Morgunblaðið - 13.08.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 13.08.1978, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978 Portúgal: PORTÚGALAR eiga merka hefð og langa í gerð vegg- og gólfteppa og miðstöð þess iðnaðar er í suðri í Aljentejo sem er einnig mikið landbúnaðarhérað og þar er einnig umfangsmikil korkvinnsla. Þar hefur sömuleiðis verið ókyrrt í pólitíkinni og er sá staður í Portúgal nú þar sem hvað mest er deilt. Einkum á ég við þær heitu deilur um skiptingu jarða em drifið var í eftir byltinguna 1974. Nú eru menn á því að þetta búskaparlag hafi ekki lánazt og því verði að hef ja breytingu á því fyrirkomulagi. Meðal annars á þessum atriðum sprakk stjórn Mario Soares á dögunum eins og ftarlega hefur verið frá sagt. En við förum til Aljentejo að skoða teppi, landslag og beinakirkju. Við Eva Maria Blovsky frá Fundo. hvaö sízt til Bandaríkjanna. Verð á þessum teppum er eins og fyrr segir verulega hátt, um tuttugu þúsund krónur kostaði motta af minnstu.gerð. Á það ber þó að líta að hver hlutur frá þessari verk- smiðju er sérunninn og því hver í sjálfu sér listaverk eitt og sjálf- stætt. í Cooperative de Tapesede de Arriolos er mjög mikið unnið eftir gömlum mynstrum. Þetta samsteypufyrirtæki var sett á laggirnar eftir 1974 og vinna þar um sjötíu konur. Aðstaða þarna er allskikkanleg og stendur til bóta að því er mér er sagt. I gömlu herramannssetri í Portalegre er Lanifjuos, enn ein verksmiðjan til húsa. Þarna eru unnin jöfnum höndum veggteppi og gólfteppi. Við gengum með Ritu Almada Negreiros verkstjóra um salar- kynni og þar eru margir gamlir og fagrir gripir til skrauts í stórum sölum enda fyrirtækið stofnað 1860 og hefur verið við lýði síðan. Rita segir okkur að það leggi sig mjög eftir því að fá frægt og viðurkennt listafólk til að teikna mynstur á teppin og hefur það tekizt bærilega. Hins vegar er verðið á þessum dýrgripum slíkt að mér skildist hún vissi ekki til þess í sinni tíð að seldur hefði verið teppisgripur frá þeim til einstaklinga. Áftur á móti er framleitt fyrir opinberar bygging- ar, sendiráð Portúgals erlendis og nokkuð hefur og verið selt til útlendra stórfyrirtækja. Fyrirtæk- inu er skipt í deildir og var einna skemmtilegast að koma í sauma- deildina þar sem konur sitja í röðum við saumaskapinn, kannski fimm hvorum megin við hvert teppi og þar eru hröð og þjálfuð handtök svo að unun er á að horfa. Um kvöldið gistum við í Pousada dos Loios í Evora. Þetta sérportú- galska fyrirbrigði pousada er hið merkasta: innréttaðir hafa verið upp á nýtt fornir kastalar eða meiri háttar byggingar oft gömul klaustur en reynt að halda ein- kennum og búa þessa gististaði vönduðum eftirlíkingum frá þeim tíma sem byggingarnar erú, ef gamlir ekta munir eru þar ekki finnanlegir. Oft er þarna meiri en smekklegri íburður en á glæstum lúxushótelum í stórborgum lands- ins og ferðamannastöðunum. Þess- ir gististaðir eru mjög ódýrir en aftur á móti er ekki gert ráð fyrir að fólk dveljist þar nema í mesta lagi tvær nætur en setjist þar ekki að um lengri tíð. I Pousada dos Loios var allt með tignar- og virðuleikabrag. Þar var blandað saman með ágætum árangri ekta antik og haglega gerðum eftir- líkingum. Herbergin þokkaleg og viðurgjörningur hinn bezti. En þótt teppin frá Aljentejo og gististaðan í Dos Loios hafi verið göfug kemur mér þó fyrst í hug úr þessari ferð beinakapellan í Evóra. Eva Maria hafði sagt mér að í bænum væri kirkja stór og mikil og í einni álmu hennar væri kapella, sem gerð væri úr manna- Kirkjan lítur nógu sakleysislega út utan frá séö ... Það er ekið um fagurt landslag, gróðurmikið og hlýtt og grænt, en ekki telst það margbrotið og ekki heldur stórfenglegt á íslenzkan mælikvarða. I Arrælær, er teppagerðin í algleymi og þar förum við í nokkrar teppaverksmiðjur, Fracoope, Fabrica de Lanificios de Portalegre og í Kalifa. Teppagerð hefur verið stunduð hér í 600 ár við mikinn orðstír. Hver verk- smiðja hefur sín sérkenni og einna fallegust fannst mér teppin í Kalifa, sem eru handunninn og þar af leiðandi firnadýr. Mynstur þar eru af ýmsum gerðum og litasam- setning skrautleg. Kalifa hefur tuttugu kvenna lið og vinna þær allar heima hjá sér við sauma- skapinn en hafa fengið mynstur og fyrirmæli frá Kalifa. Hjá Kalifa var okkur sagt að ekki hefði verið unnt að færa að marki út kvíarn- ar, en það stæði til bóta. Teppin þaðan eru aðallega flutt út og ekki Heimsdkn í teppaverk- smiðjur og beinakapellu ... en i einu horni hennar er beinakapellan, og oin af mörgum beinagrindum sést til hægri á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.