Morgunblaðið - 13.08.1978, Page 44

Morgunblaðið - 13.08.1978, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978 éfov MOBÖ-tlNc-r'Á^ kaffíno \\ r GRANI göslari Hvar er jafnréttið? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í dag spreyta lesendur sig á viðfangscfni i vörn. Ilaida á spilum austurs og fá í veganesti að gleyma nú ekki að telja slagi varnarinnar. Norður S. 1075 H. K87 T. 5 L. ÁG9764 Austur S. ÁG96 H. D96 T. Á76 L. 532 Suður gaf, allir utan hættu og vestur spilar út tígulkóng gegn fjórum hjörtum eftir þessar sagnir: Surtur Vcstur I II 2 T :? II pass Noróur 3 L I Iljörtu Austur T T cG!" COSPER. Trúir þú ekki að hafmeyjar séu til í alvörunni? Þá hlýtur þetta bara að vera kona, sem hefur fallið útbyrðis. „Velvakandi. Ég vil með þessum línum koma á framfæri nokkrum ábendingum til íþróttafréttaritara Mbl. Mig langar að spyrja þá menn, sem skrifa um íþróttir fyrir blaðið, hvers vegna aldrei er sagt frá úrslitum í leikjum yngri flokkanna í knattspyrnu svo og kvennaknatt- spyrnu. Á ekki að gera öllum jafn hátt undir höfði? Geta blaðamenn ékki skrifað minna um fyrstu deildar leiki karla, en í þess stað skrifað meira um þá sem yngri eru, enda eru þeir áhugasömustu lesendur íþróttasiðunnar og eiga skilið að fá eitthvað við sitt hæfi. Ég spyr því: hvar er jafnréttið? Það er mjög algengt hjá blaða- mönnum að skrifa hálfa síðu þegar skrifað er um fyrstu deildar leiki karla en hins vegar er nær ekkert skrifað um fyrstu deildar leiki kvenna í knattspyrnu. Þessu þurf- ið þið að breyta, annað er ekki sanngjarnt. • Færri á ólympíuleika Ég er alveg undrandi á þeirri stefnu sem forystumenn hjá Frjálsíþróttasambandi Islands hafa mótað á undanförnum árum. Ég vil byrja á því að lýsa undrun minni á því fyrirkomulagi sam- bandsins að vera að senda 12—15 manna lið á ólympíuleika. Það er mín skoðun að aðeins einn íþróttamaður hér á landi sé nægilega góður til þess að eiga erindi á ólympíuleika. Hann heitir Hreinn Halldórsson, en aðrir standa honum að baki. Þetta á stjórn FRI að vita. Það er með öllu tilgangslaust að svífa um á skýjunum og viðurkenna ekki staðreyndir. Það kostaði FRI nokkrar milljónir að senda íþróttafólk sitt á síðustu ólympíu- leika. Þeim peningum hefði verið miklu betur varið í að bæta íþróttaaðstöðuna hér á landi, sem er mjög slæm. Ég ætla t.d. að minnast á það að sá, sem er beztur í hástökki, stekkur tæpa tvo metra þegar bezt lætur, en heimsmetið er 2,35 m., sá, sem stekkur hæst í stangarstökki hér á landi núna, stekkur hæst 4,40 m, en heimsmet- ið er 5,70 m, íslandsmetið í spjótkasti er rúmir 76 metrar en heimsmetið rúmir 94 metrar. Þessar tölur segja meira en mörg orð. Það er mín skoðun að það sé alveg tilgangslaust að senda íþróttafólk á ólympíuleika í þær greinar sem ég minntist á að framan og reyndar mun fleiri. Stjórn FRI má ekki sóa fjár- munum sínum í tóma vitleysu, það þarf að bæta aðstöðuna fyrir íþróttafólkið mjög mikið þannig að hún sé sambærileg við það sem gerist erlendis. FRÍ á að styrkja það íþróttafólk mjög myndarlega sem er á heimsmælikvarða, en láta aðra eiga sig. Að lokum váeri fróðlegt að fleiri segðu álit sitt á þessum málum og gaman væri að fá álit fólks á því hvort styrkja eigi afreksfólk eða ekki. E.K.“ Það er að vísu rétt hjá bréfrit- ara að ekki er sinnt nema hluta af öllum þeim knattspyrnuleikjum, sem fara fram yfir sumarið en það er einhvern veginn svo að mestur áhuginn er fyrir eldri flokkum og enda ekki rúm til þess eða mannafli að gera öllum þeim aragrúa íþróttaviðburða skil, sem verða um hverja helgi. Benda má á að Mbl. hefur 15 til 20 íþróttasíður á viku og jafnvel það gefur ekki möguleika á að allt sé tínt til. • Endursýna gömlu þættina „Mig langar að koma á framfæri ábendingu til sjónvarpsins sem að ég veit að margir eru mér sammála um. Hvers vegna endur- sýnir sjónvarpið ekki einhverja þætti síðan í „gamla daga“, t.d. Dísu í flöskunni, Smart spæjara, Skýjum ofar, Elsku pabbi, Lucy Hvernig er áætlun þín? Sennilega hafa bæði makker og suður teygt sig í sögnunum því við sjáum nú þegar meira en helming háspilanna. Og við sjáum strax tvo slagi og sá þriðji er hugsanlegur á hjartadrottningu. En við látum okkur ekki nægja vonina um slag á drottninguna. Vestur verður að eiga spaðakóng og eigi suður tvö smáspil með drottningunni tryggjum við sigur með því að taka á tígulás og spila spaðagosa. Norður S. 1075 H. K87 T. 5 L. ÁG9764 Vestur S. K84 H. 102 T. KD8432 L. 108 Austur S. ÁG96 H. D96 T. Á76 L. 532 Suður S. D32 H. ÁG543 T. G109 L. KD Þessa vörn ræður suður ekki við. Og það sem meira er — við getum gert enn betur. Þegar spaðaslag- irnir eru orðnir þrír spilum við þrettánda spaðanum og tryggjum með því trompslag að auki. Tveir niður. Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 38 var ég hreinlega afbrýðissöm. — Ilafðir þú á tiífinning- unni að hann hugsaði sér að fara aftur til sjós? — Já. sagði hún þreytilega. — Matti átti enga tilgerð til eða ósannindi. Hann talaði næstum aldrei um annað. Hannætlaði að komast sem fyrsti kokkur á skip frá Johnsonsskipafélaginu. — Og þú sættir þig við það? — Ég hcld þú getir kannski ekki sett þig í mín spor þennan tima. Hann var svo yndislegur. Bezti maður sem ég hef nokk- urn tíma kynnzt. Já, það hljómar asnalega og ósköp yfirspennt að segja það, en hann var bókstaflega einstak- ur. Ég gleymi honum aldrei. ALDREI. — Og það reynist sjálfsagt rétt, sagði hin harðsoðna móðir Christers Wijk meðan þau sátu við morgunverðarborðið. — Maður gleymir ekki svo glatt þeim sem maður myrðir... — Þú ættir nú ekki að slengja um þig með svona ásökunum nema þú hafir eitt- hvað af sönnunargögnum handhærum. — Ég geri ráð fyrir að ÞÚ sért upptekinn við að finna þau fyrst þú ert á flandri með Nönnu Kösju. Ætlarðu að fara til hennar núna?, Já, hún býr hér skammt frá. í einu af nýju húsunum í Ravnen. Hún flutti þangað þegar hún kom aftur frá Fossi. Húsið var á tvcimur hæðum, gulbrúnt að utan og grindverk- ið hvítt og grágrænir hlerar til skrauts við gluggana nema þá sem sneru út að Smiðjugötu. Ytra umbverfi leit vel út en ibúðin sem hann sté inn í var ólýsanlega subbuleg. í eldhús- inu var fullt af óhreinum glösum og flöskum, allt var á rúi og stúi í svefnhcrberginu og setustofan minnti mcira á skransölu en íbúðarherbergi. óteljandi sófar og stólar, íullt af skápum og sófaborðum út um allt, spilaborð. reýkborð, öllu ægði saman. Ekkjufrú Ivarson hafði sýnilega dregið að sér hluti úr heimilum ýmsa látinna ættingja sinna. Ilún var syfjuð og timbruð og augljóslega ka*rði hún sig kollótta þótt hárið væri ógreitt og hún hirti ekki einu sinni um að hneppa að sér sioppnum, svo að hann sá að hún var ekki í flík innan undir. En þótt merkilegt mætti virðast var hún þó ekki fráhrindandi. því að hún hafði finnanlcga farið í hað og burstað á sér tennurnar og likami hennar hafði ckki látið eins mikið á sjá og andlitið. — Jæja, fæ ég nú lögreglu- heimsókn. sagði hún brosandi. — Og það snemma á sunnu- dagsmorgni. Hún reyndi að sýnast glað- leg, en hann heyrði að henni var langt frá rótt. Hún sefaðist þó ögn þcgar henni var Ijóst að lögreglufor- inginn gekk ekki harkalega til verks og það var ekki hún sjálf sem hann ætlaði að tala um. — Matti og Judith? Eru það þau sem við eigum að tala um? Og svo hrokagikkurinn hann Bolle Norcll? Jú, þú getur rcitt þig á að þetta var laglegur þríhyrningur hér í eina tíð. Þegar þau fóru að skammast fyrir alvöru þá lék húsið á reiðiskjálfi. — En Matti Sandor, sagði Christer efagjarn. — Hann f kom ckki við sögu í því rifrildi. eða hvað? — Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að segja þetta? Nanna Kasja starði stóreyg á hann. — Auðvitað var það Matti sem kom þessu öllu af stað. Og þegar öllu er á botninn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.