Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 7 „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á aö halda, og enda á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja", — höfundur þessara oröa liföi á öld, sem var okkar tímum ólík um margt, ekki sízt um áhrifavald foreldranna til aö móta lífsstefnu hinna ungu. Bjartsýni hans stenzt ekki prófraun tím- ans í dag, t.d. um þaö, sem tekur til trúarlífs og — skoöana. En gætum aö: þau veðrabrigði eru á lofti víöa um heim, og þeirra gætir einnig hér, aö hugir æsku- ilýös beinast í auknum mæli aö trúarlífi og trúar- iökunum. Sú þörf leitar útrásar í mörgum myndum og sumum, sem lítt eru geðfelldar eldri kynslóð- inni. En sú saga er ekki ný, unga að henni veitist erfitt aö átta sig á því, aö sú yngri fari aðrar leiöir en þær, sem hún sjálf hefur geng- iö. Væri ekki svo, yröi menningin steinrunnin og andlegt líf jafnt og verald- legt myndi staöna. Víst er, aö meö varúö þarf aö nálgast og dæma trúarjátningu og guöslíf í sálum manna. Og ekki má okkur, hinum eldri, sjást yfir þaö, aö heilagur neisti og heilög þörf kunna aö felast á bak viö þá trúar- legu tjáningu ungrar kyn- slóöar, sem ekki fer leiö hinna eldri um túlkun, athafnir og orö. Trúarlærdómana er ekki rétt aö láta sér í of miklu rúmi liggja. Á þeirra vegi standa sjálfsagt ýmsar byggingar, sem ekki eru Guös verk, þótt viö hann séu kenndar. Meginmáliö er aö kynslóöin læri aö þekkja Krist og beri lotn- ingu fyrir honum, hugsjón- um hans, lífi hans og boðskap. Kynslóö, sem nú er ung, verður á sínum tíma gömul og veröur þá leyst af hólmi af nýrri kynslóö, sem gengur nýjar götur. Þaö vill gleymast ungri kynslóö, aö þær hugmyndir sem hún er aö berjast fyrir, eru stundar- fyrirbrigði, sem næsta kynslóö kann e.t.v. aö meta lítils eöa hafa aö engu. í hverjum búningi er sá Kristur, sem viö kirkjunnar menn boöum hinum ungu? Sjáum viö Krist eins og samtíðarmenn hans sáu hann áöur en safnaðarguðfræöin gekk frá guöspjöllunum áratug- um eftir að hann dó? Margt af ungu nútíma- fólki leitar trúarþörf sinni svölunar á leiöum aust- rænnar íhugunar, einkum svonefndri íhugun, sem tíðum er fordæmd af útvöröum hinnar hefö- bundnu kristilegu boöun- ar. Þar er þögn og hugar- kyrrð talin nauösyn þess aö öölast þá upplifun, sem sótzt er eftir. Duihyggja, mýstík, hefur þó einnig veriö iökuö innan kristn- innar allar götur aftan úr fyrstu öldum. í öörum hreyfingum, sem ungt fólk aöhyllist víða um lönd, eru aörar leiöir farnar, hávaöasöm hljómlist og hreyfingar í dansi. Dansinn hefur veriö iökaöur sem trúarathöfn um árþúsundir, en sem slíkur fordæmdur af rétt- trúuöu fólki. Og minnast má þess, aö einni fegurstu dæmisögu sinni, sögunni af týnda syninum og heim- komu hans til fööurhús- anna lýkur Kristur ekki í trúboöshúsi eöa á bæna- samkomu, heldur í veizlu- sal viö söng og dans. En söngur og dans er ekki sízt það, sem mín kynslóð hefur á móti trúarsam- komum hippa, sem lengst viröast ganga í öfgar. Ég er engan veginn aö halda fram sem ágæti ýmsu því sem talið er nútíma tjáning trúarlífs. En þegar talaö er um unga fólkið og Krist má þaö ekki gleymast, aö viö, okkar kynslóö, okkar guöfræöi, okkar kirkja, sér Krist í þeim búningi sem guöfræöin hefur klætt hann í og viö höfum vanizt. En ekki er þar meö sagt, aö komandi kynslóö- ir sjái hann meö okkar augum. Enda skiptir þaö ekki öllu máli, heldur aö þær sjái hann, læri aö elska hann og læri aö bera lotningu fyrir honum og því, sem hann kom til aö boöa og lét líf sitt fyrir. Veröi ung kynslóð leidd inn í þann heim er fengið þaö, sem mestu máli skiptir. Snertingin viö heilaga veru hans, lotning- in, tilbeiösla trúhrifins hjarta á að geta verið sameiginleg ungri kynslóö og gamalli þótt sitt hvaö skilji á um ytri form og leiðir. Jafnhliöa hóflausri dýrk- un á efnislegum verömæt- um, tröllaukinni efnis- hyggju, fara víöa um lönd hreyfingar, sem hafa trúarlegan grundvöll og viröast einkum höföa til ungs fólks. Þessir straum- ar fara aö verulegu leyti fram hjá kirkjunni, og hvers vegna? Svör kunna menn mörg. Það er svo um allar trúvakningar, aö eftir sefjunarblossann kemur kaldara tímabil. Vanda- máliö mikla fyrir hina öldnu, heilögu stofnun: Kirkjuna er: Þolir kenningakerfi hennar gagnrýninn hug ungrar kynslóöar, sem lætur ekki segja sér ómelt, aö eitt- hvaö sé gott af því aö gamla fólkinu þótti svo, eöa eitthvaö rétt af því aö þaö stendur á blöðum heil. Ritningar? Hvorki gamalt fólk né gömul helgirit hafa þaö drottin- vald, sem áöur höföu. Ungu fólki þarf aö gefa veganesti sem stenzt íhugun þess og gagnrýni eftir aö hitamark sefjunar- innar lækkar og tími kaldr- ar hugsunar og gagnrýni hefst. Hér blasir viö megin- máliö: Kristur og kynslóð- in unga. Samtíöarmenn Jesú sáu hann trúlega öörum augum en viö. Vísvitandi geröist hann hneykslunarhella mörgum. Hvernig sér ung kynslóö í dag hann? Ekki sem hinn mjúkláta mann, eins og hann er tíðast boöaöur, heldur sem boöbera rétt- lætis ranglátri kynslóö, vægöarlausan boöbera jafnaöar í heimi, sem er fullur ójafnaöar og rang- látrar skiptingar lífsgæö- anna. Svo var hann, og af ýmsu því, sem ég hef lesið um trúartjáningu ungrar kynslóöar, sem fer aörar leiöir en þær heföbundnu, sýnist mér hún sjá Krist líkar því sem samtíðar- menn sáu hann á vegum Gyöingalands og götum þorpa og bæja en viö sjáum hann í gegn um gleraugu guöfræöi 19 alda. Kristur og kynslóðin SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. bama&fþlskyldu- Ijósmyndir /öJJSTURSrf^ETl 6 SÍMI12644 PÓLÝFÓNKÓRINN Starf kórsins hefst að nýju í lok september, ef næg pátttaka verður Ungt fólk meö góöa söngrödd, næmt tóneyra og helzt nokkra tónlistarmenntun óskast í allar raddir kórsins. Ókeypis raddþjálfun á vegum kórsins. Næsta viöfangsefni: J.S. Bach, jólaoratoría. Takiö þátt í þroskandi og skemmtilegu tómstundastarfi. Skráning nýrra félaga í símum: 43740 — 17008 og 72037 — eftir kl. 6. Fyrstir á íslandi (í elzta verzlunarhúsnæði Reykjavíkur) Bjóöum nú fyrsta sinni peysuboli áprentaöa íslenzkum myndum í fjölmörgum litum og úrvali teikninga. Komiö og veljiö peysubol meö íslenzkri mynd. Pressum myndina í bolinn meöan þiö bíöiö t.d. tilvalin afmælisgjöf, vinsaælasta sendingin til vina og vanda- manna erlendis, fyrir sólarlandafara o.fl. o.fl. Flestar stæröir margir litir, vandaöir íslenzkir og danskir bolir. Fyrir t.d. táninga bendum viö á stjörnumerkin meö íslenzkum texta. Innifaliö í öllum okkar veröum er ókeypis nafn eftir óskum. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er Gler og postulínsbúðin — peysuhornið, Hafnarstræti 16, sími 24338.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.