Morgunblaðið - 14.09.1978, Side 19

Morgunblaðið - 14.09.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 19 Menn Nkomos flýja úr landi Salisbury. 13. september. AP. TVEIR háttsettir aðstoðarmenn rhódesíska skæruliðaleiðtogans Joshua Nkomo hafa flúið land og eru nú í London að sögn talsmanns samtakanna ZAPU í dag. Varaforseti samtakanna, Josiah Chinamano og áróðursstjóri Nkomos, Willie Musarurwa, flýðu vegna yfirstandandi aðgerða gegn stuðningsmönnurp ZAPU að sögn talsmanns samtakanna. Hann sagði að Chinamano hefði hringt frá London og sagt að hann væri heill á húfi og mundi láta heyra frá sér bráðlega. Aðspurður hvers vegna tals- menn ZAPU hefðu haldið því fram átta klukkustundum áður að Chinamano væri enn í Rhódesíu sagði talsmaðurinn að þeir hefðu ekkert viljað segja fyrr en ljóst væri að hann væri heill á húfi. Ræða hvort líf sé eftir dauða Innsbruck, 13. september. Reuter. SEX hundruð iærdómsmenn þinga nú í Austurríki um hvort líf sé eftir dauðann. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni eru vísindamenn, guðfrasðingar og geðlæknar frá Vestur Evrópu og Bandaríkjunum, en einnig er þar fólk sem hefur dáið, samkvæmt læknisfra“ðilegum skilgreining- um um dauða, en verið endurlífg- að. A ráðstefnunni verður sérstak- lega fjallað um þær sýnir sem fólk hefur séð þegar það hefur legið á banasæng sinni. Mikið samræmi þykir í sýnum þessa fólks, en flest hefur það séð fyrir sér látna ættingja sem segjast komnir til að sækja viðkomandi. Flóðin ógna stórri stíflu Nýju Delhi, 13. sept. AP. ÞÚSUNDIR manna hafa verið fluttir frá þorpum nálægt hinni stóru Farakkastíflu í Vestur-Bengal sem er í hættu vegna flóða í Ganges samkvæmt fréttum frá fylkishöfuð- borginni Kalkútta. Alvarleg flóð geta orðið ef stíflan brestur og Mohammend Abdul Bari menntamálaráðherra sem er á ferðalagi á Farakka-svæðinu segir að ástand- ið sé alvarlegt. Herlið hefur verið sent til Veöur um víða veröld Akureyri 8 skýjað Amsterdam 19 skýjaö Apena 27 rigning Barcelona 25 léltskýjaó Berlín 17 skýjaó BrUssel 15 heiöakírt Chicago 28 rigning Frankfurt 17 rigning Genl 16 sólskin Helsinki 15 skýjaó Jerúsalem 29 heióskírt Jóhannesarb 22 rigning Kaupmannah. 15 skýjaó Lissabon 38 heiósklrt London 20 skýjaó Los Angeles 24 skýjaó Madrid 33 sólskin Malaga 26 heióskírt Mallorca 27 skýjaó Miemi 34 skýjaó Moskva 14 skýjaó New York 23 heióskírt Osló 16 heióskírt París 19 sólskin Reykjavík 11 skýjaó Rio De Janeíro 25 sólskin Rómaborg 22 sólskin Stokkhólmur 15 skýjaó Tel Aviv 29 heióskírt Tokýó 21 skýjaó Vancouver 18 heiósklrt Vínarborg 16 skýjaó Farakka þar sem vatnsborðið í Gangesfljóti er rúmum hálfum metra fyrir ofan hættumark. Hins vegar segir yfirráðherra Vest- ur-Bengals, A.K. Sen, að stíflu- garðurinn sé ekki í hættu. Fréttir frá svæðinu herma að íbúar séu stöðugt hvattir til þess að forða sér til hærri landsvæða. Bróðir Bikos tekinn fastur JóhannesarborK, 13. september Reuter LÖGREGLAN í Jóhannesarborg handtók Kaya Biko bróðir blökkumannaleiðtogans Steve Biko, en hann var einn 14 ættingja leiðtogans sáluga sem lögregla heíur handtekið síðustu daga. Lögreglan hefur varist allra frétta um tilgang aðgerð- anna, en í gær var eitt ár liðið frá dauða Bikos. Hvíta húsið hvatti stjórnvöld í Suður-Afríku í dag til þess að ákæra ættingja Bíkos strax eða láta þá lausa. I tilkynningu Hvíta hússins sagði að handtökurnar yrðu einungis til að gera ástandið í landinu verra. 600 féllu í Erítreu Róm, 13. september. AP. EÞÍÓPÍSKT herlið sem beitti skriðdrekum, stórskotaliði og flugvélum missti 600 menn fallna, særða og týnda þegar það gerði árangurslausa tilraun til að ná bænum Cohayen í Erítreu nýlega að sögn Frelsisfylkingar Erítreu (ELF). Eþíópíska herliðið gerði árásina á Cohayen nálægt landamærum Erítreu og Tigre-héraðs frá borg- inni Mandefara um 56 km suðaust- ur af fylkishöfuðborginni Asmara. Flugmaður á svifdreka steypir sér til flugs fram af kletti í Colorado í Bandaríkjunum. Kletturinn heitir „Dauði hesturinn" og er 15.000 feta fall niður á sléttuna fyrir neðan. A þessum stað fór heimsmót svifdrekamanna fram um helgina. Þá flaug frakkinn Stephane Donoyer de Segonzac í gær hærra en áður hefur verið gert á svifdreka. Með aðstoð loftfars komst hann upp í 32.720 feta hæð yfir Mojave-eyðimörkinni í Kaliforniu. Frakkinn ætlaði upp í 38.000 feta hæð á svifdrekanum, en rifa á belg loftfarsins kom í veg fyrir þær fyrirætlanir að sinni. V-Þjóðverjar tala við Assad Bonn, 13. septembcr. Reuter. HAFEZ Al-Assad, forseti Sýrlands, ræddi í dag við leiðtoga tveggja helztu stjórnmálaflokka Vest- ur-Þýzkalands í dag að loknum viðræðum sfnum við ráðherra Bonn-stjórnarinnar. Hann ræddi fyrst við Willy Brandt fyrrverandi kanslara úr flokki sósíaldemókrata og síðan við Franz Joséf Strauss leiðtoga hins bæverska arms kristilegra demókrata. Kristi- legir demókratar hafa skorað á Assad forseta að binda enda á stórskotaliðsárásir á kristna menn í Líbanon. Assad átti óvæntan fund með Helmut Schmidt kanslara seint í gærkvöldi og var það annar fundur þeirra síðan Assad kom í fimm daga heimsókn sína á mánudaginn. Áður hafði Schmidt látið í ljós von um að allir aðilar deilumálanna í Miðaust- urlöndum sýndu samkomulagsvilja. Schmidt lýsti einnig yfir stuðningi við viðræðurnar í Camp David. Assad hefur manna mest gagnrýnt viðræður Anwars Sadats Egypta- landsforseta við Israelsmenn. And- staða Assads hefur ekkert minnkað í heimsókninni og hann hneykslaði Vestur-Þjóðverja með því að gagn- rýna gerðir einstaklinga sem hefði veikt samstöðu Araba og ýtt undir æ herskárri afstöðu Israelsmanna. Stjórnin í Portúgal á bláþræði Lissabon, 13. september. STJÓRN Alfredo Nobre da Costa í Portúgal varð fyrir nýjum árásum einum degi fyrir at- kvæðagreiðslur á þingi scm geta orðið til þess að hún neyðist til að segja af sér. Helztu stjórnmálaflokkarnir hafa borið fram frumvörp þar sem stefnuskrá stjórnarinnar er hafn- að og atkvæðagreiðslurnar fara fram á morgun. Sósíalistaleiðtoginn Antonío Macedo líkti valinu á Da Costa við það þegar hagfræðingurinn Ant- onio Salazar, hinn látni einvaldur var valinn forsætisráðherra fyrir hálfri öld. Hann kvað það andstætt lýðræði að stjórn óháðra manna sæti að völdum. Sekt fyrir misnotkun stórmyndar Washington. 13. september, Reuter. KVIKMYNDASAMSTEYPAN „Twentieth Century-Fox“ var í gær sektuð um 25.000 Bandaríkja- dali fyrir að nota stórmynd sína Stjörnustríðin (,,Star-Wars“) til að neyða kvikmyndahúseigendur til að panta ennfremur kvikmyndir sem ólíklegar þykja til velgengni. Hernaðarjafnvægið óhagstætt vestrinu London, 13. september. AP. ALÞJÓÐLEGA herfræðistofn- unin í London hefur lýst áhyggjum sínum vegna vax- andi uppbyggingar hernaðar- máttar kommúnistaríkjanna og segir að vesturveldin standi lakar að vígi á landi, sjó og í lofti. Stofnunin segir þó að varnir Atlantshafsbandalagsins séu geysiöflugar og að hvers konar tilraun til að rjúfa þær út- heimti meiriháttar árás. í yfirliti stofnunarinnar um hernaðarjafnvægið 1978—’79 segir að Rússar hafi farið langt fram úr Bandaríkjamönnum á árinu í fjölda kjarnorkueld- flauga sem teflt sé fram og hvað stærð þeirra varðar. Áður hefur komið fram í skýrslu vopnaeftirlitsstofnunar bandarísku stjórnarinnar að Bandaríkjamenn hafi yfir meira en nægilegum fjölda kjarnorku- vopna að ráða á næstu áratug. Sú niðurstaða byggir á þeirri forsendu að Bandaríkjamenn munu hafa yfir að ráða bæði meiri fjölda kjarnaodda og nákvæmari kjarnaoddum en nú og að þeir muni þar að auki taka Cruise-eldflaugina í notkun. Hins vegar sýnir yfirlitið um hernaðarjafnvægið að eins og nú standa sakir tefla Banda- ríkjamenn fram 3.600 kjarn- orkuflaugum miðað við 5.609 kjarnorkuflaugar sem Rússar tefla fram. Bandaríkjamenn ráða yfir 504 eldflaugum búnum kjarnaoddum sem eru meira en ein megalest en Rússar 1.670. Yfirlitið, „Military Balance", er talin ómissandi heimild fyrir stjórnmálamenn og herforingja um vígbúnaðinn í heiminum. Niðurstöður yfirlitsins eru dap- ur lesning fyrir vestræna hern- aðarsérfræðinga vegna vaxandi styrks kommúnistaríkjanna á flestum sviðum vígbúnaðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.