Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978
31
UmHORP
Umsjón: Tryggvi Gunnarsson
og Anders Hansen.
Nýr framkvœmda-
stjóri hjá SUS
STEFÁN H. Stefánsson
hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri hjá Sam-
bandi ungra sjálfstæðis-
manna og tekur hann við
því starfi af Anders Han-
sen, sem lét af störfum
hjá SUS fyrr í sumar.
Stefán H. Stefánsson.
Stefán er fæddur í
Reykjavík 1943 og að
afloknu gagnfræðaprófi
1960 var hann í milli-
landasiglingum í tvö ár,
starfaði hjá vérksmiðj-
unni Vífilfell h.f. í 15 ár,
framkvæmdastjóri Tré-
vals h.f. var hann í eitt ár
og nú síðast liðið ár hefur
hann verið auglýsinga-
stjóri Stefnis ásamt því
að gegna ýmsum öðrum
störfum á skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins.
Stefán hefur tekið þátt í
margvíslegu félagsstarfi,
m.a. setið í stjórn knatt-
spyrnudeildar Víkings, í
stjórn Junior Chamber
Kópavogi, varaformaður
Týs, félags ungra sjálf-
stæðismanna í Kópavogi í
2 ár, hefur setið í fulltrúa-
ráði sjálfstæðisfélaganna
í Kópavogi í 12 ár og nú
formaður kappleikja-
nefndar Golfsambands ís-
lands. Stefán er kvæntur
Jórunni Magnúsdóttur og
eiga þau hjónin þrjú börn.
Aukaþing SUS haldið á
Þingvöllum 30. sept.-l.okt.
STJÓRN Sambands ungra sjálf-
stæðismanna hefur ákveðið að
boða til aukaþings sambandsins
dagana 30. september og 1.
október og verður þingið haldið
í Hótel Valhöll á Þingvöllum.
Verður á þinginu einkum fjallað
um fjóra málaflokkai verðbólg-
una kjördæmaskipunina, skipu-
lag og starf Sjálfstæðisflokksins
og skipulag og starf ungra
sjálfstæðismanna.
Fjórar starfsnefndir vinna nú
að undirbúningi þeirra fjögurra
málaflokka, sem teknir verða
1 fyrir á þinginu og hefur Kjartan
Jónsson á hendi formennsku í
nefnd, sem fjallar um verðbólg-
una, Trýggvi Gunnarsson stýrir
nefnd, sem fjallar um kjördæma-
skipunina, Inga Jóna Þórðardótt-
ir hefur á hendi formennsku í
nefnd, sem fjallar um skipulag og
starf Sjálfstæðisflokksins og
Fríða Proppé stjórnar nefnd, sem
fjallar um skipulag og starf
ungra sjálfstæðismanna. Er
ætlunin að þessar nefndir ljúki
störfum um miðjan september og
verði álit nefndanna þá sent til
allra félaga ungra sjálfstæðis-
manna.
Dagskrá þingsins á Þingvöllum
verður með þeim hætti að það
verður sett kl. 10 á laugardags-
morguninn 30. september, þá
gera formenn undirbúnings-
nefnda grein fyrir störfum nefnd-
anna, kosnar verða starfsnefndir
á þinginu og þær starfa þá um
daginn auk þess, sem fram fara
almennar umræður. Um kvöldið
verður kvöldvaka. Á sunnudag
hefjast þingstörfin kl. 10.30 með
því að fjallað verður um starf-
semi ungra sjálfstæðismanna og
tillögur þar sem afgreiddar. Eftir
matarhlé verður fjallað um starf-
semi Sjálfstæðisflokksins, verð-
bólguna, kjördæmamálið og al-
menn stjórnmálaályktun verður
afgreidd. Áður en þinginu verður
slitið á sunnudagskvöld flytur
formaður Sjálfstæðisflokksins,
Geir Hallgrímsson, ávarp.
„Brotalömin annars staðar en hjá
áhugamönnum í flokksstarfinu”
„Samband ungra sjálfstæðis-
manna hefur ekki boðað oft til
aukaþings. Á sfðari árum hafa
ii«i þau verið tvö, það fyrra árið
1968 og hið síðara 1974. í bæði
skiptin höfðu orðið ákveðin
straumhvörf í stjórnmálalífinu.
Nýjar aðstæður höfðu skapast,“
sagði Jón Magnússon, formaður
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna, er hann var spurður,
hvers vegna nú hefði verið
ákveðið að boða til aukaþings
SUS en regluleg þing sambands-
ins eru haldin annað hvert ár.
. „Urslitin í bæjar- og sveitar-
, stjórnarkosningunum og síðar í
>• Alþingiskosningunum í sumar
■ ollu meiri breytingum en 1968 og
1974 fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Meiri breyting á fylgi flokkanna
hefur ekki orðið. Sjálfstæðis-
menn töpuðu meirihluta í
, • Reykjavík og fjórðungi fylgis síns
í Alþingiskosningunum. Af þeim
■ ástæðum þurfa sjálfstæðismenn
____að endurskoða stefnu sína og
skipulag, bæði ungir sjálfstæðis-
menn og flokkurinn í heild.
Aukaþingi SUS er ætlað það
hlutverk, að vera byrjunarskrefið
í þessu efni.
Veröur þá meginverkefni
Þingsins, að fjalla um
skipulagsmál?
„Á þinginu verða tekin til
meðferðar skipulagsmál og al-
® menn stefnumál ungra sjálfstæð-
ismanna. Pið munum fjalla um
skipulagsmál og starfsemi bæði
Sjálfstæðisflokksins og ungra
sjálfstæðismanna sérstaklega.
Einnig á að taka tii meðferðar
verðbólguna og hvernig vinna
Rœtt við Jón
Magnússon,
formann SUS
eigi bug á henni, en sú viðureign
skiptir mestu um það, hvernig
þjóðfélag okkur tekst að skapa.
Þá verður rætt um kjördæmamál,
en sá málaflokkur hefur verið
mikið áhugaefni ungra sjálfstæð-
ismanna."
Er Þá baráttan gegn
bákninu búin í bili?
.„Alls ekki. Árangurinn af
þeirri baráttu hefur orðið sá, að
fólk gerir sér betur grein fyrir því
en áður, að vaxandi ríkisumsvif
leiða af sér meiri skattlagningu
og lakari lífskjör einstakling-
anna, samt sem áður hefur
báknið haldið áfram að vaxa og
sú ríkisstjórn, sem nú hefur sest
að völdum, ætlar sér greinilega
að halda áfram á sömu braut,
eins og hugmyndir um aukna
skattlagningu bera glöggt vitni.
Utþensla ríkisbáknsins á siðustu
árum hefur kynt undir óðaverð-
bólgu og ég reikna meö að
niðurskurður ríkisútgjalda verði
ein af þeim leiðum, sem við
bendum enn einu sinni á, sem
nauðsynlega forsendu til að það
megi draga úr verðbólgunni. Auk
þess verður komið inn á þetta
baráttumál í stjórnmálayfirlýs-
ingu þingsins."
Nú hefur ungum sjálf-
stæðísmönnum veriö leg-
ið á hálsi fyrir aö hafa ekki
staöiö sig sem skyldi í
kosningabaráttunni, peir
hafi verið í hálfgerðri
stjórnarandstöðu og ekki
náð til unga fólksins.
Veröur petta rætt á ping-
inu?
„Ungir sjálfstæðismenn berj-
ast fyrir þjóðfélagsbreytingum og
leyfa sér því að gagnrýna þær
aðgerðir, sem eru í andstöðu við
grundvallarskoðanir þeirra í póli-
tík, hvort sem Sjalfstæðisflokk-
urinn er í ríkisstjórn eða ekki.
Önnur vinnubrögð hæfa ekki.
Annaðhvort starfa menn í stjórn-
málum á grundvelli hugsjóna eða
hagsmuna. Þetta getur út af fyrir
sig farið saman. Það eru með-
mæli með ungum sjalfstæðis-
mönnum, að halda því fram, að
þeir starfi á hugsjónagrundvelli,
en skríði ekki upp eftir bakinu á
forystumönnum í von um ein-
hverja umbun.
Það er mitt álit, að þegar svona
mikið tap verður, þá hljóti
brotalömin að vera annars staðar
en hjá áhugamönnum í flokks-
starfinu. Mér er nær að halda, að
atvinnumennirnir eigi þar sinn
verulega hlut að máli og tapið
hafi ma.a. orsakast af því, að
stefnu Sjálfstæðisflokksins var
ekki fylgt nægjanlega í fram-
kvæmd. Að sjálfsögðu verður þó
að ræða um hvern einstakan
aðila í flokksstarfinu og auka-
þingið er boðað einmitt til þess að
fá fram skoðanir ungra sjálf-
stæðismanna á því, hvað betur
megi fara, ekki hvað síst í okkar
eigin starfi. Ég leyfi mér að vona,
að í því efni fari fram opinskáar
umræður á þinginu.
Á þeim árum sem liðin eru frá
mesta kosningasigri flokksins
1974 hefur það gerst, að veruleg
félagaaukning hefur átt sér stað.
Mun meira af ungu fólki er virkt í
starfinu en áður, og ef borin eru
saman árin frá 1970 til 1974 og
síðan frá 1974, þá kemur í ljós, að
starf SUS og stærstu félaga
ungra sjálfstæðismanna er rekið
af meira krafti síðara tímabilið.
Sú staðreynd svarar nokkru efni
fullyrðingarinnar, sem þú barst
fram í Spurningunni."
Því hefur verið haldið
fram, aö petta aukaping
sé eingöngu boöaö til að
knýja fram landsfund nú í
haust?
JBm
■
„Um þetta hefur verið spurt.
Mér þykir líklegt, að tímasetning
landsfundar komi til umræðu, en
verkefni aukaþingsins er miklu
stærra og meira. Ég held að þessi
spurning hafi ekki verið í huga
stjórnarmanna í SUS, þegar þeir
ákváðu að boða til aukaþings.„
Nú komið piö saman til
pings og ályktið. Hvað
svo?
„í stjórnmálum ná menn
sjaldnast öllum baráttumálum
sínum fram. Barátta fyrir ein-
stökum málum getur tekið lang-
an tíma. Ályktun er lýsing á
skoðunum þess hóps, sem hana
samþykkir. Hún er veganesti í
starfinu og núna verður lögð
áhersla á að afla baráttumálum
okkar fylgis á landsfundi flokks-
ins. Þegar aukaþinginu er lokið
verða fundir í kjördæmasamtök-
um í öllum kjördæmum og þar
verður lagt á ráðin um framgang
málanna og tekin fyrir fleiri mál.
Við erum komnir í stjórnaj'and-
stöðu. Núna verður að bygg; a upp
og móta stefnu flokksins og
berjast af alefli gegn ríkisstjórn-
inni. Þar verða ungir sjálfstæðis-
menn að standa sig, þv annars
verða ályktanir einungis pappírs-
gagn. Við vitum i ð inníin tíðar
verður Sjalfstæðisfiokkurinn aft-
ur við völd. Þá verðiim við og
flokkurinn í heilri a J vinna saman
að því, að byggja ipp það sem
brotið hefui verið niður og er
verið að brjóta niður. Þá er
tíminn til að framk\ æn a það
sem við höfun: ályk.tað um.“