Morgunblaðið - 13.08.1978, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.08.1978, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978 Ileiða 8 ára. Sögur frá verzlunar- mannahelgi Mikið var ferðast um síðustu helgi og mörg mót voru haldin víðsvegar um landið. Samkvæmt fréttum virðist umferð hafa gengið nokkuð vel og tiltölulega fá slys urðu á fólki. Við skulum vona, að flestir hafi skemmt sér vel, en hér á síðunni birtast nú tvær frásögur, sem eru tengdar síðustu verslunarmannahelgi. Önnur er mjög jákvæð og skemmtileg, en hin segir frá heldur dapurlegri hlið helgarinnar. Skemmtilegt væri að fá fleiri sögur frá ykkur, hvort sem þær eru dapurlegar eða skemmtilegar. Af öllu má læra. Verið dugleg við að skrifa, semja og senda Barna- og fjölskyldusíðunni efni. Frá Galtalækjarskógi. Andrés, 8 ára. Ég fór í skemmtilegt ferðalag um helgina. Öll fjölskyldan fór í Galtalækj- arskóg. Við reistum tjaldið í sameiningu og ég setti marga hæla niður til þess að festa tjaldið. Allir voru saman og skemmtu sér vel. Við fórum í indíánaleiki og ratleiki í skóginum, pabbi sagði okkur margar sögur þessa daga, og það var gaman. Það er svo sjaldan, sem hann má vera að því að segja okkur sögur. Svo fengum við að vaka dálítið lengi á kvöldin og horfa á fólkið dansa og skemmta sér. Ég held ég gleymi ekki þessari skemmtilegu fjöl- skylduferð meðan ég lifi. Andrés. Minning frá verslunar- mannahelginni. Þ. — 10 ára. Mig langar aðeins til þess að senda þér nokkrar línur um atburð, sem gerðist á þriðjudaginn, núna eftir verslunarmannahelgina. Ég var stödd heima og var að ræða eitthvað við systur mína, Ingu, 14 ára, þegar allt í einu er hringt á dyrabjöllunni. Ég hljóp til dyra og mæta mér þá þrír bekkjarbræður Ingu, sem spyrja eftir henni með miklum látum. Þeir hálf- partinn ruddust inn á mig og óðu beint inn til hennar og lokuðu svo dyrunum að herberginu hennar. Ég stóð svolitla stund eins og ég vissi ekki, hvað ég ætti að gera, en fór síðan niður til mömmu, sem var að þvo þvott. Ég sagði henni, að ég hefði fundið vínlykt af þeim og spurði mömmu, hvort þeir mættu vera inni hjá Ingu. „Við sjáum nú til,“ sagði mamma. „Ætli þeir láti ekki heyra frá sér eða heilsi upp á mig, ef þetta eru kurteisir strákar." Skömmu seinna komu strákarnir fram með Ingu og settust fram í eldhús hjá mömmu og mér. Og það var nú meiri hryggðarsagan, sem þeir sögðu. Fyrst báðu þeir um mat og sögðust ekkert hafa borðað í tvo daga. Ég held bara, að það hafi verið satt. Þvílíkt og annað eins hef ég bara aldrei séð. Maturinn hvarf barasta oní þá eins og þeir væru vélar en ekki menn. En það sorglegasta var, að enginn þeirra þorði heim. Allir höfðu þeir drukkið og sögðust ekki þora heim fyrir sitt litla líf. Foreldrar þeirra mundu ekki vilja hlusta á þá, sögðu þeir. Svo loksins um 12 leytið fóru þeir heim. Ég vona, að þeir hafi lært eitthvað á þessu, ég hef það að minnsta kosti. Þ. Lausn á Gátui Hann reisti upp staurinn, þanniff að skiltið, sem merkt var X-fjörður vísaði í áttina sem hann kom úr. Tröllabamið á Kr ákueyj u En hún finnst aftur. Aftur hefur hún komist inn í reykingakofann og er sótsvört um allan líkamann. Þrátt fyrir það lyftir Malín dóttur sinni upp í fang sér og kyssir svartar kinnar hennar. „Nú förum við heim,“ segir Melker. „Ég ætla að koma þér á óvart með dálítið, Malín. Ég hef átt annríkt í fjarveru þinni. Þú þekkir ekki eldhúsið aftur, það máttu bóka!" Malín fer heim með föður sínum, og þau fara inn í eldhúsið. Og þar ganga þau fram á verk Skellu og sjá, hvernig hún hefur skemmt sér við að skreyta veggi og skápa. En varla er hægt að segja, að verk hennar séu aðdáunarverð. Melker snýr sér til vinstri og hægri og alveg í hring og trúir varla eigin augum sínum. „Hér hljóta tröllin að hafa verið að verki!" baular hann. „Já, einmitt," segir Stína og bendir á Skellu. „Ég er alltaf að segja það. Hún er alvöru tröllabarn. En hún er indæl..." Endir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.