Morgunblaðið - 13.08.1978, Síða 25

Morgunblaðið - 13.08.1978, Síða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúí Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. ó mónuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Með skýrslu utanríkisráð- herra, Einars Ágústs- sonar, er hann flutti á Alþingi í marzmánuði sl., fylgdi yfirlit um utanríkis- verzlun íslendinga árin 1975, 1976 og 1977, þ.e. samanburð- ur á innflutningi og útflutn- ingi frá og til hinna ýmsu viðskiptasvæða okkar. Með hliðsjón af því að fáar þjóðir ef nokkrar, eru jafn háðar utanríkisviðskiptum og við Islendingar, er fróðlegt að velta fyrir sér, hverja þýð- ingu hin einstöku viðskipta- svæði hafa fyrir viðskiptaleg- an jöfnuð okkar út á við. Utflutningur okkar til EFTA-landa 1977 var talinn 14.895.3 m.kr. og til EEC- landa 30.600.6 m.kr. — eða samtals til þessara V-Evrópuríkja um 44.6% af heildarútflutningnum. Evr- ópuríki nálgast því það mark að kaupa helming útflutn- ingsframleiðslu okkar. Tolla- eftirgjöf á útflutningsvörum okkar, skv. svokallaðri bókun 6, á að greiða götu frekari útflutnings til þessa við- skiptasvæðis. Innflutningur okkar frá EFTA-löndum þetta ár nam hinsvegar 24.848.4 m.kr. og frá EEC-löndum 57.200.2 m.kr. — eða samtals frá þessum V-Evrópuríkjum 67.8% heildarinnflutnings okkar. Utanríkisviðskipti okkar við þetta mikilvæga viðskipta- svæði sem heild eru því verulega óhagstæð, en breyttar tollaaðstæður gætu vísað í jákvæðari átt. Útflutningur okkar til A-Evrópuríkja, þ.m.t. Sovét- ríkjanna, nam árið 1977 12.371.1 m.kr. eða 12.2% heildarútflutnings okkar það ár. Innflutningur nam hins- vegar 14.858.4 m.kr. eða 12.3% heildarinnflutnings. Þetta svæði gefur því heldur ekki hagstæðan viðskipta- jöfnuð ef á heildina er litið. Ef Sovétríkin eru tekin út úr dæminu nemur útflutningur okkar til þeirra rúmum 7 milljörðum en innflutningur frá þeim rúmum 10 milljörð- um króna. Eina viðskiptasvæðið, sem gefur okkur verulega hag- stæðan viðskiptajöfnuð, er Bandaríkin. Útflutningur okkar til þeirra árið 1977 nam 30.813.3 m.kr. eða 30.3% heildarútflutnings okkar. Innflutningur frá Bandaríkj- unum þetta ár nam hinsvegar aðeins 7.963.3 m.kr. eða 6.6% innflutningsins. Bandaríkin keyptu því af okkur nærri því fjórum sinnum meira, í and- virði mælt, en við af þeim, og var eina viðskiptasvæðið þetta ár, er skilaði okkur hagstæðum jöfnuði. í fylgiskjali því með skýrslu utanríkisráðherra, sem hér hefur verið vitnað í, eru öll önnur viðskiptalönd en þau, sem tilheyra framan- greindum viðskiptasvæðum, sett undir einn hatt. Útflutn- ingur til þeirra nam samtals 13.209.0 m.kr. eða 12.9% heildarútflutnings. Innflutn- ingur frá þeim hinsvegar 16.098.8 m.kr. eða 13.3% innflutningsi I þessu yfirliti segir loks að heildarútflutningur okkar ár- ið 1977 hafi numið 101.889.3 m.kr. en heildarinnflutningur hinsvegar 120.969.1 m.kr. Við höfum því flutt inn allveru- lega miklu meira á sl. ári en útflutningurinn stóð undir. Þessi munur kann að hafa réttlætingu í innflutningi til arðbærra framkvæmda, sem skila sér fljótt aftur, m.a. í gjaldeyrisskapandi fram- leiðslu eða gjaldeyrisspar- andi þjónustu, s.s. hitaveitu- framkvæmdum. Þó er tíma- bært að staldra við og íhuga hinar miklu erlendu skuldir sem safnazt hafa nokkur undanfarin ár, eða allt frá upphafi vinstri stjórnar tímabilsins síðara. Efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar grundvallast á því, að fyrir- hyggja og framsýni ráði ferð í þessum efnum, þ.e., að hyggindi, hagsýni og arðsemi móti stefnuna í fjárfestingu og milliríkjaverzlun. Matar- víxlastefna leiðir aldrei til farsældar, þó að neyðarúr- ræði kunni að vera á vand- ræðatímum. Einn merkasti viðburður liðins árs á sviði utanríkis- viðskipta okkar var afnám eftirstöðva af tollum í við- skiptum við EFTA og EBE- lönd frá 1. júlí 1977. Þá myndaðist fríverzlunarsvæði 16'Evrópuríkja. Síðastliðið ár var og fyrsta árið, sem tollfríðindi giltu fyrir ís- lenzkar sjávarafurðir í EBE-löndum, skv. bókun 6. Gildistaka bókunarinnar ýtir mjög undir útflutning til þessara landa, og hækkar verð, einkum á freðfiskflök- um og og frystri rækju. Engir nýir viðskiptasamningar vóru hinsvegar gerðir á sl. ári og sums staðar vóru blikur á lofti, ekki sízt varðandi salt- fiskmarkað okkar í Portúgal. Nígeríumarkaður fyrir skreið var og erfiður á liðnu ári. Eins og framangreindar tölur um út- og innflutning íslendinga bera með sér erum við háðari utanríkisviðskipt- um en flestar aðrar þjóðir. Við þurfum að flytja inn verulegan hluta lífsnauð- synja okkar, ef hér á að halda uppi sambærilegum lífskjör- um og með öðrum þróuðum þjóðum. Og við þurfum að skapa útflutningsverðmæti í landinu til að mæta þessum innflutningi, sem og margs konar innfluttri fjárfest- ingarvöru, og helzt að gera eilítið betur, þann veg að við búum að traustum gjald- eyrisvarasjóði. Annað væri ekki búmanns háttur. Það skiptir því miklu máli að útflutningsgreinar þjóðarbú- skaparins búi við viðunandi rekstrargrundvöll, að vinnu- friður ríki og að verðmæta- sköpunin geti haldið áfram áfalla- og stanzlaust. í þessum staðreyndapunkti ættu hags- munir allra landsmanna að ná saman. Ef við hinsvegar lokum augunum fyrir stað- reyndum þjóðarbúskaparins, vegna innbyrðis tortryggni, skammsýni og stéttastríðs, fúna undirstöður lífskjara okkar og efnahagslegs sjálf- stæðis þjóðarinnar. Þá er siglt í voðann vísan. Þá er siglt í voðann vísan j Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^Laugardagur 12. ágúst.. „Hagsældar, hrímhvíta móðir” Sunnudaginn 23. júlí sl. átti höfundur þessa Reykjavíkurbréfs leið um gróðurlönd Landgræðslu ríkisins við Gunnarsholt á Rang- árvöllum og kynntist af einskærri tilviljun þessari merku starfsemi, en enginn vafi er á því, að árangurinn af henni er meiri en leikmenn hefðu þorað að vona í upphafi. Síðar kom bréfritari einnig á þessar slóðir með sænska rithöfundinum Per Olof Sundman og mátti hann vart mæla af hrifningu yfir þeim árangri, sem þarna hefur náðst og trúði raunar vart sínum eigin augum: í stað örfoks og uppblásturs blasa hvar- vetna við mikil og fagurgræn gróðurlendi, sumt nýslegið, annað iðjagrænt undir golunni, svo langt sem auga eygir og e.k. staðfesting þess, að hér geti dropið smjör af hverju strái. Þeir, sem lýstu íslandi hvað fagurlegast í upphafi byggðar, hefðu orðið hrifnir af þeirri sjón, sem blasir við frá tilraunastöð Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri bauð okkur í flugferð með Páli Sveinssyni TF-NPK, sem heitir eftir eldhuga miklum og hugsjónamanni, en hann unni sér aldrei hvíldar, svo mikill var áhugi hans á landgræðslu, hagkvæmni og fegurð. Þessi áhugi virðist liggja í ættinni og hefur orðið þjóðinni drjúgur ábati. Flugvélin beið eftir því að taka 4 tonn af áburði, því að nú átti að fara í áburðarflug norður af Keldum, langleiðina norður undir Heklu, og það leyndi sér ekki úr lofti, hvað mikið hefur áunnizt. Nú er jafnvel borið á hraunið og það er tekið að gróa upp ekki síður en sandarnir; örfok og eyðilönd eru að breytast í gróðurvinjar, og það var gaman að fylgjast með áhuga flugmannanna á þessu starfi, en þeir eru fastir starfsmenn hjá Flugleiðum og fljúga sem sjálf- boðaliðar fyrir Landgræðsluna í frítímum sínum. Stundum verða flugmenn fyrir aðkasti vegna kaupkrafna, en þeir sem harðast deila á þá, ættu að fylgjast með sjálfboðastörfum þeirra fyrir landgræðsluna og þeim áhuga, eldmóði og óeigingirni, sem störf þeirra á Rangárvöllum bera vott um. Við flugum með Harald Snæhólm og Birni Thoroddsen. Flugvélin er nær fertug að aldri. Hún var notuð í stríðinu, en kom síðan til íslands og var fyrsta Dakotavél Flugfélagsins. Hún er því hinn merkasti gripur og ætti helzt að hafna á Þjóðminjasafn- inu. Það var skemmtilegt að fylgjast með öruggum tökum flugmannanna á þessari gömlu vél. Þegar þeir dreifðu áburðinum, var aðeins flogið í 60 m hæð, en vélin haggaðist varla í loftinu, enda þótt teknar væru skarpar beygjur, og flugmennirnir höfðu á heimleið- inni gaman af því að láta gamm- inn geisa og létta sér upp eftir allt farþegaflugið. Aðalumsjónarmaður með áburðarflugi TF-NPK er Stefán H. Sigurðsson, fulltrúi landgræðslu- stjóra, en flugvirki er Hannes Thorarensen. Og Landhelgisgæzl- an hefur ávallt verið mjög hjálp- söm við aðstoð við viðhald flugvélarinnar og að auki sér hún algjörlega um viðhald minni áburðarflugvélarinnar TF-TÚN. Flugrekstrarstjóri er Gylfi Jóns- son flugmaður. I júnímánuði fóru blaðamaður og ijósmyndari Morgunblaðsins í sams konar áburðarflug og hér er minnzt á og skrifuðu um ævintýr- ið. Það er því ástæðulaust að lýsa ferðinni nánar. En þó er ekki úr vegi að geta þess, að þennan dag voru farnar 14 ferðir með áburð og líktist dagurinn hverjum öðrum áburðarflugsdegi. Starfið hefst um miðjan maí og stendur fram í lok júlí. Allt að 40 atvinnuflugmenn taka þátt í fluginu og margir hafa flogið ár eftir ár, frá því það hófst með Páli Sveinssyni 1973. Þeir hafa unnið frábært starf og gjörþekkja landið. Flugvélin er hlaðin með gömlum mjólkurbíl, sem Mjólkurbú Flóa- manna gaf til starfsins. Flugfélag íslands gaf Dakota-flugvélina og sá um nauðsynlegar breytingar á henni. Þjóðargjöfin 1974 skipti sköpum Nú hefur verið dreift um 2.200 tonnum af áburði og grasfræi á þessu ári með Páli Sigurðssyni. En fyrrnefndan sunnudag var verið að dreifa áburði í svokallaða Keldna- girðingu, sem er landgræðslugirð- ing, girt árið 1969 og er um 5.000 ha. að stærð. Á því svæði voru fyrrum a.m.k. 5 býli, sem getið er í ferðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar um 1700, en þessar jarðir fóru allar í eyði vegna sandfoks eins og svo margar jarðir á Rangárvöllum, þ. á m. Gunnars- holt. Nú er alveg tekið fyrir sandfok á þessu svæði vegna uppgræðslunnar, sem framkvæmd hefur verið með landgræðsluflug- vélinni. Væntanlega hefði ekki verið naegilegt fjármagn til að nota hana sem skyldi, ef ekki hefði komið til þjóðargjöfin, sem sam- þykkt var á Þingvöllum 1974. Það fjármagn, sem þá fékkst, olli straumhvörfum í landgræðslu- starfinu og var fyrsta stóra innborgun landsmanna inn á hinn mikla reikning okkar við landið. Landgræðsluáætluninni sem slíkri Iýkur að mestu árið 1979 og það veltur á miklu, að þá verði haldið áfram á sömu braut, því enn skuldum við landinu nær MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978 25 Hann er vel við Þarna lundinn eins og sagt er á veiðimannamáli, enda snörp vindátt og pá nýtur hann sín á rólinu. BÚSKAPURINN í björgum Vest- mannaeyja er nú í fullum gangi og gildir Þar hvorki atvinnuleysi né yfirvinnubann, Því fuglinn gerir sér grein fyrir Því aö hann Þarf að Ijúka ákveðnu verkefní á ákveðnum tíma fyrir haustið. Þó hefur árað illa hjá lundanum í sumar Því hann her verið í vandræðum með æti fyrir pysjuna og pysjudauði hefur verið nokkur í lundabyggðum. Meðfylgjandi myndir sína nokkur atvik úr búskapnum. Fýllinn með sitt sérstseða fýlaættarnef tekur oft óvinsamlega á móti gestum úr mannheimum og er pá eins gott að menn sáu klárir á pvi að vippa sér undan spýjunni. Svartfuglinn i skartbúningi sínum við egg. vartfuglspysja i hendi manns, en pœr eru mannelskar pegar p«er komast í slíkan félagsskap. Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson Ritan býr neðst í bjarginu og pusar á hana í búskapnum. Súlan, drottning Atlantshafsins, á bæli sinu. í forgrunni er súluungi á næsta bæli. helming þess gróðurs, er hér var við landnám. 300 k g. þá — nú4tonníferð Áburðarflug á Islandi hófst 1957, aðeins 10 árum eftir að áburðarflug byrjaði í heiminum í verulegum mæli, en það var á Nýja Sjálandi. Fyrir forgöngu ötulla og áhugasamra manna var tekin í notkun í áburðarflug tveggja sæta Piper Super, sem flugfélagið Þytur átti og leigði Landgræðslunni. Fyrsti flugmaður í áburðarflugi var Karl Eiríksson. Síðar hafa fjölmargir flugmenn flogið í áburðarfluginu, en þeirra lengst mun þó Páll Halldórsson, núver- andi flugstjóri hjá Landhelgis- gæzlunni, hafa flogið, eða í 9 ár samfieytt. Fyrsta árið var dreift alls 320 tonnum af áburði og þá varð að bera hann á bakinu að flugvélinni Landgræðsluvélarnar TF Tún (t.v.) og Páll Sveinsson (t.h.) á flugvellinum við Gunnarsholt Ljósm. I.J. og sturta síðan í vélina sem að sjálfsögðu var mjög erfitt verk. Landgræðslan keypti vélina af Þyt og fékk svo aðra af sömu gerð, en þessar vélar báru 300 kg af fræi og áburði í hverri ferð. 1967 keypti Landgræðslan vél, sem var sér- staklega smíðuð til ábtírðarflugs, af Piper Pawnee gerð. Landhelgis- gæzlan hefur annazt; viðhald þessarar vélar og hefur hún reynzt sérstaklega vel. Hún ber 500 kg í hverri ferð. En með tilkomu Páls Sveinssonar gjörbreyttist aðstaða Landgræðslunnar til áburðar- dreifingar. Fram til 1973 var dreift um 800 tonnum af áburði árlega úr flugvél, en með þjóðargjöfinni var unnt að stórauka dreifinguna. En ljóst er, að það hefði ékki verið unnt að dreifa þessu magni nema stærri flugvélin hefði verið fyrir hendi og sjálfboðaliðar flogið henni. Sú einstæða samþykkt var gerð í Félagi íslenzkra atvinnu- flugmanna 1971, að þeir þyðu fram sjálfboðaliða til að fljúga áburðar- flug. Þessi samþykkt varð til þess, að á aðalfundi Flugfélags Islands árið eftir var samþykkt að gefa Landgræðslunni Douglasvélina og var hún tekin í notkun árið eftir og dreifði þá um 650 tonnum af áburði. Það sumar flugu 10 flug- menn vélinni, 1974 var dreift 1518 tonnum og tóku 23 flugmenn þá þátt í sjálfboðastarfinu, 1975 var dreift um 1.400 tonnum með vélinni og það sumar tóku 38 flugmenn þátt í þessu starfi, en nú er magnið komið upp í 2.200 tonn, eins og fyrr segir. Undanhaldi snúið uppísókn í Landgræðslúáætlun 1974—78, áliti landnýtíngar- og land- græðslunefndar (1974), sem veitir mikilvægar upplýsingar um land- græðslu og gróðurvernd, skógrækt og skógvernd, og gagnlegar upp- lýsingar um gróður og gróðurnýt- ingu í sýslum landsins, segir m.a.: „I Rangárvallasýslu hefur löngum verið mikið sandfok. Mikið af sandfokssvæðunum hefur hins vegar verið afgirt með ágætum árangri. Engu að síður er sandfok ennþá mikið vandamál í sýslunni, bæði á láglendi og hálendi. Á hálendi eru stærstu foksvæðin á Landmannaafrétti, sem þó hafa verið girt að mestu, og norðan Tungnaár. í byggð er getið um sandfok meðfram ströndinni í Austur-Landeyjahreppi, á stað- bundnum Svæðum í Rangárvalla- hreppi og í Landmannahreppi er vikursvæði við Merkihvol. I Ása- hreppi er sandágangur frá Þjórsá í Króki... í nær öllum hreppum sýslunnar, nema Austur-Land- eyjahreppi, á sér stað uppblástur, sums staðar mjög mikill, einkum á hálendi sýslunnar... I Rangár- vallasýslu er mikið um gróður- lausa mela og sanda í byggð. Engu að síður er heildarstærð gróins lands neðan 200 metra meiri en í flestum öðrum sýslum landsins eða um 1200 kmz. Ofan þessara marka dregur hins vegar ört úr gróðri og afréttir sýslunnar eru ákaflega gróðursnauðir. Auk þess er gróður þeirra yfirleitt rýr, því að mosi er þar ríkjandi. Gróður- leysi og gróðurfar afréttanna er að verulegu leyti afleiðing Heklugosa, en án efa hefur lágu beitarþoli þeirra löngum verið ofboðið ...“ Og ennfremur (um Rangárvalla- hrepp); „í heimalöndum hafa verið unnar geysilegar umbætur á landi. Landgræðsla íslands hefur grætt hér upp feiknastór lönd og stór lönd eru að gróa enn ...“ „Eyðing- aröflin frá Heklu hafa verið mikil gegnum aldirnar á afrétti og heimalandi Rangárvalla. Nú hefur undanhaldi verið snúið upp í sókn hér í gróðurbúskapnum fyrir hlutdeild Landgræðslu ís- lands. Hafin er uppgræðsla með vatni í Langvíuhrauni í afréttin- um, feiknastór lönd hafa verið girt í byggðinni og eru gróin eða á góðri leið að gróa ...“ Og loks (um Landmannahrepp): „Sandgræðslusaga Landsveitar er merkileg og sennilega einn merk- asti kaflinn í búskaparsögu lands- ins. Er ánægjulegt að líta hina fögru Landsveit halda velli við rætur eldfjallsins Heklu. Þarna hefur trúin á landið og tryggðin við sveitina aldrei lotið í lægra haldi.“ Þetta segir Einar Þorsteinsson í skýrslu sinni í fyrrnefndu riti. Við ljúkum svo þessari lýsingu með annarri tilvitnun í skýrslu hans um Rangárvallasýslu, þar segir: „Að sjálfsögðu er jarðvegur víða í Rangárvallasýslu mjög blandaður gosefnum, sem er því valdandi, að slík jörð er mjög viðkvæm og fokgjörn. Höfuðstöðvar Land- græðslu Islands eru staðsettar í Gunnarsholti á Rangárvöllum, eins og kunnugt er. Er það táknrænt fyrir stefnu þjóðarinnar í landgræðslumálum að staðsetja höfuðstöðvar sínar við rætur virkasta eldfjallsins."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.