Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 10. SEPTEMBER 1978 21 „Sérstaklega ánœgjuleg gönguleið niður íÞórsmörk” Rætt við Sigurð Kristjánsson og Sigrúnu Einarsdóttur Sigurður Kristjánsson og Sigrún Einarsdóttir voru meðal þeirra 11 ferðafélagsmanna sem áttu þátt í að merkja gönguleiðina frá Land- mannalaugum að húsi Ferðafélags- ins við Hrafntinnusker um síðustu helgi, en sjálf gengu þau frá Landmannalaugum í Þórsmörk í byrjun ágústsmánaðar s.l. „Við lögðum af stað kl. hálf ellefu á laugardagsmorgni frá Land- mannalaugum og vorum komin í Þórsmörk um kvöldmatarleytið á þriðjudeginum," sagði Sigrún í Reyndist ykkur auðvelt að rata? „Þessa leið er ekki hægt að fara nema með góðri leiðsögn, einhver í hópnum verður að þekkja leiðina. En hún verður auðveldari viðfangs þegar búið er að stika hana alla leið,“ svaraði Sigrún og hélt áfram: „Veðrið á þessum slóðum getur breytzt á svo ótrúlega skömmum tíma þannig að áttaviti er nauðsyn- legur í farangrinum og landakort. Annan daginn var gengið frá Hrafntinnuskeri utan í Kaldaklofs- fjöllum og þaðan eins og leið liggur að vaða ána, en þessi erfiði kafli verður úr sögunni þegar lokið verður við göngubrúna. A jöklinum eða jökulleifunum var mjög varasamt að ganga, sleipt og erfitt. Þessi krókur, sem við urðum að taka, lengir leiðina um 4 tíma en hann hverfur þegar göngubrúin verður komin. En á þessum krók gerðist óneitanlegt margt spaugilegt þegar við paufuð- umst yfir. Það er merkilegast er í náttúrunni á þessum kafla leiðarinnar eru andstæðurnar, þegar Hvannagilið er eins og leið liggur um Slyppugil og Bjórgil niður í Almenninga. A þessum leiðarkafla eru nokkrar smáár, m.a. Ljósá og Þröngá sem vaða þarf, en hvorug þeirra nær manni í hné. Þá var gengið í gegnum Hamraskóg.í Húsadal og þaðan yfir í Langadal, þar sem skáli Ferðafé- lagsins er.“ Hver verður útbúnaðurinn að vera í svona ferðir? „Skilyrðislaust verður að hafa ullarföt með, bæði yzt og innst. Góð Göngufólkíð i upphafi ferðar til Þórsmerkur, frá vinstri: brezkur feröalangur er fyrstur og pá Jóhanna Sigurðardóttir, Sigríður Þorvarðardóttir, Skúli Sigurðsson, Sigurður Kristjánsson og Sigrún Einarsdóttir. Merkurjökull út frá Mýrdalsjökli og Emstruáin. byrjun, þegar blm. bað þau um að lýsa þessari ferð þeirra. „Við miðuð- um við að ganga ekki skemur en í átta tíma á dag, en gengum reyndar oftast lengur." „Fyrstu nóttina gistum við í tjöldum við Hrafntinnusker. En það, sem einna merkilegast er að sjá þar, eru íshellarnir sem auðvelt er að finna, ef isröndinni er fylgt í vestur frá skálanum við Hrafntinnusker. Þessir hellar eru margar mannhæð- ir, en þetta er hverasvæði og hverir hafa brætt þá inn í jökulinn. En fyrsti dagurinn fór í að skoða hellana og hverasvæðið, en það er um 10 km leið að ganga að Hrafntinnuskeri frá Landmanna- laugum," hélt Sigurður áfram. „Við tókum daginn rólega, gangan var ekki ætluð sem einhver kapp- ganga, heldur var þetta skoðunar- ferð. Veðrið var óskaplega gott allan tímann, en við vorum sex saman og þar af voru þrír vanir göngumenn. Hinir byrjendur." austur að Hvannagili — milli Ófæruhöfða og Útigönguhöfða. í Hvannagili er gangnamannahús sem bændur í Rangárvallahreppi eiga, en að því er öllum heimil afnot eiginlega á meðan húsrún leyfir. Leiðin sem gengin var þann daginn var mjög skemmtileg, útsýn- ið var alveg stórkostlegt inn yfir landið, en það sér maður frá alveg nýju sjónarhorni. Frá Kaldaklofs- fjöllum blasa Laufafell og Hekla við í vesturátt, Tindafjallajökull, Stóra-Grænafjall og Álftavatn í suðvestur og Mýrdalsjökull og Eyja- fjallajökull í suður. Enda var farið mjög rólega yfir þann daginn og gengið í átta klukkutíma." Og þau héldu ferðasög- unni áfram. „Mér þótti þriðji dagurinn erfið- astur, enda þurftum við þá að krækja uppfyrir upptök Fremri- Emstruár og upp á jökulinn. Á þeim tíma sem við vorum á ferðinni hefði það verið hreint glapræði að reyna yfirgefið og komið er yfir í öllu hrjóstugra umhverfi. En þegar komið er niður af jöklinum og að þeim stað sem Emstruá rennur í Markarfljót þá birtist Markarfljóts- gljúfrið eins og vin í eyðimörk, allt gróið og iðjagrænt, en þar tjölduðum við við lítinn læk. Þennan dag gengum við í um 11 tíma, 20 km leið. Eins og leiðin verður í framtíðinni, þá verður það kjörið að ganga á Hattfell, sem er auðvelt viðfangs, en þaðan er útsýnið alveg stórkostlegt. Síðasta daginn byrjuðum við á því að skoða Markarfljótsgljúfrið, en þar er litadýrðin alveg gífurlega mikil og það er stórkostlegt og hrikalegt í senn. Við gátum aðeins séð hluta af þvi, en án efa er það mjög spennandi að skoða það alveg upp úr, en það liggur beinna við á leiðinni sem farinn verður í framtíð- inni. Síðan var gengið frá ármótum Markarfljóts og Fremstri Emstruár regnföt og nóg af ullarsokkum. Því ef skórnir blotna þá er það í lagi ef maður hefur sokka til skiptanna. Það er líka ráðlegt að hafa stígvél með, auk þess að hafa góða göngu- skó. Þegar göngubrúin verður komin á Fremri-Emstruána verða tjöldin ekki nauðsynleg lengur, þar sem skálarnir koma þá að fullum notum. Það er að sjálfsögðu vandi að' velja matinn, sem verður bæði að vera léttur og kraftmikill. Og þá er það nauðsynlegur sjúkraútbúnaður.“ Er það á hvers manns færi að ganga þessa leið? „Þessi gönguleið er alveg sérstak- lega ánægjuleg og fjölbreytileg. En það fólk, sem lítið er vant göngum er oftast líka óvant veðrum. Það er ráðlegast að vera búinn að rölta eitthvað, en enginn ætti að fara án þess að vera í fylgd með öðrum. Annars er það frumskilyrði að fólk sé líkamlega hraust." „Aðalvandamálið er akstur utan vega” „Aðalvandamálið á þessu svæði, er hvað mikið er ekið utan vega. { hvert skipti sem farið er í eftirlitsferð um svæðið þá finnast ný hjólför í sverðinum. En við erum hér í 600 m hæð yfir sjávarmáli og gróðurinn er þess vegna mjög viðkvæmur. Og það eru ekki síður útlendingar sem gera þetta en íslendingar. Frakkar t.d. verða yfir sig undrandi þegar þeir heyra að þetta er bannað," sagði Sigríður Ingólfsdóttir skálavörður Ferðafélags Islands og starfsmaður Náttúruverndarráðs í Landmanna- Iaugum í byrjun spjalls við blm., en með henni starfar Guðrún Sigurðar- dóttir á þessu svæði. „Náttúruverndarráð hefur í mörg ár barist fyrir því að fá svæðið friðlýst, en án árangurs. í hverju starfið er fólgið? Við sjáum hér um skálann, tökum á móti fólki, Ieiðbeinum því um gönguleiðir og höfum eftirlit með því að vel sé gengið hér um landið. Skálinn er opinn fólki frá byrjun júlímánaðar og til septemberloka, en í júií og ágúst eru um 200 manns að meðaltali staddir hér á svæðinu yfir nóttina. Meðal dvöl fólks er svo 1—2 nætur. Já, ég verð að segja að það er stórmunur á því, hvað útlendingar ganga hér verr um bæði skálann og svæðið en íslendingar. Þó að landinn skilji reyndar frekar eftir sig bráfarusl og annað, þá má þó alltaf þrífa það upp. Það er talað um að auka þurfi ferðamannastrauminn til íslands, en miðað við umgengni og akstur um landið án þess að leiðsögumaður sé með í ferðum þá getur það varla borgað sig að hvetja útlendinga frekar til þess að sækja okkur heim. Alla vega er kominn tími til þess að gripið sé til einhverra ráðstafana. Jú, við reynum að hafa eftirlit með útbúnaði fólks, sem ætlar að halda upp í langar gönguferðir. Og þá sérstaklega með útlendingunum. Og þegar við vitum til þess, t.d. að fólk ætli að ganga niður í Þórsmörk, þá köllum við um talstöð niður eftir og fylgjumst með því hvort það er komið á léiðarenda." Eg spurðist fyrir um ferðir fólks niður í Þórsmörk. „Á sl. tveimur—þremur árum hafa þessar ferðir orðið vinsælar, en þær hafa ekki verið auglýstar á vegum Ferðafélagsins vegna örðugleikanna sem geta verið við Fremri- Emstruána. En þegar brúin verður komin þar yfir og leiðin hefur verið stikuð þá er ekki vafamál að þær verði vinsælli. Það hafa um 20 íslendingar gengið niður eftir í sumar og þá oftast 4 saman. En fólk segir aö það sé mun skemmtilegra að ganga héðan í Þórsmörk heldur þaðan og hingað. Hvers vegna ég sótti eftir að vinna hérna? Já, ég hef verið hér í þrjú sumur og kunnað vel við mig, en ég er í rauninni mikil áhugamanneskja um náttúruvernd.“ Rætt við Sigríði Ingólfsdóttur Sigríður Ingólfsdótlir skilavöróur F.l. og starfsmaður Nittúruverndarriðs í Landmannalaugum. Ginge SLÖKKVITÆKI Þurrdufts- froðu- vatns- kolsýru- og Halon- tæki BRUNABOÐAR BRUNATEPPI BRUNAAXIR ÖRYGGISHJÁLMAR EYRNAHLÍFAR RYKGRÍMUR HLÍFÐARGLERAUGU ANDLITSHLÍFAR STORZ-SLÖNGUTENGI STORZ-SLÖNGUSTÚTAR BRUNADÆLUR SLÖNGUKLEMMUR nota hinir vandlátu. Stærðir frá %“ til 12“. Múr-VERKFÆRI Múrskeiðar Múrfílt Múrbretti Stálsteinar Múrhamrar Réttskeiðar Þjalir mikiö úrval. Tengur Fjölbreytt úrval. Hverfisteinar í kassa, og lausir Skiftilyklar Rörtengur Boltaklippur Vírklippur Blikklippur Skrúfjárn Sporjárn Skrúfpvingur Stjörnulyklar topplyklar Til síldarsöltunar: Síldarháfar Tunnutrillur Stúkrókar Lyftikrókar Botnajárn Díxlar Drifholt Laggajárn Tunnustingir Tunnuhakar Merkiblek Pækimælar Gjarðahnoö Plastkörfur Síldarhnífar Stálbrýni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.