýr hafa þó alla
tíð heillað mig mest og þegar ég
valdi mér íslenska refinn að
ritgerðarefni í menntaskóla
uppgötvaði ég að það var nær
ekkert til af heimildum um