Morgunblaðið - 13.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978
15
maeralínurnar“ á milli svæð-
anna eru alltaf mjög svipaðar að
lengd. Stærsta svæðið er á nesi
og „landamærin" því hlutfalls-
lega stutt og refirnir virðast
ekki vilja hafa óþarflega löng
„landamæri".
— Hve stór er íslenski tófu-
stofninn; er hann í hættu sakir
veiðiskapar?
„Það eru nú ekki til áreiðan-
legar tölur um fjölda unninna
refa nema frá síðustu tuttugu
árum, þannig að það er erfitt að
segja til um útrýmingarhættu,
en það virðist vera að u.þ.b. 400
pör eignist 4—7 yrðlinga á
hverju ári og árlega eru veiddir
samtals 1500 refir. Þrátt fyrir
sívaxandi tækni við veiðarnar
fer veiddum refum stöðugt
fækkandi, þannig að mér þætti
ekki ósennilegt að eftir svo sem
áratug gæti stofninn verið í
hættu, verði ekki að gert. Til
samanburðar má geta þess að
heimskautarefurinn, sem er sú
tegund er hér lifir, hefur verið
alfriðaður í fimmtíu ár í Sví-
þjóð, Noregi og Finnlandi, en
hefur ekkert fjölgað þrátt fyrir
það, þannig að ljóst er að það
verður að fara varlega í það að
ganga nærri stofninum."
„Það er gott að það komi fram
að það getur haft mjög mikla
hagnýta þýðingu að rannsaka
háttalag heimskautarefsins,
með tilliti til þess að í ísári gæti
hundaæði hugsanlega borist
hingað með honum frá Græn-
landi. í Evrópu hefur á undan-
förnum árum verið lögð mikil
áhersla á rannsóknir á rauðref í
sama augnamiði, enda eru refir
helstu smitberar hundaæðis."
— Nú höfum við nær ein-
göngu rætt um refinn, hvernig
verður háttað rannsóknum þín-
um á villiminknum?
„Það er nú fljótlegt að greina
frá því, þar sem ég mun beita
mjög svipuðum aðferðum við
það. í því sambandi hef ég
mestan áhuga á að kanna
samspil þessara tveggja teg-
unda, en vitað er að tófur hafa
drepið minka og nú er mikið af
tófu í Ófeigsfirðinum en hins
vegar lítið um mink. Það er
þetta sem ég vil kanna nánar."
— Heldurðu að það verði ekki
býsna einmanalegt í skammdeg-
ismyrkrinu á Ströndunum í
vetur?
„Ég kvíði því ekki, enda kann
ég vel við einveruna. Þegar ég
var yngri langaði mig mikið til
að verða vitavörður á einhverj-
um útkjálkanum. Svo hef ég
vissulega félagsskap þarna
norður frá, þar sem ég er að ala
upp yrðling, sem ég vona að geti
auðveldað mér ýmsar rannsókn-
ir á háttalagi tegundarinnar."
- SIB
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Stjórnmálaviðhorfið
• Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna í
Reykjavík efnir til fundar miövikudaginn
16. ágúst kl. 20:30 í Valhöll, Háaleitis-
braut 1.
• Geir Hallgrímsson, formaöur Sjálf-
stæöisflokksins flytur framsöguræöu um
stjórnmálaviöhorfiö.
• Almennar umræöur aö lokinni fram-
söguræöu.
Miðvikudagur 16. ágúst
- Kl. 20.:30 - Valhöll
Húsgagnasýning
Dúna Síöumúla 23 heldur sýningu um
helgina á allskonar húsgögnum og húsbún-
aöi í dag kl. 13.30—18.00.
í tilefni sýningarinnar höfum við fengið mjög mikið úrval af
enskum húsgögnum, sem aldrei fyrr hafa fengist hér á landi.
h
Síðumúla 23 - Sími 84200
Nú er rétti tíminn til að tryggja sér falleg
húsgögn á viðráöanlegu verði.
GHIPPY
Komið og skoðið
húsgögnin
og
húsmunina
frá
Old
Charm,
Beutilux,
Cabinet Export,
Abbey
Craft,
Chippy