Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 5 Minnisvarði afhjúpaður um Þóru og Jochum Magnússon Miðhúsum, Reykhólasveit — 14. september — Afhjúpaður var minnisvarði þeirra Þóru Einars- dóttur og Jochums Magnússonar, Skógum í Reykhólasveit, sl. þriðju- dag. Af því tilefni var hátíðar- stund á Stað á Reykjanesi, en í kirkjugarðinum þar hvíla þau hjón. í Staðarkirkju rakti sóknar- presturinn, sr. Jón Kr. ísfeld, sögu þeirra hjóna og þess er lét reisa minnisvarðann, en það er sonar- dóttir þeirra Þóru og Jochums, hin gagnmerka kona frú Ástríður Guðrún Eggertsdóttir í Hvera- gerði, en vegna lasleika gat hún ekki verið við athöfnina. Sungnir voru sálmar eftir sr. Matthías Jochumsson og frú Unnur Guð- mundsdóttir, húsfreyja á Stað, las kvæði sr. Matthíasar, Móðir mín. Frú Ingibjörg Árnadóttir í Mið- húsum afhjúpaði minnisvarðann, en á hann eru meitluð þessi orð: Jochum Magnússon, fæddur 26. september 1806 — dáinn 4. júní 1889. — Þóra Einarsdóttir, fædd 30. júní 1808 — dáin 6. janúar 1872. Sonardóttir, Á.G.R., reisti steininn 1978. Snæbjörn Jónsson bóndi á Stað flutti þakkarorð og síðan buðu þau hjón til veizlu. Einn afkomandi þeirra Þóru og Jochums var þarna viðstaddur en það er Þórarinn Sigurðsson, en hann er sonur Önnu, tvíburasystur Ástríðar. Frú Ástríður hefur áður sýnt ættar- byggð sinni hlýhug og vináttu. — Sveinn. TVEGGJA lftra mjólkurfernan kemur innan skamms á markað- inn í nýjum búningi og slagorðið verður „Hreyfing og hreysti“, þar sem hvatt er til þess að fólk stundi íþróttir og útilíf, auk þess að borða holla fæðu. Að sögn Agnars Guðnasonar, blaðafull- trúa bændasamtakanna, verður nú breytt um skreytingar á fernunni alltaf öðru hverju, og fer hún nú um allt landið í sama búningi, sem ekki hefur verið áður. Hólmavíkur- kírkja 10 ára Hólmavík 14. septembcr — Næstkomandi sunnudag verður minnst 10 ára afmælis Hólma- víkurkirkju með hátíðarguðsþjón- ustu í kirkjunni kl. 2 eftir hádegi. Prófasturinn séra Pétur Ingjalds- son predikar, en sóknarpresturinn séra Andrés Ólfsson þjónar fyrir altari. Almenn altarisganga verð- ur í guðsþjónustunni. Kirkjukór Hólmavikur syngur, söngstjóri og organisti verður Guðni Þ. Guðmundsson. Leikin verður kirkjutónlist á orgel og fiðlu. — Andrés. • -7. mm 1 1 / 1 i y Jjt TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR Laugaveg 20. Laugaveg 66. Austurstræti 22. Giæsibæ. Sími 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.