Morgunblaðið - 13.08.1978, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGUST 1978
23
Oft vill það þó verða þannig að
það eru nánustu ættingjar og vinir
viðkomandi aðila, sem fyrstir
uppgötva hættuna á tvöföldum
ávana. í því sambandi má nefna
dæmið um Karen og Frank. Karen
er kona komin undir fertugt og
hafði hún búið með Frank í tólf ár
áður en hún ákvað að flytja burt
frá honum. Hún hefur eftirfarandi
sögu að segja:
„Frank hafði drukkið mikið svo
árum skipti, áður en það var orðið
að vandamáli. Hann gat drukkið
allt upp í fimm viskíglös á dag án
þess að það hefði áhrif á getu hans
til að sinna vinnu sinni og
félagslífi eins og skyldi."
„Þegar hann komst á fimmtugs-
aldurinn fór hann að verða
áhyggjufullur og kvíðinn og varð
það til þess að hann byrjaði að
taka inn valium. Frank var þó ekki
sú manngerð sem er hrifin af
mikilli iyfjatöku og geri ég ráð
fyrir því að fræðilega hafi han vel
gert sér grein fyrir hættunni
samfara því að taka inn lyf og
drekka áfengi um leið, en tilfinn-
ingalega held ég ekki að hann hafi
gert sér grein fyrir því hvað var að
gerast, og án efa gerir hann það
ekki ennþá."
Þegar hann fór
að taka inn lyf
gat hann ekki
drukkið eins mikið.
„Undarlegir hlutir byrjuðu að
gerast þegar hann hóf að taka inn
róandi lyf. Hann var farinn að
taka allt upp í 20 til 30 milligrömm
af valium á dag, sem telst nokkuð
stór skammtur. Áður hafði hann
getað innbyrt töluvert mikið magn
af áfengi án þess að það sæist á
honum, en nú var svo komið að
eftir tvö.til þjrú glös var hann
orðinn verulega drukkinn. Hann
varð óviðræðuhæfur og eftir á gat
hann ekki munað neitt."
„Áhyggjur mínar vegna þessa
jukust stöðugt, sérstaklega vegna
þess að hann lenti í nokkrum
minniháttar bílslysum og var
nokkrum sinnum tekinn ölvaður
við akstur. Frank fékk þó alltaf
lyfseðilinn á valium endurnýjaðan
hjá lækninum sínum. Hann gætti
þess alltaf vel að drekka ekki fyrr
en eftir klukkan fimm á daginn.
Þegar ég heyrði ísmolana klingja í
glasinu klukkan fimm vissi ég að
hann ætti eftir að vera með rænu í
um það bil hálítíma. Þá flýtti ég
mér að segja það sem ég þurfti við
hann, því eftir þann tíma vissi ég
að hann yrði ekki viðræðuhæfur.
En smátt og smátt varð þetta til
þess að eyðilegja samband okkar,
því að ekki varð aftur snúið."
„Eftir á er sambandið á milli
drykkjunnar og lyfjatökunnar
augljóst, en á sínum tíma gerði ég
mér þetta alls ekki ljóst. Eg vissi
alltaf að áfengið væri vandamál,
en ekk lyfin. Mér hugkvæmdist því
aldrei að biðja hann um að hætta
lyfjatökunni, en ég vildi að svo
hefði verið, því þá hefði eflaust allt
farið öðruvísi."
En hvers vegna gerast slíkir
hlutir? Þekkir fólk ekki takmörk
sín? Því miður er það oft svo, en
svo eru það líka aðrir, sem vita
nákvæmlega hversu mörg glös þeir
þola og hvað margar pillur þeim er
óhætt að taka inn. En það sem þeir
vita ekki, nema þeim sé sagt það
sérstaklega, er hver áhrifin verða,
sé þessum tveimur hlutum bland-
að saman. Setjum svo að maður
drekki eitt glas af áfengi og rétt
finni ásér. Hann veit að honum er
óhætt að drekka tvö til þrjú glös
til viðbótar, án þess að verða
verulega drukkinn. En taki hann
inn róandi lyf, jafnframt því að
drekka þetta eina glas af áfengi,
getur hann áður en hann veit af
verið kominn inn í allt annan
heim, þó svo að hið róandi lyf hafi
verið alveg skaðlaust, eitt sér.
Þýtt og endursagt.
Byggingarfélag verkamanna
Reykjavík
Til sölu
þriggja herbergja íbúö í 4. byggingarflokki viö
Stórholt og fjögurra herbergja íbúö í 7.
byggingarflokki viö Nóatún.
Félagsmenn skili umsókr-,m sínum til skrifstofu
félagsins aö Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi
mánudaginn 21. ágúst n.k.
Félagsstjórnin
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig
meö heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á 75
ára afmæli mínu.
Guö blessi ykkur öll.
Jón Björnsson,
málarameistari.
Lóubúð
Léttar mjúkar ullarkápur í Ijósum litum fyrir dömur.
Úrval af fallegum barnafatnaöi. Pils — blússur — .
samfestingar.
Lóubúð Bankastræti 14,
sími 13670,
Lóubúd Skólavördustíg 28,
sími 15099.
okkar
landsfræga
hefst mánudaginn lé.ágúst
Og hvadmed verdid?
Terylenebuxur frá 5.900.— kr.
Gallabuxur frá 4.500.— kr.
Flauelsbuxur frá 4.500.— kr.
Kvenblússur frá 2.500.-
Mittisblússur frá 2.900.-
Sailor jakkar frá 12.900.-
Sheltlandspeysur frá 2.900.— kr. Kjólar frá 6.900.— kr
Aðrar peysur frá 3.900.— kr.
Skyrtur frá 1.990.— kr.
o.fl. o.fl.
Athugið Stórkostleg hljómplötuútsala
að Laugavegi 89.
r6
Snss
f \ _____'
Laugavegi37 simi12861
Laugavegi 89 simi10353