Morgunblaðið - 07.10.1978, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 3 1
teldi hún að einhver þyrfti ein-
hvers við, beitti hún sínum brögð-
um til að gæta okkar allra og
koma málum sem best í höfn.
Aldrei sá ég hana flýta sér og afar
sjaldan bregða skapi. Þó var
vinnudagur hennar lengri og
erilsamari á stóru sveitaheimili en
flesta grunar. Einhvern veginn
gerðist allt á réttum stað og
réttum tíma án þess að maður
tæki sérstaklega eftir því að
Pálína stæði á bak við það.
Kannski var það af því að hún
hafði einstakt lag á að fá mann til
að spauga ef eitthvað gékk úr-
skeiðis. Það var alveg sérstaklega
gaman að hlæja með henni að
lífinu. Fyrst kom þessi glampi í
augun, sem boðaði að nú ætti að
bregða á glens, orð eða athuga-
semd sem kom manni til að fara að
hugsa um eitthvað spaugilegt og
eftir það var grunnt í gamanið og
léttan hlátur. Þá naut Pálína mín í
Geldingaholti lífsins í ríkum mæli.
— Lengi áttum við saman að
hlátursefni minninguna um þegar
hún kom tveim stórum saltfisk-
stykkjum ofan í matvandan
stelpugopa úr Reykjavík. Það gerði
hún með því að bjóða henni að
kenna sér hvernig „fyrirfólkið"
hefði það í veislum í stórborgum.
Við munum hafa leikið heimskon-
ur af slíkri hjartans lyst þann dag
við gamla baðstofuborðið, að
saltfiskur hefur ekki síðan staðið í
sumarbarninu því.
Ég kveð trygga aldna vinkonu
mína með hlýju, virðingu og
þakklæti í huga.
Vigdís Finnbogadóttir.
Pálína Guðmundsdóttir, hús-
freyja í Eystra-Geldingaholti, lést
hinn 28.9 s.l. og verður útför
hennar gerð í dag frá sóknarkirkju
hennar aö Stóra-Núpi. Hún var
fædd í Hólakoti- íHrunamann-
hreppi árið 1891, dóttir hjónanna
þar, Guðmundar Isákssonar og
Guðrúnar Brynjólfsdóttur.
Brynjólfur Einarsson, hreppstjóri
á Sóleyjarbakka, var landskunnur
maður sem mikil ætt er frá komin,
þar á meðal miklir hagleiksmenn
og fleiri þekktir glímumenn en ég
veit um í öðrum ættum. Allt
bendir þetta á nokkurt atgerfi.
Pálína Guðmundsdóttir ólst upp
í foreldrahúsum við fremur kröpp
kjör eins og flestar jafnöldrur
hennar í þá daga^ en í „heiðursfá-
tækt“. Heimili hennar varð ég ekki
kunnugur fyrr en hún, á ungum
aldri, gerðist húsfreyja í
Eystra-Geldingaholti og giftist
bóndasyninum þar, Ólafi Jónssyni,
en þar hafa þau búið síðan 1919
lengst af við vaxandi rausn og
góðar ástæður, uns nú á síðari
árum að elli hefur vikið þeim hægt
og hægt til hliðar, sem eðlilegt
verður að telja. Pálina hafði
fríðleik meira en í meðallagi
borinn af miklum þokka án alls
yfirlætis. Þó verður glaðlyndi eitt
besta einkenni hennar og lyndis-
einkunn öil. Ef byggð ból ættu sér
óskastund held ég að Geldingaholt
hafi hitt á eina slíka er Pálina
fluttist þangað; þar hafði áður
verið sæmileg gnótt í búi og
myndarskapur, en við komu hinn-
ar háttvísu konu var sem allt fengi
nýjan tilgang. Hún virtist flytja
með sér áhuga fyrir blómarækt og
fegrun heimilis, sem hefur reynst
arfgengur svo að nú hefur þetta
átak fjölskyldunnar orðið að
híbýlaprýði til fyrirmyndar.
Manni sínum var Pálína svo góð
eiginkona að ekki virtist verða á
betra kosið. Til munu vera þeir í
nútímanum, sem mundi þykja
þetta hafa verið um of, í það
minnsta þeir sem ekki vilja fallast
á að sælla sé að gefa en þiggja.
Þetta kunni maður hennar þó vel
að meta og því betur eftir því sem
lengra leið á æfi þeirra. Sameigin-
lega má þakka þeim hjónum hina
miklu hjúasæld er þau alltaf nutu.
Það lætur því að líkum að hin
látna heiðurskona var hvers
manns hugljúfi á heimilinu, ekki
síst átti hún hylli tengdaforeldra
sinna meðan þeirra naut við.
Minnisstæð er mér skapfesta
hennar er hún var hrædd um að
hinu góða nágrenni er hún ávallt
bjó í væri nokkur hætta búin. Þá
varð þessi gæfa kona einbætt og
kom í veg fyrir að óþörf orð
bærust á milli bæjanna.
Þeim hjónum varð fjögurra
barna huðið, sem öll eru nú komin
á miðjan aldur, þau eru: Jón, bóndi
í Eystra-Geldingaholti, hefur lengi
verið áhrifamaður í sveitinni, nú
búnaðarþingsfulltrúi, kona hans
er Margrét Eiríksdóttir, frá
Steinsholti, hún hefur samlagast
heimilinu vel og reynst tengdafor-
eldrunum þar eftir; Inga, kona
Stefáns Björnssonar, forstjóra
Mjólkursamsölunnar, mikil garð-
yrkju- og trjáræktarkona; Guðrún,
hefur lengi stundað farmennsku,
gift Haraldi Pálmasyni og eig þau
heimili í Reykjavík; Hrefna,
handavinnukennari við Flúða-
skóla, er mikil garðyrkju- og
biómaræktarkona, gift Guðmundi
Sigurdórssýni flutningabílstjóra.
Vini mínum Ólafi Jónssyni, sem
nú fetar tíunda áratuginn, óska ég
rósemi hugans á einmana göngu.
Einar Gestsson.
Lokaö
vegna breytinga.
Strandgötu 1 HafnarfirSi
sími 52502.
711 suðurs tneð SUNNU
VELKOMIN
SUNNUHÁTÍÐ
Grísaveisla
Kanaríeyjakvöld Hótel Sögu
Sunnudagskvöld 8. 10.
WL Kl. 19.00: húsiö opnar, spánskur veislumatur fyrir
jpT aöeins kr. 3.500.00
Stutt ferðakynning, sagt frá mörgum spennandi
wl feröamöguleikum vetrarins, til Kanaríeyja og fleiri
v staöa, stutt litkvikmynd frá Kanaríeyjum.
Tískusýning:
Karonstúlkur sýna þaö
nýjasta í kvenfatatískunni.
Guðrún Á. Símonar
óperusöngkona syngur og
kemur öllum í gott skap meö
sinni frábæru snilld.
BINGO
3 sólarlandaferðavinningar.
Dansað til kl. 01.00 Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar
og söngkonan Edda Siguröardóttir flytja meöal annárs
spánska músík.
Aukavinningur 16 daga Kanaríeyjaferö 13. okt í
ÓKEYPIS happdrætti fyrir þá gesti sem mættir eru fyrir
kl. 20.00.
Pantið borð tímanlega hjá yfirþjóni föstudag, laugardag
og sunnudag frá kl. 15.00 í síma 20221.
Allir velkomnir enginn aögangseyrir nema rúllugjaldiö.
Missiö ekki af ódýrri og góöri skemmtun og spánskri
matarveislu.
Leikhúskjallarinn
Leikhúsgestir,
byrjiö
leikhúsferðina
hjá okkur.
Kvöldveröur frá kl.
18.
Boröpantanir
í síma 19636.
Skuggar leika til kl. 2. Spariklæðnaður.
Stórkostlegt
kvöld í
Aratungul
J f'teö v*
Dúmbó og Steini
leika í Aratungu í kvöld
Sætaferðir frá Selfossi, Laugarvatni og BSÍ.
Allir í Dúmbó-stuöiö
í Aratungu í kvöld
veröur haldin í lönaöarmannahúsinu viö Hallveigarstíg í
dag og á morgun, kl. 2, ef birgöir endast. Meöal vinninga
utanlandsferö meö Útsýn til Lignano. Verömæti 150 þús.
Fjöldi góöra vinninga frá Niöursuöuverksmiöjunni Ora og Heklu
h.f. m.a. Wigo kaffikanna aö verömæti 23 þús. kr. og Kenwood
hrærivél aö verömæti 21 þús. kr.
Fjöldi eigulegra vinninga — Þúsundir númera.
Enginn núll. körfuknattleiksdeild ír