Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 3 arnir til Hafn- ar tókust vel eins og nú er gert en fram til þessa hefur það verið hald manna að ekki þýddi að reyna flutninga af þessu tagi nema hafa skrokkana uppihangandi. Agnar sagði hins vegar að menn væru spenntari að sjá hvernig tekizt hefði til með flutninginn til Parísar, því að með þá skrokka hefði verið flogið áfram til Luxem- borgar og þeir síðan fluttir í kælibifreið til Frakklands. BÚVÖRUDEILD Sam- bandsins hafði ekki fengið fregnir af því hvernig tókst til með flutning á um 100 skrokkum af dilkakjöti til Frakklands en aðrir 100 skrokkar fóru til Kaup- mannahafnar flugleiðis og tókst það í alla staði mjög vel, að sögn Agnars Tryggvasonar, framkvæmdastjóra. Að því er Agnar sagði komu skrokkarnir í mjög góðu ásig- komulagi til Kaupmannahafnar og sýndi það sig að á þeirri vegalengd má vel flytja skrokkana í kössum Leyft að skjóta 1025 hreindýr í ár ENGAR skýringar liggja fyrir um ástæður fyrir því að hreindýra- stofninum hefur fækkað um u.þ.b. 1000 dýr miðað við talningu í júlí sl. og talningu sumarið 1976. Þá voru dýrin talin vera um 4 þúsund en við síðustu talningu voru talin alls um 2500 dýr á hálendinu og áætlað að um 500 dýr héldu til á fjörðunum austanlands. Mennta- málaráðuneytið hefur gefið út leyfi til að skjóta megi um 1025 dýr í ár og skiptist það niður á hina ýmsu hreppi austanlands er liggja næst hreindýraslóðum. Ákvæðis- vinnulaun hækka mest ALMENN hækkun launa meðal verkamanna er um 3*/2% miðað við ágústlaun. Almennur texti iðnaðarmanna eftir 3ja ára starf hækkar á sama grunni um 6,09%, en hæsti taxti iðnaðarma ina hækkar um rúm 9%. Ákvæðis- vinna inaðarmanna hækkar rétt um 14%. Er það miðað við raunverulegt greitt kaup f ágúst- mánuði. Ákvæðisvinna iðnaðarmanna hækkar mest vegna þess að verðbótaviðaukinn, sem áður var útreiknaður scrstaklega, kemur nú af fulium þunga inn í við- miðunartölur ákvæðisvinnunnar. Áður hafði verðbótaviðaukinn aðeins komið inn á lægstu taxt- ana, en kemur nú á alla. Hinn 1. september átti kaup að hækka um 8,10% hjá fólki, sem hafði laun undir 143 þúsund króna þakinu. Verðlag er nú greitt niður um 7,9% og hefur verkamaður nú um mánaðamótin fengið 3lA% áfangahækkun. Vegna niðurgreiðsl- unnar lækkar því krónutala hans, sem hann hefði átt að fá í laun samkvæmt bráðabirðalögum fráfar- andi ríkisstjórnar, og þeirra bráða- birgðalaga, sem núverandi ríkis- stjórn hefur sett, um nálega 5%. Iðnlærðir verkstjórar fá nú allt að 13,9% kauphækkun um þessi síðustu mánaðamót. Þeim kemur og til góða tæplega 8% niðurfærsla verðlags. Kjaralegur hagnaður þeirra er um 22% á meðan kjaralegur hagnaður verkamannsins er um 10% vegna niðurgreiðslnanna og áfangahækk- ananna. - Einingarklefar, sem allir geta reist á fáum klukkustundum. Ýmsar stærðir og gerðir til uppsetningar hvar sem rúm leyfir. Komið - hringið - skrifið - við veitum allar nánari upplýsingar. Byggingavörur Sambandsins Suðurlandsbraut 32 • Símar82033 • 82180 Kaupfélag Eyfirðinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.