Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 17 Birgir ísl. Gunnarsson: Furðuplagg meirihlutans Undanfarna daga hafa all- miklar umræður orðið um greinargerð Ólafs Nilssonar, endurskoðanda, um úttekt á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborg- ar 30. júní 1978. Á fundi borgarráðs 4. júlí s.l. var samþykkt að ráða Ólaf Nilsson til þessa verks. Ekki var ágrein- ingur um það að rétt væri að framkvæma slíka úttekt, en þó taldi ég að endurskoðunardeild borgarinnar gæti framkvæmt verkið. Sá skoðanamismunur var þó smámál. Borgarráðsmenn hafa haft þessa greinargerð undir höndum í nokkurn tíma, en formlega var hún lögð fram í borgarráði s.l. þriðjudag. Málsmeðferð öll var með nokkuð sérkennilegum hætti. Meirihluti borgarráðs taldi ekki ástæðu til að boða skýrsluhöfund á borgarráðs- fundinn, en sögðu hins vegar að hægt væri að boða hann, ef einhver óskaði sérstaklega eftir því. Greinilegt var að hespa átti af öllum efnislegum umræðum um málið. Við borgarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins, óskuðum eindregið eftir því að fá Ólaf Nilsson á fundinn og svo varð raunin. Þár gaf hann mjög greinargott yfirlit yfir málið, eins og hans var von og vísa. Síðar þennan sama dag boð- uðu þremenningarnir, sem skipa meirihluta borgarráðs, til blaða- mannafundar, til að kynna efni skýrslunnar. Þar voru þeir einir mættir, en skýrsluhöfundur fékk þar hvergi nærri að koma. Þess í stað lögðu þeir fram sérstaka greinargerð frá sér um málið, þar sem þeir leitast við að túlka og skýra skýrsluna. Þar túlka þeir mjög einhliða og hlutdrægt niðurstöður greinar- gerðarinnar. Öll er þessi máls- meðferð, af hálfu meirihluta borgarráðs, mjög ámælisverð og ekki til þess fallin að almenn- ingur fái rétta mynd af málinu. Þegar meta á fjárhagsstöðu fyrirtækis eins og Reykjavíkur- borgar, koma að sjálfsögðu mörg atriði til álita. Eitt atriði hafa þremenningarnir tekið út úr og gert að aðalatriði málsins, en það er greiðslustaða borgar- sjóðs. Ekki skal dregið í efa að greiðslustaðan sé erfið, en þó er túlkun þeirra á henni mjög villandi. Á einum stað í greinargerð þeirra segir m.a.: „I greinargerð Ólafs Nilssonar kemur fram, að handbært reiðufé eða kvikir veltufjármunir, voru í lok júní- mánaðar alls 112 millj. króna, en skammtímaskuldir námu alls 2.341 millj. kr. Handbært fé nam því í júnílok s.l. aðeins 4,8% af skammtímaskuldum". Hér er sem sagt látið að því liggja að gjaldfallnar skamm- tímaskuldir séu 2.341 millj. kr. og upp í þær sé aðeins til handþært fé að fjárhæð 112 millj. króna. Þetta er mikil blekking. Við skulum aðeins líta á, hverjar þessar skammtíma- skuldir eru. Fyrst er hlaupa- reikningsyfirdráttur að fjárhæð 368 milljónir kr. Sú yfirdráttar- skuld var síður en svo gjaldfall- in þ. 30. júní. Þvert á móti mátti hún hækka allt að 700 millj. króna, en þessi yfirdráttur hefur einmitt verið notaður til að brúa bil innborgaðra tekna og áfallinna útgjalda og sveifl- ast upphæðin mikið, bæði innan mánaðar og innan árs. Næsti liður undir skamm- ' tímaskuldum er ógreiddir reikn- I ingar, laun og launatengd gjöld. ; Ógreiddir reikningar eru sam- 1 tals 815 millj. kr., en af þeim eru ekki gjaldfallnir meir em 487 millj. kr. Hitt eru reikningar vegna útekta og vinnu í júní, sem verða gjaldkræfir síðar. Ógreidd laun og launatengd gjöld að fjárhæð 682 millj. kr. eru laun vegna júní, sem greið- ast eiga 1. júlí. Hinsvegar koma ávallt inn á móti launagreiðsl- um um mánaðarmót tekjur fyrstu daga mánaðar, sem gera það mögulegt að lækka yfir- dráttarskuld, sem ávallt er hæst fyrstu daga mánaðar. Enn einn liður í skammtímaskuldum er greiðslumunur sjóða og fyrir- tækja borgarinnar að fjárhæð 278 millj. kr. Hér er um að ræða stöðu margs konar viðskipta milli borgarfyrirtækja innbyrð- is, sem alls ekki er hægt að líta á sem gjaldkræfa, þannig að handbært fé þ. 30. júní eigi að koma á móti þeim. I greinargerð þremenning- anna' segir ennfremur: „Miðað við hinar miklu sveiflur, sem verða á greiðslustöðunni er ljóst, að fjárvöntun borgarsjóðs mun nema um 2000 milljónum króna innan hvers mánaðar fram til áramóta .. .„Þessa full- yrðingu grípur Þjóðviljinn á lofti og segir í fyrirsögn s.l. miðvikudag: „2000 milljónir vantar í kassann". Þessi fullyrð- ing er alröng og mikil blekking. Lgreinargerð Ólafs Nilssonar er birt greiðsluáæltun, þar sem fram kemur fjárvöntun í lok hvers mánaðar fram til ára- móta. Minnsta fjárvöntun er 917 milljónir króna í lok desember, en mesta 1.402 milljónir króna í lok október. Inn í þessum tölum eru reiknaðir ógreiddir, almenn- ir reikningar, sem ávallt liggja hjá borgargjaldkera í lok hvers mánaðar. Slíkt er eðlilegt í jafn umfangsmiklum viðskiptum og Reykjavíkurborg stundar. I árs- lok 1977 námu slíkir reikningar 250 milljónum króna, en hafa oft verið um 400 millj. króna í lok hvers mánaðar 1978. Frá ofangreindum tölum um greiðsluvöntun má því eðlilega draga kr. 400 millj. vegna ógreiddra reikninga. Samkvæmt því verður fjárvöntun í desem- berlok um 517 millj. króna, en það er að sjálfsögðu mikilvæg- ast, hvernig niðurstaðan verður í árslok. Samkvæmt greiðslu- áætlun frá því á síðasta ári var fjárvöntun reiknuð á sambæri- legan hátt 515 millj. króna. í reynd varð hún aðeins minni, en var brúuð með yfirdráttarskuld hjá Landsbanka Islands. Vand- inn í árslok nú ætti því að verða sízt minni en á s.l. ári. í greinargerð þremenning- anna segir á einum stað: „Þá er ennfremur . sérstök ástæða að benda á, að pantaðar og ógreidd- ar vörur á vegum Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar námu alls 623 millj. kr., en við mat á greiðslustöðunni er ekki tekið tillit til þessara fjárhags- skuldbindinga". Þetta er hrein viðleysa. Greiðsluáætlun fjallar um öll útgjöld borgarsjóðs, jafnt vörukaup á vegum Innkaupa- stofnunar sem annað og auðvit- að eru pantaðar vörur jafnt metnar inn í greiðslustöðuna og ópantaðar. Þessi dæmi hér að ofan sýna glögglega, hverskonar furðu- plagg greinargerð meirihlutans er og hverskonar blekkingar þar eru hafðar í frammi. Spyrja má að því, hversvegna meirihlutinn hafi kosið slíka málsmeðferð. Hægt er að láta sér koma til hugar tvö svör. Annað er að meirihlutinn hafi hreinlega ekki skilið greinargerð Ólafs Nils- sonar og átti sig ekki á sam- henginu í fjármálum borgar- sjóðs. Því trúi ég ekki að óreyndu, enda mættu þá Reyk- víkingar fara að biðja Guð að hjálpa sér. Hitt svarið er sennilegra, en það er að vandinn vaxi þeim svo í augum, að þeir kjósi að fara slíka-blekkingaleið. Þeir hafa ávallt haldið því fram að það væri lítið vandaverk að stjórna Reykjavík. Auðvitað er stjórn- endum borgarinnar nú nokkur vandi á höndum, en þó ekki meiri en oft áður. Þennan vanda hafa borgaryfirvöld leyst hingað til án þess barlóms, sem ein- kennir núverandi meirihluta. Vonandi mikla þeir ekki vand- ann um of fyrir sér, þannig að þeir láti hugfallast, en auðvitað verður reynslan að skera úr um það. í þessari grein hef ég aðallega gert að umtalsefni greinargerð meirihluta borgarráðs, en mun í annarri grein skýra frá ýmsum atriðum í greinargerð Ólafs Nilssonar. Sýningarnefnd haustsýningar Félags ísl. myndlistarmanna skipa (f.v.)> Eyjólfur Einarsson. Sigrún Guðjónsdóttir, Hallsteinn Sigurðsson, Þórður Hall, Gunnar Örn Gunnarsson og Helgi Gíslason, en hann vantar á mvndina. Ljósm. RAX. Haustsýning FIM hefst á morgun FÉLAG íslenzkra myndlistar- manna opnar á laugardag hina árlegu haustsýningu sína og verður hún að þessu sinni haldin í húsna-ði félagsins, sýningarsaln- um að Laugarnesvegi 112 í Reykjavík. Sýna þar um 25 félagsmenn milli 65 og 70 mynd- verk. Sýningarnefndin sagði á fundi með fréttamönnum, að haustsýn- ingin væri að þessu sinni með nokkru öðru sniði en verið hefur, lögð væri áherzla á smærri myndir og reynt að stilla verðinu í hóf og í haust eru það eingöngu félags- menn sem sýna, en áður hafa sýningar þessar verið opnar þeim sem vildu senda inn verk. Með því að leggja áherzlu á ódýr verk vildi sýningarnefndin minna á að efni til myndlistariðkunar hefði hækk- að að undanförnu og var nefnt sem dæmi að strigi hefði hækkað um 130% á 12 mánaða tímabili. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til haústsýningarinnar í sýningar- sal FlM, en hann var fullgerður á liðnu sumri þegar listahátíð stóð yfir. Á sýningunni eru málverk, teikningar, grafíkmyndir og högg- myndir. Sýningarnefndina skipa: Þórður Hall, Gunnar Örn Gunn- arsson, Eyjólfur Einarsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Hallsteinn Sigurðs- son og Helgi Gíslason. Sýningin er opin daglega kl. 15—19 nema lauga^rdaga og sunnudaga kl. 15—22, og lýkur henni sunnudag- inn 24. september. Svonefnd busavígsla var framkvæmd í Menntaskólanum við Hamrahlíð í fyrradag, en þá voru nýir nemendur skólans teknir af hinum eldri og þeir látnir votta þeim virðingu sína eins og þeir sögðu, með því að hneigja sig og á ýmsan annan hátt og tók Kristinn myndina við það tækifæri. Fjölmenni var á Ijóðakvöldi Almenna bókafélagsins sem haldið var í Norræna húsinu í fyrrakvöld. Þar lásu þrjú ljóðskáld úr nýjum verkum sínum — Jón úr Vör las úr Altarisberginu, Erlendur Jónsson las úr bók sinni Fyrir stríð og Ingólfur frá Prestbakka las úr Vængjum draumsins, en allar þessar bækur eru komnar út eða í þann veginn að koma út hjá AB. Loks flutti Ljóðafélagið efni af nýrri hljómplötu sem kemur út innan skamms, og er myndin tekin við það tækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.