Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 Greinargerð Aðalsteins Ingólfssonar um Kjarvalsstaði: Stjómskipulag hússins hefur verið meingallað frá upphafi IIÉR FER á eítir greinargerð Aðalsteins InKÓlfssonar listfræðings um starf hans sem listráðunauts við Kjarvalsstaði, yfirstjórn stofnunar- innar og tildröf? þess. að hann hefur hætt störfum við húsið. Var (ireinarserð þessi afhent fréttamönnum á sérstökum fundi í Kær. Fyrirsöjin cr Morgunblaðsins. „Éftir langvarandi deilur milli borgaryfirvalda og samtaka lista- manna um það hver skyldi vera starfsgrundvöllur Kjarvalsstaða, komust sættir á í lok ársins 1975 og í ársbyrjun 1976 tók til starfa ný nefnd í húsinu er kölluð var listráð og skyldi hún starfa samtímis stjórn hússins, en þrír pólitískt kjornir meðlimir hús- stjórnar voru jafnframt í listráði. Með þessum samningum átti að hverfa frá því fyrirkomulagi sem tíðkast hafði á Kjarvalsstöðum fram að þeim tíma, þ.e. að leigja húsið stöðugt út og standa aðeins fyrir Kjarvalssýningum. Listráð átti samkvæmt samningum að gera tilraun til að færa húsið „nær því takmarki að vera lifandi vettvangur lista og menningar í borginni". Og í því skyni að „örva listræna starfsemi á Kjarvalsstöð- um eru viðmælendur sammála því, að ráðinn skuli að húsinu list- fræðingur" og varð undirritaður fyrir valinu. Nú er komið hátt á þriðja ár frá því að þessir samningar voru gerðir og þeir reyndar útrunnir og því tími kominn til einhvers konar úttekt- ar. Ætti hún eðlilega að vera í höndum annarra en þeirra sem hér hafa starfað, en þó held ég að1 ef litið er hlutlausum augum á: skýrslu þá sem ég hefi gert með samþykki fyrrverandi listráðs, þá sé ómögulegt annað en álykta að Kjarvalsstaðir hafi komist nær því takmarki sem minnst er í sam- komulaginu. Aður fyrr stóð húsið fyrir uppsetningu á einni Kjarvalssýningu eða tveimur ár- lega og engu öðru. Listráð stóð fyrir fjölda sýninga, stórra og smárra, hélt uppi fræðslustarf- semi, hélt tónleika, stuðlaði að leikritaflutningi og fleiru sem tilgreint er í meðfylgjandi skýrslu. Ekki er minnst um vert að með þessari starfsemi, frumstæð sem hún hefur verið á köflum, hefur húsið skapað sér orðstír erlendis. Erlendar stofnanir leita sam- starfs, erlendir listamenn spyrjast fyrir um aðstöðu og getið er um sýningar Kjarvalsstaða í erlendum ritum um listir. Vissulega hafa margir erfiðleik- ar fylgt þessum framkvæmdum. I fyrsta lagi má geta þess að þrátt fyrir fögur orð um að „örva listræna starfsemi í húsinu" þá var engu líkara en gera ætti það á loftinu einu, því ekki virtist lifandis leið að fá meiri fjárveit- ingu en 1.5 milljón á ári til allra slíkra þarfa og ekki var staðið við ýmislegt það sem tekið var fram í ofangreindu samkomulagi. Komu upp þær afkáralegu staðreyndir að þegar húsið var búið að kosta til ágætra hljómleika, þá voru ekki til peningar til að auglýsa þá. Til þess að halda uppi einhverri starfsemi þurfti undirritaður oft og tíðum að standa í tímafrekum snöpum og reiða sig á velvild ýmissa aðila, aðallega listamanna og oft var það þannig að ekki var hægt að sinna ágætum (og kostnaðarlitlum) mál- um af peningaleysi. A sama tíma þótti manni heldur blóðugt að sjá 7 milljónum eytt í kristalsljósa- krónu sem sennilega verður aldrei hægt að nota. Aðrir erfiðleikar og skyldir voru m.a. skortur á starfs- liði til undirbúningsstarfa á veg- um listráðs, en þennan tíma var akkúrat einn maður, þ.e. undir- ritaður, í þjónustu þess og þýddi þetta gjarnan óheyrilegt álag á ákveðnum tímum svo og annars flokks frágang ýmissa listvið- burða. I þriðja lagi kom í ljós að það fylgdu því mikil vandkvæði að halda uppi fjölbreyttri liststarf- semi í byggingunni eins og hún er hönnuð og er sýnt að það mun kosta margar milljónir að koma henni í það horf sem eðlilegt þykir alls staðar annars staðar. Einnig hefur stjórnskipulag hússins verið meingallað frá I upphafi. I sama húsi hafa verið tvær nefndir, hvor með sinn framkvæmdastjóra, og hefur starfssvið þeirra vérið svo óljós- lega skilgreint að alls kyns tví- verknaður og flækjur hafa mynd- ast. Eflaust hefði verið hægt að starfa ágætlega þrátt fyrir þær aðstæður, hefðu báðir fram- Aðalsteinn Ingólfsson. kvæmdastjórar Kjarvalsstaða ver- ið einhuga í því að vinna að vexti og viðgangi listalífs á staðnum. En það verður að segja hverja sögu eins og hún er. Ógæfa hússins frá upphafi hefur verið sú að sitja uppi með forstöðumann sem ekki var hægt að koma fyrir annars staðar í borgarkerfinu og hefur hann hvorki haft menntun, getu eða nennd til að stjórna fram- kvæmd nokkurra mála, allra síst menningarmála. Æðsti draumur hans mun vera sá að sýna Kjarvalsmyndir í húsinu öllu allt árið um kring. Ennfremur vil ég fullyrða að hann hefur ekki einasta verið starfsemi listráðs til baga sökum hegðunar sinnar, heldur hefur hann leynt og ljóst unnið að því að láta starfsemina mistakast — hún hefur verið vísvitandi hindruð, tafin, mistúlk- uð og stöðugt rógborin af þessum manni allan þann tíma sem ég hef starfað hér, auk þess sem fram- koma hans gagnvart starfsfólki öðru hefur gert andrúmsloft hér nær óbærilegt. Að öðru leyti er ekki vitað hvað hann starfar. Aftur og aftur hafa ráðamenn kosið að líta framhjá gerðum hans, þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og bréfaskriftir starfsfólks. Ég vil taka það fram að ég er ekki fyrsti maðurinn sem htferf af staðnum í og með sökum afskifta forstöðu- manns. Fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar sá ég ekki fram á neinar breytingar yrðu framkvæmdar í húsinu og ætlaði því að nota tækifærið er samningur minn við húsið rann út 1. júlí s.l., að hefja störf annars staðar þar sem ég hafði fengið ágætt tilboð. En við úrslit borgarstjórnar- kosninga vaknaði hjá mér sú von að nú yrði farið að hlúa að staðnum og hann yrði borgar- stjórnarmönnum annað og meira en kokkteilmiðstöð, þar sem hin svokölluðu vinstri öfl hafa yfirleitt haft hátt um menningarmál í stefnuskrám sínum. En nokkrir fuiltrúar hins nýja meirihluta komu að máli við mig fyrir mánaðamótin júlí — ágúst og báðu mig að sitja áfram til að brúa bilið og halda starfsemi áfram meðan væri verið að leggja drög að framtíðarlausn um starfsemi Kjarvalsstaða, taldi ég mig ekki geta skorast undan og vann áfram júlímánuð, m.a. að norrænni farandsýningu. Síðan var kosið til nýrrar hússtjórnar og varð formaður manneskja úr Alþýðuflokknum Sjöfn Sigurbjörnsdóttir að nafni, en aðrir í nýju stjórninni eru Guðrún Helgadóttir og Davíð Oddsson. Tímabil listráðs rann þá einnig út 1. júlí. Að því ég best veit hefur núverandi formaður adlrei komið nálægt menningarmálum áður og ekki hefur starfsfólk að Kjarvalsstöðum orðið vart við hana á þeim slóðum fyrir kosning- Huldar vœttir voru með Korchnoi SENNILEGA hefur Kortsnoj sezt niður viö taflborðið í g»r fullur sjálfstrausts eftir sigurskákina é miðvikudaginn pegar honum tókst að vinna snoturlega í 60 leikjum og pannig minnka mun- inn í einvíginu í 4—2. Hann hélt upp é pennan sigur með pví aö beíta uppéhaldsvörn sinni; Franskri vörn, sem hann hefur teflt skékmeistara mest um ævina. En allt kom fyrir ekki og um síðir fékk Karpov betri stöðu og jafnvel unna pegar hann étti kost é að vinna peð og mynda sér tvo frelsingja é drottningarvæng. En heilladísirnar voru með Kortsnoj pennan dag eða ein- hverjar huldar vættir pví á örskammri stund hafði staða hans breytzt úr rjúkandi rúst í álitlega jafnteflisstöðu. Þegar Kortsnoj haföi lokið biðleik sin- um sem hann hugsaði sig lengi um stóð hann upp brosandi. 22. einvigisskékin Hvítt: Karpov Svart: Kortsnoj Frönsk vörn (Tarrasch afbrigðiö) 1. e4 — e6 (Kortsnoj beitir nú enn á ný sínu gamla góöa vopni: Frönsku vörninni sem hann gerði jafnframt í 16. skákinni. Þeir félagar geta rifjað upp gamlar endurminningar frá árinu 1974 þegar þeir háöu síðast einvígi en þá var Frönsk vörn tefld 7 sinnum af 24 skákum, og enduðu allar með jafntefli) 2. d4 — d5, 3. Rd2 — cS, 4. exdS — exd5, 5. Bb5 (Karpov leikur sama leik og hann lék í 16. skákinni en í öllum 7 skákunum 1974 lék Karpov 5. Rf3) 5 ... Bd7, 6. De2 — Be7 (Kortsnoj lék í 16. skákinni 6... De7 og eftir drottningarkaup jafnaöist tafliö fljótlega og endanlega samið um jafntefli í 42. leik) 7. dxc5 — Rf6, 8. Rb3 — 0-0, 9. Be3 — He8, 10. Rf3 — BxcSl (Meö þessari einföldu leikfléttu fær svartur peðið til baka. Vandamál svarts í þessari byrjun er aöeins eitt: staka peðið á d5. Kortsnoj á eftir að leysa það mál á óvenju- snjallan hátt í þessari skák) 11. Rxc5 — Da5, 12. Dd2 — Dxb5, 13. 0-0-0 — b6, 14. Rxd7 Rbxd7, 15. Kb1 — Re4, 16. Dd3 (Ekki 16. Dxd5?? vegna Rc3 og sv. vinnur drottninguna) 16.... Dxd3, 17. Hxd3 — Rdf6, 18. h3 — Rc5, 19. Hdd1 — Re6, 20. c3 — b5 (Nú byrjar svartur að leika fram peöum sínum á drottningar- væng, en þaö á eftir aö koma í Ijós aö þau veröa þar af leiöandi veik og ákjósanleg skotmörk). 21. Rd4 — a6, 22. Rc2 — a5, 23. Hd3 — Hab8, 24. Hhd1 — h6, 25. f4 — Hbc8, 26. g4 (í þessari stöðu hugsaði Kortsnoj sig lengi um og skákmeistarar á skákstaö töldu stöðu Kortsnoj erfiöa vegna staka peösins á d5 sem er hárrétt ályktun. En Kortsnoj hefur eins og fyrr segir teflt þessa uppáhaldsbyrjun sína sennilega oftar en nokkur núlifandi skákmeistari og þekkir veikleika og styrkleika stööunnar manna bezt.) 26 ... d4l (Hann einfaldlega fórnar peðinu í því skyni að staösetja riddara á reitinn þar sem peðið var! Aöstoöarmaður Kortsnojs, R. Keene minnti á að þetta hafi löngum verið aðferð Nimzowitsch gamla sem var einn af brautryöj- endum nútíma skáklistar). 27. cxd4 — Rd5, 28. Hf1 — b4 (Kortsnoj er enn viö sama hey- garðshorniö að reyna fyrir sér með mótspil á drottningarvæng meö peðunum. Hann haföi á þessu stigi skákarinnar eytt mun meiri um- hugsunartíma heldur en Karpov og átti um 24 mínútur eftir af tímanum til aö Ijúka 12 leikjum en Karpov hinsvegar haföi einungis notaö 65 mínútur). 29. Bd2 — He7, 30. f5 — Rg5 (Aö sjálfsögöu kom til greina aö leika 30 . . . Re-c7 og reyna þannig að halda í horfinu og festa sig í sessi meö riddarann á d5, en textaleik- urinn er hvassari og riddarinn veröur á þennan hátt virkari). 31. Re3 (Hvítur er fljótur aö grípa tækifærið aö velta hinum sterka riddara svarts á d5 úr sessi og fórnar glaður í því skyni peöinu á h3) 31.. . Rf6, 32. d5l (Hvítur býöur ekki boöanna og siglir hraöbyri meö frelsingjann upp d-línuna) 32.. . Rxh3 (Kortsnoj átti nú aöeins eftir um 6 mínútur og því kominn enn einu sinni í sitt víöfræga tímahrak. Með peösrán- inu á jaörinum veröur riddarinn úr leik um stund og hvítur nær undirtökunum). 33. d6 — Hd7, 34. Rd5 — Rxd5, 35. Hxd5 — Ha8, 36. Be3 — Rg5, 37. Bb6 — Re4, 38. Hfd1 — a4 (Kortsnoj verzt vel í tímahrakinu, en þótt Karpov hafi nægan um- hugsunartíma leikur hann hratt til þess aö notfæra sér tímahrak andstæðingsins) 39. Hd5 — d4 He8, 40. Hxb4 — Hxd6 (Keppendur hafa nú leikiö tilskildum leikjafjölda en halda samt áfram í nokkra stund þar eð þeir hafa líklega ekki teflt ennþá samanlagt í 5 stundir). 41. Hxd6 — Rxd6, 42. Bc7? (Einfaldari og miklu öflugri leikur viröist vera 42. Hxa4 en þá hefur hvítur tvo samstæöa frelsingja á a- og b-línunni og miklar sigurlíkur. Þess í stað frestar Karpov peðs- drápinu og hyggst setja svarta riddarann í vanda en yfirsézt millileikur Kortsnojs). 42.. .. He1l, 43. Kc2 — Re8l (Á þennan hátt vinnur svartur dýr- mætan tíma því nú er hvíti biskupinn í uppnámi). 44. Ba5 — a3! (þannig splundrar svartur hinni fallegu peöastööu hvíts á drottningarvæng, en nú var Skák Gunnar Gunnars- son skrifar um 22. einvígisskákina sennilega skásti kosturinn að leika 45. bxa3 og eiga þó altént tvo frelsingja á a-línunni en Karpov fúlsar við því). 45. Hb8? — He7, 46. Bb4 (Enn er Karpov ekki ánægöur meö aö leika bxa3). 46.. .. He2, 47. Kd3? (47. Bd2 — axb2, 48. Hxb2 sýnist vænlegra áframhald fyrir hvítan. í þessari stööu lék Kortsnoj bíðleik og er óhætt aö segja aö heilladísirnar hafi verið meö honum síðustu leikina því staöa hans hefur batnað þaö mikiö að nú fyrst eygir hann jafnteflisvon í skák sem virtist fyrir nokkru gjörtöpuð. Kortsnoj eyddi nú 33 mínútum á biöleikinn sem veröur annaðhvort 47.. .. axb2 eöa sem er öllu sennilegra: 47.... Hxb2. Eftir þann leik er hugsanlegt framhald: 48. Hxe8 — Kh7, 49. Bxa3 — Hxa2 og svartur hefur mjög góöa jafnteflismöguleika enda þótt hann hafi manni minna. Síöustu leikir Karpovs voru af hans hálfu óvenju máttlitlir enda þótt hann heföi samkvæmt venju nægan pmhugs- unartíma. Biðskákin verður tefld í dag, föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.