Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Tónlistarskólinn í Keflavík Innritun er hafin og þurfa umsóknir um skólavist aö hafa borist skólanum fyrir 26. þ.m. Kennslugreinar: Píanó, orgel (ekki rafmagnsorgel) strokhljóöfæri, gítar, blást- urs- og ásláttarhljóöfæri, söngur (einkatím- ar og hópkennsla). Undirbúningsdeild Ul og Ull fyrir 6—10 ára börn. Hliðargreinar. Tónfræöi, saga o.fl. NÝ KENNSLUGREIN: Djass á flest hljóö- færi, kennari Viöar Alfreösson. Skólanefnd. Norskukennslan: Nemendur mæti til viötals sem hér segir í stofu 11, Miðbæjarskólanum, Frfkirkjuvegi 1, (hafiö stundartöfluna meö). 10 ára mánud. 18. sept. kl. 17.00 11 ára þriöjud. 19. sept. ki: 17.00 12 ára fimmtud. 21. sept. kl. 17.00 13 ára föstud. 22. sept. kl. 17.00 14 ára þriöjud. 19. sept. kl. 18.00 15 ára miövd. 20. sept. kl. 17.00 1. bekk menntask. mánud. 18. sept. kl. 18.00 2. bekk menntask. fimmtud. 21. sept. kl. 18.00. Nemar í áfangakerfi fjölbr.skóla miöv.d. 20. sept. kl. 18.00. Námsflokkar Reykjavíkur. Sænskukennsla í staö dönsku. Nemendur mæti til viötals mánudaginn 18. september, sem hér segir í Miöbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, (hafiö stundartöfluna með).: 4 og 5 bekkur kl. 17.00. 6 og 7 bekkur kl. 17.00. 8 og 9 bekkur kl. 18.30. Nemendur á framhaldsskólastigi hafi sam- band viö skrifstofu Námsflokkanna í síma 14106 eöa 12992. Námsflokkar Reykjavíkur. AUGLYSLNGASIMINN ER: 22410 |K»rsnnIi[AÍiib "0 Sigríður Carlsdóttir — Minningarorð Sigga í bíó er látin og verður jarðsett í dag. Hún sá um sælgætissöluna í Tjarnárbíó og síðan í Háskólabíó frá stofnun þess og þangað til fyrir rúmu ári síðan að hún gat ekki lengur staðið á fótunum vegna sjúkdóms þess, er nú hefur lagt hana að velli. Samviskusemi hennar í starfi var einstök og hún mætti á sínum stað þó að hún væri oft og tíðum sárþjáð. Harka hennar við sjálfa sig var dæmalaus. Sigríður Carlsdóttir Berndsen hét hún fullu nafni, fædd 8. nóvember 1910 á Skagaströnd og þar ólst hún upp. Faðir hennar var kaupmaður og eru Berndsenarnir þekktir um allt land fyrir dugnað við kaupmennsku og eru fyrirferð- armiklir í viðskiptalífinu. Sigríður giftist Maríusi Helga- syni símritara en þau slitu sam- vistum. Attu þau saman tvö börn, Ernu og Baldur, sem eru bæði myndarfólk en fyrir þau og börn þeirra fórnaði Sigríður öllu, er hún mátti, síðustu árin. Sigríður var greind kona og skapstór. Mun það ættareinkenni. Hún var ekki allra en þar sem hún , tók því var tryggð hennar mikil og vináttan falslaus. Meðan börn hennar voru ung og hún eina fyrirvinnan átti hún erfiða daga, eins og geta má nærri en hún barðist eins og hetja og lét í engu baslið smækka sig. Hún var eins og eikin sem “bognar aldrei — brotnar í bylnum stóra seinast". Að leiðarlokum þakka ég Siggu vinkonu minni samvinnu og sam- starf í næstum tvo áratugi, vináttu og órofatryggð. Börnum hennar og barnabörnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Friðfinnur Ólafsson. í dag kveðjum við vinkonu okkar Sigríði Carlsdóttur Berndsen. Um áratugaskeið höfum við nokkrar vinkonur úr S.Í.B.S. haldið saman hópinn og kallað okkur „sauma- klúbbinn". Sigríður var gift Maríusi Helgasyni, er um eitt skeið var forseti S.Í.B.S., en þau slitu samvistum 1954. Tvö voru börn þeirra, Erna gift Val Pálssyni verzlunarmanni, og Baldur, kvæntur Ingu Cleaver. Barnabörnin eru sjö, sem öll voru augasteinar ömmu sinnar. Mánaðarlega yfir veturinn hitt- umst við vinkonurnar, auk náinna tengsla á öllum tyllidögum innan hópsins. Margs gæti verið ástæða til að minnast á þessari kveðjustund við hana Siggu okkar, sem ávallt var hin kátasta í kátum hópi, og þótt hún hin síðari árin væri oft og tíðum sárþjáð reyndi hún alltaf að fylgja okkur hinum. Um nær tveggja áratuga skeið vann hún i sælgætissölu Tjarnar- bíós og síðan Háskólabíós og reyndist þar sem annars staðar hin traustasti starfsmaður. Mörg- um smáum höndum sem stórum hefur hún á löngum starfsferli rétt eftirsóttar Vörur enda voru oft margar hendur á lofti samtímis. Lipurð, trúmennska og eðlislæg kaupmennska voru hennar aðals- merki og var mjög til þess tekið hve samviskusöm og trú sínu fyrirtæki hún var. Á þessari kveðjustund eru okkur efst í huga þakkir fyrir góð og löng kynni, sem aldrei bar skugga á. Börnum og öðrum aðstandend- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Saumaklúbburinn. í dag fer fram útför Sigríðar Carlsdóttur Berndsen frá Skaga- strönd. Hún var fædd árið 1910, yngst 6 alsystkina. Snemma tók að bera á þeim eiginleika er var hvað mest áberandi í fari hennar síðan, ósérhlífni. Dugnaður og atorka hennar voru svo mikil að með ólíkindum þótti þrátt fyrir þverrandi krafta, enda var það ekki fyrir hvern sem er að vinna með henni, og þóttu það alltaf góð meðmæli ef Sigga mælti með einhverjum. Sigga kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Hörð var hún við þá sem henni líkaði ekki við, en alltaf átti hún góð, hjartahlý og uppörvandi orð handa þeim sem henni voru kærir. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í hóp okkar sem þekktu hana vel, skarð sem aldrei verður fyllt. Minning hennar ei deyr. P.V. + Útför eiginmanns míns, fööur, fósturfööur, tengdafööur, afa og langafa, ÞORGRÍMS ÞORSTEINSSONAR Hrísateig 21, fer fram frá Fossvogskirkju föstudagínn 15. september kl. 3. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Jóhanna Halldórsdóttir, Hulda Þorgrímsdóttir, Gunnar Hermannaaon, Jóhanna Þorgrímsdóttir, Friörik Björgvinsson, Sigrún Lára Shankö, Ásmundur K. Ólafsson, Sigríöur B. Gunnarsdóttir, Guörún S. Gunnarsdóttir, Björgvin Frióriksson, Friórík Frióriksson, María Ásmundsdóttir. Afmœlis- og minningargreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingardag. t Móöir mín GUÐRÚN B. SVEINSDÓTTIR Mávahlíð 27 lézt 4. september. Jaröarförin hefur farlö fram. örn Haröarson t MAGNÚS EINARSSON bakarameistari, Laugavegi 162, lézt í Landspítalanum aö kvöldi 13. sept. Sólveig Erlendsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Sambýlismaöur minn og faöir okkar, ÁRNI EIRÍKSSON Hraunbraut 1, Grindavík andaöist í Borgarspítalanum 13. sept. Alice Foasádal, Hatdis Árnadóttir, Heba Árnadóttir, Oddur Árnason. t Útför eiginmanns míns, ADOLFS A. FREDERIKSEN er lézt þann 5. sept. sl. hefur fariö fram. Þökkum auösýnda samúö. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna, barnabarna og systkina hins látna. Svava R. Frederiksen. t Faöir okkar og tengdafaölr, EMIL E. GUDMUNDSSON bifreiöastjóri, Hraunbœ 26, veröur jarösunginn frá Kefiavíkurkirkju, laugardaginn 16. sept. kl. 15.00. Börn og tengdabörn ■f Þökkum auösýnda samúö við Irt tengdafööurs og afa mannsins míns, fööur okkar. KRISTJÁNS HANNESSONAR Issknis. Anna M. Sigurðardóttir, Guörún H. Kristjánsdóttir, Magnús Guöjónsson, Margrét Kristjánsdóttir, Jón S. Friðjónsson, Siguröur Örn Kristjánsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.