Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 3
IHF-þingið sett í gær MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 3 Fyrsta alþjóðaþing íþróttaforystumanna sem haldið hefur verið hér á landi ÞING Alþjóðlega handknattleikssam- bandsins var sett í gærmorgun í Kristalsal Hótel Loftleiða. Var þing- setningin mjög virðuleg. Setningar- athöfnin hófst með því aö leikin var íslensk tónlist á fiðlu og píanó. Síöan flutti Ragnheiður Steindórsdóttir leik- kona Ijóð í búningi fjallkonunnar. Því næst bauð formaöur Handknatt- leikssambands íslands, Sigurður Jóns- son, þingfulltrúa velkomna til ráðstefnunnar og sagði það vera HSÍ heiöur aö fá þingið til íslands. Er þetta fyrsta alþjóðaþing íþróttaforystumanna sem haldið er hér á landi, og því um merkisatburö aö ræða. Næstur á eftir Sigurði talaði forseti ÍSÍ, Gísli Halldórs- son, og þakkaöi hann IHF þann heiöur sem það sýndi íslandi meö því aö halda þing sitt hér á landi. Baö Gisli ur til heimalanda sinna frá Iþróttasam- þingfulltrúa aö flytja bestu íþróttakveöj- bandi íslands. Sigurður Jónsson, formaður handknattleikssambands íslands, býður hina erlendu Þingfulltrúa velkomna til AlpjóðaÞingsins sem sett var í gærmorgun að Hótel Loftleiðum. Er Gísli haföi lokiö máli sínu flutti forseti IHF, Svíinn Paul Högberg, aöalsetningarræöuna. Bauö hann alla velkomna og lýsti ánægju sinni með þaö góða skipulag sem á ráðstefnunni væri. Það væri í mörg horn að líta en allt hefði gengið snurðulaust. Þá ræddi forsetinn meðal annars um þá hættu sem handknattleiksíþróttinni stafaði af lyfjagjöfum meöal íþróttamanna. Benti hann á hversu skaölegt slíkt væri og að enginn mætti sitja aögeröalaus, allir yrðu að sameinast um að kom í veg fyrir slíkt. Er þaö athyglisvert aö í æ ríkara mæli er komið inn á þessa hluti á hinum ýmsu íþróttaþingum víða um heim. Er þingið haföi verið sett var boöið upp á kaffi en síðan var gengið til hinna ýmsu nefndastarfa Alls sækja pingið 105 fullfrúar fró 47 löndum. Þar ó meðal fulltrúar fró Afríku. Hér ræðast tveir fulltrúar við yfir kaffibolla. Oll lágu f sérfargjöldin > fást hjá ÚTSÝN að viðbættri landsþekktri Útsýnar- \ þjónustu / Október Nóvember Desember Janúar Febrúar Marz Apríl MMF á beztu golfvöllum MJM MJ M M Spánar 8. október. Feröaskrifstofan Útsýn í samráöi viö golfáhuga- menn hefur nú ákveöiö aö efna til sérstakra golfferöa til Costa del Sol 8. október. Aöal golftímabiliö á Spáni hefst einmitt í október og stendur fram í maílok. Meöal þeirra valla sem spilaö veröur á er hinn nýi stórglæsilegi völlur á Benalmadena Torrequebrada þar sem opna spænska meistaramótið fer fram í apríl ’79. Golfleikararnir Kjartan Pálsson, Golfkl. Ness, og Frímann Gunnlaugsson, Golfkl. Akureyrar geta gefiö upplýsingar um vellina og gististaöi Útsýnar á Costa del Sol. Eyjólfur Guðrún Gyöa Herta Feröaskrifstofan Utsýn hefur eins og áöur ódýrar vikuferöir LONDON áriö um kring. Brottför alla laugardaga Guðrún Sigríður —-- Nú fer hver aö verða síðastur að lengja sumarið — síðustu brottfarir til Costa del Sol á þessu hausti. . SEPTEMBER — ÖRFÁ SÆTI LAUS. Ferðaskrifstofan Okkar vinsælu helgarferðir til Glasgow hefjast aftur Austurstræti 17, II hæð, símar 26611 og 20100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.