Morgunblaðið - 07.10.1978, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978
11
Tðnlist
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
verkinu. Tónleikunum lauk
með Tríói eftir Brahms. Það
þarf ekki að ræða um það að
flytjendurnir eru góðir tón-
listarmenn en flutningur
verksins var laus við alla
listræna tiltekt og blælaus,
hljómaði blátt áfram ekki
fallega. Inn í þessa mynd
kemur auðvitað píanóið og
vandamál í stillingu þess,
sérstaklega fyrir samleik með
strengjum. Það mætti athuga
hvort ekki sé nauðsynlegt að
stilla píanó út frá þeim
hljóðfærum sem leika eiga
með því, því annars gæti
komið upp sú staða, að t.d.
klarinett væri ómögulegt að
stilla eftir píanóinu og útkoma
því óviðráðanlega óhrein.
Jón Ásgeirsson
svo, að flestum er gefinn kostur á
að eignast gripina. Þetta kom mér
sannarlega á óvart og gladdi mig
svo, að ég verð að segja frá þessum
viðburði hér í blaðinu. Eitt er víst,
að hér er á ferð svo merkt
framtak, að það er ólíkt meiri
ástæða til að vekja athygli á því en
sumum þeim sýningum, sem mað-
ur er að bögglast við að koma á
framfæri.
Þorsteinn Thorarensen hefur
unnið hér stórvirki, og ef ég veit
rétt, eru 5 bækur komnar á
markað hérlendis af þessum bóka-
flokki. Ég hef rennt augum yfir
þýðingar Þorsteins og finnst þær á
stundum nokkuð sérvitringslegar,
en það fer ekki milli mála, að það
er kraftaverk, hverju hann kemur
til skila. Þetta hlýtur að hafa verið
gríðarleg vinna lyrir Þorstein, en
eins og allir vita, er til þekkja, er
honum ekki fisjað saman á þessu
sviði. Hann á því miklar þakkir
fyrir þetta verk og Fjölvi ekki
síður. Það getur bókstaflega skipt
sköpum um áhuga fyrir myndlist á
íslandi, að fá svo frábær rit á
íslenska tungu, og ég er viss um, að
þeir sem byrja á þessum lestri,
verða þess fljótt varir, að listasaga
er meira en leiðinda tuggur um
myndbyggingu, form og lit, ásamt
öllum þeim orðskrípum og mærð,
sem oft vill brenna við í skrifum
um myndlist. Ekki eingöngu hér-
lendis, heldur og annars staðar.
Það voru mikil sannindi hjá
Séra Árna Þórarinssyni, er hann
sagði: Þegar maður talar við
guðdóminn, verður maður að tala
eins og við barn. Þá skilur hann
sannleikann. Þessar bækur, sem ég
hef verið að minnast á hér, eru
einmitt skrifaðar í þessum anda.
Að lokum vonast ég til, að
þessari útgáfu verði haldið áfram,
en þegar hafa komið út Líf og list,
Goya. Rembrandts. Matisse,
Manets. Duchamps. Þetta er
stórkostlegur viðburður í listalífi
okkar hér á íslandi.
Valtýr Pétursson.
Kammertónleikar
Efnisskrát
Milhaudi Svíta fyrir fiðlu,
klarinett og píanó.
Ifaydnt Tríó nr. 1 í G-dúr.
Brahmst Tríó í a-moll óp. 114.
Flytjendurt
Paul Zukofsky fiðla.
Ilalldór Haraldsson píanó.
Pétur Þorvaldsson cello.
Gunnar Egilsson, klarinett.
Svíta eftir Milhaud er eins
konar könnun á alþýðutónlist
sem kjarnaefni alvarlegs tón-
verks. Þarna má heyra hend-
ingar úr sveitadönsum og
kaffihúsatónlist listilega út-
færðar, vafðar inn í umbúðir
nýstárlegra tóntiltekta og
kryddaðar með sakleysislegum
gamaldags laglínum. Tríóið
nr. 1 er sennilega meðal
þekktustu kammerverka
Haydns.
Fyrsti kaflinn er sérlega
gegnsætt verk og er erfitt að
leika slíka tónlist svo vel fari.
Þarna þarf að gefa gaum að
ýmsum smágerðum stefjum,
sem að því er virðist innihalda
umfjöllunar. Að leika svona
verk og gera hraðann að
markmiði hefur ekkert upp á
sig. Einn hljómleikagesta
Pmul
Zukofsky
Halldór
Haraldsson
Pétur
Þorvaldsson
Gunnar
Eidlsson
ekkert, en þarf að fara hönd-
um um með gætni, jafnt þar
sem einn tónn hljómar og ofið
er úr skrautlegri röð. Síðasti
kaflinn var fluttur Svo, að
ástæða væri til sérstakrar
sagði réttilega að loknum
flutningi verksins, að vel
mætti vera að allar nóturnar
hafi verið leiknar en hann
væri farinn að heyra svo hægt
og þess vegna ekki náð öllu
Eldur í
strætisvagni
ELDUR kom upp í stærtisvagni
s.l. fimmtudag. en vagninn stóð í
áhaldageymslu Kópavogs. Vakt-
maður hafði sett vagnana í gang'
svo þeir væru heitir þegar akstur
hæfist en einhverra hluta vegna
varð eldur laus í vél eins vagns-
ins.
Slökkvilið kom á staðinn og
réði niðurlögum eldsins en tölu-
verðar skcmmdir urðu á vagnin-
um.
Bilnúmerahappdrætti
Styrktarfélags vangefinna
ÞESSA dagana stendur yfir út-
sending á happdrættismiðum í
hinu árlega bílnúmerahappdrætti
Styktarfélags vangefinna.
Vinningar eru 10 talsins og
heildarverðmæti þeirra tæpar 20
milljónir. Aðalvinningur er bif-
reið, Chevrolet Caprice Classic
árg. ‘79 að verömæti um 6.200.000
kr., en auk þess eru 9 vinningar
bifreiðar að eigin vali, hver að
upphæð 1.500.000 kr. Vinningar
happdrættisins eru skattfrjálsir.
Ollum ágóða happdrættisins
verður varið tíl áframhaldandi
framkvæmda við heimili það, sem
félagið hefur í smíðum við
Stjörnugróf í Reykjaví, en það
mun tilbúið rúma 25—30 vistmenn
og bæta úr mjög brýnni þörf fyrir
aukið dagvistarrými. Sem stendur
er unnið við múrverk innanhúss,
en stefnt er að því að húsið verði
tilbúið undir tréverk næsta vor.
Bygging þessi hefur að miklu leyti
verið reist fyrir ágóða af happ-
drætti félagsins, svo og framlög
frá Styrktarsjóði vangefinna og
Hjálparstofnun kirkjunnar.
kaupa íbúð,
eða stækka við þig ?
IB lánakerfið auðveldar fólki þessa
hluti. Mánaðarlegur sparnaður þinn
tryggir rétt til lántöku. Kerfið er
sveigjanlegt og ætti að falla að fjár-
þörf og sparnaðargetu hvers og
eins.
En það krefst fyrirhyggju. Hvað
þarftu mikið fé? Hvenær? Hvað
geturðu sparað mikið í hverjum
mánuði? Allt þetta verður þú að
skoða ofan í kjölinn.
Kynntu þér IB lánakerfið, ræddu við
IB ráógjafana.
Banki þeirra sem hyggja að framtiðinni
Iðnaóarbankinn
Aðalbanki og útibú
MÁLVERKASÝNINGU Sigurþórs Jakobssonar lýkur á sunn
dagskvöld. Sýningin er opin frá klukkan 14 til 22. Sýningin ei
kjallara Norræna hússins.