Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 Það hriktir þegar í helgidómum Rommel-goðsögunnar. Hofprestarnir heyja hatramma varnarbaráttu. I blaðinu „Frankfurter Allgemeine" var talað- um „ósvinnu" og „Deutsche Zeitung" maldar í móinn yfir „hleypidómafullri" frásögn, sem ekki komi að öllu leyti heim og •saman við sögulegar staðreyndir. Fyrrverandi eftirlitsmaður í flotanum, Friedrich Ruge að nafni, bendir á að hér séu fram komnar „táknrænar ýkjur af Irvinggerðinni" í sama mund og Hans Speidel hershöfðingi ræðst á fullyrðingar, sem hann kallar „annaðhvort villandi eða rangar". Sjálfur forseti Rauða krossins, Walter Bargatzki, eggjar félaga sína að láta til skarar skríða gegn firrunni af fullri einurð. Tilefni þessarra upptendruðu athuga- semda er rit brezka sagnfræðingsins David Irvings um Rommel yfirmarskálk, sem Vestur-Þjóðverjar eiga von á að sjá á bókamarkaði í október. Ókyrrð áöur- nefndra herramanna er auðskýrð. Aldrei hefur erlendur höfundur snert ómjúk- legar við opinberlega yfirlýstu átrúnaðar- goði og æviblekkingu Sambandslýðveldis- ins en þessi ensku söguendurskoðandi. Hver einstakur svipdráttur myndar- innar af Rommel er rannsakaður á nýjan leik, hinnar þjóðlegu myndar „eyði- merkurrefsins", sem eitt sinn bar fræki- legt sigurorð af Bretum og Bandaríkja- mönnum í orrustu, sýndi jafnaðargeð í blíðu sem stríðu, var áfram um að kollvarpa Hitler og eftir að hafa neyðst til sjálfsmorðs hófst á guðastall í hofi þeirra fáu, sem reyndu að stinga fótum við ógnarríkinu. En um Rommel Irvings er öðru máli að gegna. Marskálknum hætti til að lítils- virða afrek annarra herforingja en sjálfs sín, að áliti Irvings. Hann reyndi tíðum að skella skuldinni á undirmenn sína væru honum mislagðar hendur og hunzaði ráð reyndra ofursta — „með örlagaríkum afleiðingum fyrir hersveit- ina“ (Irving). Marskálkurinn, sem var svo sjálfs- öruggur á vígvellinum, heldur Irving áfram, varð oft taugaóstyrkur og stjórn- aði ómarkvisst í kjölfar ósigurs og á undanhaldi. Hefði hann t.d. haft meira þolgæði til að bera hefði hann átt að geta snúið orrustunni í Kasseríne-skarði í Túnis í ársbyrjun 1943 sér í vil. Pólitískur einfeldningur Irving er þó síður en svo kappsmál að gera lítið úr Rommel. Jafnvel þótt hann hafi hann stöðugt undir smásjánni, er Rommel eftir sem áður mikilhæfur hershöfðingi að áliti Irvings og óviðjafn- anlegur meistari eyðimerkurstríðsins. Jafnframt er hánn í augum Irvings „Hannibal nútímans, sem umkringdi andstæðinga sína og gróf undan sjálfs- trausti og baráttuþreki þeirra". Hann hafði sigur úr orrustum „sem aðrir hershöfðingjar hefðu bersýnilega tapað." Það, sem fyrst og fremst aðskilur Irving og aðdáendur Rommels til þessa, eru niðurstöður, sem frýja hetjunni stjórnmálavits. í svipmynd Irvings er Rommel pólitísk- ur einfeldningur, hermaður fram í fingurgóma, í slagtogi með taglhnýting- um Göbbels úr áróðursmálaráðuneytinu. Allan sinn starfsferil stólar hann á Hitler og prísar sig sælan að hafa fengið tækifæri til að starfa í þágu „nýrrar hugsjónar fyrir foringjann og þjóðina". (Úr einkabréfi Rommels). I slíkri persónulýsingu er hvergi að merkja vott um andspyrnu af því tagi, ÞANN 20. júlí 1944 Þvingaði Hitler Erwin Rommel til að taka inn eitur. Síöan hafa sagnfræöingar og liðsforingjar Þýzka hersins hyllt hann sem ötulan andspyrnumann gegn einræðisherranum. í nýrri bók sýnir brezki sagnfræðingurinn David Irving hins vegar fram á aö Rommel hafi í rauninni aldrei tekiö pátt í andspyrnuhreyfingunni og aö hann hafi búist við pólitískum umskiptum leiðtogans allt par til í júlí 1944. „Eyðimerkurrefurinn" — Hershöfðinginn Bradley taldi hann meðal tíu stórkostlegustu marskálka heimssögunnar. sem hefðbundnir Rommel-dýrkendur hafa reiknað honum til tekna. Ekki einu sinni eftir Afríkuherförina vorið 1943, þann tíma er ævisöguritarar telja einkennast af sjálfsgagnrýni Rommels og ónáð hans hjá Hitler, fær Irving fundið minnstu vísbendingu um fáleika með marskálknum og einræðisherranum. Þvert á móti er Irving kleift, í ljósi nýrra upplýsinga að skýra enn betur .^{rtfcafcerp* A.b. u. %-xr 1 L^. Ar>ws “ /K.-fj , 'vhí ^ (j ^ sv, VJí. ; * (■* . < J Ævisöguritarínn David Irving: „Sagnfræðingar hafa látið sér nægja pð skrifa hver upp eftir öðrum.“ Eitt bréfa Rommels til Lucie. „yfir sandhæðir flöktir einmana skuggi" þennan óljósa ævikafla Rommels og sýna fram á að kærleikur Hitlers og Rommels hafi aldrei verið meiri en einmitt á þessum sumar- og haustmánuðum 1943. Þessu til stuðnings vitnar Irving í orð Rommels sjálfs frá umræddum tíma um Hitler: „Hvílíkan kraft leggur frá honum. Undravert að sjá með hvílíkri trú og tiltrausti þjóðin reiðir sig á hann“. Samkvæmt frásögn Irvings heldur Rommel til Frakklands í árslok 1943 staðráðinn í að reisa skorður við innrás Bandamanna og gefa Hitler þannig tækifæri til að ráða niðurlögum stríðsins á pólitískan hátt. Er það ekki fyrr en orrustan er í algleymingi að sigurvon Rommels fjarar út. En hvað um hina margtöluðu and- spyrnu gegn Hit-Ier í lokin og ömurlegan dauðdaga Rommels? Hvað varðar starf- semi Rommels á þessum vettvangi hefur Irving ekki komið auga á neinar vísbend- ingar í þá átt. Hann stingur upp á nýstárlegri kenningu í staðinn: Rommel var aldrei aðili að andspyrnu- hreyfingunni. Hann kom nokkrum sinn- um að máli við andspyrnufélaga, en skuldbatt sig aldrei sjálfan. Hann hafnaði hugmynd um morðtilraun við Hitler. Allt til síðasta dags hélt hann í vonina um að Hitler myndi finna pólitískt úrræði nasistum til bjargar, er stríðinu var tapað. í öðru lagi komst Rommel aldrei á snoðir um að nokkrir nánustu samstarfs- manna hans voru í andspyrnuhreyfing- unni eða að tvær skriðdrekasveitir, er samsærismenn höfðu ætlað að taka þátt í valdaráninu, töfðu er tefla átti þeim fram við innrásarlínuna, þar sem þær hefðu e.t.v. getað ráðið úrslitum fyrir Þjóðverja. 1 þriðja lagi var það ekki fyrr en í hita innrásarbardagans að Rommel hug- kvæmdist í „trylltum dagdraumum sín- um“ (Irving) að ljúka sátt við yfirmenn árásarliðsins um vopnahlé á vesturvíg- stöðvunum svo ráðrúm gæfist til að halda hernaðaraðgerðum áfram í austri. í fjórða lagi á dauðdagi Rommels rætur sínar að rekja til tiltækis handsamaðra andspyrnumanna; aö freista þess að flækja áhrifamikla marskálka við söguna í yfirheyrslum Gestapo í því skyni að koma af sér sökinni og hylma yfir meðseka andspyrnumenn. Það var á þennan hátt að nafn Rommels komst í réttarbækur — með örlagaríkum afleið- ingum fyrir hann. Tignaröndvegi Þvílík villutrú er ekki aðeins til þes:, fallin að egna vini og málsvara Rommels til reiði, hún er skýlaus ögrun við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.