Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 Austurstræti 7 . Simar. 20424 — 14120 Einbýlishús Til sölu er stórt einbýlishús á góðum staö. Uppl. ekki gefnar í síma um þessa eign. Seltjarnarnes Til sölu ca 200 fm parhús í smíðum á tveimur hæóum. Húsinu veröur skilaö fokheldu aö innan, aö utan t.b. undir málningu með gleri og útihurð- um. Teikning og nánari uppl. í skrifstofunni. Æsufell Til sölu góð 4ra herb. íbúð á 6. hæð. Nönnugata Til sölu góð 2ja herb. íbúð. Höfum kaupendur að góðum einbýlishúsum, rað- húsum og sérhæðum. Oft er um mjög góöar útb. aö ræöa. ÞURFIÐ ÞER H/BYL/ k Krummahólar 2ja herb. íbúð á 4. hæð, bílskýli, fallegt útsýni. ★ Barmahlíö ca 85 ferm íbúð í kjallara, sér inngangur, sér hiti. ★ Laugarás 3ja herb. íbúð á jarðhæð, sér inngangur. ★ Kleppsvegur 4ra herb. íbúð — eitt herb. í risi. ★ Breiðholt 5 herb. íbúð á 7. hæð, glæsilegt útsýni. ★ Kleppsholt 140 ferm íbúð á tveim hæðum. ★ Raöhús í smíöum Innbyggður bílskúr í Breiðholti og Garöabæ. ★ Selfoss 3ja herb. íbúð í þríbýlishúsi. ★ Þorlákshöfn Einbýlishús með bílskýli. (Við- lagasjóöshús). Skipti á 2ja—3ja herb. íbúö koma til greina. í Reykjavík eða nágrenni. •k ísafjörður Húseign með tveimur íbúðum ásamt stórum bt'lskúr. Eignin selst í einu eöa tvennu lagi. Hagstæð kjör. ★ lönaöarhús 1. hæö 300 ferm, góöar inn- keyrsludyr. 2. hæð 350 ferm. Húsið er uppsteypt með gleri. ★ Seljendur íbúöe Höfum fjársterka kaupendur á flestum stæröum íbúða. Verö- leggjum íbúöir samdægurs, ykkur að kostnaöarlausu. HlBYU & SKIP óarðastræti 38. Sími 26277 Gísli Ólafsson 20178 Björn Jónasson 41094 Málflutningsskrifstofa Jón Ólafsson hrl. Skúll Pálsson hrl. Karpov Baguio, Filipseyjum, AP. FLEST bendir nú til þess að heimsmeistaraeinvígið í skák verði ekki það aðdráttarafl sem aðstand- endur þess hér reiknuðu Korchnoi Ýmsir aðstoðarmanna bæði Karpovs og Korchnois hafa sagt að hinir fáu áhorfendur trufli keppendur óverulega, en Viktor Batur- insky, forystumaður fylgdar- Einvígið ekki það aðdrátt- arafl sem búist var við með. Aðsóknin hefur verið nánast engin, sjónvarpsrétt- indi voru óseld þegar síðast fréttist og framkvæmdaaðil- ar hafa nú viðurkennt að framkvæmdin kosti um tvær milljónir Bandaríkja- dala, eða rúmar sex hundruð milljónir íslenzkra króna. Þeir telja þó að Filipseyjar eigi eftir að hagnast á framkvæmdinni síðar en aðrir draga þær vonir heimamanna í efa. Frá upphafi einvígisins hafa áhorfendur yfirleitt verið færri en 75 að hverri skák þeirra Karpovs og Korchnois. Og í flest skipti sem teflt er eru starfsmenn fleiri en áhorfendur. I eina skiptið sem sýningarhöllin sem teflt er í hefur verið þéttsetin var þegar Ferdin- and E. Marcos forseti opnaði einvígið við athöfn 17. júlí sl. Þá var ekkert teflt. „Fáumst ekki um þetta," sagði Florencio Campomanes sem er einn af æðstu mönnum fram- kvæmdar einvígisins. Hann sagði að fyrirfram hefði verið búist við slælegri aðsókn að skákunum vegna legu Baguio og að nú væri í fyrsta sinn krafist aðgangs- eyris að skákmóti á Filips- eyjum. Miðinn á hverja skák kostar sem svarar 2.000 krónum og Baguio er af- skekktur hvíldarbær og þar er mjög votviðrasamt. Fyrstu vikur einvígisins rigndi ákaft og var hundi ekki út sigandi, eins og haft var eftir einum sem kom til Baguio vegna einvígisins. Á óskalista beggja keppenda um keppnisstað var Baguio í öðru sæti. Áður en einvígið hófst sagði Campomanes að sjón- varpsrétturinn einn mundi greiða verðlaunaféð sem er 550.000 Bandaríkjadalir, eða rúmar 150 milljónir króna. Þegar síðast fréttist voru sjónvarps- og kvikmynda- réttindi til erlendra aðila enn óseld en sjónvarpsstöð í Manila greiðir óþekkta upp- hæð fyrir réttindi til kvik- myndunar fyrir innanlands- dreifingu. Áreiðanlegar heimildir herma að beðið sé um tvær milljónir dollara fyrir dreifingarrétt utan Filipseyja. Framkvæmdaraðilar skákeinvígisins eru bak- tryggðir fyrir rekstri mótsins. Hver sá aðili eða aðilar eru hefur verið algjört leyndarmál, en talið er nánast öruggt að helztur þeirra sé milljónamæringur- inn og kaupsýslumaðurinn Potenciano Ilusorio sem er náinn vinur Marcos forseta. Ilusorio skýrði frá því að kostnaðurinn við fram- kvæmdina yrði um tvær milljónir dollara. í þeirri upphæð eru verðlaunin, uppihald og kostnaður vegna keppendanna og fylgdarliðs þeirra svo og auglýsingar. Þessi upphæð nær hvorki til kostnaðar við ráðstefnumið- stöðina, en byggingu hennar var hraðað mjög vegna ein- vígisins, né til kostnaðar vegna ýmissa framkvæmda í bænum sjálfum í beinum tengslum við einvígið. Þegar bænum var úthlutað einvíginu var heldur betur tekið til höndunum og flikkað upp á andlit borgar- innar sem telur eitt hundrað þúsund manns. Götur voru lagfærðar og endurlagðar, mörg hús máluð brúnum lit, og að minnsta kosti einn gerður lystigarður. Þá var stór stytta af fílum fjarlægð úr einum skemmtigarði borgarinnar, þar sem Imeldu eiginkonu Marcosar forseta þótti hún til lítillar prýði. Campomanes lét svo um mælt við AP að stjórn landsins hefði frekar viljað að einvígið yrði háð í Baguio en Manila svo að nota mætti tilefnið til að vekja athygli á Baguio sem ferðamannastað fyrir Asíubúa. „Þetta er upplagður staður fyrir þá. Það er líka alltof mikill hiti í Manila til að tefla góða skák,“ sagði hann. En rign- ingin hefur haft sitt að segja og menn hafa ekki flykkst þangað til að sjá einvígið. Þvert á móti. „Við værum sennilega núna í sólbaði við hótellaugina í stað þess að vera með nefrennsli vegna kuldans, ef við værum í Maníla," sagði eiginkona eins stórmeistarans sem kom til að fylgjast með einvíginu. Eru flestir á því að þar hefði einvígið vakið meiri athygli. Þá er Manila óvenju sólríkur bær og ekki fráhrindandi af þeim sökum. Haft er eftir Ilusorio að það hefði verið Marcos sem fékk um það ráðið að einvígið yrði haldið í Baguio. Ætlaðist hann til þess að það vekti upp skákáhuga meðal unga fólksins í landinu og beindi augum alheimsins að Filips- eyjum. liðs Karpovs, sagði þó, löng- unarfullur á svip: „Ef einvíg- ið væri í Moskvu væru þúsundir áhorfenda að því að jafnaði." „Það væru ekki nógu mörg hótel hér í Baguio og ráðstefnumiðstöðin væri ekki nógu stór fyrir svona einvígi ef Bobby Fischer væri annar keppenda," sagði Ed Edmundson frá Honolulu við AP, en hann er einn dómara mótsins. Lothar Schmid aðaldóm- ari, sem einnig var aðaldóm- ari í síðasta einvígi, í Reykjavík 1972, sagði: „Það voru vánalega um og yfir 2,500 áhorfendur að hverri skák Fischers og Spasskys í Reykjavík. Þetta er svo sem ágætis bær, en einvígið fer þó ekki fram á bezta tíma. Ég efast um að menn velti því þó alltof mikið fyrir sér, en skemmtilegra hefði verið ef teflt væri fyrir fullu húsi.“ En þó að veðrið kunni að draga úr aðsókninni, þá er ekki alltof auðvelt að ferðast hingað, einkum ef það rignir. Það tekur fjórar klukku- stundir að aka hingað frá Manila og um fimm klukku- stundir í rútu undir venju- legum kringumstæðum. Áætlunarflug tekur um eina klukkustund, en sá fyrirvari er á því að Flugfélag Filips- eyja treystir sér ekki til fíugs ef það rignir hér! Það hefur varla stytt upp í Baguio síðustu vikurnar, og fátt verið um að ferðamenn kæmu hingað vegna einvígis- ins. Og miðað við stöðu mála í dag má segja að kostnaður- inn við framkvæmd einvígis- ins verði verulega lengi að skila sér aftur. Keflavík Höfum kaupanda aö 120—130 fm einbýlishúsi meö bílskúr í Keflavík eöa Njarövík. Höfum kaupanda aö 4ra herb. íbuö í Keflavík. Ingvar Björnsson hdl., Pétur Kjerúlf hdl., Strandgötu 21, Hafnarfirði, sími 53590. Reykjavík Höfum kaupanda aö góöri 3ja eöa 4ra herb. íbúö í vesturbænum í Reykjavík, ekki í kjallara eöa blokk. Ingvar Björnsson hdl., Pétur Kjerúlf hdl., Strandgötu 21, Hafnarfirði, sími 53590. 29555 Holtsgata 2ja herb. íbúð á 1. hæö. Verð: tilboð. Hraunbær 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Verð: 14,5 millj., útb. 7,5 millj. Grettisgata 4ra herb. á 1. hæö. Verð: 13,5 millj., útb. 7—8 millj. Kaldakinn 4ra herb. Verö 13,5 millj. Mjög glæsileg sérhæð í Hafnarfirði. Miðvangur endaraðhús á tveimur hæðum, mjög vandað, stórar suðursval- ir. Tvöfaldur bílskúr. Verö: tilboð. Arnartangi Mosfellssveit Viölagasjóöshús 94 fm. Verö 14 millj., útb. tilboð. Hjólhýsi ca 20 fm. 2000 fm iönaðarhúsnæði í Kópavogi um 5000 fm lóð með byggingarrétti fylgir. Uppl. á Skrifstofunni. EIGNANAUST LAUGAVEGI 96 (við Stjörnubió) SÍMI 29555 * Sölum. Ingólfur Skúlason og Lárus Helgason, Hafnarfjörður til sölu m.a. Miðvangur endaraöhús tvær hæöir og bílskúr. Hraunkambur 3ja til 4ra herb. íbúö á efri hæö ásamt bílskúr. Garðabær Ásbúð 4 glæsileg raöhús í byggingu. Seljast fokheld. Hrafnkell Ásgeirsson hrl., Austurgötu 4, Hafnarfirði, sími 50318. Al lil.VSINCASIMINN KK: 22480 JtlorotinbTnbiíi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.