Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 11 Hér eru þeir Elvar Þór Þorleifsson og Örn Ægisson, tíu ára gamlir ísfirðingar, sem blaðamaður Morgunblaðsins hitti að máli þar sem þeir voru að leik á Flotbryggjunni á ísafirði fyrir stuttu. Ljósm.i Anders Hansen. Veiða marhnúta og krabba en ætla að verða flugmenn! „Ég ætla að verða flugmaðUr þegar ég verð stór. þá er hægt að ferðast svo mikið og sjá svo margt,“ sagði Örn. Ekki voru þeir félagar alltof hrifnir af tilhugsuninni um að fara að setjast á skólabekk aftur, að liðnu frelsi sumarsins. Elvar tók að minnsta kosti alveg þvert fyrir að hann hlakkaði til að byrja í skólanum, og Örn sagðist ekki hlakka mjög mikið til. — Þó kom í ljós við nánari eftirgrennslan, að báðir áttu þeir sér sínar eftirlætis námsgreinar, báðir sögðust hafa gaman af að reikna og teikna. „Ég ætla að verða flugmað- ur þegar ég verð stór,“ sögðu þeir báðir einum rómi, þegar spurt var um framtíðar- áformin, „þá er hægt að fara á svo marga staði, skoða marga hluti og taka myndir og svoleiðis," sögðu þeir. „Já, ég hef verið að vinna dálítið í surnar," sagði Örn, „í rækjustöðinni, og haft þar talsvert kaup.“ Elvar Þór sagðist hins vegar ekki hafa verið að vinna í sumar, en hann hefði þó stundum selt blöð. Að lokum spurði blaða- maðurinn hvort þeir væru ánægðir með að buá á Isa- firði, og kváðu þeir báðir já við því, gott væri að vera á Isafirði, og ekki ástæða til að reyna annað, en þó sagði Elvar að hann hefði grun um að ágætt gæti verið að eiga heima á Akureyri, þar sem hann á skyldfólk. En að þessum orðum töluð- um gáfu þeir félagar við Flotbryggjuna a ísafirði til kynna að þeir vildu fara að slíta þessu spjalli við blaða- snáp sunnan úr Reykjavík, enda var nú flugvél að koma inn til lendingar og með nógu að fylgjast fyrir verðandi flugmenn. n»ar»a annarri P> •” L,U9h,r3l 66, sem alls en£,ínn hefur e,n/ á ad #á,a framhjá sér tara 1 -* " .. ^^Va *,essum síöustu °9 ■ ■ ■ tímum w * * * l Mikiö vöruúrval 40V-80% afsláttur j— TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS (((% KARNABÆR Útsölumarkaðurinn Opið til hádegis laugardag LAUGAVEG 66 SÍMI FRA SKIPTIBOROI 28Í 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.