Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 23 vestur-þýzka sagnfræðinga. Því þegar allt kemur til alls verða kenningar og uppljóstranir Irvings ekki túlkaðar á annan veg en þann að þeir hafi farið með hindurvitni og skrifað staðlausa stafi. Sögu- og endurminningarritarar þjóð- arinnar hafa seint þreytzt á að lofsyngja Rommel sem föðurtákn andspyrnuhreyf- ingarinnar á hersvæðum Þjóðverja á vesturvígstöðvunum. Hann skipaði sama tignaröndvegi og Stauffenberg og aðrir píslarvottar frá 20. júlí 1944 og talað hefur verið um að samsærishópurinn hafi ætlað honum sess ríkisleiðtoga. Herskálar vestur-þýzka hersins voru nefndir eftir honum, eldflaugatruflari er kenndur við hann og götur og gistihús einnig eins og um væri að ræða fjarlægt bergmál af andvarpi Churchills frá stríðstímanum: „Rommel, Rommel, Rommel". Hinn látni Rommel svalaði þörf sigraðrar og sakfelldrar þjóðar eftir hetjuímynd, sem gat talið heimi og eftirkomandi kynslóðum trú um að Þjóðverjar Hitlerstímabilsins hefðu verið betri, þýðlegri og mannlegri en hermt var. Heimskunnur píslarvættismarskálk- ur á borð við Rommel var einn fær um að ljá hinni þokukenndu Hitler-andstöðu trúverðugan svip erlendis. Til þessa ætlunarverks hefði annar vart verið ákjósanlegri. Sú mynd sem menn gerðu sér af Rommel lýsti einum hinna síðustu mikilhæfra drengskapar- manna í broddi stríðsfylkingar, vinsæl- asta hershöfðingja heimsstyrjaldarinnar síðari, sem bandaríski hershöfðinginn Bradley hafði þegar nefnt í hóp tíu stórfenglegustu marskálka heimssögunn- ar. Goðsöguhjúpurinn hafði snemma færzt yfir Rommel. Hann var gæddur nánast óbrigðulu hættuskyni og lifði af tvö morðtilræði leyniskyttna á vegum Banda- manna. Svo friðhelgur var Rommel að hirðingjarnir, sem kynnst höfðu honum við El-Alamein, sáu anda hans storma eyðimörkina ennþá árið 1967 og buðu honum til fundar með fornum andstæð- ingi sínum, Montgomery. Ber að líta á slíkt sem einbera kjánatrú? Arabar virðast á annarri skoðun. Þannig spurði Kaíróblaðið „Le Bourse" árið 1954: Hvernig víkur því við að maður þessi heillar fjöldann svo enn þann dag í dag? Nafn hans merkir tilfinningu og draum. Yfir sandmelum flöktir skuggi þess manns, sem að eilífu varð fangi eyðimerkurinnar, ljóðrænu hennar og leyndardóms". Annars eðlis var á hinn bóginn sú goðsaga, er upp spratt í heimahögum Rommels í sama mund. Fyrrverandi samstarfsmenn og vinir marskálksins rómuðu hinn látna sem áhrifamikinn andspyrnumann. Speidel hershöfðingi, sem náð hafði að verða yfirmaður herforingjaráðs Romm- els af því kastast hafði í kekki með eiginkonu forvera hans og konu mar- skálksins, ljóstraði því áformi Rommels að hafa ætlað að taka Hitler höndum og draga hann fyrir dómstóla. Stríðsfrétta- ritarinn Lutz Koch kvað sér hafa verið kunnugt um hugmyndir marskálkanna Rommels og Mansteins um að hrifsa á sitt vald aðalstöðvar foringjans. And- spyrnumanninn Karl Strölin rak minni til að hafa ýtt ýtarlegar viðræður við Rommel um samblástur gegn Hitler. Kunningi Speidels, Ruge, kom því orðspori á kreik að Rommel hefði verið eini maðurinn í Þýzkalandi, sem hefði enn getað bundið enda á stríðið eftir 20. júlí 1944 og fyrrverandi ofursti, Nolte að nafni, lýsti Rommel sem „staðföstum í dómi sínum yfir ósiðvendnu og óraun- hæfu skipulagi, sem sat á svikráðum við hvort tveggja sjálft sig og aðra“. Sómastrik En hversu tortryggilegar slíkar kenn- ingar kunna að virðast er víst að umheimurinn gein við þeim. Yfirvöld meðal sigurvegaranna, fagnandi því að geta aftur sætzt við Þjóðverja, voru óðfús að viðurkenna andspyrnuhetjuna Rommel og brátt varð hinn yfirlýsti Hitlerandstæðingur eftirlæti útlendra fjölmiðla. Hollywood-leikstjórar og brezkir hers- höfðingjar sáu um að gera fyrrverandi uppáhaldshershöfðingja Hitlers vinsæl- an. Desmond Young, fyrrverandi stór- fylkisforingi, gaf árið 1950 út bókaflokk í Bretlandi helgaðan ævi Rommels og kvikmyndafyrirtækið „Twentieth Century Fox“ gerði myndina „Eyðimerk- urrefurinn" með James Mason í aðalhlut- verki. Þvílík varð hrifning manna yfir mynd þessari að henni var samstundis fylgt eftir með annarri og nefndist sú „Eyðimerkurrotturnar". Rommelaldan hreif einnig þráustu efasemdarmenn. Churchill, forsætisráð- herra Breta, lét m.a. hafa eftir sér í neðri deild brezka þingsins 1953: „Viðnám Rommels gegn harðstjórn Hitlers, sem kostaði hann lífið, lít ég á sem enn eitt sómastrik honum til handa". Þeir samstarfsmanna Rommels, sem betur vissu, þögðu hvort sem var af föðurlandsást eða pólitískum ástæðum. í augum vestur-þýzkra sagnaritara virtist engum blöðum að fletta um andspyrnuað- ild Rommels. Enginn þeirra virtist telja knýjandi nauðsyn á að líta heimildirnar gagnrýnisaugum. Vitnisburður vina Rommels var meðtekinn grunsemdalaust og ný gögn voru áfram í skugganum. En þar sem gloppur er að finna í rannsóknum á Þriðja ríkinu og þær styðjast við þjóðsögu hendir ósjaldan að upp stingur kollinum „maður með þokublandna töfra" (Súddeutsche Zeit- ung) sem er það aufúsuverk að venja þá af káki og hundavaðshætti. David Irving, fertugur að aldri og ávallt á þönum að spyrjast fyrir hjá sjónarvottum Hitlers- tímans, gaf hvatskeytlega til kynna að þýzkum sagnfræðingum hefði orðið alvarlega á í messunni með tilliti til Rommels. Áhugamanninum Irving er aftur á móti umhugað um að sýna háskólafræðimönn- um hvernig rannsaka skal og rita sagnfræði. „Flestir sagnfræðingar," segir hann, „láta sér nægja að skrifa upp hver eftir öðrum.“ Sterkustu hlið hans er einmitt hér að finna; í því að draga nýjar heimildir fram í dagsljósið, fá vitni, sem hingað til hafa þagað, til að leysa frá skjóðunni og leiðrétta þau, sem hingað til hafa farið með rangt mál. í þessu skyni er ekkert verkefni honum ofviða og engin för of löng. Hann blandar geði við verkamenn í Ruhr til að læra þýzka tungu, skyldar sig til að læra spænsku með starfi sem ritari á bandarískri flugflotastöð í landi Frankós, lærir að ráða þýzka hraðritun til að geta lesið skrif Himmlers, sem enginn sagnfræðingur til þessa hefur kannað. Irving varð fyrst að skotspæni atvinnu- sagnfræðinga 1977 er hann gaf út bók um Hitler, þar sem hann hélt því fram að foringjanum hefði verið alls ókunnugt um fjöldamorð á gyðingum. Hann dró fram nýjar heimildir, sem þó voru ekki sérlega sannfærandi og gagnrýnendur snerust flestir gegn honum. Þó verður að segja að þýzkum sagn- fræðingum hættir allt of oft til að hunza algerlega hæfileika hins nýja hólmgöngu- manns í faginu. Einkum á það við um sagnfræðinginn Eberhard Jáckel í Stutt- gart, sem gerir sér dælt við að saka Irving um lausúð og æsingaskrif. Örlátari starfsbræður Jáckels, eins og t.d. sagn- fræðingurinn Mommsen, hafa þó löngum vitað „það er happ fyrir okkur að eiga Irving að, sem ávallt innblæs fræðimönn- um nýjar hugmyndir". Brezkir sagnfræðingar, ekki eins hátíð- legir og viðkvæmir og þýzkir starfsbræð- ur þeirra, láta oft orð falla í sömu átt. „Atvinnusagnfræðingar hafa alltaf," segir Michael Howard, „neitað að horfast i augu við hina geypilegu vinnuhörku Irvings og undursamlega happasæld við að hafa upp á nýjum gögnum. Þeir ættu að vera honum þakklátir fyrir að sýna almenningi hversu mikilvægar slíkar heimildir geta verið.“. Það voru einmitt ný gögn af þessu tagi sem komu Irving á „refssporið" eins og hann nefndi ævisögu Rommels síðar. Nokkrar vísbendingar sannfærðu hann um að nauðsynlegt væri að skrifa hana enn á ný frá byrjun. Hermaður Irving hafði unnið að bókinni um Hitler þegar honum hugkvæmdist að eitthvað væri bogið við sögu Rommels eins og hún hafði verið rakin. Hann rakst á dagbækur frá B-sveit Rommels úr stríðinu og undirdeilda hennar og fann söguna rakta þar með allt öðrum hætti en hann hafði gert sér í hugarlund áður. Af dagbókunum mátti nefnilega ráða að Hitler hafði í síðasta lagi í mars 1944 spáð nákvæmlega fyrir um landtöku innrásarhers Bandamanna í Frakklandi. Hitler taldi þá mundu ganga á land í Normandy og e.t.v. einnig á Bret- agne-skaga, Rommel hins vegar, sem gat ekki gert upp hug sinn, vænti helzt innrásar á Ermarsundsströnd Frakka. Fullyrðingar Speidels, þ.á m. í bók hans „Innrásin 1944“, bentu til hins gagn- stæða: hinn tornæmi Hitler átti alls ekki von á Normandyinnrásinni, hinn slyngi Rommel vissi upp á hár hvar herinn bæri að landi. Irving kom í hug að hann hefði afhjúpað þjóðsögu. „Speidel hershöfð- ingi,“ sagði hann, „hefur seitt allan sagnfræðingabálkinn með frásögn sinni“. Var þá allt jafn öfugsnúið varðandi Rommel og þessi frásaga? Spurningin fékk á huga Irvings og hann hófst handa við rannsóknir. Hann ferðaðist til Rommel yfirmarskálkur ásamt fjölskyldu áriö 1912. (Meö hattinn). Sambandslýðveldisins á höttunum eftir nýjum vitnisburði og áður óþekktum heimildum. Eitt varð honum sífellt ljósara: útgáfan af andspyrnusögunni átti ekki við rök að styðjast heldur. í bænum Herrlingen dokaði Irving við hjá ekkju Rommels, Lucie, og beiddi hana aðstoðar. Gesturinn veitti því brátt athygli að gamla konan hafði ekki eins illan bifur á neinu og andspyrnurymtin- um. Hún dró fram úr pússi sínu yfirlýsingu, er hún hafði þegar gefið í mótmælaskyni í september 1945. Þar mátti lesa: „Ég vildi árétta það enn einu sinni að eiginmaður minn tók engan þátt í undirbúningi eða framkvæmd 20. júlí — Hitler fagnar eftirlætismarskálki sínum í aöalstöövunum. „Foringinn tekur umyrðalaust rétta ákvörðun.“ samsærisins. Hann neitaði sem hermaður að fara inn á þessa braut. Hann var alla sína lífstíð hermaður en aldrei pólitíkus". Eftir að þau höfðu hitzt tvisvar hafði Irving áunnið sér tiltrú ekkjunnar svo fullkomlega að hún veitti honum leyfi, sem engum hafði áður hlotnast, til að lesa u.þ.b. þúsund einkabréf, sem hjónin höfðu skrifað sín á milli. Á þennan hátt lærði Irving meira um Rommel en nokkur sagnfræðingur hafði fyrri. „Ef þú lest allt sem einn maður hefur skrifað konu sinni um þrjátíu ára skeið, öðlast þú innsýn í sálarlíf hans, dýpstu hugrenningar, þrár, skapgerð og sannfæringu“. Foringinn veit Skömmu síðar lézt Lucie Rommel. Irving hélt engu síður ótrauður áfram og komst á snoðir um ómetanleg gögn, þ.á m. dagbók Rommels frá Afríku, sem talin var glötuð, athugasemdir hans í hrað- skrift um orrustuna við El-Alamein, dagbækur túlks hans, Armbrusters, bréf og dagbók undirforingja hans, Langs, ásamt skissum hershöfðingja og ofursta, er hann stjórnaði. I skjölum þessum þóttist Irving sjá fyrir sér allt annan Rommel en birtist í goðsögu eyðimerkurrefsins. Hér gaf að líta feiminn og næsta hugmyndasnauðan Sehwaba í lífi og leik, metnaðargjarnan, ögn hégómlegan, gæddan naumu skop- skyni, íþróttamannslegan, sniásmuguleg- an og allt að því gersneyddan lista- og vísindaáhuga frá byrjun sökum ofríkis- legs menntakapps föðurins. Bók Irvings er þvi nýstárleg og óvænt. v'- • „Ávallt hermaöur og aldrei póli- tíkus.“ Rommel (t.h.) í Frakk- landi 1944 ásamt aðstoðarfor- ingjum sínum, Lang, Ruge og Speidel. Þar er rekinn ferill og barátta Rommels á tindinn og greint frá því hvernig fundur Hitlers og hans bar til. Er að stríðinu dró' virðist sem þeir hafi snúið bökum saman. Einræðisherrann sá í ofurstanum óhefl- aða persónu samræna honum sjálfum og greiddi götu hans eftir því. Brátt var svo komið að Rommel mátti ekki af foringj- anum líta. Hann skrifaði fjölskyldu sinni m.a.: .„Foringinn mun umyrðalaust taka rétta ákvörðun“ og síðar „Foringinn veit nákvæmlega hvað okkur er fyrir beztu“. Rommel virðist aldrei hafa borið brigður á dómgreind Hitlers. Ekkert áfall var svo illt að foringjanum væri ekki sómi að. Er Mussolini var kollvarpað í júlí 1943 var hann enn bjartsýnn: „Okkur ætti síður en svo að vera til baga þegar aðeins einn stórkostlegur maður er um forystuna í Evrópu". Þá kvað enn við sama tón og þremur árum áður: „Hvernig kæmumst við af án foringjans? Mér er til efs að völ sé á öðrum Þjóðverja, er sameinað gæti hernaðarlist og stjórn- vizku með viðlíka glæsibrag og foring- inn“. Það leið að lokum striðsins og Rommel beið þess í ofvæni að foringinn kallaði hann til nýrra afreka. „Yfirmarskálkur í heimahúsum er eins og fangi,“ skrifaði hann í dagbók sína. Loks þegar foringinn boðaði hann svo til fundar grunaði Rommel sízt að það ætti eftir að verða hans hinsta för. Hrærður reit hann konu sinni: „Ástarkveðjur og hamingjuóskir fyrir 1944. Megi það færa okkur sigur og varandi frið“. (l»ýtt og endursagt úr Der Spiegel) -gp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.