Morgunblaðið - 13.08.1978, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978
„ÉG sá auglýst í Morgunblaðinu
tvær helgar í röð eftir loftskeyta-
mönnum og fékk þá hugmynd aö
skrifa út. Þó að ég sé raunar
símvirki fékk ég senda umsókn
og fyllti hana út og fimm mánuð-
um seinna var ég byrjaöur aö
starfa í Ísmalíu í Sínaíeyðimörk-
inni“ sagði Haraldur Rafnar í
upphafi viðtals við Mbl. en hann
hefur í eitt ár starfað hjá friðar-
gæzlusveitum Sameinuðu pjóö-
anna, UNEF, í eyðimörkinni og
hefur ráðið sig par til eins árs í
viðbót.
„Ég er ekki fyrsti íslendingurinn
sem þarna hefur starfað. Á undan
mér var á þessu svæði maður
nokkur sem heitir Stefán Þórhalls-
son.
Fjórir íslenzkir loftskeytamenn
eru nú starfandi í Jerúsalem og
einn lögregluþjónn hjá gæzlu-
sveitunum og eru þeir allir með
fjölskyldur sínar."
„í hverju starf mitt er fólgið? Ég
tilheyri svokallaðri radíódeild og
vinn þá við viðhald á fjarskipta-
tækjum gæzlusveitanna í Sínaí-
eyðimörkinni, en höfuðstöðvar
„Þarna
sveitanna eru í Ismalíu, sem er tvö
til þrjú hundruð þúsund manna
borg. Við erum þarna óbreyttir
starfsmenn sveitanna eða í svo-
kallaðri „field service".
Hvernig er að vera þarna? Gerir
lífhræðslan ekki vart við sig?
„Ég er nú ósköp rólegur, maður
verður lítið var við hernaðinn
sjálfan, nema að þarna erum við
undir einskonar heraga, þar sem
við þjónum hernum".
Bundnir
Þagnarskyidu
Þegar ég spurði Élarald nánar út
í aðstæður og annaö viðvíkjandi
gæzlusveitunum sagði hann bros-
andi að allir starfsmenn Sam-
einuðu þjóðanna væru bundnir
þagnarskyldu um þessi atriði. Þeir
mættu ekki heldur sýna hlut-
drægni í umræðum um stjórnmál
út á viö. Og ekki vildi hann segja
mér frá atburöum viðkomandi
hernaði sem hann hefur orðið vitni
að á þessum svæðum. í öngum
mínum spuröi ég hann þá hvort
starfið væri vel launað.
„Ja, það er umdeilanlegt" svar-
aöi hann, en sagöi síðan aö launin
væru þau sömu og hann hefði haft
við störf hér heima, „nema við
njótum tollfríöinda, skattfríöinda
og fáum jafnframt dagpeninga, en
upphæö þeirra fer eftir þeim
fæ ág tækifæri
til að ferðast um
gæzlusvæöum sem starfaö er á.
T.d. eru dagpeningar hærri í
Líbanon en þar sem ég er. Það má
segja að þar sé um e.k. áhættu-
þóknun að ræða“.
„Jú, hitinn er oft illþolandi. Yfir
sumarið fer hann upp í 47 gráöur á
daginn og um nætur niður í
25—28 gráður. Og veturnir eru
eins og sumrin heima. Síöast liðinn
vetur rigndi þrisvar sinnum í um
hálf tíma í senn.
í febrúar fær maður að finna
fyrir sandstormum, sem ég varð
að segja að eru heldur leiöinlegri
en snjóstormar svo ekki sé meira
sagt.“
Þú ert búinn að ráða þig í eitt ár í
viðbót, hvers vegna?
„Af því aö ég er ungur“ svaraði
hann og hallaöi sér makindalega
aftur á bak í stólnum. „Þarna fæ ég
tækifæri til þess að ferðast um
Miö-Austurlöndin og víkka þannig
sjóndeildarhringinn með því að
kynnast löndum og lifnaðarháttum
08
o.fl. En í Sínaíeyöimörkinni eru
herdeildir frá Póllandi, Finnlandi,
Svíþjóð, Gana, Kanada, Ástralíu
og Indónesíu. Yfirhershöfðingi
UNEF er Indónesíumaöur og sá
næst æðsti Svíi, svo komum við
þessir óbreyttu, „í field service" og
„general service“. Það er bæði
gaman og lærdómsríkt að kynnast
lífsviðhorfum þessara þjóða."
„Jú, ég hef lent í mörgum
skemmtilegum ævintýrum, rétt
eins og hver annar íslendingur
mundi gera í fyrsta skipti í
Austurlöndum.“ Þegar ég vildi
frétta nánar af þessum ævintýrum
sem Haraldur impraði á, ræskti
hann sig og vi ð fórum út í aðra
sálma. Ég spurðist fyrir um
samskipti þeirra óbreyttu við
hermennina á svæöinu.
„Almennt eru menn afskaplega
vingjarnlegir og þaö má segja aö
andinn sé mjög góður meðal
starfsmanna Sameinuðu þjóðanna
Spja/lad vió Hara/dRafnar starfsmann S.Þ. í/sma/íu
.fólks og fólki yfirleitt. Það sem ég
sakna héðan eru skíöaferðirnar!
Helgarnar get ég notað til
feröalaga og þaö skaðar ekki að á
þessum ferðum njótum við úrlend-
ísréttar í þeim löndum þar sem
Sameinuðu þjóöirnar eru með
gæzlu.
Þarna kynnist maður ýmiss
konar fólki, en þeir 48 loftskeyta-
og tæknimenn, sem ég starfa með,
eru frá 19 löndum, m.a. Gana,
Ástralíu, S-Ameríku, Skandinavíu
Mið-Austurlönd
ff
á svæðinu, annars væri varla
gaman þarna.“
„Ráðningarsamningurinn hljóðar
á þann veg, að hver starfsmaöur
getur átt von á að vera fluttur hvert
sem er hvenær sem er. Þegar
UNIFIL svæðið var markað í
Líbanon voru t.d. þrír af vinnufé-
lögum mínum sendir þangað.“
„Jú, ég hef haft mjög gott af dvöl
minni þarna á allan hátt og ég verð
aö segja aö lífsviðhorf mín hafa
breytzt töluvert þó ég vilji ekki fara
miklu nánar út í það“ sagði
Haraldur að lokum brosandi, en
hann hefur undanfarnar 4 vikur
verið hér heima í fríi frá eyöimerk-
ursólinni.
ÁJR
m \mm£ jjgS- ^
JÉK ?
iitii mn litii
rér ■ÆmmÍsSKi
Skólinn í Hallormsstað. sumarhótel fram til ágústloka. (Ljósm. Kristín Þorkelsdóttir).
VIÐ renndum í hlaðið á Sumar-
hótelinu á Hallormsstað sólrík-
an sumardag í lok júlímánaðar.
Himininn var heiður og
skýhnoðra sá ekki á lofti.
Skógurinn skartaði sfnu
fegursta, friðsældin var algjör.
Formfagrar byggingarnar
féllu skemmtilega inn í um-
hverfið og hótelgestirnir tóku
lífinu með ró í sóiarbliðunni
meðan beðið var eftir hádegis-
matnum.
Vilborg Sigurðardóttir, hótel-
stýra sumarhótelsins, og starfs-
stúlkur hennar tók á móti
blaðamanni og sýndu hótelið.
Mesta annatímanum er lokið á
Hallormsstað í ár, en mikill erill
I heimsókn
og straumur ferðafólks hefur
verið á hótelið frá júlíbyrjun og
um verzlunarmannahelgina
náði ferðamannastraumurinn
hámarki. Þar með er ekki sagt
að vertíðinni sé lokið á
Hallormsstað, því hótelið verður
opið fram undir ágústlok og
ágústmánuður er oft sá bezti í
skóginum við Lagarfljót.
Margir hafa orðið til þess að
„Risavaxin
undrahöll”
Glaðbeittar undirbúa fjórar starfsstúlknanna humarkokkteil fyrir
kvöldið.
dásama náttúrufegurð á Hall-
ormsstað og í bæklingi, sem
Sumarhótelið gaf út í fyrra, og
tekinn var saman af Sigurði
Blöndal, er meðal annars lýsing
Sæmundar Eyjólfssonar á um-
hverfinu í Skógum. Sæmundur
var búfræðingur frá Ólafsdals-
skóla og síðar guðfræðingur frá
Prestaskólanum. Sæmundur
segir meðal annars í náttúrulýs-
ingu frá í893.
„Þá er ég kom þangað, fannst
mér sem ég væri kominn í
einhverja rivaxna undrahöll.
Lagarfljót myndar hallargólfið,
og þá er sólin stafar á vatnsflöt-
inn spegilsléttan, er sem lang-
eldar séu þar kyntir að fornum
sið. Hlíðarnar mynda hallar-
veggina og eru þeir skrifaðir
fögrum myndum. Himinloftið
myndar hina undursamlegu
þakhvelfingu hallarinnar. Fyrir
gaflinum sést Snæfell í öndvegi,
svo sem væri það norrænn
fonaldarhöfðingi."
Svo mælti Sæmundur Eyjólfs-
son árið 1893, skáldleg orð, sem
við látum ferðafólki eftir að
dæma um.
Á vetrum er skóli í Hallorms-
stað og hús það sem á sumrin er
notað fyrir hótel er eign Fljóts-
dals-, Vallar- og Skriðdals-
hreppa. Þar er heimavist fyrir
skólanemendur allt upp í 8.
bekk. Er skóla lýkur á vorin
kemur starfsfólk sumarhótels-
ins til starfa við undirbúning
Vilborg Sigurðardóttir hótel-
stýra.
spyr fólk með undrun hvort
húsið sé virkilega orðið 11 ára
gamalt. Herbergið býður upp á
50 rúm, en einnig er þar mikið
svefnpokapláss og gistiaðstaða í
Húsmæðraskólanum. Mikið af
erlendu ferðafólki heimsækir
hótelið á hverju sumri og eru
Þjóðverjar þar í miklum meiri-
hluta. Á undanförnum árum
hefur sú breyting orðið á, að
íslendingar heimsækja hótelið í
síauknum mæli og dveljast þar í
nokkra daga. Gönguferðir um
á hótelinu í Hallormsstað
sumarstarfsins, en hótelið opnar
um miðjan júní árlega. I ár telur
starfsfólk hótelsins 8 manns og
er unnið samkvæmt „prósentu-
kerfi“ á hótelinu, þannig að allir
hafa hag af því, að reksturinn
gangi sem bezt.
Þorvaldur Þorvaldsson teikn-
aði húsið á sínum tíma og hefur
það sannarlega staðizt tímans
tönn og allar kröfur, því enn
skóginn eru vinsælar og sjálf-
sagt er hægt að ganga um
skóginn í marga daga og upp-
götva á honum nýjar hliðar og
staði á hverjum degi. Þá er
hótelið vel staðsett með ferðalög
um nærliggjandi héruð og niður
á Firði í huga.
Texti og myndiri
Ágúst I. Jónsson