Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 19 Víkina. Til að stytta leiðina er hægt að fara á bát inn með landinu nokkurn spöl og það styttir leiðina. Við látum ekkert slíkt aftra okkur. Þegar að því kom nú í vetur að konan mín þyrfti að komast á fæð- ingardeildina var allt ófært og við fórum á báti inn eftir og síðan köfuðum við snjóinn yfir eiðið. Með okkur var Sigurjón Rist vatnamælingamaður, mesti göngugarpur. En við máttum báðir hafa okkur alla við til að fylgja henni á göngunni, segir Guðmundur og hlær við. — Annars hefur þetta breytzt eftir að flugið kom til sögunnar. Það er auðvitað ekki hægt að vera neitt að barma sér eða að tala að ráði um einangrun, þegar flogið er á Gjögur tvisvar í viku allan ársins hring — eða amk. eins oft og hægt er. Enda teljum við þetta óskaplega mikilsvert. Ekki hvað sízt vegna þess að við höfum hér í hreppnum verið læknislausir í mörg ár og verðum að sækja alla slíka þjónustu inn á Hólmavík. Gamall hákarlahjallur í Tré- kyllisvík. — Ég hugsa að flestum hér beri saman um að hér sé allt á framfarabraut, segir Guð- mundur síðan. — Við höfum haft sama skólastjórann, Torfa Guðbrandsson á Finn- bogastöðum, árum saman og allt gengur það prýðilega. Við höfum sundlaug og námskeið eru haldin á hverju vori. Andi innansveitar er góður og hefur breytzt til batnaðar síðan ég var strákur. Mér finnast allir vera boðnir og búnir að hjálpa hver öðrum. En því er ekki að neita að nokkuð er dauflegt á vetrum. Á sumrin er félagslíf svona eins og gengur og gerist í sveitum. En leggst að kalla í dvala á vetrum. En menn lesa mikið á veturna, en þó kannski minna en áður eftir að sjónvarpið kom til sögunn- ar. Hér voru miklir spilamenn áður og menn skemmtu sér við spil á vetrum, fóru á milli bæja og víluðu ekki fyrir sér heilmiklar göngur. En það hefur dregið úr því líka. — Hagmælska? — Nei ætli það. Við höfum aldrei verið frægir fyrir vísnagerð Strandamenn. Hér hefur hún aldrei orðið þjóðaríþrótt eins og hjá þeim Þingeyingunum og Skagfirðingunum. En þrátt fyrir að mannlífið er kannski nokkuð einhæft hér held ég að það sé bara fagurt.' Og þessi byggð hefur einhvern veginn sterkt aðdráttarafl á fólk. Margir þeir sem burt- fluttir eru fyrir æði löngu, héðan ættaðir eða krakkar sem hafa dvalið hér sumur, leita hingpó aftur og aftur. Og tala jafnan um að fara heim þegar leiðin liggur hingað. Það var sama uppi á teningnum með mig. Ég var á vertíðum og vann í burtu meðan ég var ógiftur. En festi aldrei al- mennilega yndi og var alltaf að bíða eftir því að komast heim. —h.k. K ef lavíkurflugvöllur: AWACW -ratsjár- vélarnar ■ , u*ti ,< mannskap ákveðinn tíma í senn. Er gert ráð fyrir að jafnan verði um 45 áhafnarmenn á íslandi í einu á hverjum tíma. Nýju vélarnar leysa af hólmi Super Constellation-vélarn- ar, sem gegnt hafa svipuðu eftirlits- hlutverki á íslandi nú undanfarin ár. Allur tækjabúnaður nýju flug- vélanna er hinn fullkomnasti, sem nú er völ á, varðandi ratsjár-, miðunar- og fjarskiptatæki. koma síðar í mánuðinum anna, að því er segir í fréttatil- kynningu frá Varnarliðinu. AWACW og áhafnir þessara véla hafa aðalbækistöðvar í Tinker-stöð- inni, og mun sú stöð sjá varnarliðinu í Keflavík fyrir þessum vélum og AWACW-vélar og sérstök hernaðarútgáfa á Boeing 707 —320, og konta þessar vélar tii landsins frá Tinkerherflugstöðinni í Banda- ríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem vélar af þessari tegund eru teknar til nota utan Bandarfkj- FYRRI ratsjárvélin af tveimur, sem varnarliðið á Keflavíkurflugvelli mun taka í notkun. er væntanleg til landsins hinn 23. september n.k. en hin síðari kemur til landsins fjórum dögum síðar. Þetta eru svokallaðar ÚTSALAN HELDUR ÁFRAM Á MORGUN 19 / • 40-80% AFSLATTUR Á ÖLLUM VÖRUM VERZLUNARINNAR. ATH. nýjum vörum bætt á útsöluna daglega BANKASTRÆTI 14, SIMI 25580. MMNMM • mm m mm * • ■■ mmmmm mmimmmmmmmmmm mmm mmmM * m tmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.