Morgunblaðið - 07.10.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 07.10.1978, Síða 18
18 M0RGUNBLAÐ1.Ð, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 Billy Graham til Póllands Varsjá. 6. október — AP DR. BILLY Graham pródikari kom til Póllands í dag. en hann mun dvelja í landinu í tíu daga ok pródika í kaþólskum kirkjum þar. Graham hefur ekki áður pródikað í kaþólskum kirkjum. Við komuna til Póllands sauð- Togari fórst við Skotland Abcrdecn. Skotlandi. fi októbcr. AP. TOGARINN Grampian (ílen frá Aberdeen í Skotlandi siikk árla í daK undan austurströnd Skotlands oK er óttast að sex menn af átta manna áhöfn hafi farist. Þeir tveir, sem komust af og var bjargað um borð í skip sem statt var í nágrenninu, sögðu að botnloka hefði gefið sig og skyndilegur leki komið að skipinu. Sögðu þeir að togarinn, sem var 127 rúmlestir að. stærð, hefði lagst á hliðina og sokkið um tveimur mínútum eftir að lekans varð vart. ist Graham vænta þess að hann yrði einhvers vísari um trúarlíf í landinu. Ennfremur sagðist hann ætla að nýta tímann til að kynna sór stjórnarhætti og fólagslega uppbyggingu í Póllandi. Billy Graham kom til Póllands í boði pólsku baptistakirkjunnar, en til hennar teljast um 6.000 Pól- verjar. Um 90 af hundraði Pól- verja, en þeir eru um 35 milljónir, eru í tengslum við kaþólsku kirkjuna. Graham sagði í dag að opinberir embættismenn og leiðtogar ka- þólsku kirkjunnar hefðu haft veg og vanda af heimsókn sinni til Póllands. Svíþjóö: Leiðtogar sænska Miðflokksins sigri hrósandi í „sigurveizlu“ sem þeir héldu á Riche Hotel eftir langa og stranga deilu innan samsteypustjórnarinnar sem sagði af sér á fimmtudagskvöld. Talið frá vinstri. Fálldin. Gunnar Söder og Olof Johannsson. Veður víða um heim Akureyrí 4 skýjað Amsterdam 17 skýjað Apena 25 heiðskírt Barcelona 19 skýjað Berlín 16 rigning Brussel 18 heiðskírt Chicago 16 rigning Franklurt 13 rigning Genf 17 léttskýjaö Helsinki 7 skýjað Jerúsalem 30 heiöskirt Jóhannesarborg 20 léttskýjað Kaupmannahöfn 12 rigning Lissabon 26 léttskýjað London 17 lóttskýjað Los Angeles 26 heiðskírt Madríd 22 léttskíjað Malaga 23 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Míami 32 skýjað Moskva 12 skýjað New York 18 rígning Ósló 8 léttskýjaö París 16 heiðskírt Reykjavík 8 léttskýjað Río De Janeiro 35 léttskýjað Rómaborg 17 léttskýjaö Stokkhólmur 10 léttskýjaö Tel Aviv 27 léttskýjað Tókýó 18 skýjað Vancouver 17 léttskýjað Vínarborg 13 skýjað. Þingforseti tilnefnir eftir- mann Fálldins á mánudag Stokkhólmi. 6. október. AP. ÞEGAR'Thorbjörn Falldin hafði afhent lausnarbeiðni ríkisstjórnar sinnar sagði Henry Allard, forseti sænska þingsins, að hann skýrði ekki frá því fyrr en á mánudag hvern hann hygðist tilnefna sem for- sætisráðherra. „Þingið mun svo taka afstöðu til tillagna minna, en vart er að vænta tíðinda í þeim efnum fyrr en á fimmtudag í fyrsta lagi,“ sagði Henry Allard. Kunnugir telja að mestar líkur séu á því að Allard stingi upp á Ola Ullsten, aðstoðarforætisráð- herra í stjórn Fálldins, til að veita næstu stjórn forystu. Ullsten vildi ekkert láta hafa eftir sér í þessum efnum eftir viðræður við Allárd í dag. Ullsten vildi heldur ekkert segja um samsetningu væntanlegrar stjórnar, en á blaðamannafundi á fimmtudagskvöld sagði hann að hyggilegt væri að koma á sterk- ustu stjórn sem möguleiki væri á án þátttöku jafnaðarmanna. Gosta Bohman leiðtogi hægrimanna lagði og til á fimmtudag að komið yrði á „sterkri tveggja flokka stjórn án þátttöku jafnaðar- rnanna." Þegar Thorbjörn Fálldin afhenti lausnarbeiðni fyrir ráðuneyti sitt sagði hann, að það hefði orðið stjórninni að aldurtila að Ullsten og Bohman hefðu fellt tillögu hans um að efnt yrði til þjóðaratkvæðis um stefnuna í kjarnorkumálum. Leiðtogarnir þrír fjölluðu nær daglega frá 8. september um hvort tvö kjarnorkuver skyldu starf- rækt, en í síðustu viku tilkynntu þeir að ákvörðun yrði frestað þar til nákvæmar rannsóknir á berg- STJÓRN ísrael gaf ekki neina skýringu í dag á árás herskipa á hverfi múham- eðstrúarmanna í Beirút, en talið er að ísraelsmenn hafi með sprengjuárásinni viljað vara Sýrlendinga við frekari árásum á umsetin hverfi kristinna hægri- manna í höfuðborg Líban- ons. Sprengjuárás ísraels- manna var gerð á sama tíma og friðargæzlusveitir Sýrlendinga í Líbanon héldu uppi mestu árásum sem um getur á hverfi grunni væntanlegra geymslustaða úrgangsefna hefðu farið fram. Litið var á þessa niðurstöðu sem málamiðlun og að ágreiningurinn yrði lagður á hilluna, í bráð a.m.k. En Fálldin, sem vill leggja niður öll kjarnorkuver í Svíþjóð innan tíu ára, hélt þófinu áfram og lagði til ákveðinn yrði lokunardagur tíu hægrimanna. Margir spyrja nú þeirrar spurn- ingar hversu langt ísraels- menn séu reiðubúnir að ganga til aðstoðar hægri- mönnum sem hafa verið hliðhollir ísrael. Öryggis- og varnarmálanefnd ísraelsþings kom saman i dag til að ræða ástandið í Líbanon, en talsmenn stjórnarinnar neituðu að segja nokkuð um atvikið. Það hefur hins vegar vefið yfirlýst stefna stjórnarinnar að Israels- menn muni koma í veg fyrir, að samfélagi kristinna hægrimanna í Líbanon verði útrýmt. Hingað til hafa ísraelsmenn þó forðast meiri háttar þátttöku í átökum hægri kjarnaofna eða að efnt yrði til þjóðaratkvæðis um framtíðar- stefnu þjóðarinnar í orkumálum. Ullsten og Bohman gátu ekki fellt sig við þessar tillögur og sögðu í opinberri tilkynningu að þeir væru ekki reiðubúnir að binda sig við langtímastefnu í orkumálum að svo stöddu. manna og sýrlenskra friðargæzlu- sveita í Beirút þar sem slíkt gæti leitt til beinna átaka Sýrlands og ísraels. Það voru ísraelsk blöð sem skýrðu frá árás ísraelsmanna í Beirút, og áreiðanlegar heimildir hermdu að varðskip hefðu skotið um eitthundrað sprengjum á svæði við ófullgerð hótel í hverfi múhameðstrúarmanna. Heimildir þessar sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu að hótelið hefði verið bækistöð hryðjuverkamanna, og að árás ísraelsmanna hefði verið gerð í hefndarskyni fyrir tilraunir palestínskra hryöju- verkamanna fyrra laugardag til að gera árás á hafnarborgina Eilat. Utvarpið í Israel skýrði frá því í dag að kristnir hægrimenn í suðurhluta Líbanons hefðu lokað Sprengjuárásir ísraelskra varðskipa á Beirút: ísraelsmenn gefa engar skýringar Tel Aviv. Beirút. 6. okt. — AP Flugritinn úr flugvélinni sem fórst vió Svalbaróa: Rannsókn hefst 12. október með eða án nærveru Rússa Ósló. 6. októbcr. Frá Jan Erik Laure frcttamanni Mbl. NORSK stjórnvöld hafa ákveðið að bíða ekki lengur eftir því að sovésk stjórnvöld tilkynni fulltrúa sinn við rannsóknina á flugritanum úr sovésku flugvél- inni sem fórst við Svalbarða í lok ágúst sl. og verður „svarti kassinn“ af því tilefni opnaður fimmtudag- inn 12. október næstkomandi til rannsóknar. Hefst rannsóknin á flugritanum samdægurs, með eða án hjálpar sovéskra sérfræðinga, að því er fréttamaður Mbl. hefur eftir áreiðanlegum heimildum. Sovéski sendiherrann í Ósló, Y. Kirichenko, hefur afhent Knut Frydenlund utanríkisráð- herra formleg mótmæli Sovét- stjórnarinnar við þeirri fyrir- ætlan Norðmanna að rannsaka flugritann. Var sendiherranum tilkynnt í dag að rannsóknar- nefnd flugslysa hæfi rannsókn á flugritanum 12. október. Reikn- að er með að rannsóknin verði tímafrek, að því er fram kom í dag í tilkynningu utanríkisráðu- neytisins um rannsóknina. í mótmælum Sovétmanna sem sendiherrann afhenti Frydenlund leggja Sovétmenn á það áherzlu að ákvörðun Norð- manna sé ólögleg og aðeins til að spilla samskiptum Sovétríkj- anna og Noregs. Utanríkisráðu- neytið vísaði mótmælum Sovét- manna á bug og sagði í til- kynningu ráðuneytisins að það væri í samræmi við þjóðarrétt að Norðmenn rannsökuðu flug- ritann úr sovésku flugvélinni sem fórst við Svalbarða, svo að varpa mætti ljósi á ástæðurnar fyrir slysinu. Blaðamaður Aftenposten varð á vegi Kiriehenko sendiherra fyrir utan norska utanríkisráðu- neytið þegar sendiherrann var að koma frá því að afhenda mótmæli stjórnar sinnar. Sagði blaðamaðurinn fréttamanni Mbl. að sendiherrann hefði verið snúðugur og æstur og ekki viljað svara neinum spurningum blaðamannsins. öllum leiðum sem liggja að stöðv- um friðargæzlusveita Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á svæðinu í mót- mælaskyni við athafnaleysi SÞ varðandi átökin í Beirút. Moshe Dyan utanríkisráðherra ísraels gagnrýndi Sýrlendinga harðlega fyrir aðgerðir þeirra i Líbanon skömmu áður en hann hélt áleiðis til höfuðstöðva SÞ í New York í gær. Dayan sagðist ekki telja að ástandið í Líbanon hefði áhrif á viðræður Israels og Egyptalands um friðarsamkomu- lag, en viðræður þessar hefjast í næstu viku. Bandaríkjamenn hafa hins vegar hvatt alla aðila til að sýna stillingu og hafa hemil á aðgerðum sínum af ótta við að átök milli Sýrlendinga og ísraels- manna kynnu að stefna árangrin- um af viðræðunum í Camp David í alvarlega hættu. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu hafa að minnsta kosti eitt þúsund manns látið lífið og 1,700 særst í átökum sýrlenzkra friðar- gæzlusveita og kristinna hægri- manna í Líbanon frá því í febrúar s.l.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.