Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 Marina játar sekt Oswalds Washingrton, 14. september. Reuter. MARINA, ekkja Lee Harvey Oswalds, sagði í fyrsta skipti opinberlega í dag að hún héldi að eiginmaður hennar hefði myrt Kennedy Eorseta í Dallas fyrir 15 árum. Hún bætti því við, að hún teldi að hann hefði verið einn að verki. í gær neitaði hún að viðurkenna fyrir nefnd sem fulltrúadeildin hefur skipað til að rannsaka morðið, að hún teldi að Oswald hefði drýgt verknaðinn. Hún sagði að ástæðan til morðsins hefi verið andlegt ástand Oswalds, ekki stjórnmálaskoðanir hans. Richardson Preyer þingmaður spurði hvort Oswald hefði viljað Sðlast frægð fyrir að myrða einhvern valdamann. Hún sagði að erfitt væri að koma fram með nokkra skýringu þar sem málið væri fjarri allri skynsemi, en hún kvaðst geta fallizt á skýringu þingmannsins. Sennilega hefði það ekki skipt hann máli hvaða stjórnmálaskoðanir sá, sem hann myrti, aðhylltist, aðeins það að hann væri valdamikill. Marina kvaðst telja að Oswald hefði verið einn að verki þar sem hann hefði verið dulur og aldrei [nterpólismótið: Portisch sigraði ELLEFTA og síðasta umferð nterpóiismótsins var tefld í gær )g þar sem tveir efstu menn nótsins, þeir Portisch og Timman, gerðu báðir jafntefli við indstæðinga sína, hélzt röðin ibreytt og stóð Portisch því upp tem sigurvegari. Hann hlaut iamtals 7 vinninga. en Timman Wz v. Athygli vekur, að Larsen, sem hlaut 5 vinninga alls, hafnaði 9. sæti af 12. Úrslit í 11. umferðinni urðu mnars þau, að Hubner vann .jubojevic og Miles vann Larsen. lafntefli gerðu Zindzichshivli og 5ortisch, Sosonko og Ribli, Browne >g Spassky og Hort og Timman. Endanleg röð á mótinu varð því æssi: . Portisch 7 v. !. Timman 6Vi v. 5. Zinzichashvili, Hubner og lort 6 v. i.—8. Spassky, Hort og Browne <'/2 v. 1. Larsen 5 v. 0,—11. Ljubojevic og Sosonko 4‘/2 trúað öðrum fyrir nokkru. Hún sagði að hann hefði viljað fá viðurkenningu fyrir að vera eitt- hvað. Hún kvaðst enn vera undr- andi á því að hann hefði myrt forsetann þar sem hann hefði alltaf virzt dá hann. Akureyri Amsterdam Apena Berlín Barcelona Brussel Kairó Chicago Frankfurt Genf Helsinki Jerúsalem Jóh.borg Kaupmh. Lissabon London Los Angeles Madrid Miami Montreal Malaga Majorca Moskva New York Ósló Parfs Reykjavík Rio de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Teheran Tel Aviv Tókíó Toronto Vancouver Vínarborg 9 skýjaó 20 skýjaó 24 skýjaó 20 skýjaó 27 lóttskýjaó 17 rigning 37 bjart 31 rigníng 19 skýjaö 21 sól 15 skýjaó 29 bjart 9 rigning 17 skýjaó 32 bjart 22 skýjaö 21 skýjaó 32 bjart 35 hilfskýjaó 16 bjart 27 heióríkt 26 léttskýjaó 15 skýjaö 21 bjart 11 akýjaó 22 sól 10 skýjaó 27 sól 21 bjart 19 bjart 13 skýjað 14 bjart 36 sól 28 bjart 22 rigning 15 rigning 16 skýjaó 16 skýjaó James Callaghan forsætisráðherra Breta sést hér ávarpa árlegt þing brezkra verzlunarmanna f Brighton. Þar upplýsti Caliaghan meðal annars, að hann myndi kunngera fyrirætlanir sínar varðandi kosningar f landinu „mjög bráðlega“. Smith útilokar nýjar yiðræður við Nkomo Salisbury, 14. september. AP. IAN SMITH forsætisráðherra útilokaði í dag frekari viðræður við skæruliðaleiðtogann Joshua Nkomo og lýsti því yfir að eina vonin um friðsamlega lausn Rhódesíudeilunnar væri sú að ríkisstjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna knýðu hana fram. Smith kailaði Nkomo „ófreskju“ á fjölmennum blaða- mannafundi og sagði að bráða- birgðastjórnin í Rhódesiu mundi leggja bann við því að tvær hinar bönnuðu hreyfingar skæruliða sem hafa bækistöðvar erlendis stofnuðu deildir í Rhódesíu. I Nairobi sátu skæruliðaleiðtog- arnir Nkomo og Robert Mugabe hlið við hlið við setningu einingar- ráðstefnu Afríku- og Asíuþjóða í Addis Abeba, að sögn eþíópíska útvarpsins. Skæruliðaleiðtogarnir stofnuðu Föðurlandsfylkinguna fyrir tveim- ur árum en hafa ekki hitzt um nokkurt skeið. Fréttir herma að þeir séu ósammála um ráðagerð- irnar um ráðstefnu allra aðila Rhódesíudeilunnar og vegna leyni- fundar Nkomos og Smiths forsæt- isráðherra í síðasta mánuði. Diplómatar í Addis Abeba segja að Nkomo og Mugabe dveljist á sama hóteli og að gert sé ráð fyrir að þeir hitti að máli Fidel Castro, forseta Kúbu, sem dvelst um þessar mundir í eþíópísku höfuð- borginni. Líklegt er talið að Castro haldi fund með þeim til þess að reyna að setja niður deilur þeirra og hreyfinganna sem þeir stjórna. Innrás í búðir blökkumanna Böfðaborg, 14. september. AP. LÖGREGLUMENN réðust inn í búðir blökkumanna skammt frá Höfðaborg, Nordli býr Norðmenn undir kaupbindingu 2. Ribli 4 v. Frá fréttaritara Mbl. í Ósló í gær. ODVAR Nordli forsætisráðherra sagði í dag að erfitt mundi reynast að tryggja fulla atvinnu á næstu árum ef ekki yrði komið á bindingu kaupgjalds og verð- lags. Hann sagði að full atvinna væri æðsta takmark stjórnarinnar og að það væri í hættu ef bindingu kaupgjalds og verðlags yrði ekki komið á. Ef það tækist ekki sagði hann, að Norðmenn yrðu illa á vegi staddir. Nordli kvað það knýjandi nauð- syn að tryggja að hækkun verðlags og kostnaðar yrði töluvert lægri á næsta ári en í öðrum vestrænum löndum. Hann skoraði eindregið á alla að sýna miklu meiri hófsemi á næstu árum en þeir hefðu gert til þessa. Hann sagði að gera yrði afger- andi ráðstafanir til að brjótast út úr vítahring verðbólgunnar. Hann kvaðst ekki vilja leyna því að meiri barátta yrði um atvinnu á næstu árum en til þessa. Þetta gerðist 1974 — Flugræningjar sprengja upp víetnamska farþegaflugvél og 71 ferst. 1967 — Amer marskálkur, yfirmaður egypzka hersins, fremur sjálfsmorð. 1966 — Þriggja daga geimferð bandariskra geimfara lýkur. 1959 — Krúsjeff kemur til Washington í 13 daga heimsókn. 1950 — Landganga liðsafla SÞ í Inchon, Suður-Kóreu. 1949 — Adenauer verður fyrsti kanzlari Vestur-Þjóðverja. 1946 — Alþýðulýðveldi stofnað í Búlgaríu. 1942 — Þjóðverjar ráðast á Stalíngrad. 1938 — Chamberlain fer til Berchtesgaden þar sem Hitler kveðst ætla að innlima Súdeta- héruðin. 1935 — Núrnberg-Iögin um ofsóknir gegn Gyðingum og hakakrossinn verður þjóðfáni. 1917 — Kerensky lýsir yfir stofnun rússnesks lýðveldis. 1916 — Brezki herinn beitir skriðdrekum í fyrsta skipti. 1882 — Bretar hertaka Kairó og Arabi Pasha gefst upp. 1643 — Samningar um lok stríðsátaka á írlandi. Afmæli dagsins. Albrecht von Wallenstein, þýzkur hermaður (1583—1634) — James Fenimore Cooper, bandarískur rithöfund- ur (1798-1851) - WiUiam Fjárlagafrumvarp norsku stjórnarinnar fyrir næsta ár verður lagt fram eftir rúmar þrjár vikur. — I fyrra nam greiðsluhalli Norðmanna við útlönd 26 milljörð- um norskra króna. Horfur eru á að greiðsluhallinn á þessu ári verði talsvert innan við 20 milljarðar norskra króna sem hefur verið spáð. Arbeiderbladet, málgagn Verka- mannaflokksins, sagði í dag að stjórn Nordlis hefði ákveðið að frysta kaupgjald og verðlag til ársloka 1979, samkvæmt Reuter. Blaðið segir að ráðstöfunin verði kunngerð á morgun. Crossroads, í morgun og handtóku mörg hundruð blökkumenn að sögn sjón- arvotta í dag. Þeir sögðu að einn maður hefði verið skotinn til bana og tveir hefðu særzt. Sjónarvottarnir sögðu frá handalögmálum og grjótkasti og harðri framgöngu lögregiunnar sem beitti táragasi, kylfum og hundum. Tuttugu þúsund manns eru í búðunum og um 600 lögreglumenn slógu hring um þær. Lögreglan hefur ekkert sagt opinberlega um atburðinn. Fólkið í búðunum sagði að lögreglan hefði látið til skarar skríða skömmu eftir miðnætti og krafið blökkumennina um vega- bréf. Samkvæmt suður-afrískum lögum verða blökkumenn að bera vegabréf ef þeir búa á svæðum ætluðum hvítum mönnum. Hins vegar virðist íbúum búð- anna hafa borizt njósn um fyrir- hugaðar aðgerðir lögreglunnar og þeir voru allir vakandi. Howard Taft, bandarískur for-> seti (1857-1930). Innlent. D. Herra Ásgeir Ás- geirsson 1972— — „Porqoui pas?“ strandar við Mýrar 1926 — D. Síra Páll Jónsson skáldi 1846 — Bjarni biskup Kolbeins- son í Orkneyjum 1222. Orð dagsins. Við verðum að vara okkur á því að byggja upp þjóðfélag þar sem enginn skiptir máli nema pólitíkus eða em- bættismaður. — Sir Winston Churchill, breskur stjórnskör- ungur (1874—1965). Vínbúðir munu tæmast íNoregi Frá fréítaritara Mbl. í Óslö í gær HORFIJR eru á því að hillur áíengisverzlana í Noregi tæmist á næstunni þar sem starfsmenn framleiðsludeildar áfengiseinok- unarinnar hafa fellt með miklum meirihluta atkvæða tilboð rikis- ins um nýja launasamninga. Því hefur verið boðað verkfall bæði í Ósló, Björgvin, Þrándheimi og Hamar frá og með næsta mánudegi. Gert er ráð fyrir því að áfengi verði óspart hamstrað næstu daga ef verkfalli verður ekki afstýrt. Starfsmenn framleiðsludeildar framleiða áfengi fyrir ríkiseinok- unina en verkfallið mun einnig bitna á innfluttu áfengi. Helztu áfengisútsölurnar eru háðar birgð- um sem þær fá daglega. Ef til verkfalls kemur í umræddum fjórum borgum selst áfengið upp á þremur til fjórum dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.