Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 1 3 Hitaveitu Suður- nesja miðar vel Kostnaður á næsta ári talinn vera orðinn minnst 9 milljarðar ar. En í pólitík virðist slíkt fólk sjálfkjörið í ábyrgðarstöður, íj menningarmálum. Sjálfur hef ég' ekki séð formanninn, en hún hefur aftur á móti séð mig og virðist i einnig hafa haft á mér ákveðnar skoðanir, þótt ekki viti ég hverjar. En hegðun hennar hefur gefið í skyn að henni sé talsvert niðri fyrir. Bréfum mínum, formlegum og persónulegum, hefur hún ekki svarað og síðan gerist það að hún stendur fyrir því að ég er strikaður út af launaskrá Reykjavíkurborg- ar um mánaðamótin júlí — ágúst og krefst hún þess að staða mín verði auglýst hið snarasta. Lýsir j hún því jafnframt yfir að hún muni ekki greiða mér atkvæði sæki ég um aftur. Ekki var mér tilkynnt um þessar aðgerðir og vann áfram í góðri trú. Það er ekki fyrr en 4. ágúst sem ég fæ formlega fæ að vita að ég sé kominn af launaskrá sem þýðir ! það að frá mánaðamótum hafi ég j unnið kauplaust, þar eð laun mín eru greidd eftir á. Þetta þykja mér aldeilis forkastanleg vinnubrögð og hranalegur endir á starfi mínu að Kjarvalsstöðum. Varð ég sjálf- ur síðan að standa í stappi til þess að fá einhverja leiðéttingu á þessum málum, a.m.k. laun fyrir . unnin störf og samþykkti borgar- ráð loks að verða við þeirr beiðni. Nú skyldi maður ætla að títt- nefndur formaður og nefnd hennar ætlaði sér að gera stóra hluti og það fljótt og þyrfti því að ráða meiri hamhleypur til starfa en undirritaðan. Því er ekki fyrir’að fara. Ekkert hefur verið gert, engar tillögur hafa verið gerðar um framtíðina, ekki hefur verið rætt við listamenn (og að sjálf- sögðu ekki við vesaling minn ...) og ekkert hefur verið skipulagt. Standa málin þannig að húsið mun standa nær tómt eftir miðjan október og þá fram yfir áramót, ef ekki lengur og engir aðrir viðburð- ir hafa verið íhugaðir, — en eins og margir vita þarf að skipuleggja marga listviðburði a.m.k. með hálfs árs fyrirvara. Almenningur verður að geta ætlast til þess af stjórnmálaflokkum, sér eða í samfloti, að þeir komi sér saman um ákveðna stefnu í menningar- málum borgarinnar eins og í öðrum málaflokkum, — þannig að einstakir illa upplýtir fulltrúar geti ekki gengið berserksgang í sumum menningarstofnunum og lagt með því í rúst starfsemi sem búið er að byggja upp með ærinni fyrirhöfn um margra ára skeið. Vona ég að lokum að borgaryfir- völd og listamannssamtökin beri gæfu til að finna framtíðarlausn á vandamálum staðarins, — bráða- birgðalausnir eru aldrei gæfuleg- ar.“ Aðalsteinn Ingólfsson. FRAMKVÆMDUM við Hitaveitu Suðurnesja miðar vel áfram. að því er Ingólfur Aðalsteinsson, hitaveitustjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Um þessar mundir er verið að vinna í dreifiveitu fyrir Keflavík, en hún er reist í 5 áföngum og eru tveir þeirra næstum búnir en unnið er af fullum krafti í hinum þriðja. Þá er einnig verið að leggja aðveituæð til Sandgerðis og Gerða en síðan er verið að hefja fram- kvæmdir við dreifiveitu fyrir báða þessa staði. í gær voru síðan opnuð tilboð í aðveituæð frá Innri-Njarðvík inn til Voga og eftir um hálfan mánuð verða opnuð tilboð í dreifiveitu fyrir Voga. Sagði Ingólfur, að öllum dreifiveitum ætti að vera lokið um mitt næsta ár. Þá sagði Ingólfur, að lokið hefði verið við eina rás af fjórum í varmaskiptastöð og önnur yrði til um miðjan október en hinar upp úr áramótum, en að þeim loknum ætti að vera komin næg fram- leiðsla fyrir öll byggðarlögin. I framhaldi af þeim yrði byrjað á framkvæmdum vegna varmasölu til sjálfs Keflavíkurflugvallar, en Ingólfur gat þess að reyndar væri þegar verið að vinna að lögn vatns til lítillar herstöðvar í grennd við Grindavík, en hitaveitufram- kvæmdir í Grindavík eru nú á lokastigi. Ingólfur sagði, að framkvæmdir vegna varmasölunnar til Kefla- víkurflugvallar mundu væntan- lega hefjast um áramótin 1980—81 en vegna þeirra þarf að tvöfalda varmaskiptastöðina. Ingólfur sagði, að óvarlegt væri að gera ráð fyrir að kostnaður við Hitaveitu Suðurnesja yrði minni en 9 milljarðar króna þegar kæmi fram á næsta ár, en sagði að engu að síður hefðu allar áætlanir varðandi veituna staðist hingað til. Frá Svartsengi. Lj6sm-Mats Vibe Lund- Kjarvalsstaðir Skemmtileg skák en misbrestasöm ÞAÐ VAR mikil barátta í 22. skákinni í dag og þótt mistök af beggja hálfu skyggöu nokkuð á tafl- mennskuna sáum við spennandi skák, þar sem um áframhaldandi átök í biðstöðunni verður að ræða. Korchnoi hafði svart í dag og valdi öðru sinni að beita franskri vörn í þessu einvígi. Skákin féll í sama farveg og 16. skákin allt fram að 6. leik, en þá breytti Korchnoi út af og lék Be7 í stað De7 í 16. skákinni. Það kom þó fljótt í ljós, að þessi leikur var ekki endurbót. Karpov var greinilega við honum búinn og eftir nokkra sterka leiki hafði hann byggt upp trausta stöðu. Enn urðu Korchnoi á mistök er hann fórnaði peði, sem hann hefur álitið sér fært vegna sterkrar stöðu riddara síns á d5. Hann eyddi miklum tíma í að útfæra hugmynd sína með riddarann og að 30 leikjum loknum átti hann aðeins eftir 14 mínút- ur á 10 leiki. Honum tókst samt að ljúka þeim, en ekki. áfallalaust og var Karpov augljóslega með unnið tafl eftir 41 leik. En nú var komið að Karpov að gera mistök og í stað þess að innsigla biðleik, notaði hann tímann, sem hann átti eftir, og lék 6 leikjum, flestum mjög misjöfnum, sem varð aðeins til þess að staðan snerist nú Korchnoi í hag og hefur hann tölu- verða jafnteflismöguleika í biðstöðunni. Korchnoi inn- siglaði biðleikinn og á miklu veltur um framhald- ið hver biðleikur hans hefur verið. Það er því erfitt að segja til um framhaldið, en víst er að við sáum skemmtilega skák í dag. Flugleiðir h.f. bréf í félaginu. kr. 100.000. Umboðsmenn nnum/hð kaupa hluta- 00, kr. 50.000 og j - ' " a við pöntunum. ntunarseðil ásamt a nú öllum U i br rifstofur Einnig nægir að senda meðfylgjam greiðslu í ávísun. Hlutabréfin eru skráð á nafn. Því þarf kaupandi að tilgreina væntanlegan eiganda, ætli hann að gefa þau. Sendið pöntunarseðilinn í ábyrgðarpósti. Áritun umslags: Flugleiðir h.f., hlutabréfadeild, Reykjavíkurflugvelli. Pöntunarseðill Elnt. Verðg. Væntanlegur elgandi: Helmilisfang: Dags. Heimitlsfang Nafnnumer Síml FLUGLEIDIRHF Hlutabréfadeild sími 2 78 00 Undirskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.