Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978 Rætt við stráka að leik á Flotbryggjunni á ísafirði „Við leikum okkur aðallega hér við bryggjuna, en líka stundum í fótbolta og svoleið- is,“ sögðu tveir strákar sem blaðamaður Morgunblaðsins rakst á fyrir stuttu við Flotbryggjuna á ísafirði. Þeir sögðust vera frá Isafirði báðir, Örn Ægisson og Elvar Þór Þorleifsson, báðir tíu ára. „Við erum oft að veiða hérna,“ sagði Elvar Þór, „stundum þorsk og krabba, en aðallega marhnút. — Hvað við gerum við veiðina? — Við fleygjum henni oftast, en notum marhnútana í beitu.“ „Svo erum við líka oft bara að skoða bátana hérna og leika okkur í þeim,“ segir Örn, „það er stundum dálítið hættulegt, en við erum ekkert hræddir samt!“ Þeir sögðust báðir muna eftir því að krakkar hafi dottið í sjóinn við bryggjuna, en þó ekki •m „Það er ágætt að eiga heima hérna á Ísaíirði, en mér hefur líka dottið í hug að það gæti verið gaman að eiga heima á Akur- eyri,“ sagði Elvar Þór íhygginn á svip. orðið þar nein slys svo þeir muni. Þeir félagar sögðust ekki vita hvort foreldrar þeirra væru hræddir að vita af þeim við leik á bryggjunni og í bátunum, enda eru þeir sjálfsagt ekkert að tíunda sínar ferðir um of heima hjá sér frekar en strákar gera oftast á þessum aldri! Þeir sátu og skröfuðu saman inni í beitingaskúrnum á Bolungarvík er blaðamann Morgunblaðsins bar það að. Ásgeir Guðmundsson, en hann er sagður vera búinn að beita alla leið til Japans og lagleiðina til baka, Guðmundur Kristjánsson, Sigurgeir Sigurðsson og lengst til hægri er Rögnvaldur Guðmundsson. Búinn að beita til Japans og langleiðina til baka! misjafnar gæftir hefðu að sjálf- sögðu áhrif á aflann á hverjum tíma. „En annars hefur veiðst ágætlega eftir að farið var að beita loðnu," sagði Sigurgeir, en einnig er beitt smokki. Talið barst að skrifum doktors Jóns Gíslasonar í Morgunblaðinu, og sögðu þeir félagar að það væri búið að svara þeim skrifum í blaðinu, og væri víst óþarfi að bæta nokkru þar við. Hitt mætti þó alveg koma fram, að þeir teldu Vestfirðinga ekki neitt frábrugðna öðrum íslendingum, en vissulega hefði fólk mikla vinnu á þessum slóðum, og því gæfist ef til vill ekki mikill tími til bóka- og blaðaléstrar. — „Kannski hefur fólk ekki einu sinni haft tíma til að lesa þessi skrif dr. Jóns,“ sagði Rögnvaldur. Allir kváðust þeir Guðmund- ur, Rögnvaldur, Sigurgeir og Ásgeir hafa búið lengi í Bolungarvík, og kunna því vél. — Alla vega hefðu þeir ekkert að sækja suður til Reykjavíkur, enda ekki átt því að venjast dags daglega sem þar er uppá að bjóða. Leikhúsi höfum við ekki átt að venjast, sögðu þeir, og þess vegna söknum við þess heldur ekki. En fólk í Bolungar- vík sækir vel þær sýningar sem þangað koma, og einnig er talsvert um það að fólk taki sig saman á vorin og fari suður til Reykjavíkur í leikhúsferðir, sagði Rögnvaldur. Þá stendur margs konar félagslíf í miklum blóma í Bolungarvík, þar starfa Lions- klúbbur, Junior Chamber-hreyf- ingin er þar, og fleira mætti nefna, til dæmis er skáklíf fjörugt. Þá eru haldnar margs konar skemmtanir að vetrinum, svo sem árlegt þorrablót. Þar er venjulega glatt á hjalla, og allar konurnar mæta á þjóðbúning- um, annars fá þær ekki inn- göngu. — „Jafnvel þó þær séu ekki nema sextán eða sautján ára, og ótrúlofaðar, þá komast þær ekki inn nema í búningi," sagði Sigurgeir og hló við. Sagði hann að algengara væri að konur gengju í íslenska þjóð- búningnum í Bolungarvík en víðast annars staðar á landinu, „jafnvel oftar en forsetafrúin!" - AH. Rætt við beitingamenn i Bolungarvik Það var líf og fjör við höfnina í Bolungarvík í fyrri viku er blaðamaður Morgunblaðsins var þar á ferð. Togari lá við bryggju, vinnsla í frysti- húsunum var í fullum gangi og verið var að bræða loðnu í verksmiðju Einars Guðfinnssonar, og von á meiri loðnu innan skamms frá miðunum við Jan Mayen. Þá voru beit- ingamenn einnig að störf- um skammt frá höfninni, og í einum beitingaskúr- anna hittum við nokkra menn að máli, beitinga- menn og menn sem komn- ir voru til að spjalla við þá. Þeir sem þarna voru er við litum inn, voru Guðmundur Kristjánsson, stýrimaður á Flosa frá Bolungarvík, Sigurgeir Sigurðsson og Ásgeir Guðmundsson, beitinga- menn, og svo kom þarna Rögnvaldur Guðmunds- son, sem meðal annars ekur fólki í rútubíl milli Isafjarðar og Bolungar- víkur. Þeir eru engir nýgræðingar í beitingunum, þeir Ásgeir og Sigurgeir, báðir búnir að beita um árabil. „Eg hef verið að beita alla ævi,“ sagði Ásgeir og brosti. — „Sumir segja að ég sé búinn að beita svo lengi, að línan myndi ná alla leið niður til Japans," segir Ásgeir, „og lang- leiðina til baka held ég!“ bætti Sigurgeir við. Núna eru gerðir út tveir stórir bátar á línu frá Bolungarvík og fleiri smærri bátar, að því er þeir fjórmenningarnir sögðu. Fimm menn eru í landi við beitingar á stærri bátana, en þrír til fjórir á þá smærri, nokkuð breytilegt eftir bátum. Einnig er breytilegt hve margir menn eru á hverjum bát. Vinnu- brögðin við beitingarnar hafa veríð hin sömu í mörg herrans ár, að því er Sigurgeir sagði, en nú er aðallega beitt loðnu. Veiðisvæðin eru allt frá Breiðafirði austur í Húnaflóa hjá stærri bátunum, en þeir minni fara ekki eins langt, aðallega halda þeir sig úti fyrir Isafjarðardjúpi. Nokkuð misjafnt er hve lengi línan er látin liggja í sjó, allt frá einni klukkustund upp í fimm tíma eða lengur, en algengast mun að línan liggi í tvo til þrjá tíma. Aflinn í sumar hefur verið frekar lélegur hjá línubátunum að því er Guðmundur sagði, aflinn er aðallega þorskur. Hins vegar hafa togararnir aflað mjög vel, svo jafnvel hefur reynst erfitt að hafa undan í frystihúsunum. Þannig var það til dæmis er okkur bar að þarna á Bolungarvík, skuttogarinn Dagrún lá inni, og var verið að dytta að ýmsu smálegu um borð, mála og snurfusa. Skýringin var sú, að ekki hefðist undan að verka aflann í landi, og því hefði verið ákveðið að stöðva togar- ann í nokkra daga, og taka þar með út hluta þorskveiðibannsins í leiðinni. Varðandi það sem Guðmund- ur sagði um léleg aflabrögð línubátanna, vildi Sigurgeir láta þess getið, að yfirleitt hefði veiðst vel hin síðari ár, þó Ljósm.i Anders Hansen. Ilér eru þeir Ásgeir og Guðmundur að smíða fleka undir fiskkassa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.