Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978
15
Fréttabréf
úr Borgarnesi
Borgarfiröi, 12.9. 78.
Veður og veðurfar
Sæmilega leit út strax í vor, að
spretta yrði í fyrra lagi, þar sem
byrjun maí lofaði góðu. En síðan
kom júní, sem var fjarskalega
kaldur og miðaði gróðri sáralítið
fram. Var útjörð grá fram eftir
öllum mánuðinum. Og í ofanálag
bættist, að í júní rigndi sáralítið.
Var jörð því mjög þurr og tafði
það einnig fyrir sprettu. En í júlí
tók að skána. Og var seinni hluti
júlí sæmilegur. Þeir bændur, sem
voru í fyrra lagi með að slá náðu
töluverðu upp í fyrri hluta júlí. En
síðan kom ágúst með dumbungi og
fáum þurrkflæsum. En það sem af
er september hefur viðrað sæmi-
lega til heyskapar og hafa hinir
síðustu náð seinustu stráunum
upp í september.
Töðugjöld voru haldin á 2
stöðum hér í Borgarfirðinum í
byrjun september. Voru þá all-
margir, sem áttu eftir hey úti. En
margir létu það ekkert á sig fá.
Sögðu aðeins: „Allt í lagi með það,
allt í lagi með það,“ og mættu
galvaskir til leiks. Þessir hinir
sömu hefðu flestir getað verið
búnir að heyja á þessum tíma, ef
þeir hefðu heyjað í vothey. Þótt
stuttir væru þurrkarnir í ágúst,
viðraði vel til til votheysgerðar.
Bera þeir bændur af, sem heyja
töluverðan hluta í vothey, hvað
varðar ágæti þess heys, er þeir
afla. Og eins hitt, að þeir eru ekki
eins háðir veðurfari með heyskap
eins og þurrheysbændur eru.
Réttir og réttarfar
Ágúst hefur verið mjög hlýr og
það sem af er september einnig.
Hefur ekki enn komið næturfrost
og má það kallast nýnæmi. Kart-
öflugrös standa enn og haustlitir
sjást varla á kjarri og skógum.
Allt þetta veldur því að útjörð er
óvanalega góð, grös ekki farin að
sölna og hefur verið að spretta allt
fram undir þetta. Svona gott haust
bætir upp lélegt sumar framan af,
og er bót í máli fyrir bændur. Kýr
hafa aldrei verið teknar inn að
nóttu til í sumar vegna slagveðurs.
Ekki ástæða
til útflutn-
ings á
ferskri síld
„ÉG Á ekki von á því að það verði
veitt leyfi til útflutnings á
fersksfld," sagði Jón Arnalds,
ráðuneytisstjóri í sjávarútvcgs-
ráðuneytinu. er Mbl. spurði hann
um það mál í gær.
„Meðan allt útlit er fyrír að
hægt verði að vinna allan síldar-
aflann innanlands, ýmist með
söltun eða frystingu, og síldarút-
vegsnefnd gengur svona rösklega
fram í því að selja þá er ekki
ástæða til útflutningsleyfa á
ferskri síld. Sumir útvegsmenn
hafa eitthvað verið að spá í slíkt
en mér sýnist ólíklegt að það
verði.“
Jón sagði að aldrei hefði bátur
fengið leyfi til að sigla með ferska
síld á erlendan markað, en eitt
dæmi væri um slíka sölu í
leyfisleysi.
Hefur nyt haldist fádæma vel í
þeim og mjólk því töluvert yfir
meðallagi. En ekki er víst, að
neytendur drekki að sama skapi
meiri mjólk, og bætist því enn við
smjörfjallið.
Réttir eru nú sem óðast að
ganga um garð. Fljótstungurétt
var í gær, og á morgun verða
Oddsstaða- og Þverárrétt. Dilkar
eru ekki stórir núna, en vel feitir
eftir svona ágætt haust, enda hafa
heiða- og afréttarlönd sjaldan
verið betri á þessum tíma en
einmitt nú. Ættu bændur því að
vera ánægðir með feita og fallega
dilka. En sú ánægja er nú dulítið
beggja blands, því í haust tekur
við nýtt mat á kjöti. Verða þeir
dilkar, sem eru feitir og fallegir
verðfelldir. Er þetta víst til þess að
koma á móts við þá neytendur,
sem ekki vilja annað en horkjöt.
Hingað til hefur það þótt gott og
gilt í dreifbýlinu, að smjör og feitt
kjöt myndi bara slípa æðarnar, og
þannig koma í veg fyrir blóðtappa.
En það þarf ekki margar óánægju-
raddir til þess að breyta hugarfari
fólks í þessum efnum. Þess vegna
virðist það vera haldbezt í svona
góðu árferði, þegar dilkar koma
vel fram gengnir af fjalli að þá
verði að svelta þá, svo viðunandi
kjötmat fáist á þá. Þótt vel viðri og
afburða gott haust sé á enda,
verður afkoma bænda lakari,
heldur en ef væri slæmt árferði,
því þá væru dilkar rýrari og
myndu flokkast betur. Það geta
því nokkrir dilkar af þeim 82
þúsund fjár, sem slátrað verður í
Sláturhúsi Kaupfélags Borgfirð-
inga í Borgarnesi lent í verðfell-
ingu í haust, ef ekki bregður til
harðnandi veðurfars. Það batnar
því ekki að vera bóndi á íslandi í
dag.
— Fréttaritari.
Félag harmonikkuunnenda:
Efla vegferð nikkuimar
FÉLAG áhugamanna um
harmonikkuleik var stoínað s.l.
ár og var félagsstarf með miklum
blóma. Nú á nýafstöðnum aðal-
fundi var nafni félagsins breytt f
Félag harmonikkuunnenda með
skammstöfunina F.H.U. í frétta-
tilkynningu frá Félagi
harmonikkuunnenda er hvatt til
þess að allir velunnarar nikkunn-
ar taki þátt í starfi félagsins og
efli hag nikkunnar sem mest.
Pósthólf félagsins í Reykjavík er
4145.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin, en í henni eiga sæti: Bjarni
Marteinsson form., Guðmundur
Guðmundsson ritari, Elsa Bene-
diktsdóttir gjaldkeri, Guðmar
Hauksson meðstj., og Karl
Jónatansson meðstj.
Vetrarstarf félagsins er nú
þegar hafið og munu næstu
skemmtifundir félagsins verða
haldnir sunnudagana 8. okt., 5.
nóv. og 3. des.j í samkomusal
VERKSTJÓRAFÉLAGS ÍS-
LANDS að Skipholti 3. III hæð kl.
15.30.
Helstu verkefni sem félagið mun
snúa sér að á komandi vetri eru:
Aukin hópvinna innan félagsins.
Gerð útvarpsþátta á vegum félags-
ins. Húsnæðisvandamál félagsins.
Harmonikkukennsla verði tekin
inn í Ríkisstyrkta Tónlistarskóla
landsins. Nótnasafn og fl.
Ca. 100 manns eru nú í félaginu
og þegar er farið að stofna
Harmonikkuáhugahópa úti á
landsbyggðinni í tengslum við
félagið.
Nú bjóðum við nýjan glæsilegan luxusbíl... MAZDA LEGATO.
Þessi nýi bíll er rúmbetri og stærri en fyrri gerðir af MAZDA.
MAZDA LEGATO er með 2000cc vél,
og mjúkri gormfjöðrun á öllum hjólum.
fáánlegar: 4 dyra Sedan og 4 dyra hardtop.
eru búnar meiri aukabúnaði en jafnvel rándýrar luxusbifreiðar
af öðrum gerðum.
2 gerðir verða
Báðar gerðirnar
Standard búnaður í Mazda Legato sedan:
hituð afturrúða - útvarpsloftnet byggt inn í framrúðu
3 hraða rúðuþurrkur _ útispeglar — barnaöryggislæsingar á hurðum
klukka í mælaborði _ sportfelgur með krómhring - 4 halogen framljós
og rúðusprautur á framljósum - rafmagnslæsing á farangursgeymslu
rafmagnslæsing á bensínloki - stillanlegir höfuðpúðar - hitablástur á
hliðarrúður- stokkur á milli framsæta - læst og upplýst hanskahólf
upplýst farangursgeymsla.
BÍLABORG HF.
SMIDSHÖFDA 23 símar: 81264og 812 99
og þar að auki í Mazda Lcgato 4 dyra hardtop:
fjarstýrðir útispeglar - vökvastýri - rafknúnar
rúður - snúningshraðamælir - tölvuklukka t
mælaborði - sjálfskipting eða 5 gíra girkassi
og litað gler
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐAL.STRÆTI 6 SlMAR: 17152-17355
BÍ tASÝNING i d«g hi. 16