Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 19 Fyrirlestur og myndasýning í Norræna húsinu DANSKI listmálarinn Ejler Bille, sem þessa daga sýnir verk sín sem gestur SEPT- EM-hópsins í Norræna hús- inu, heldur fyrirlestur í samkomusal Norræna húss- ins síðdegis á laugardaginn 16. september kl. 16.00. Fyrirlesturinn nefnir Bille „Kunstens betydning menneskeligt og socialt“. Ejler Bille hfur gert víðreist um ævina og að erindinu loknu sýnir hann litskyggnur frá síðustu ferð sinni til Bali. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Ejler Bille. 75 ára: Bjami Þórodds- son Bjarni Þóroddsson, fyrrverandi póstmaður, er 75 ára í dag, 15. sept. Allt frá bernsku hefur þessi maður verið trúr og góður hjálp- ræðismaður. Hann var í mörg ár stjórnandi lúðrasveitar Reykjavík- urflokks, og lagði á sig mikið starf við að kenna og æfa nýja hljóm- sveitarkrafta. Sem samstarfsmaður við „Her- ópið“ hefur hann unnið ómetanlegt starf um langt árabil. Innan safnaðarins hefur hann jafnan verið mikils metinn, enda hefur hann, af hershöfðingjanum, verið sæmdur heiðursmerki fyrir langa og dygga þjónustu. Foringjar og félagar hans í Hjálpræðishernum óska honum hjartanlega til hamingju með 75 ára afmælið og biðja honum blessunar Drottins um alla fram- tíð. Gudmund Lund. Vignir Jóhannsson Sýning á teikn- ingum og grafík VIGNIR Jóhannsson frá Akra- nesi opnar í dag, föstudaginn 15. september kl. 18.00, sýningu á „Loftinu“, Skólavörðustíg 4. Vignir sýnir teikningar og grafík sem hann hefur unnið undanfarið ár. Vignir lauk námi frá grafík- deild Myndlista- og handíða- skóla Islands síðastliðið vor og er nú ráðinn við skólann sem kennari. Sýningin verður opin kl. 9—18 virka daga, kl. 10—18 á laugar- dögum og kl. 14—18 á sunnudög- um. Sýningar á „Loftinu" hafa legið niðri í sumar vegna eig- endaskipta en verða nú teknar upp að nýju og er sýning Vignis Jóhannssonar upphaf vetrar- starfseminnar. Bragðmikill ávaxtagosdrykkur • • / HF. OLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.